Norðri - 09.11.1906, Blaðsíða 1
"=03 NORBRI &<*•
I., 46, Akureyri, föstudaginn 9. nóvember. 1906.
Sambandsmálið
við Danmörku.
Sízt er það að undra, þótt það mál
sé mikið rætt í blöðum vorum — eitt
vandráðnasta framtíðarmálið. En margt
af tillögum þeim, er fram hafa komið,
eru, vægast sagt, pólitískt «leirkerasmíði».
«Norðri» hefir ekki til málsins lagt
annað en það, sem stuttlega var skýrt
frá um grnndvöll þann, er þingmenn
allir komu sér saman um í sumar, að
standa á gagnvart þingi og þjóð í Dan-
mörku.
Því hefir svo verið óspart ögrað af
ýmsum blöðum, sem hér fara að með
meiri æsing en hyggindum, og af eðli-
legum ástæðum ekki eru rökum kunn-
ug, að þessi samhugur þingmanna
hafi náð skamt, kröfurnar af ís-
Iands hálfu muni hafa verið fáar, smáar
ogóljósar,— Pessar getgátur, sem born-
ar eru fram af meiri frekju, en viti, hef-
ir enginn, sem þekkir málið, virt svars,
enda ekki tímabært að svara þeim enn.
Þá fyrst, þegar hin hófstiltari blöð og
þeir leiðandi menn landsins, sem ekki
eru blindaðir af flokksofsanum, hafa fall-
iat á hinn sama grundvöll og þegar
telja má víst, að kröfur alþingis f sum-
ar fái traust fylgi hjá flestum hugsandi
mönnum þjóðarinnar, þá fyrst er tími
kominn til að skýra þessar kröfur ítar-
lega í dagblöðunum.. —
Nú eru líklegar horfur á að mörg
af blöðunum og fjöldi annara góðra
drengja í landinu geti tekið höndum
saman á þessum grundvelli, sem ein-
mitt »Lögrettumenn« báru upp tillögu
um á fundi þingmanna á «Botníu» og
kröfurnar eru all-víðtækar og full-skýr-
ar. —
Pað mætti kalla stórtíðindi og það
góð, ef blöðin og þjóðin, gæti, þegar
til alvörunnar kemur, staðið sem einn
maður, í þessu máli, eins og fulltrúar
Iandsins gjörðu í sumar, —
Það er nú kappsamlega að því unn-
ið og góðar horfur á, að það takist
framar vonum, hvað blöðin snertir, og
þá er mikið unnið. —
G. G.
Verziunina á Patreksfirði,
þá er «IsI. Handels og Fisker Co.»
átti, hefir keypt konsúll Pétur Á Ólafs-
son sem veitti henni forstöðu að und-
anförnu.
Efnarannsóknarstofa
er nú sett á stofn í Reykjavík samkv. fjár-
veiting síðasta þings og tekin til starfa.
Forstöðumaður er Ásgeir Torfason kand.
polyt frá Ólafsdal og kennir hann þar
einnig lærisveinum læknaskólans efna-
fræði.
Útflutningi
lifandi sauðfjár
er lokið í haust, og er hingað komin
fregn um það, hvaða verð eigendur
fjárins fá. Fluttir hafa verið út 4 farm-
ar, 2 til Englands (Liverpool) og 2 til
Belgíu (Antwerpen). Féð var alls um
8000, og fóru um 5000 af því til Eng-
lands, en hitt til Belgíu. Pað fé er selt
fyrir ákveðið verð hér heima, eftir lif-
andi þunga. En það, sem til Englands
fer, er selt eftir kjötþyngd þar, eins og
að undanförnu.
Verð það, sem seljendur nú fá, er
þetta:
Selt i Englandi.
Kaupf. Norður-Pingeyinga Kr. 20.57
Vopnafjarðarverzlun ... — 18.87
St. Th. Jónsson Seyðisfirði — 18.86
Kaupfélag Pingeyinga . . , — 18.20
Framtíðin, Seyðisfirði ... — 16.91
Kaupfélag Svalbarðseyrar . — 16.71
Selt til Belgíu.
Kaupfélag Húnvetninga . — 17.16
— « — Skagfirðinga . . — 16.91
— « — Eyfirðinga ... — 16.68
— « — Breiðdæla ... — 16.34
— « — Pingeyinga . . — 16.25
— « — Svalbarðseyrar — 16.11
Allar þessar tölur eru símritaðar hing-
að, og er ekki ómögulegt, að eitthvað
kunni að hafa misritast á leiðinni.
Þegar þess er gætt, að fé var með
ódrýgsta móti til frálags í haust, þá er
það Ijóst, að verðið er mjög gott. Pessi
nýja sala til Belgíu hefir reynst vel bæði
í fyrra og nú í haust, og væri óskandi
að hún gæti haldið áfram; en menn
verða að gæta þess vel að eyðileggja eigi
þann markað, með þvf að senda út
miður vandað fé, eins og gert var með
Englandsmarkaðinn á árunum. Kaup-
endurnir í Belgíu eru ekki vel ánægð-
ir með gæði fjárins í haust. En selj-
endum er nokkur vorkunn nú, þegar
tillit er tekið til árferðisins í vor og
sumar.
Mest af þessu útflutningsfé var úr
Þingeyjarsýslum, um 4500; úr Skaga-
firði og Húnavatnssýslu um 1750; úr
Múlasýslum um 1500 og úr Eyjafirði um
200. -
Símastöðvarnar.
Reykjavíkur-stöðinni stýrir O. Forberg
aðallega, en honum til aðstoðar í vetur
verður Tengs verkfræðingur er hér var
í sumar. Þá eru þar símritararnir Gísli
J. Ólafsson og Magnús Thorberg en
við talþráðinn, ungfrúrnar Guðrún Að-
alsteinsdóttir ogJRósa Einarsdóttir. Sendi-
boði Kjartan Konráðsson.
Akureyrarstöðinni stýrir Páll Smith
símritari. Aðstoðarmaður í vetur Johan
Eide símritari. Eftirlitsmaður með þræð-
inum hér norðanlands Nic. Midthun.
Við talþráðinn ungfrúrnar Karolina Guð-
mundsson ogÁsdísGuðmundsson. Sendi-
boði Björn Arnórsson.
Seyðisfjarðarstöðin. Forstjóri J. P. Trap
Holm. Símritarar. Björn Magnússon og
Halldór Skaptason. Við talþráðin Ung-
frúrnar: Borghildur Hansen og Dagmar
Wathne. Sendiboði Árni S. Böðvars-
Ein kirkjusókn
innan við Akureyri
ii.
í vor eð var skrifaði eg dálitla grein
í Norðra; hélt eg því fram þar, að Eyja-
fjörður allur innan við Akureyri ætti
að verða ein kirkjusókn, ogbenti eg lít-
ið eitt á þær ástæður, er egtel að mæli
með því fyrirkomulagi.
Ekki get eg stært mig af því, að þetta
sé min hugmynd frá upphafi. Nei, eg
fékk hana frá öðrum. Petta vil eg taka
fram, til þess að koma í veg fyrir mis-
skilning. En mér þykir jafn vænt um
hugmyndina fyrir því. —
Pað gladdi mig því, er Norðri flutti
um daginn nokkrar athugasemdir og
andmæli gegn því, er eg hafði haldið
fram, frá «Eyfirðingi». Mér erauðvitað
líkt farið og flestum öðrum, að mér
verður varla annað verra gert, en að
þagað sé með öllu við því, er eg segi;
ekki virtur svars.— —
En ekki hafa athugasemdir «Eyfirðings»
orðið til að breyta skoðun minni á því
máli, er hér ræðir um. —
Astæður hans eru einkum þessar:
1. Vegalengdin.
2. Sameining kirknanna dragi úr messu-
ferðum.
3. Geti orðið nær ókleyft að koma
líkum til grafar.
4. Sé óheppilegt fyrir félagslífið.
Öllum þessum ástæðum vil eg reyna
að svara nokkru.
Pví verður auðvitað ekki neitað, að
töluvert meiri fyrirhöfn verður það fyr-
ir hvern einstakling að sækja kirkju, ef
7 sóknir eru gerðar að einni. En eg
gat þess í vor, og það er öllum vork-
unarlaust að vita, nema ef til vill þeim, sem
engu öðru eru vanir en hægðinni hér í
Eyjafirði, að til og frá um alt ísland eru
kirkjusóknir, þar sem bæði eru meiri
vegalengdir og miklu, miklu erfiðara yf-
irferðar en hér yrði, þótt öll sveitin inn-
an við Akureyri væri ein kirkjusókn, og
mun mega fullyrða, að messur og önnur
not kirknanna séu engu minni á þeim
stöðum en þar, sem kirkjurnar eru svo
að segja hver niðri í annari.
Messuferðirnar mundu því, að öllum
líkindum, varla minka hér til muna, þótt
kirkjurnar yrðu sameinaðar. Og þóein-
stöku maður misti af því »þegar dagur
er skemstur« og kuldi og illviðri, að
sitja í hálfdimmum kirkjuhjalli, skjálf-
andi af kulda og hættandi heilsu sinni
og lífi, eins og oft skeður, þá tel eg
það engan skaða.
»Eyfirðingur« segir, að nær ókleyft
geti orðið að koma líkum til grafar.
Hann verðnr að fyrirgefa mér, þótt eg
segi eins og er, að þetta er tjarstæða.
í miklum hluta allra kirkjusókna á land-
inu er þetta ekki aðeins álíka erfitt, held-
ur miklu erfiðara en hér mundi verða,
þótt kirkjusameiningin kæmist á.— Pó
hafa menn um umliðnar aldir getað fram-
kvæmt þetta, og komið líkum vanda-
manna sinna í vígða mold. En hérna
í Eyjafirði, þar sem engin teljandi mis-
hæð er, akvegur ágætur á all-iöngu svæði
REYNIÐ
Amontillado, Madeira, Sherry og rauð
eða hvít Portvín frá
Albert B. Cohn.
Þessi vín eru efnafræðislega rannsökuð um
leið og þau eru látin á flöskurnar, ogtapp-
ar og stúthylki bera þess ljósan vott, því á
þeim er innsigli efnasmiðjunnar. Vínin
fást á Akurevri hjá
hóteleiganda Vigfúsi Sigfússyni.
Ábyrgð er á því tekin, að vínin séu hrein
og óblönduð vínberjavín, og má fá þau
miðilslaust frá Albert B. Cohn, St. Annæ
Plads 10 Kjöbenhavn K, — Hraðskeytaárit-
un Vincohn. Allar upplýsingnr um Cohn
gefur
V. Thorarensen, Akureyri.
og verður væntanl. lengdur innan skams,
landslagi á löngum pörtum svo háttað,
að vel má koma við vagni, þótt ekki
sé þar vegur bygður, héraðið svo snjó-
Iétt, að það má heita undantekning, ef
ekki er hægt að fara allra sinna ferða
fyrir snjó, ísalög oftast allan veturinn,
og sleðafæri því hið besta — hér er
merkilegt að heyra menn tala um erf-
iða eða ókleyfa flutninga. „Eyfirðingur*
og aðrir þeir, er líta á þetta á sama
hátt og hann, ættu að athuga, hvernig
þessu er háttað víðast hvar annarstaðar
á landi voru, og munu þeir þá skilja,
að okkur, sem kunnugir erum annarstað-
ar, finst blátt áfram hlægilegt að heyra
talað um erfiða flutninga í Eyjafirði.
En til þess nú að milda úr og reyna að
draga saman skoðanirnár, mætti koma
með þá tillögu, að sú kirkja, sem fjarst
er Grund og sú eina sókn, sem yrði
fyrir nokkuð verulegum erfiðleikum, jafn-
vel frá eyfirzku sjónarmiði, fengi að
standa og halda sér fyrst um sinn sem
«annexia« frá Grund. Eg á hér auð-
vitað við Hólakirkju og Hólasókn. Frá
mínu sjónarmiði væri það engin frá-
gangssök og vel gerandi að ganga inn
á þá miðlun.
En fjórða ástæða »Eyfirðings« sú, að
sameining kirknanna mundi hafa óheppi-
leg áhrif á félagslífið, er þannig í eðli
sínu, að væri hún rétt og gild, þá ætti
ekki að minnast á neina sameining fram-
ar. Jafnvel hin ofurgætilega tillaga kirkju-
málanefndarinnar, að hafa kirkjurnar
ekki nema 4, væri þá fyrirdæmanleg.
Pví að alt það, sem óholt er fyrir fé-
lagslífið, ber að varast eins og heitan
eldinn; ekki er félagslífið of gott, þótt
það versni ekki úr þessu.
En til allrar hamingju er þessi ástæða
«Eyfirðings« ekki aðeins röng, aðminni
ætlan, heldur tel eg hana gagnsíœða
sanni. —
Pví að þessar mörgu smáu sóknir og
fámennu söfnuðir gera það að verkum*
eins og strjálbygðin sjálf, að það eru
að eins fáir menn, sem saman ná, sem
hittast á messufundunum og að sama
skapi er það og lítið, sem af þeim sam-
fundum sprettur til verulegra félagsheilla.
Sá félagsskapur hefir og lengi sýnt á-
vexti sina áþreifanlega íkirkjunum sjálf-
um. Pær hafa lengst af verið alþekt
þjóðarminkun og eru það raunar víða enn,
og enn eru þær víðast hvar all-langt frá
son.