Norðri


Norðri - 23.11.1906, Qupperneq 2

Norðri - 23.11.1906, Qupperneq 2
192 NORÐRI. NR 48 NORÐRI Gefinn út af hlutafélagi. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Hafnarstrœti 3. Prentsmiðja B. Jónssonar. + 24. októberm. seinast liðinn dó í ísafjarðarkaupstað Andrea María Andrésdóttir, alsystir Jóns A. Hjaltalíns skólameistara á Ákureyri, 62 ára gömul. Hún giftist aldrei, en fósturson tók hún, sem hún unni og henni var eins ant um, eins og hann væri hennar eiginn sonur. All- ir, sem kyntust henni, þóttust eigi hafa þekt vandaðri né hreinhjart- aðri konu. Farðu vel systir. Friður sé með þér. Qott er góðum að hvílast. Ur heimsvolki í himinsælu eru hreinlífum happaskifti., Jón A. Hjaltalín. Og fagurt og ánægjulegt er að heyra það, að þér hafið í ráði að kjósa hann fretnur öðrum til að stýra ykkar eigin skipi er það yrði að ráði! I sambandi við samsæti þetta, dettur mér í hug að minnast á atvik heima hjá mér í sumar er leið: Houeland var hér staddur á skipi sínu »Otto Wathne« á annari (og síð- Ustu) ferð hans norðurfyrir. Á skipinu var verzlunarfulltrúi Arntz frá Stavangri Peir sátu báðir inni hjá okkur, og spurði þá hr. Arntz mig, hvort ekki skyldi gera neitt til þess, að eitthvert heiðursmerki yrði fest á barm Houelands. Eg játaði að hann væri eins maklegur þess og margir aðrir, en þóftist ekki að öðru leyti fær um að styðja að því svo hrifi. Síðan héldu þeir herrar leiðar sinnar, og hr. Arntz varð til þess að senda til Aberdeen hina fyrstu hraðfrétt með botn- vörpung um það að skipið ,Otto Wathne’ væri horfið af sjónarsviðinu. Hciðursmerki í hnappagatið kom ekkert í það sinn; en þó er mín skoðun sú, að hann hafi hlotið fyrir samsæti yðar það heiðursmerki, sem á fult eins sæmilegan og þýðingarmikinn hátt einkennir hann sem viðurkendan dugnaðarmann, heiðr- aðan og vinsælan af öllum, í verzlun- arflota vorum og viðskiftum. Háttvirtu borgarar I Hafið þakkir fyr- ir þessa fögru og maklegu viðurkenn- ingu. Eins og fornvinur og samlandi viðkomandi manns hefi eg leyft mér að votta ykkur hjartans þakkir í margra nafni. Vopnafirði 30. okt. 1906 Virðingarfylst Sig. Johansen „Norðurland” óskar þsss getið, að það hefir skrifað undir »ávarpið« 13. þ, m., ekki, eins og eg ætlaði, einum eða tveim dögum síðar. — Slíkt skiftir litlu máli, því hvert svo sem rétt er — og frásögu ritstjóra yefengi eg ekki — þá mun það þó rétt að blaðinu hefir verið nauða-naumur tími ætlaður til að íhuga innihald á- varpsins áður en það var birt. — G. G. Góður þorskafli er á Seyðisfirði þegar gefur á sjó. Athugasemdir og leiðréttingar. »Norðurland« hefir nú tvívegis gert að umtalsefni hrakning og tjón á hest- um þeim, er skipið »Écho« flutti frá Ís- landi til Álaborgar um mánaðamótin ágúst og september. Síðari greinin er töluvert rækilegri en hin fyrri, ogverð- ur hún því gerð hér að umtalsefni, Af því að sagan er þar ekki nema hálfsögð, vil eg leyfa mér að gera við hana nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. »Norðurland« segir, að ýms dönsk blöð, er því hafi borist, séu öll sammála um það, að telja meðferðina á hestun- um hið versta hneyksli. Líklega er þetta rétt haft eptir ein- hverjum dönskum blöðum, Mér er kunnugt um tvö blöð, sem tóku þanníg í strenginn, þegar eptir komu skipsins til Álaborgar. En sagan er þar að eins hálfsögð. »Réttarins þjónar» rannsökuðu þegar skipið sjálft, og allan útbúnað þess og meðferð hestanna, og var þar ekkert út á að setja; eru þó allströng lög og reglur um þau efni í Danmörku. Hér var að eins að ræða um slys á sjó, sem því miður eru ekki óvanaleg, en hvorki um skeytingarleysi né illmennsku útgerðarmanns, skipstjóra eða skipshafn- ar, og er alls ekki vel gert að gefa slíkt í skyn að ósekju. »NorðurI.« segir, að svo þröngt hafi verið í lestinni, að nokkuð af hestunum hafi orðið að standa á þilfari, og gefur í skyn, að það sé óhæfa í «jafndægra- stormunum». Ressi ummæli bera vott um ókunn- ugleik þeirra, er við hafa þau, hvort sem það eru dönsk blöð eðu íslenzk. því til jafnaðar fer bezt um þær skepn- ur, sem á þilfarinu eru. Par skortir eigl loft, og fé okkar og hestum, sem van- ast er við útivistina, eins og allir vita, kemur fátt ver en skortur á góðu lofti En við því er auðvitað hættara niðri í skipunum, þótt ætíð sé gert allt sem mögulegt er, til þess að leiða loft nið- ur um skipin. Rað er heldur eigi allskostar rétt, að von hafi verið á jafn- dægrastormunum um það leyti. Dagur- inn, sem mestum hrakningum og tjóni olli á "Echo , var annar sept., dagur- inn sami, sem mestu tjóni olli hér við Eyjafjörð á veiðarfærum og útbúnaði skipa, eins og kunnugt er. Eg hefi átt tal við skipstjórann á «Echo» og sagði hann mér greinilega frá ferðinni. Hér er ekki rúm til að segja þásögu; enda er hún lík svo mörgum öðrurn sög- um um mannraunir þær, er á sjó verða. Er ofboð auðvelt, og hægur vandi fyair þá, er í landi sitja, að leggja dóma á þá atburði, er verða þegar svo stendur á. Annað mál er það, hvort þeir dómar eru að jafnaði sanngjarnir og réttir. Það er rétt, að 30 hestar fórust, áður en skipið komst til hafnar. En það er ekki rétt sem blöðin segja, að «að minsta kosti jafn margir» hafi verið verra en dauðir. Nóg var nú samt og hefði verið bezt að segja rétt frá. 8 hestar voru skotnir strax, og 7 voru fengnir dýralækni til hjúkrunar, og var óþarfi að gera meira úr þessu. Athugasemdir ,Norðurlands’ um góða meðferð á vörum, skepnuníðslu o. s. frv., eru góðar út af fyrir sig. Ress konar verður seint brýnt um of fyrir mönn- um, og mikils er vant í þeim efnum, til þess að vel sé. En þar sem gefið er í skyn, að hestar séu fluttir með siæmum skipum, «hvaða dalli sem er», segir blaðið, þá er það ekki rétt. Til slíkra flutninga eru að eins höfð góð skip, og að því er snertir skipið «Echo», þá er óhætt að fullyrða, að það er gott skip, jafnvel betra en sum önnur, er þó hafa verið góð og gild, og fyrir engum slysum orðið. Lög um skip þau, er lifandi pening flytja, og um allan útbúnað þeirra, eru á Englandi mjög gieinikg og ströng, og fyrirmæla þeirra laga ' verður hver sá, er þeim flutningum ræður, að gæta vandlega, því að Bretinn lítur eftir. Fyrir nokkr- um árum kom það t. d. fyrir, að hlut- aðeigandi varð að greiða allháa sekt; var þó ekki annað að, en að 2 kvíar [pens) á fjárflutningsskipi voru tveim fetum lengri á annan veginn, en lög leyfa. Auðvitað væri ekkert á móti því, að setja hér lög um eftirlit með útflutningi lifandi skepna. En það tel eg víst, að ráðlegt mundi þykja að hafa ákvæði þeirra laga sem næst eins og Englend- ingar hafa þau; þeir hafa langa reynslu og þekkingu í þeim efnum. En það eru einmitt þau ákvæði, sem þeir, er fyrir þeim flutninguni standa, verða nú að hlýta oftast nær. í Danmörku munu vera nokkuð svipuð lög, og ná þau þá til þeirra skipa, er þangað flytja lifandi pening héðan, eins og nú var með «Echo.» — Eg veit engin dæmi til, að slys hafi hlotist af þrengslum í fjár- eða hesta- flutningsskipum héðan, og mest hefi eg heyrt þá menn tala um þessi þrengsli, sem lítið hafa þekt til. Annars er það eitt af því, sem lög eru sett um, og varðar sektum, ef út af er brugðið. Munu þvf þeii, er fyrir flutningum ráða, ekki leika sér að því að brjóta þau lög. Nei, slysin hafa ávalt stafað af of- viðti og ósjó. Auðvitað eru skipin næsta misjöfn, ekki öll bezt, og meðferðin líka misjöfn, ekki ávalt hin bezta. En við því mun varla verða hægt að gera. Eg man í svipinn eftir 2 dæmum, þegar tiltölulega jafnstór slys og nú á «Echo» hafa orðið á hestum, sem fluttir hafa verið með póstskipum < hins sameinaða» frá Íslandi. í annað skiftið var það að vísu um hávetur, í febr., en í hitt skift- ið var það um hásumar, mig minnir í júlí. Allir slíkir atburðir eru sorglegir, og ber að sporna við þeim eftir föng- um. En það er ekki rétt aðferð, að reyna að velta skuldinni á einstaka menn, sem hafa gert alt sem í þeirra valdi stóð, til þess að afstýra slysunum. Von er að mönnum renni til rifja að hugsa um kvalir þær, erblessaðar skepn- urnar Iíða, þegar svo tekst til, sem með «Echo» í sumar. En þó er hitt enn átakanlegra, sem því miður brennur við hjá oss enn þá, að hestar líða hungur og kulda mánuðum saman á gaddinum, eru að smá deyja ailan þann tíma, og velta svo loksins út af í einhverjumbyln- um. Hvar er dýraverndunin þá? — Jón Jónsson. Slökkviáhald ágætt, hefir konsúll J. V. Havsteen til sölu er «Kustos» nefnist. Oerði hann tilraun mikla með það nú fyrir skömmu og bauð til bæjarfógeta, bæjarstjórn og fleirum. Hafði hann látið gera bálköst mikinn, hlaðið saman tómum kössum, tjörutunnum o. fl. eldur svo borinn að og síðan slökt með «Kustos»-dælunni jafnharðan. Petta var endurtekið nokk- um sinnum og undruðust áhorfendur hvað fljótt eldurinn varð slöktur með áhaldi þessu. «Kustos»-slökkvidælan kostar40 krón- ur, og hver "slökkvihleðsla" 50 aura. Hún ætti að vera til í öllum stærri hús- um og ekki sízt öllum opinberum bygg- ingum og félagaeignum. Mundu elds- voðarnir verða færri en nú gerist, ef hún væri ávalt við hendina. Vátryggingar. í blaðinu Financial Rev of Rev stcndur grein sem nú í haust hefir vak- ið mikla eftirtekt. Aðalefni greinarinn- ar er að sýna og sanua að vátrygging- arfyrirtæki séu afar-gróðavænleg. Vara- sjóðir myndast óðara, enda eru orðnir kynja auðugir á Englandi og víðar. Þar næst bendir hún á hversu æskilegt væri einkum í efnaminni löndum, að ríkin eigi alla ábyrgðarsjóði og stýri þeim og stjórni, myndi hinn mikli kostnað- ur við að reka þesskonar félög, sem nú á sér stað, stórum minka, en ríkinu og þegnunum sami hagnaðurinn jafnt til góða. Á Englandi fengi ríkið yfir 20 milliónir punda gulls á ári í ávinn- ing. Mætti þá að sama skapi létta á alþýðu gjöld og greiðslu. Höf. færir rök fyrir að engin gróða- fyrirtæki borgi sig betur fyrir stóreigna- menn,þrátt fyrir risavaxin útgjöld og margflókin svikabrögð. Höf. segir að þó varasjóðir séu nauð- synlegir,efist hann mjög um að þá megi ekki og eigi ekkf mjög að minka, ef vísindalega er aðfarið og varasemi nægi- leg viðhöfð Að reikna eftir aldri mann og miða mest við dánarskrár, er mjög úr tízku gengið á síðastu áratugum. Pví við framför læknis- og heilsufræðanna hef- ur aldur mannna stórum lengst (að meðaltali) og lát manna á tilteknu skeiði að tölum til mjög svo breyzt og ruglast. Stærstu félögin á Englandi vottuðu fyrir 20 árum að dauðsföllin hjá þeim hefðu orðið 26 af lOOfærri, en áætlað hefði verið, það mundi vera óhætt, að minnka varasjóð um fullan helming þó að miklu miður sé gætt hinna gömlu regla. Nú reikna menn ekki eftir aldri val- inna manna, eins og áður vargert, held- ur eftir aldri alls almennings. þar með hina «auðsjáanlegu» (notorionsly) skamm- lífu. Ró borga menn miklu færri kröf- ur eftir dána menn, en þeir bjuggust við, eða máttu hafa búist við. Höf. ræður fastlega til að stjórnin kaupisér í hendurmeiri eða minni eigna- ráð yfi rlandsins ábyrgðarsjóðum. Því að — segir hann — þó að ábatarnir (eins og sumir geti til) yrði ekki nema 7 af hundraði, yrði það afar mikið fé, yfir 13 — 14 milliónir sterling um fram sem nú er greitt. Eitthvað 56 þúsund eru embættismenn sem eru nú við slík félög á á Englandi; fjölda þeirra yrði að kaupa lausa. þá sem stjórnin notaði ekkisjálf; mundu ganga til þess minst 50 millión punda. En þótt ríkið yrði að verja til þess 100 millión punda væri það lítil- ræði hjá hagnaðinum, ef alt væri með feldu. Mats- og gerðarnefndir yrði að setja um alt land. Stærsta lífsábyrgð- arfélagi á Englandi stendur póststjórnin fyrir, og hún ver í kostnað minna fé en 3 móti 100, móti kostnaði annara ábyrgðarfélaga, sem þó stórgræða. Sumir óttast hið mesta stríð og ó- samlyndi, sem af þessu máli mundi leiða. En við því ætlar höfundurinn ekki vera hætt, þar sem samkepni sé svo mikil og og einstakir menn fara með annara fé en sitt, enda sé dæmið ljóst, þar sem stjórnin víða heldur yfirráðum yfir gasi, neyzluvatni og síma borga og lands- bygða og fer ágætlega. Með nýrri áætlan verður kostnaður ríkisins (fyrir England og Wales) enn minni: einar 60 milliónir sterling og væri þá öll ábyrgðarfélög lífs og elds uppkeypt! Rau útlát þolir Boli eins og þegar. »Öflugt settist á uxahorn eitt sinn dálítið f!ugukorn.» M. J.

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.