Norðri - 23.11.1906, Blaðsíða 3

Norðri - 23.11.1906, Blaðsíða 3
NR. 48 NORÐRl. 193 Bækur. Jón Jónsson: Gullöld íslendinga. Menning og lífshættir feðra vorra. Alþýðu- fyrirlestrar með mynd- um. Sigurður Kristjánsson hefir kostað útgáfu bókar þessarar, og er það eitt af hans mörgu þjóðþörfu verkum. Bók- in verður eflaust almenningi kær, og á það skilið; hefir hún að geyma mikinn og margskonar fróðleik og skýringar. Auk þess hefir hún þann hinn sama höfuðkost sem önnur rit höfundarins, og nægir þar að minna á íslenzkt þjóðerni, að yfir allri frásögninni er óviðjafnan- legur blær innileika og ættjarðarástar. Eru slíkar bækur hinar hollustu ungum mönnum, efla þjóðrækt, ættjarðarást og djörfung. Málið er mjög gott, en þó ekki gallalaust með öllu, svo sem: »eins og t. d.« æði oft. Einar Benediktsson: Hafblik. Kvæði og söngvar Ekki kann eg við nafnið, og skil ekki, hvað Einar vill, með þá sundur- gerð. En kverið er næsta eigulegt, og frágangur allur hinn snotrasti. Skáld- fákur Einars er gammvakur, fastur á skeiði og óvíxlaður með öllu. En hann er ekki vegvandur og hirðir lítt um gamlar þjóðgötur eða ruddavegi. «Hvergi sinti hann gjótum, hvergi grjóti« má um hann segja. En — ekki er hann þýður á klungrinu. Nefndir hefir Verzlunarmannafélagið á Akur- eyri skipað, til að íhuga og komafram með tillögur um tvö mikilsverð mál. Önnur nefndin á að koma fram með tillögur um stofnun innlends brunabóta- sjóðs. í henni eru: alþm. Jón Jónsson °g M. J. Kristjánsson, kaupm. Otto Tuli- níus, verzlunarstj. Ragnar Ólafsson og bankastjóri Fr. Kristjánsson. Hin nefnd- in á að hafa til meðferðar gufubáts- mátið, reyna að fá sem bezt lag á það næsta ár, og koma með tillögurum það, hvernig því verði bezt og haganlegast fyrir komið þar á eftir, þegar út er runn- inn samningur sá, við Pétur kaupmann Bjarnason á ísafirði, sem nú er í gildi. I þeirri nefnd eru þessir: Vigfús Sigfús- son, hóteleigandi, verzlunarstjóri Krist- ján Sigurðsson og kaupm. Karl Schiöth. Báðar þessar nefndir eiga vandasamt starf fyrir hendi, og óskum vér þeim heilla og góðs árangurs af verkinu. Samkomuhús eru til í nokkrum sveitum hér nærlend- is. Þau eru sumstaðar notuð á þann hátt, að þau stuðla mjög að því að efla andlegt líf og framkvæmdarsaman félagshug. í Mývatnssveit og Ljósavatns- hreppi eru þau notuð til að halda í þeim unglingaskóla á vetrum, eins og blað vort gat um fyrir skömmu. Sam- komur til skemtana og gagns eru haldn- ar í þeim, og er ekki unt að segja, hve mikið óbeinlínis gagn getur leittaf slík- um samkomum. En það er víst, að það er mikið. í Mývatnssveit og Reykjadal og ef til vill víðar, er orðin föst regla að halda fundi í þinghúsunum á hverju hausti, þá er mestu haustönnum er lok- íð; nefna þeir þá fundi »Slægjur«. Menn koma þar saman til að skemta sér, minn- ast liðins sumars með ræðum og stund- um með kvæðum. Svo eru ýmsar aðrar ræður haldnar til skemtunar og fróðleiks, koma þá fram ýmsar hugmyndir og til- lögur, ogaf þeim fræjum, sem þannig er sáð, kann margt gott að spretta fyr eða síðar. Að öðru leyti skemta nienn sér með söng, dansi, glímum o. s. frv. t Vér ætlum að þessar samkomur séu hollar, og vænlegar til gagr.s. Vilja ekki fleiri sveitir reyna? t’ingmannaförin. Margir lesenda vorra hafa beðið oss að færa alþm. Árna prófasti Jónssyni kært þakklæti, fyrir frásögn hans af at- burðum þeim er gerðust í þeirri ferð. «Hún er fullkomnust lang-ýtarlegust og skemtilegast skrifuð af öllu því er blöð- in hafa flutt um þá ferð» skrifar merk- ur bóndi, fyrir vestan, nú nýlega. Vér getum glatt lesendur vora með, að enn er mikið óprentað af frásögu þessari. «Prospero“ átti að fara frá Khöfn til íslands 22, nóvbrl Hún átti að koma við í Krist- jánssandi og taka þar mikið af trjávið til Akureyrar, verður hún því vafalaust nokkuð á eftir áætlun. Stóra tombólu ætla templarar að halda í hinu nýja stórhýsi sínu næstkomandi laugardag og sunnudag. Rar er til margra góðra hluta að vinna og um leið hægt að styrkja nytsamt fyrirtæki: Húsbygging þeirra templara er bænum til sæmdar, til hennar rennur arðurinn af hlutavelt- unni. Kirkja Húsvíkinga. er nú vel á veg komin og mun verða fallegt hús og athöfninni samboðin, er þar skal fram fara. Hæð hennar frá jörðu og upp á kross er 80 fet, — í bréfi til Norðra frá merkum Húsvíkingi segir svo: »Eg hygg Rögnvaldur husagerða- meistari Ólafsson sé vel ánægður með kirkjuna og telji okkur hana til sóma. Fullger verður hún fráleitt fyr en með vorinu og þá er hætt við að okkur skorti fé til þess að skreyta hana að innan«. Messað verður á sunnudaginn kl. 5. e. m. Landlæknisembættið er veitt 7 nóvbr. héraðslækni ]og sett- um landlækni Guðmundi Björnssyni í Reykjavík. Símskeyti frá Khöfn í dag til Reykjavíkur. Á fulltrúafundi hægrimanna var Scavenius andvígur breytingá stöðu- lögunum en Birck með. Börs-kvittur, um að miljónafélag nokkurt hefði keypt verzlanir 0r- um & Wulffs, Gránufélagsog fleiri verzlanir á íslandi. Studentar hefja einokunarmót- mæli á morgun. Sent af «ísafold » til Norðra. Mannalát. Bjarni Bjarnarson áður sölustjóri á Húsavík, andaðist í þ. m. Hann var drengur góður, vinsæll og gáfumaður mikill. Mun hann t. d. hafa ritað ís- lenzku flestum betur sem nú eru uppi. Guöbjörg Aradóttir á Skútustöðum, ekkja séra Þorsteins Jónssonar í Yzta- Felli, er og látin nýlega í hárri elli. Meðal barna hennar er Jón skáld Ror- steinsson á Arnarvatni. Jóhanna Oddgeirsdóttir kona Magn- úsar Jónssonar sýslumanns í Vestmanna- eyjum, andaðist úr lungnabólgu í þ. m. Málfriður Ludvíksdóttir kona séra Rikharðs Torfasonar í Reykjavík and- aðist 15. þ. m. Eftirmæli. Friðrik Theódór Ólafsson, verzlunar- stjóri á Borðeyri var fæddur 19. apríl 1853 í Stafholti. Voru foreldrar hans merkispresturinn síra Ólafur Pálsson R. af Dbr. og kona hans Guðrún Ólafs- dóttir sekretera Stephensens í Viðey, Theódór sál ólst upp með foreldr- um sínum, fyrst í Stafholti, og síðar í Reykjavík, eftir að foreldrar hans fluttu þangað, er faðir hans varð þar dóm- kirkj uprestur. Var hann þá settur til menta í lærðaskóla landsins, ásamt tveim bræðrum sínum. Fór hann í skóla 14 ára gamall vorið 1867 og var við nám fjögur árin næstu, en er hann hafði tek- ið fyrri hluta stúdentsprófs hvarf hann frá skólanámi. Sama ár fluttist hann með foreldrum sínum norður að Mel- stað og var þar þrjú næstu ár. Með- al annars, er hann hafði fyrir stafni á þeim árum, kendi hann söngfræði og hljóðfæraslátt. 14. júní 1874 kvæntist hann Arndísi Guðmundsdóttur prests frá Melstað, sem lifir hann. Byrjuðu þau hjón þá búskap, og bjuggu að Ytri- Völlum og víðar 6 ár, en árið 1880 tókst hann á hendur verzlunarstörf á Borðeyri, og var hann þá 27 ára gam- all, fyrst sem bókhaldari og síðan sem verzlunarstjóri. Hafði haun þau störf á hendi upp frá því, unz hann sumarið 1904 lét af verzlunarstjórninni. Eign- uðust þau hjón ellefu börn, níu þeirra lifa. Theodór sál. var mikill maður vexti og hinn höfðinglegasti í framgöngu allri. Ahugamaður var hann um þjóðmál og lét sig þau miklu skifta, var hann og vel virður í héraði og mátti sín mikils þar um allar tillögur. Hann var yfir- höfuð hæfileikamaður sem ætt hans var til. --0—C05—O-- Vesturlandssíminn. Flerra ritstjóri Norðral Blað yðar 14. þ. m. flytur fréttapistil úr Strandasýslu, og er þar getið um ferð okkar Halvorsens til athugunar símaleið til Vesturlands. Skýrir þar frá þeim orðum Halvorsens, að símann mætti leggja svo sem þar segir og stöðvar setja. En þess er að gæta að rannsóknarferðin var þ á a ð eins byrjuð, og þótti H. hafi skýrt ein- hverjum gestrisnum húsbónda frá, hverja leið við þá hófðum farið, og að húr. væri fær fyrir símann, var það ekki ætlað til birt- ingar, og sízt ætti að byggja á því vissa von um að síminn verði svo lagður, þar sem fullnaðartillaga frá H. getur fyrst komið (til landstjórnarinnar) eftir að ferðinni cr lokið. og allar tiltækilegar leiðir skc.ðaðar, og er því fyrst lokið í dag. Við höfum nú athugað leiðir frá Hrúta- firði út með Ströndum til Steingrímsfjarðar, yfir Steingrímsfjarðarheiði, með Isafjarðar- djúpi (fyrir hvern fjörð og nes) beggjavegna, frá ísafjarðarkaupstað um alla Vestfirði til Vatneyrar við Patreksfjörð, endilanga Barða- strandasýslu og Dalasýslu niður til Laxár- dals og þaðan til Hrútafjarðar aftnr Nú fyrst gatum við sagt álit okkar um hverníg bezt.og hagkvœmast mundí að leggja simann, og munum gera það á sínum stað og tíma. Þótt ein leið sé vel fær og til- tækileg, getur önnur verið betri, og að svo stöddu má ekki gjöra sér of háar vonir um, að síminn verði lagður hér eða þar. p. t. Hrútafirði, 24. sept. 1906. Björri Bjarnarson. Bréf þetta fékk Norðri fyrst 22. nóvbr. Norðlendingar, sem ætla að kaupa SKIP eða að flytja til REYKJAVÍKUR eða að fá sér JARÐ- NÆÐI á Vestur eða Suðurlandi, geta skrifað, simað eða ,,fónað“ til Sigfúsar Sveinbjörnssonar fasteignasala í Reykjav ik. TÁNDARÐ er ódýrast og frjálslynd- asta lífsábyrgðarfél- ag, sem starfar hér á landi, þá á alt er litið Rað tekur als- konar tryggingar, 'almenna lífsábyrgð, ellistyrk, fjárábyrgð, barnatryggingar o. fl Aðalumboðsmaður H. Einarsson Akurcyri. Allir þeir, við verzlun okkar eru alvarlega ámintir um að borga skuldir sín- ar fyrir 31. des. n. k. eða semja um þær fyrir 15. des. að öðrum kosti verða þær innheimtar með tilstyrk laganna á þeirra kostnað. Eins og að undanförnu tök- um við alt að 8°/o af öllum skuld- um sem standa ógreiddar við næstu áramót, nema öðruvísi sé umsamið. J. Gimnarsson & S. Jóhannesson. á Akureyri. Sigfús Sveinbjörnsson fasteignasali i Reykjavík hefir bæði til sölu og leigu úr- val af fasteignum í REYKJAYIK skipum, þar á meðal „MÓTOR“- og GUFUSKIP, verziunarstöð- um, sveita- og sjávarstöðum, á Vestur og Suðurlandi, þar á meðal nokknr nýlosnuð ágætis JARÐNÆÐIíúrvali þessu finn- ast flestallar tegundir íslenzkra H-L-U-N-N-I-N-D-A. Vanur verzlunarmaður ósk- ar eftir’ SKRIETUM . Ritstjóri vísar á. ^0^ Stofustúlka óskast. Hátt kaup í boði. Ritstjóri vísar á Hið bezta Chocolade er frá Chocolade- verksmiðjunni SIRIUS Khöfn. Það er hið drýgsta og næringarmesta og inniheldur mest Cacao af öllum Chocolade-tegundum sem hægt er að fá. Eigandi stórrar verzlunar og útgerðar á Suðurlandi vill selja h á 1 f a verzlun og útgerð 'sína dugandi manni og félaga sem getur tekið að sér meðforstöðu og allan »rekstur« nefndrar verzlunar og útgerðar. — Tilboð sendist SIGFÚSI SYEINBJÖRNSSYNI fasteignasala i Reykjavík. H ó t e 1 „Fredensborg11 Vestervoldgade 91. Kjöbenhávn selur herbergi og fæði frá 12 kr. um vikuna handa hverjum ein- stökum.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.