Norðri - 09.11.1906, Blaðsíða 3

Norðri - 09.11.1906, Blaðsíða 3
NR. 46 NORÐRl. 185 * ÓVANALEGA gód kaup Rar sem eg undirritaður hefi selt húseign mína hér í bæ l.des. næstk.; og eg þar af leiðandi hætti að verzla nefndan dag, þá gefst hér með til kynna, að eg frá í dag, sel allar vörur, sem eg hef, með óheyrilega lágu verði. T. d. alla álnavöru með 20°|o—25°|0 afslætti. Ressi góðkaupasala gildir til 20 þ. m. Menn eru beðnir að athuga, að all- ur þær vörur, sem eg hefi, eru keyptar inn þetta ár. Akureyri. 9. nóvember 1906. Ásgeir Pétursson. Fáni íslands. Svo virðist sem þjóðin sé heldur að færast í aukana til að ná sjálfstæði sínu sem þjóð, og liggur þá fyrst fyrir að sjálfstæða hugtak sjálfstæðis síns með þjóðarfána, eins og drepið hefir verið á í blöðunum að undanförnu. Ætti það að sameina krafta hennar inn á við og stórum auka sjálfstæði hennar út á við, í augum annara þjóða. Eðlilegt er, að þjóðin verði ekki strax sammála um, hvernig fáninn eigi að vera, því frá ýmsum hliðum má á það líta, hvað bezt eigi við, og «svo er margt sinnið sem skinnið», ef einungis á að velja fánann eftir því, hvað fegurst þykir. Við val fánans finst oss aðaláherzl- una verði að leggja á það, að fáninn sé skýr álits og skýr gagnvart annara Ianda fánum, og að hann beri einungis skjaldmerkis-Iiti íslands (bláan og hvít- an lit); finst oss rétti og tign skjaldar- merkisins vera misboðið í meðvitund þjóðarinnar ef þeir litir fullnægja oss eigi í þjóðarfána, eða ef fram hjá þeim væri gengið. En þótt þessu sé slegið föstu, getur fáninn verið mjög margvíslegur, ef fara ætti einungis eftir fegurðartilfinning hvers og eins með fánahugmyndina, þykir þá einatt einum fagurt jjað sem öðrum þykir Ijótt og ófært. Frá einstöku mönnum hafa komið fram tillögur í blöðunum um, hvernig fáninn eigi að vera, og af félögum hef- ir Stúdentafélagið í Reykjavík riðið á vaðið með að samþykkja að útbreiða og mæla með fána, sem sé blár með hvít- um krossi, er nemi x/s af breidd fánans, og séu reitirnir við flaggstöngina kvaðr- atmyndaðir en ytri reitirnir hálfu lengri. Pessi fáni hefir sér það helzt til ágæt- is, að hann er skýr álits, dáfallegur og einfaldur, en aftur á móti brýtur hann tilfinnanlega í bág við annað það meg- inatriði, sem flestir eru sammála um að leggja áherzlu á við upptöku fánans og minst var á hér að ofan, nefnil. það, hve hann líkist öðrum fána, sænska fán- anum, verður hann vart greindur fiá honum þegar hann fer að velkjast eða þegar fer að skyggja að, og í meðvit- und annara þjóða hlýtur hann að verða lengi að ryðja sér til rúms, þar sem áberandi mismunur á honum og öðrum fána, sem er eldri í meðvitund þeirra, er engi. Norðurlandaþjóðirnar sýna skyldleika sinn í fánum sínum, með því að þær hafa beinan kross í honum, en það hafa eigi aðrar þjóðir að undanskildum Grikkjum, sem hafa bláan og hvítan randafána með hvítum kross f bláum grunni upp í horninu. Vér íslendingar teljum oss mjög í skyldleik við Norðurlönd og þó einkum Noreg. Finst oss því vel við eiga, svo framarlega sem með fánahugmynd íslands á annað að mæla en fegurðar- skynjun vor, að vér í henni viðurkend- um og sýndum skyldleík vorn við þau lönd með því að taka upp beinan kross, eins og efalaust hefir vakað fyrir Stúd- entafélaginu. Væri því vel til fallið að breyta hugmynd þess þannig að setja bláan kross inn í hinn hvíta, er nemi V» af breidd hans, og allur krossinn væri x/5 af breidd fánans. Verða þákross- rendurnar álíka skýrar í fjarlægð og hvíti krossinn einn er í hlutfallinu ^s. þannig gerður fáni verður fráleitur sænska fánanum, en líkist í gerð meir þeim norska. Ennfremur mætti hugsa sér ef ein- hverjar frekari ástæður mæltu með að vér tækum upp röndóttan fána, að hafa beinan kross upp í horninu sem skyld- leikatákn vort við Norðurlandaþjóðirnar. Að forðast krossinn vegna þess, að hann minni svo tilfinnanlega á kross- mark trúarofstækis,. er álíka bágbylja og forðast röndóttan fána vegna þess að hann minni á randaflugu. Ýmsum kann að finnast það óþarfi og jafnvel heimskulegt að halda mörg- um fánahugmyndum fram, og álíta það skaðlegan flokkadrátt, sem myndast við það, að fylkja sér um hinar ýmsu hug- myndir, en sé nánar á það litið, er það ekki nema gott og nauðsynlegt og mun verða til þess að vekja almennan áhuga og tilfinningu fyrir fánanum. Enda verð- ui oss hann svo bezt til sameiningar að sem flestir geti tileinkað sér hann sem «hold af sínu holdi» og sál af sinni sál, og sú tilfinning glæðist bezt við það að taka þátt í barátttunni um hugmynd fánans. Og svo mikið traust ber eg til hinnar sönnu sjálfstæðistilfinn- ingar þjóðarinnar, að meiri hluta val hennar um fánahugmyndina verði allir ánægðir með. U. M. F. A. Oddeyrar vatnsleiðslan. Út af þeim endemis gauragangi sem gengið hefir á þessa undanfarna daga, á meðan eg var að gera þá síðustu tilraun ti! þess að bjarga miklum hluta bæjarfélagsins frá yfirvofandi vatnsskorti næsta vetur, vildi eg leyfa mér að bera af mér sumt af þeim óhroða sem á mig hefir verið borið. Eg á t. d. að hafa grafið skurðinn fyrir vatnsrenslið alveg í heimildarleysi, án nokkurs leyfis, né í samráði við nokkprn mann; mér hót- að stórsektum og jafnvel fangelsisvist. í annan máta átti eg að baneitra neyzluvatn manna með því að taka rennandi vatn til uppfyllingar brunnunum. Pessi hríð dundi jafnt og þétt yfir meðan eg var að þessu verki og furða að allir mál- þræðir bæjarins skyldu ekki slitna og eyðileggjast með þeirri hrottalegu brúk- un. En eg lét þetta ekkert á mig festa, frost og hríðar voru að ganga, og vet- urinn fyrir dyrum og hver stundin gat verið seinust sem hægt væri að vinna að þessu verki en heill bæjarfélagsins í veði, vatnið altaf heimtað af mér bæði af vatnsleiðslunefnd og vatnsneytendum, enda vissi að sannleikurinn mundi koma í ljós við nánari rannsókn. Gangur málsins er þannig: Að þá eg sá að hinn nýi brunnur engan veg- inn gat fullnægt vatnsþörfinni, fór eg með þá tillögu til vatnsleiðslunefndar- innar að taka læk þann hinn sama sem eg vildi láta taka í fyrra, en ekki byrja á brunninum þá, sem nú er búið að kosta ærnu fé til en reynist koma að litlum notum. Fyrst fór eg til M. [Blöndals sem |er annar maður í vatnsleyðslunefndinni og leizt honum vel á tillögu mína, fór hann með mér til hins nefndarmanns- ins, sem er Júlíus Sigurðsson. Ræddum við málið aftur og fram og gerðum uppdrátt af landslaginu til skilnings- auka, óumflýjanlegt var að fara í geg- um erfðafestuland sem spítalinn hafði tek- ið, að vísu óræktað. Var svo ákveðið að fara rétt innan við girðingu spítala- túnsins og niður með henni svo nærri sem hægt var. 1 spítalanefnd er M. Blöndal svo hann hafði nokkuð að segja í því máli. í Eyrarlandsnefndinni er Júlíus Sigurðs- son og ræður sú nefnd um bæjarlandið. Var nú ákveðið af þessum tveimur mönnum, sem voru brot úr öllum hlut- aðeigandi nefndum og jafnframt bæj- arfulltrúar — að gera þennan skurð og mér falið að útvega menn til þess að því leyti sem þeir ekki gerðu það sjálf- ir (þeir réðu strax 2 menn til verksins), var ríkt lagt á við mig að flýta verk- inu, bæði vegna ótta fyrir frosti og svo því tilfinnanlega vatnsleysi í húsunum. Með þessum undirbúningi byrjaði eg svo á verkinu. Geta menn uú séð í hvað miklu heimildarleysi eg hefi gert þennan skurð og hversu ónauðsynlegt verk það er. Nokkru síðar lýsti Júlíus því yfir við mig að þetta væri það réttasta og skyn- samlegasta sem gert hefði verið í öllu þessu vatnsleiðslumáli, og hafði hann þar sannarlega rétt að mæla, því vel gæti eg trúað, að með þessum læk mætti byrgja allan bæinn og skipabryggjurnar líka, en auðvitað þyrfti þá meira til hans að kosta. Enda hefir þessi kostnaður allur nú ekki farið yfir 80 krónur. Læk- urinn er leiddur í mjóu röri í brunninn, en rörið liggur aftur úr kari sem graf- ið er niður í Iækjarfarveginn, sem renn- ur um 20 faðma frá brunninum, flæð- ir lækurinn yfir efri botninn sem allur er boraður með smá götum, fingerð sía úr blikki er aftur yfir röropinu í karinu og er rörið svo sem þriðjung frá neðri botni og setnast því vatnið í ílátinu. Pó þessi útbúnaður sé nú enganveg- inn fullkominn, sé um slæmt vatn að ræða, þá er þó stór bót að honum á móts við að láta lækinn renna ósíaðan í brunninn, sem sumir má ske ímynda sér, en hér þarf heldur ekki mikils við, því vatnið er gott í sjálfu sér, upp- sprettuvatn ofan úr hálsi, þó vitanlega það sé gruggótt í Ieysingnm, enn þá lætur maður heldur ekki lækinn renna yfir ílátið. Alls ekkert rennur saman við vatnið úr gröfunum. En það er tómt slúður að það sé skolaskólp úr gröfunum, eins og verið er að reyna að bera út um bæinn. [ Annars skal eg fræða menn á því, að alt eins títt er um allan heim, að vatns- leiðslur eru teknar úr rennandi vatni, sem gröfnum brunnum, og sama hvaða skólp það er, vísindin í því efni eru komin á svo hátt stig, að menn hafa ráð á því að Iáta vatnið renna í gegn- um hreinsunarþró, sem viðeigandi efni eru höfð í, þó vér séum fáfróðir í þeim greinum. Rað vil eg láta vatnsleiðslufélag Odd- eyrar vita, að upp frá þessu vil eg vera laus við öll afskifti af þeirri vatnsleiðslu. Bæði er það, að svo mjög lítið er far- ið að tillöguin mínum að Iaga hana, en eg látin vinna að því sem mér finst vera vitlaust, og mér svo kent um all- ar þær vitleysur sem gerðar eru, og í öðru lagi er henni allri svo kjánalega fyr- irkomið að eg er orðinn dauðþreyttur að stríða við það óiag, og svo vil eg vera Iaus við allan þann róg og alt það rifrildi, sem af þessu Ieiðir. Albert Jónsson. Jarðskjálftakippi sjö varð vart við í nótt, tveir þeirra voru allharðir, annar kl. 10 hinn kl. 1. OFN KOL ágæt, ensk og skotsk, fást í verzlun konsú/s J. V. Havsteens méð mjög lágu verði mót peningum. A KLÆÐSKERÁSTOFU Steíns Sigurðssonar, (í leikhúsinu) er altaf tekið á móti fataefni til að sauma og ættu þeir, sem þurfa að fá saumuð föt til jólanna, að koma hið fyrsta. VÖNDUÐ VINNA. FLJÓT SKIL Hótel „Fredensborf Vestervoldgade 91. Kjöbenhavn selur herbergi og fæði frá 12 kr. um vikuna handa hverjum ein- stökum. Et fortræffeligt Middel mod Exem KOSMO L. Virker helbredende, giver en klar, ren Hud og Hænderne et smukt Ud- seende, er tillige et udmærket Middel mod al Slags daarlig Hud og röde eller revnede Hænder. Koster 2 Kr. 50 Öre -j- Porto 20 Öre pr.Flaske og forsend- es mod Efterkraf eller ved Indsendelse af Belöbet. (Frimærker modtages). Fabriken KOSMOL, Afdeling 5 Köbenhavn. V í n f ö n g: Egta kornbrennivín, Whisky, Cogn- ac, Banko, Portvin,Sherry, rauð og hvít borðvín, fást í verzlun konsúls J. V. Havsteen Oddeyri. Hið drýgsta og næringarmsta Sjókólaðe & kakaónrél er frá verksnúðjunni SIRIUS Biðjið ætíð um það.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.