Norðri - 23.11.1906, Side 1

Norðri - 23.11.1906, Side 1
I,, 48. Akureyri, föstudaginn 23. nóvember. 1906. JOLABAZAR — JOLAGJAFIR. Með gufuskipunum «PROSPERO» og »KONG INGE« nálægt 8. —10. desember, á eg von á ýmislegu TIL JÓLANNA t. d. ýmsum skrautlegum munum til jólagjafa og ýmsu sælgæti og skrauti á jóla- tré og jólaborð o. s. frv, * * * r= ÁRSÚTSALA s- Eins og að undanförnu' sel eg frá 1. desember n. k. til nýárs mót peningum og góðum vörunT M ARGSKONAR VEFNAÐARVÖRU ullarkjólatau, svuntutau margbreytt, silkitau, vetrar-gardínutau og fl. blúndur, legg- ingabönd, silkibönd, kvenfatnað, höfuðklúta og herðaklúta, sjöl o. s. frv. Enn- fremur leir og glervarning >kaffistell« *»borðstell« »þvottastell« og m. fl. Afsláttur frá 10—25°|„ Munið eftir að hvergi hér er annað eins úrval af vönduðum úrvalsvarningi. Ekkert gamalt í boði, alt selt út árlega. Aknreyri, 21. nov. 1906. /. V. Havsteen. „Fátt er of vandlega hugað“. Margir málshættir vorir íslendinga lúta að því, að vel þurfi að vanda það er Iengi skal standa. «Varðar mest til allra orða, undirstaðan rétt sé fundin» o. s. frv. Pað lítur tæplega út fyrir, að þeir hafi haft þetta nægilega í huga, ritstjór- arnir í Reykjavík, er þeir sendu út á- varp sitt til íslendinga, það sem prent- að er í síðasta blaði «Norðra». Guðl. bæjarfógeti Guðmundsson benti þá þeg- ar á ýms atriði því til sönnunar, og nú viljum vér enn gera eitt að umræðuefni. Hvers vegna var það, að Jón Ólafs- son rUstjóri „Rtykjavikur“ ritaði ekki undir dvarpið? Blað er kemur út hér í bænum, sem ekki ósjaldan hefir flutt ósannar fréttir og verður því að teljast miður áreiðanlegt, skýrir svo frá um þetta efni: »að engin hafi viljað neitt við eiga blað- ið Rvík með samninga eða samkomulag«. Sé nú einhver flugufótur fyrir frá- sögn þessari, gefur hún tilefni til margra hugleiðinga. — Ritstjórarnir skora á al- menning, að halda saman sem einn maður, en svo gefa þeir sjálfir slíkt eft- irdæmi, að ekki má láta óátalið og sem hefði getað haft illar afleiðingar. Peir ganga fram hjá þeim stéttarbróð- úr sínum, er að dómi flestra lands- manna hefir fjölhæfustu og beztu rit- stjórnarhæfileika þeirra allra. Annars skulum vér ekki fara fleirum orðum um þetta atriði. Ætlun vor var aðeins að vekja athygli á því. Sjáltt vítir það sig maklega ef satt er og er þeim til hneysu er því réðu. Hefði rétt verið farið að, áttu ritstjór- arnir að leggja niður allan flokksofsa og persónulegt hnotabit, tala hver við ann- an, jafna misfellurnar, sameina sig um öll atriði ávarpsins og birta það siðan þjóðinni sem einn maður. Þá fyrst gátu þeir talað til þjóðarinnar þeim orðum að h ú n ætti að koma fram sem einn maður með kröfur ávarpsins. — Pá fyrst gátu þeir gert harðar kröfur til fjöldans, er þeir höfðu sýnt, að þeir voru menn til að koma sér saman sjálfir. Eins og nú hagar til, gæti þjóðin sagt ritstjórunum að stinga hendinni í sinn eigin barm og reyna að sameinast innbyrðis áður en þeir gerðust lærifeður annara. — Það starfið stæði þeim næst. En «vonandi finnur hún ekki upp á« þessháttar. Vér óskum þess málefnisins vegna. «Tryggvi kóngur» kom frá útlöndum til Reykjavíkur að morgni hins 20. þ. m. Þingmannaförin. Eftir Árna prófast Jónsson. XI. Framh. Par er og T rif o lium «Smára» — smjörbúið mikla með 8000 kýr. Sameigendur þess eru 60, það eru «Herragarðsmenn», greifar og barúnar. Tóku þar ámóti okkur greifarnir:: Broc- kenhuus, Schack, Moltke, Bregentved og Danneskjold Samsöe. Félagið: «Frifolium» var stofnað í Has- lev 1899, oger bundið til 20ára(1919.) Hefir síðan komið á fót útibúum. Stofn- féð 1.000.000 kr. Trifolíum hefir árlega c. 45 milliónir pund af mjólk. Fram- leiðir árlega: c. 2.000.000 pd. smjör og c. 2.500.000 pund ost. Ostahyllurnar teljast ca. 3 mílur dansk- ar á lengd. Par liggja daglega c. 40,000 ostar. í Kaupm.höfn seld daglega ca. 35,000 pd. mjólk. Verkamenn 400 (þar með taldir 150 mjólkurdrengir í Höfn). Þegar smjörpundið stendur fyrir einni krónu, þá borgar Trifolium hlut- höfum sínumg^eyrífyrir nýmjólkurpott- inn heima hjá þeim og mundi okkur ekki þykja það of hátt verð. Pessa miklu og merkilegu byggingu skoðuðum við nú. Par í smjörskálan- um var borið á borð: Smákökur (keks,) smjör og osturinn góði og nýmjótk það var dýrmætur drykkur. Þarnaí Haslev er einnig slátrunarhús. Pað er 10 ára gamalt. Sameigendur 900. Slátrað í fyrra (1905) c. 11.500 svínum. Árleg umsetning 900.000 kr. Petta hús var einnig alt sýnt, og slátr- unar aðferðin. Parna í sambandi við er nú einnig nýkomin á fót eggjasöfnun til útflutn- ings fyrir c. 100.000 kr. árlega. Eggin eru öll tölusett, og má alfaf finna út heimilið, sem skemd egg eru frá. Þeim er raðað upp og ofan í gataðar málm- plötur, sem falla í eggjakassann, en egg- in síðan skygnd með rafljósi, hvort öll séu óskemd, og eru þau þá gagnsæ Þegar búið var að líta yfir þetta, var ekið á sýninguna. Pað var landbún- aðarsýning, sem haldin var um þessar mundir á fögrum stað fyrir utan bæinn. Sýningin var smekkleg og margbreytt, en alt of lítill tími var til að skoða sig þar um nákvæmlega. Par var allskonar iðnaður karla og kvenna, og margur haglega gjörður gripur. Par sat kona í vefstól — alvegeins og okkar — var eg að hngsa um, hvernig henni yrði við, ef eg bæði hana að lofa mér að vefa nokkur skil. Landbúnaðarverkfæri voru þar margvísleg. Reksleggja 25 pd. er stýra mátti, stígandi. Kanínusýning mikil. Kl. 7 bauð félagsnefndin (Andels) til veizlu. Pað var í tjaldi áþilpalli. Fjöldi manns. Ræðuroggleði. Blem sem hingað kom í fyrra og er formaður félaganna. mæltifyrir minni íslands. Lektor Þórhallur svaraði. Kvöddum þarna í fögru útsýni og góðu veðrl, klukkan nærri hálf tíu og stigum nú inn í vagnana okkar aftur. Fórum um «Næstved», þá var orðið dimt. Komum tíl Slagelse og Korsör undir miðnætti. Par mætti okkur samt margt fólk á járnbrautarstöðvunum, með hornasöng og húrrahrópum, og færði okkur fagnaðar — og skilnaðarkveðju. — Eftir miðnætti lagði ’gnfubáturinn „Freyja" frá landi í Korsö yfir til Jót- lands. Samsæti það er vér Akureyringar héld- um í hluttekningar og virðingarskyni við P. Houeland skipstjóra hér á dögunum hefir spurst ve) fyrir meðal Islendinga og Norð- manna um alla Austfirði Hinn merki og vinsæli kaupmaður Sig. Johansen, sem nú því miður er ráðinn til að flytja búferl- um til Khafnar, sendir oss eftirfylgjandi bréf. „Háttvirtu Akureyringar! Hjartanlega gladdi mig að lesa í «Norðra» frá 19. okt. um heiðurssam- sætið, er þér hélduð skipstjóranum, P. Houeland. Síðan slysið með hið fagra skip s/s «Otto Wathne» vildi til hafði eg oftlega furðað mig á því, að hvergi í blöðun- um skyldi sjást nokkurt orð í hluttekn- ingar og viðurkenningarskyni til þessa íslandsfara, er skyndilega varð fyrir svo mikilli mannraun og óláni. Aftur og aftur varð mér að segja við sjálfan mig: Skyldi þá þrautgæði og hepni allra þessara ára eiga að falla í gleymsku og dá sakir þessarar einu sviplegu óhepni, sem honum að líkind- um var með öllu ósjálfráð, eða sem hann eflaust þykist geta afsakað með fullum ástæðum. Og þegar eg svo hugsaði enn þá betur forlögin, ef slík- ar sakir yrðu vort notagjald í lífsins reynsluskóla fyrir hverja yfirsjón, þá yrðu launin fyrir margra ára dugnað, árvekni og skyldurækt illa útilátin, og alls ekki öfundsverð. Tíu eða tólf ár hefir herra Houeland flutt til vor post og vörur frá útlönd um með stakri skilsemi og hepni í ferð- um; og eftir að hann tók við stjórn «Egils» heíir ekkert skip mér vitanlega í förum til austur- og norðuflandsins haldið ferðaáætlun með svo aðdáanlegri nákvæmni eins og hann — að herra Gottfredson, skipstjóra «Vestu» uridan- teknum. Á þau tvö skip höfumvérað m. k. á Austfjörðum, mátt reiða oss svo að nálega hefir aldrei degi munað. R E Y.N I Ð Amontillado, Madeira, Sherry og rauð eða hvít Portvín frá Albert B. Cohn. Pessi vín eru efnafræðislega rannsökuð um leið og þau eru Iátin á flöskurnar, ogtapp- ar og stúthylki bera þess ljósan vott, því á þeim er innsigli efnasmiðjunnar. Vínin fást á Akurevri hjá hóteleiganda Vigfúsi Sigfússyni. Ábyrgð er á því tekin, að vínin séu hrein og óblönduð vínberjavín, og má fá þau miðilslaust frá Albert B. Cohn, St. Annæ Plads 10 Kjöbenhavn K, — Hraðskeytaárit- un Vincohn. Allar upplýsingnr um Cohn gefur V. Thorarensen, Akureyri. Pví miður er eg eigi nógu kunnug- ur öllu málinu, að eg þori að ábyrgj- ast að fullu og öllu það sem eg vil við bæta, en á ýmsum stöðum hefi eg aflað mér staðfestingar um að það sé á rök- um bygt: Houeland hefir nákvæmlega haldið ferðaáætlun,sína eins um háskammdegið og með því glatt oss og stutt með pósti og vörum á réttum tíma. Hann hefir og örsjaldan á öllum þeim árum orðið að segja útgerðar eða ábyrgðarmönn- um skipsins frá misferli eða sköðum, enda aldrei í nokkru verulegu; heldur hins vegar áunnið þeim herrum mikið traust og velvild, og ekki síður farþeg- um sínum svo og verzlunarmönnum hér á íslandi. Á slíkum farleiðum, sem eru hér við austur- og norðurlandið þurfa menn, eins og kunnugt er, á ekki smá- ræðis dugnaði og kunnáttu að halda, ef menn eiga að heita valdir skipstjórar; en einn af þeim má í sannleik telja Houeland, enda þykist eg viss um að það var íþessu viðurkenningarskyni, að þér, háttvirtu borgarar á Akureyri, haf- ið haldið þessum manni hið nefnda sam- sæti. Pað var vel og drengilega gert af yð- urj Houeland þurfti við og þráði þessa upphvatning eftir slík vonbrigði, enda veit eg með vissu, af því eg þekki mann- inn, að hann kann yður fullar þakkir ir fyrir þann heiður.

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.