Norðri - 07.12.1906, Qupperneq 3
NR, 50
NORÐRI.
201
Háttvirtir kaupendur
„NORÐRA“ eru vinsamlega
beðnir að borga blaðið hið
allrafyrsta. Gjalddaginn var
1. júlí síðasti.
Bækur,
Kristín barnafræði i ljóðum
Eftir Valdemar Briem.
Pað er dálítið einkennilegt, að láta sér
detta í hug að fara að búa til barna-
lærdómskver í ljóðum — og þó varla
meira en það, að steypa allan sögu og
sagnaþráð biflíunnar í ljóð, eins og hinn
heiðraði höfundur hefir gert. Hér hefir
hann steypt barnalærdóm séra Helga
Hálfdánarsonar upp í 30 sálma, og er
svo að sjá, sem höf búist við, að börn
kynni að verða látin læra þetta kver í
stað þeirra barnalærdómskvera sem nú
efu í Iögum. —
Það er hætt við að það verði ekkí
úr því, Ber margt til þess. Fyfst og
fremst er það ekki eðlilegt nú að dög-
um að hafa Iærdómsbækur í Ijóðum,
og þó að svo mætti vera, þá þurfa þau
ljóð að vera jafn ljós og glögg og
skiljanleg, eins og minnisþulur þær, er
lærðar voru á miðaldaskólunum. En svo
er eigi; það er margt í þessum sálm-
um þunglamalegt og jafnvel stirt, alls
ólíkt því, sem sálmar höfundarins eru
í sálmabókinni. Bragarhættirnir eru ekki
nærri nógu auðveldir handa börnum, t.
d. við 2., 13. og 18. sálminn, sem fara
vel í söng, en eru ekki þægilegir til
upplestrar; sumstaðar virðist dauflega
til orða tekið, þó að mjög margt sé
einkar fallega sagt, enda sést það bezt
á þessum Ijóðum, hvílíkur afarvandi það
er að yrkja handa börnum, þegar sjálf-
um séra Valdimar skyldi ekki takast
betur en þetta. En svo er annað: það
er alt of mikið af rímaðri dogmatík eða
vísindalegri trúarfræði í kverinu. Flest-
um prestum mun hafa orðið nógu er-
fitt að spyrja svo út úr kveri síra Helga,
með öllum þess vísindalegu ummerk-
ingum, að það yrði börnunum ljóst og
kæmist inn í hjörtu þeirra, sem sann-
indi. En ekki mundu spurningarnar létt-
ast við þetta, það þarf meira en litla
skýringu við, t. d. 13., 5 — 9, 16., 2,
og enda 4, o. fl. ef það ætti að skilj-
ast vel og samþýðast hugsun barnanna.
Margt er ágætlega og skarplega sagt í
fám orðum í kveri þessu, en hræddur
er eg um, að bið verði á því að
það verði tekið upp sem barnalærdóm-
ur. En fjöldamörg vers og sálmakaflar
í kverinu er hentugt til þess að láta
börn læra það, og festa þannig í minni
mörg mikilvæg atriði. J.
Nokkur kvæði
eftír Sigurbjörn Sveinsson.
þetta er lítið kver (32 smáblaðsíður),
en þess vel vert, að þess sé getið af
einhverjum, sem gildi þess kann að
meta. Flest allir kveðlingarnir eru
mætavel kveðnir og hver einasti þeirra
ber vott um eðlilega fölskvalausa guð-
rækni og mannelsku. En hinsvegar sýn-
ir höf. á hverju blaði að hann er gædd-
ur töluverðri gáfu sem skáld, það sézt
á kveðanda hans, náttúrulýsingar, sam-
líkingum og valdi hans yfir yrkisefninu.
,Við dauðans dyr’ heitir fyrsta kvæð-
ið: um unga konu, sem er aðfram kom-
in, en réttist þó við. Beztur er endir-
inn, um fögnuð hinna ungu hjóna, og
samlíkingin fyrst og síðast: Sumarsól-
in, sem sefur á öldunum. Mun hún
hverfa drukna, deyja, en rísa upp í
nýrri dýrð ?
Næst er lítið kvæði, sem heitir:
«Móðir mín», dável ort. Par í er
þetta :
«F>ótt skrautblóm lífsins skrælni af
sólarbruna,
í skæðum haustbyl falli eins og hjóni,
ei blikna mun í frosti eða funa
hið fagra móðurelsku himinblóm.»
«Drykkjumannskonan» er enn þá
betur ort kvæði, og set eg hér enda
þess:
«Af bláum himni hafs í vota sæng
er hnígin eldrauð sól, en dökkan væng
svo þögu! nóttin breiðir yfir bæinu
og bleika grund og spegilsiéíta sæinn.
Eitt ár er liðið. — Hrörlegt hús í skugga
við hafið stendur, — ekkert ljós í glugga;
því nú er kona drykkjmannsins dáín,
í dimmU grafar hvílir hún sVo rótt.
Með heitum iárurn hryggur vökvar stráin
á hennar leiði einn um þögla ndtí,
b a n n sem að flýtti fyrir hennar dauða,
én fær ei umbreytt því sem komið er.
Éitt ahdvarpi «Drottinnmiskuna þú mér»!
til himinS leitar gegnum geiminn auða.»
«Sjómannskonari», ér eiri perlan,
lagleg sönn og skarpleg lýsing á konri,
sem á mann sinn á sjónum, sér hann
týnast af ofhleðslu þegar sem bezt stend-
ur. Eitt erindið er þetta.
Ef að vindur óhnur þýtur
eða dökknar himininn
svefns né værðar vart hún nýtur,
var svo og í þetta sinn,
andvarpandi upp hún lítur:
«Æ, hvað syrtir, Drotinn minn !«
En síðasta vers er svona:
Niður í sandinri sér hún fleygir,
syrgir horfria ástvininn,
biður Guð sinn uns hún eygir
ekkert nema himininn,
stendur aftur upp og segir:
«U hvað birtir, Drottinn minn!»
«Drykkumaðurinn» er og vel hugsað
og átakanlegt kvæði, sem ber vott um
fegurstu sampinin^ höf. við breiskan
mann. Maðurinn átti stirða konu og
fór því «að svala sér á þeirri eiturlynd,
er veldur bæði svívirðing og synd,
og drykkjumannsins valdi veginu hála».
Maðurinn deyr á flækingi:
«1 árdagskyrð má heyra klukknahljóminn,
menn höfðu fundið gamlan dykkjumann,
sem átti að jarða. Engin syrgði hann,
og enginn grét þann dag, nema daggvot-
blómin.»
«Dúfan» eru tvo smákvæði, en svo
snotur, að eg set þau hér:
Áður út um glugga
arkardúfan smaug,
hulin skýjaskugga
skelfd um loftið flaug.
Ekkert laufblað eygði,
aðeins bylgjuflóð,
inn í örk sér fleygði
aftur vegamóð.
Er vor augu Iíta
ekkert vonarstrá,
horfa í brimið hvíta
hafi tímans á:
oft vor önd þá flýgur
yfir báruflóð,
Guðs að hjarta hnígur
hrædd og vegamóð.
Enn fleiri vers úr smákvæðum þess-
um, t. d. úr «Tveir heimar», «Tími og
rúm», «Tungan« o. fl. gæti eg tilfært,
en þetta mun þykja nóg. Um stórar
kröfur er og ekki að tala. En góður
og fagur kveðskapur er ekki lengd og
breidd né stóryrði, F*að sem hér skal
bent á, er tilveruréttur eins hins fína
smágjörfa, auðmjúka mannelskufulla,
eins og hins stórfelda, sterka, tilþrifa-
mikla. Af þeirri stefnunni eigum vér
nógu margt og mikið, en oflítið af
þeSsari. Sé skáldskapurinn eigi göfg-
andi og betrandi fyrirgerir hann sínum
tilverurétti.
Höfundurinn hefir dálítið gefið sig
við trúboði, og kemur það ekki þessu
máli við, nema hvað eg verð að segja,
að eg er sá metnaðarmaður, að egann
ekki hverjum vinglara ,og heimskingja
að fara með Guðs erindi um landið,
þótt það fár sé nú ofarlega í tfðinni —
sem mótsetningsöfgar heiðinglegs kulda
og siðferðislegs volæðis, þeirra semlifa
á molum hins nýja, en hafa týnt kjarna
hins eldra. En trúboðum af sama tagi
og höfundurinn hlýtur að vera, fyrir-
gef eg mikið, þótt illa kunni eg kredd-
um og allri bókstafsdýrkun.
Eg vil óska höf. til lukku og ekki
síður lesendunum, og eigi Sigurb. Sveins
son meira til af svo góðu, ætti það
að koma sem fyrst fyrir almennings-
sjónir, því hjá því getur varla farið að
þess konar smákvæði vinni hylli al-
þýðu.
Matth. jochumsson.
Símskyti.
Fregnríti «Timis> í Khöfn fullyrðir-.
Polinmæði Dana er þrotin við sinýjar
œsingakröfur íslendinga. Engin stj órn
reynir samninga á þeim grundvelli að
ísland sé frírtki samtengt Danmörku.
Skeyti þetta fékk Jón ritstjóri Ólafsson í
Rvík 30. nov., en sendi það af góðvild sinni
til Norðra 1. des. er flutti það í fregnmiða
samstundis.
Maririalát
Nýdánar eru ekkjurnar Oddný F’or-
valdsdóttir Lillieridahl á Vopnafirði80 ára
að aldri, móðir Nielsar Lilliendahl á Ak-
ureyri, og Gróa Eyjólfsdóttir á Seyðis-
firði 75 ára, móðir þeirra Stefáns Th.
konsúls og Eyjólfs útbússtjóra þar. «Báð-
ar voru þær atgerfiskonur greindar og
fróðar um margt á forna vísu.» — Látin
er og ennfremur áSeyðisfirði konan Guð-
rún Sumarliðadóttir eftir langa vanheilsu
og Stefán jönsson í Rauðhólum á átt-
ræðisaldri.
Steinunn Friðfinnsdóttir í Skriðu í
Hörgárdal, ekkja Jóns heitins bónda í
Skriðu. andaðist þar 29. f. m. nálægt
sjötugu að aldri. «Hún var ein af mik-
ilhæfustu og beztu konum þess bygð-
arlags».
Frá
landssíma-
stöðinni.
Tf 1 varastarfsmanna við Akureyrar-
gæzluhring, geta orðið teknar tvær stúlk-
ur til kenslu í verklegri telegrafi og
telefóni.
Kenslan fer fram á Akureyri, verður
ókeypis og byrjar eftir nánari ákvörðun.
Umsækendur verða:
að vera milli 17-23 ára aldri,
að vera heilsugóðar,
að hafa góða hæfileika til starfsins,
og á umsókniti að gefa upplýsingar
í því efni,
að skrifa greinilega og góða rithönd,
að kunna dönsku, nokkur kunnátta í
ensku og þýzku er einnig æskileg.
Eftirtekt skal vakin á, að umsækend-
ur fá engin laun meðan á kenslutíma-
bilinu stendur. og síðan aðeins fyrir þann
tíma er þær starfa, og þá að líkindum
2 krónur fyrir hvert starfstímabil (vana-
íega 6V/2 klukkustund). Stöðugri atvinnu
er ekki tekin ábyrgð á.
Umsóknir um þeita, séu stílaðar til:
Laudssímastjórinn í Reykjavík. F’eim skal
fylgja læknisvottorð og fæðingar skírteini,
og afhendist undirrituðnm sem fyrst, er
gefur nánari upplýsingar.
Akureyri, 6. desember 1906.
Paul Smith.
Et fortræfíeligt Middel mod Exem
er
KOSMO L.
Virker helbredende, giver en klar,
ren Hud og Hænderne et smukt Ud-
seende, er tillige et udmærket Middel
mod al Slags daarlig Hud og röde eller
revnede Hænder. Koster 2 Kr. 50 Öre
-)- Porto 20 Öre pr.Flaske og forsend-
es mod Efterkraf eller ved Indsendelse
af Belöbet. (Frimærker modtages).
Fabriken KOSMOL,
Afdeling 5 Köbenhavn.
Skandinavisk
Exportkaffe Surrogat.
F. HJorth & Co. Köbenhavn.
VINDLA
til jólanna, kaupir maður bezta
og ódýrasta hjá
Otto Tulinius.
Fást þar með verksmiðju-
verði.
r
I húsinu
ur. 105 í Hafnarstræti hér í bæ, fæst
til leigu: 3 íbúðarherbergi, eldhús. búr
og geymslurúm í kjallara. Ennfremnr
fjós fyrir 2 kýr, hlöðu, sem tekur 2 kýr-
fóður og ábnrðargeymsluhús. Semja má
við undirritaðan. —
Akureyri 30. nóv. 1906.
Bcnedikt Porsteinsson
Aðalstræti 27.
Eigandi stórrar
verzlunar °g útgerðar
á Suðurlandi
vill selja h á I f a verzlun og útgerð sína
dugandi manni og félaga
sem getur tekið að sér meðforstöðu og
allan »rekstur« nefndrar verzlunar og
útgerðar. — Tilboð sendist
SIGFÚSI SYEINBJÖRNSSYNI
fasteignasala i Reykjavík.
Sigfús Sveinbjörnsson
fasteignasali í Reykjavík
hefir bæði til sölu og leigu úr-
val af
fasteignum í REYKJAYIK
skipum, þar á meðal „MÓTOR“-
og GUFUSKIP, verzlunarstöð-
um, sveita- og sjávarstöðum, á
Vestur og Suðurlandi, þar á
meðal nokknr nýlosnuð ágætis
JARÐNÆÐI.— íúrvali þessu finn-
ast flestallar tegundir íslenzkra
H-L-U-N-N-I-N-D-A.
Hið bezta Chocolade er frá Chocolade-
verksmiðjunni SIRIUS Khðfn. Pað er
hið drýgsta og næringarmesta og inniheldur
mest Cacao af öllum Chocolade-tegundum
sem hægt er að fá.
TÁNDARÐ er ódýrast og frjálslynd-
asta lífsábyrgðarfél-
ag, sem starfar hér á landi, þá
á alt er litið F’að tekur als-
konar tryggingar, almenna lífsábyrgð,
ellistyrk, fjárábyrgð, barnatryggingar o. fl
Aðalumboðsmaður
H. Einarsson Akureyri.
Aalgaards ullarverksmiðjur
í Noregi eru áreiðanlega þær beztu.
Umboðsmaður á Akureyri
Sigvaldi Porsteinsson
kaupmaður.
Crawfords
Ijúffenga Biscuits (smákökur)
tilbúið af
Crawfords & Sons,
Edinburgh og London.
Stofnað 1813.
Einkasali fyrir ísland og Færeyjar :
F. Hjorth & Co.
Köbenhavn K.