Norðri - 09.11.1906, Blaðsíða 2

Norðri - 09.11.1906, Blaðsíða 2
184 NORÐRI. NR. 46 NORÐRI Gefinn út af hlutafélagi. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Haýnarstrœti 3. Prentsmiðja B. Jónssonar. því, að fullnægja þeim kröfum, til feg- urðar og þæginda, sem -menn gera-tW annara húsa og hýbýla sinna. Og þetta kemur engan veginn af því, að söfnuð- uuum séfullnægtmeð þessumkirkjumeins og þær eru, heldur af því, að sókn- irnar að kirkjunum eru svo smáar og fámennar, að fólkinu er í raun og veru ofvaxið að hafa kirkjurnar í lagi. Eða hvernig ætla Eyfirðingar sér að hafa það framvegis? Treysta þeir sér til að byggja og halda við þó ekki sé nema þrem öðrum kirkjum en Grundarkirkju, er séuálíkaveg- legar og vandaðar og hún?— Eða dett- ur þeim í hug að þverskailast viðkröf- um komandi tíma og vaxandi menning- ar og hafa kirkjurnar framvegis álíka auðvirðilegar og þærerunú? Eg treysti þvf fyllilega, að það vilji raunar enginn, og þótt einhverjir hefðu þá skoðun, að hún þá verði að falla, eins og alt sem er ofgamalt verður að falla og hverfa fyrir hinu nýja, unga, því sem d að lifa. — Væri nú allur Inn-Eyjafjörður einn söfnuður, ein sókn, er sækti sömu kirkju þá trúi eg tæplega að nokkur þyrði að neita því, að það, einmitt það, gæti orðið orsök og undirrót margskonar kraft- mikils og verulegs félagsskapar og fram- fara. 6ar mundu koma saman mjög margir mætir menn. Kirkjusöngur og önnur athöfn í kirkjunni mundi geta orðið í bezta lagi, einmitt með þessum sameinuðu kröftum. Menn mundu efl- ast að víðsýni og stórhug við þær samkomur. Mætti þá svo fara innan skams, að á slíkum fundi kæmi beztu menn sér saman um að vinna eitthvað stórt og þýðingarmikið fyrir héraðið alt, svo sem að koma upp, á Grund, miðpunkti héraðsins, alþýðuskóla eða lýðháskóla, eða hvað menn vilja kalla það, þar sem unglingarnir, framtíð Eyja- fjarðar, gætu fengið þá fræðslu og djörf- ung er, nægja mundi til þess að bera merki þessa fagra, frjósama héraðs svo hátt, sem það á skilið. — Landshættir og kostir héraðsins benda á þetta. Magnús á Grund hefir stigið stórt spor í áttina. Nú er það góðra manna og viturra að skilja rétt tákn tímanna. — J J fíSd* Erlend tfðindi. Höfn 17. okt. Danmörk. Ping var sett 29. sept. Konungur hélt ræðu og boðaði ýms frumvörp, sem á að leggja fyrir þingið. Gat hann þingmannaboðsins og bætti því við, að hann vildi láta að óskum Islendinga um endurskoðun á stöðulögunum. Á fjár- lögunuiu sézt, að alþingismanna boðið hefir kostað 85.000 kr. 10 þ. m. heiðruðu Kaupmannahafn- arbúar skáldið Holger Drachmann með blysför og veizlu á ráðhúsi bæjarins í minningu þess. að hann er 60 ára. Noregur. Þingið er nýlega komið saman, eu eigi er auðið enn þá að segja, hvernig flokkaskiftingin verður, ef til vill getur farið svo, að stjórnin fari frá. — í Stavanger gjörðu bæjarbúar árás á hús ofursta nokkurs; köstuðu þeir grjóti inn um gluggana. Lögreglan gat ekki við neitt ráðið og fékk slökkviliðið til þess að sprauta á mannfjöldann en það gagn- aði eigi heldur, svo fá varð herlið frá Björgvin til þess að koma reglu á. Rússland. 2. okt var sænskur konsúll myrtur í Bolum. í*. 5. okt. réðust 40 vopn- aðir ræningjar á járnbrautarlest, drápu 1 hermann og særðu 3 og höfðu svo á burt með sé 25.000 túblur. Um sama '1eiti var rænt í Ufimsk 1.200.000 rúbl- um og V2 millijón í Djiemiesk. Annars hefur þó verið heldur minna um hryðju- verk nokkra daga, en svo virðist sem önnur hríð sé að byrja. Virðast bylt- ingamenn í Warschau suúa mest að lög- reglunni og hafa drepið 3 og sært 4 mikið. Um 200 þingmenn hafa haldið fund með sér í Helsingfors, vegna þess að þeim var bannað að halda hann á Rúss- landi, komu þeir sér saman um, hvern- ig þeir skyldu haga sér við næstu kosn- ingar. — Mikið er talað um að stjórn- in muni innan skamms komastí fjárkrögg- ur og verði erfitt fyrir hana að fá lán. Rýzkaland. Þar eru tvenn tíðindi, sem blöðun- um er tíðrætt um. Fyrir nokkru síð- an dó hertoginn í Brúnsvík. Eftir erfða- Iögum átti hertoginn á Cumberlandi að taka við völdum, en hertoginn á líka erfðatilkall til Hannóver, sem Prússar tókn 1866. Nú vill Vilhjálmur keisari fá hann til að sleppa þessu til- kalli og setur það sem skilyrði þess að hann fái Brúnsvík. En hertoginn vill fyrir engan mun sleppa erfðatil- kallinu og verður því að öllum líkind- um af hertogadæminu og fær ekki Hann- over að heldur. Hitt málið hefir vakið enn þá meiri eftirtekt, því er svo varið, að fyrir nokkr- um dögum var gefin út dagbók Hohen- lohe fyrverandi forsætisráðherra. Er þar sagt frá ýmsu, sem lýtur að viðskiftum Vilhjálms keisara og Bicmarks gamla, um þær mundir sem hann varð að segja af sér ríkiskanslarastörfunum. Er þar sagt frá mörgu, sem mönnum var ókunnugt um áður og aðrir gátu eigi fengið að vita en þeir, sem daglega voru við hirðina. Keisarinn hefir jafn- an forðast að minnast á þetta mál og varð hann því æfareiður þegar dagbók- in var birt og þykir sér stórum mis- boðið, að hans samþykkis skyldi ekki vera leitað. * England. í byrjun mánaðarins gjörðu 40.000 verkmenn verkfall. 16. þ. m. varð óg- urleg ’sprenging í námu í Wingate í Durham; um 200 verkamenn voru kró- aðir af niðri í námunum. Tekist hefir að ná 80 lifandi upp aptur og um 30 lík eru fundin. Vona menn, að meiri hlutinn af þeim, sem vantar sé lifandi. Ameríka. Kúba. Nú er uppreisninni lokið. Palma for- seti var settur af og gjörðist Taft her- málaráðherra Bandaríkjanna forseti. Ros- evelt segir þó, að Bandamenn sleppi eyjunni aftur, þegar kosningunum sé lokið og þingið hafi kosið nýjan forseta, þeir hefðu aðeins skorist í leikinu til þess að koma friði á meðal eyjarbúa og þeim hafi aldrei komið til hugar að innlima Kúbu eins og margir héldu. 28. sept gekk voðalegt rok yfir stórt svæði af Suður-Ameríku og suður hluta Bandaríkjanna. Fórst margt manna og mörg þúsund hús eyðilögðust. 29. sept. varð járnbrautarslys við Fila- delfiu, 5 létust og 20 særðust. Jósef Smith yfirmaður Mormóna, var nýlega tekinn fastur fyrir fjölkvæni. Hafði hann 5 konur og var nýlega búinn að eignast 43. krakkann. Afríka. Oeirðir eru talsverðar enn þá í ný- lendum Rjóðverja. Fyrir skömmu réð- ust landsbúar á þá og drápu 18 en særðu 11. Einkennilegur eltingaleikur er háður þessa dagana um Norður- álfuna þvera og endilanga. Svo er mál með vexti, að rússneskur hershöfðingi Essipof að nafni, hljóp á brott með konu yfirhershöfðingja nokkurs. Yfir- hershöfðinginn heitir Utechakof, varð sem von er á, afarreiður og sór þess dýran eið að drepa þau bæði, konu sína og Essipof. Hafa þau svo flúið fram og aftur og jafnvel yfir til New York, en urðu að fara þaðan sama dag til Ev- rópu, því yfirvöldin vildu ekki hafa þau. Héldu þau þá til London og eftir þ. 9. þ. m. veit enginn hvar þau eru. Utchakof hefir jafnan verið á hælunum á þeim, en þó aldrei orðið uógu fljót- ur til þess að ná þeím. Bíða menn með óþreyju etfir úrslitunum. Pingmannaförin. Eftir Árna prófast Jónsson. X. Framh. Loks var vindlum útbytt í pálmablaða- skeiðum. Síðan staðið upp frá borðum. Kaffi drukkið standandi í næstu sölum, síðan skundað á stað til strandar og stigið á gufuskip er «Gefion» heitir. Þá átti kl. að vera hálf átta og skildi hald- haldið til »Skodsborg« sem er bað- vistar- og skemtistaður utarl. við Eyrar- sund tæpar 2 mílur frá Khöfn. Veður var gott og gekk ferðin vel, en hver- vetna að sjá flögg og fagnað á leiðinni, bæði á skipum og bæjum upp á strönd- inni, Par var og fagurlega fyrirbúið, er til Skodsborg kom. Fjöldi fólks er fagn- aði gestunum, en alt uppljómað í skog- inum og við veginn sem um var farið með 7000 rauðum og hvítum ljóskúlum er köstuðu einkennilegri birtu út íkvöld- dimmuna. Við gengum um skóginn að og «hótelinu«. Var þar matur á borð- um. Er það ekki makalaust? Eg sagði við förunaut minn hvort við ættum að fara að eta aftur. Hann sagði það gerði ekkert til þó maður tæki sér bita, svo við tókum eitthvað á diskana og fórum með þá út fyrir að öðru borði. Par kom svoD aniel Bruun og Holgeir Drachmann og heimtuðu mat: «Maður er altaf svang- ur eftir þessar veizlur« sagði hann «því að tíminn gengur allur f það að heils- ast og tala saman». — Síðan kom Stef- án kennari og Ole Hansen landbúnað- arráðgjafi. Fórum við nú að tala um ísland,fegurðina upp til fjallanna þar og ferðalögin. Var Drachmann hrifin af því og sagði meðal annars: »Eg verð að koma þangað« (»Jeg maa der op») En það verður því miður ekki því að hann er nú sextugur 9. okt. þ. á. Rar niður frá veggsvölunum hélt síðan Dr. Vilh. Andersen — er Björnson kvað hafa kallað mælskastan mann í Danmörku — dynjandi ræðu. Þaut hún með hnittilegum orðum og hrynjandi mælsku eins og flugeldur út yfir mann- þyrpinguna er lofaði haria með lófaklappi. Síðan streymdu menn aftur inn í salinn, og voru þá borðin á brottu, en samt vildi hver komast sem inst og inunu þó eigi allir hafa vitað hvað um var að vera fyr en þeir sáu að þar sat prof. Otto Malling við hljóðfærið, (Flygelet) en Herold stóð hjá og horfði rólegur yfir mannfjöldann. — Og — svo byrj- aði söngurinn. Herold söng að þessu sinni ekki svo hátt, en svo titrandi, töfr- andi eins og þegar vorblærinn leikur um laufblöðin og kvíslar að þeim un- aðsfögrum söngvum. Hann söng að eins 3 Iög: «Vær hilset« — «Vogn af din Slummer« og »Flyv Fugl flyv« (»Svíf þú fugl«), — Ogegséhann enn þarna í Ijósbirtunni, finn það enn, þegarsein- ustu tónarnir Hðu brott eins og fuglinn með Iéttu vængjablaki. Svo kom þögn- in, eins og allir stæðu á öndinni, þar til storminum laust upp — þakklætinu, fögnuðinum, Iófaklappinu svo undir kvað í öllum salnum,— Pá gat ekkert betra verið eftir. Við gengum um skógargöngin fremur fálát- ir aftur ofan til skipsins. Var þá klukk- an orðin hálf tólf er lagt var á stað. En fólkið stóð hundruðum saman á ströndinni.og kvaddimeð háum oghvell- um húrraópum. Ljósin tindruðu til og frá í dimmunni, Flugeldarnir þutu upp hér og hvar meðbrestum ogbraki, glitr- uðu og glömpuðu eins og stjörnuhrap eða vígahnettir. Skipið hélt hægt og rólega burt frá allri þessari dýrð út í næturdimmuna.— Við fundum að dagurinn var á enda. En við fundum einnig, að hann hafði veitt fágætan fögnuð og margt til menja og minningar. Forseti Thomsen sagði við mig á heimleiðinni: „Rað gleður mig að alt hefir gengið svona vel og ánægjulega. Eg fann það með honum, að hann hafði fundið til ábyrgðarinnar á þessu mikla hátíðahaldi. Rað var forsetunum og ríkisþinginu öllu til hins mesta sóma, Verður slíkri hátíðaskemtun eigi lýst til nokkurrar hlýtar í stuttu máli. Er hér fljótt yfir sögu farið og skal þó eigi lengra farið,— Þrifabað á sauðfé. Notkunarleiðbeining. í fyrra haust reit eg grein í Norðurl, um þrifaböðun á sauðfé; mælti eg þar sérstaklega fram með tveimur brezkum baðefnum, er eg vissi að gáfu góða raun í Skotlandi: Robertsons Higland baðefni og Mc. Dougalls baðefni. Nú veit eg til þess, að hið síðar- nefnda baðefni hefir fluzt til Húsavíkur í sumar, og að bændur þar í grend hafa keypt það. En með því notkun- arleiðbeiningin er á ensku máli og menn skilja það ekki alment, vil eg biðja Norðra að flytja mönnum þeim er þetta baðefni nota, stuttan útdrátt úr notkun- arreglum á Mc. Dougalls baðefni fyrir sauðfé: 1. Baðefnið, sem er fljótandi, á að leysast upp í köldu vatni tjarnar eða lækjar, ekki uppsprettuvatni né brunn- vatni. Hella skal vatninu í baðefnið, en ekki baðefninu í vatnið; fyrst c. 1 fötu f 1 gallon (0: 5 potta) og hræra vel saman síðan skal hella þeirri blöndu saman við það vatnsmagn er baða skal úr. 2. Blanda skal 1: 80. 1 pott af bað- efni móti 80 pottum af vatni. Aldrei má blanda sterkara en 1: 70. 3. Vilji menn hafa baðlögin volgan, skal fyrst bæta heitu vatni í, þá blönd- unin er nær fullgerð, því baðefnið má hvorki sjóða né leysa upp í heitu vatni. 4. Kindina skal hafa niðri í baðleg- inum þar tii hún er bjórvot og alt að */2 mínútu; dýfa skal höfðinu snöggv- ast í löginn. en lakara er að hann fari í eyru, augu og nasir. Baðefnið, sem kom til Húsavíkur, er í 1 gallons dunkum ca. 5 pottar og er það í 400 potta af vatni, og ætti að vera nóg í 130—160 fjár eftir stærð og ullarvexti og hve vel er kreist eða lát- ið síga úr ullinni. H. P.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.