Norðri - 05.07.1907, Síða 2

Norðri - 05.07.1907, Síða 2
106 NORÐRI. NR. 27 mm NORÐRf Gefinn út af hlutafélagi. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Hafnarstrœti 3. Prentsmiðja B. Jónssonar. Nýir kaupendur að iii. árgang Norðra geta fengið þenna árgang ókeypis meðan upplagið hrekkur og enn fremur gefins söguna Óðalsbændur ÍÁ J ágætis þýðingu eftir Porgils gjallanda Slík kostakjör býður ekkert blað annað og ættu menn að nota það DOKTOR NIKOLA saga sú sem nú er að koma út í blaðinu verður sérprentuð, og fá þá allir skilvísir kaupendur blaðsins hana í kaupbæti, Það verður þykk bók í stóru 8 blaða broti og óefað hin lengsta og merkilegasta saga [er íslenzk blöð hafa gefið kaupend- um sínum. Gjalddagi ,Norðra‘ var fyrir 1. júlí. Háttv. kaupendur eru beðnir að minnast þess svo fljótt sem þeim er unt. Sérstaklega væntir blaðið þess að þeir er en hafa ekki borgað 1 árg. geri það nú tafarlaust. Flokkssamkun dan. á Þingvöllum. „Ósköp léleg!“ Svo komst að orði þjóðkunnur mað- ur og yfirlætislaus er hann var spurð- ur um í símanum hvernig hefði verið flokksamkunda Þjóðræðisliða á Þing- völlum. Það hefir áreiðanlega heldur ekki verið ofmælt. Það er hvortveggja að þetta var ekki Þingvallafundur í þess orðs venjulegu merkingu, enda mætti kalla það misþyrming þess orðs að skýra slíkar flokksamkundur því nafni, sem þjóðinni í heild sinni er jafnheilagt og ástfólgið. Björn Jónsson ritstjóri ísa- foldar sem mun vera aðalfrumkvöðull þessa flokksfundar þeirra þjóðræðisliða, skrifaði fyrir nokkrum árum ýtarlega grein um þingvallafundi og var það í tilefni af síðasta Þingvallarfundarboði Benedikts sál. Sveinssonar. Þau ummæli B. J. eru í fullu gildi enn í dag og þykir ekki illa til fallið að rifja þau upp: . . . . því að þingvallafundur í sum- ar er ekkert annað en vitleysa. Svo getur verið ástatt, að þingvallafund- ur eða samskonar þjóðfundur almennur á einhverjum hentugum stað á ’landinu sé óskaráð. Það er þegar þjóðin er samhuga í einhverju mikilsverðu máli og henni ligg- ur á að lýsa yfir vilja sínum og samhygð. Til alls annars er slíkur fundur með öllu óhæfur og ónýtur. Þetta liggur í hlutarins eðli. Annar þátt- ur löggjafarvaldsins hefir enga fulltrúa á slíkum fundi. Engar skýringar eru fyrir hann lagðar, sem ekki hafa áður verið gerð- ar kunnar alþýðu manna. Hann hefir ekk- ert vald til, á ekki eiriu sinni kost á að semja um nokkurn skapaðan hlut, enda hef- ir honum aldrei verið ætlað það. Honum er ætlað að lýsa yfir fyrirfram fengnum skoðunum. Það er alt og sumt.* Svona sagðist honum þá blessuðum, en líklega væri honum ekki um að skrifa undir sama guðspjallið núna. * * * * * ♦ * * * Ollum mun kunnugt um gauragang þeirra »Isafoldar»dýrkendanna í vor til þess að undirbúa samkomu þessa, kjósa »fulltrúa» o. s. frv. og ganga margar kynlegar sögur af því atferli. Meiri hluti fulltrúanna er kosinn með fárraatkvæða meirihuta. Þeir fáu sem voru kosnir hér nyrðra — utan Akureyrar — eru kosnir með 4 — 10 atkv. meirihluta. Á ýmsum stöðum kvað hafa verið mjög örðugt að fá tiokkurn til fararinnar; í einum stað hafði þeim manni verið heitið 400 grásleppum er fengist til þess Ísfírðingar gátu ekki fengið neinn verk- færan mann til ferðarinnar og sendu svo einhverja liðléttinga — unglinga að því er »Vestri« segir. Um kosningarn- ar hér á Akureyri er mönnum kunnugt. Fyrst kusu »Skjaldborgar«-liðar Ouð- mund lækni Hannesson á opinberum fundi, svo þá Sigurð Hjörleifsson og Karl Finnbogason a lokuðum fundi innan félagsins og síðast báðu þeir Gísla Sveinsson exam. jur. á opn- um fundi að mæta á samkundunni en ekki er oss kunnugt hvert hann hefir játað því eða ekki. Hæpið var að »fulltrúarnir«héðan að norðan næðu á fundinn. Þeir lögðu af stað héðan með »Vestu« er kom ekki til Rvíkur fyr en aðfaranótt hins 29. júní og lögðu þá Skjaldborgarsendl- arnir þegar af stað til Þingvalla segir símfrétt frá Rvík »Norðurlandsi itstjórinn í broddi fylkingar, lesandi langferða- mannsbæn er hann hafði lært úr Ísafold og kunni utan að reiprennandi en 'Karl Finnbogason rak á eftir með »örlaga- þáttum mannssálarinnar« svo að »ömur- Iega þaut« í «skynjanfærum« kapla þeirra er voru í ferðinni!!« — Guðmundur Hannesson fór í land af »Vestu»á Blönduósi og landveg þaðan en ekki kom hann á Þingvailasamkom- una. Er það ekki ósjaldan að samvizku- semi og sanngirni lýsir sér hjá G. H. Var það skaði að hann fór ekki á Þingvöll því vel hefði getað farið svo að hann hefði getað komið þar til leiðar einhverju þarflegu. Annars er það af árangri samkomu þessarar að segja, að þar kvað hafa verið samþykt tillaga er fór í líka átt og blaðamannaávarpið sæla. En verði ekki tillit tekið til hennar kvað eiga að heimta algerðan skilnað við Dani. Þetta hafði verið aðaltillagan, samþykt með meiri hluta atkvæða. Alls höfðu mætt á samkomunni um 90 «fulltrúar» flest- ir úr Rvík og grendinni, er höfðu ver- ið »kosnir« hér og þar á landinu, um einn þeirra er í frásögur fært að hann hafi verið kosinn með 2 atkvæðum, Nýtt uppnefni. „Sjálfstæðisflokkurinn"!! Eftir að búið var að setja það sem stendur hér að framan um Þingvalla- samkomuna höfum vér fengið símfrétt um að «Þjóðræðis»-liðar hafi ennfrem- ur samþykt þai að skíra sjálfa sig um og kalla sig «Sjálfstæðisflokk»! Ætla þeir líklega að reyna að drepa Já sér óþrifin með því, og telja þjóðinni trú um að þeir séu lausir við syndir «Þjóðræðisflokksins«, t. d. blekking- ar hans, lygar og rógburð gegn rit- símanum o. fl. — En það mun vera árangurslaust. Þjóðin er orðin svo vön við hamskifti og flokksnafnabreytingar hjá þeim mönnum, er fremstir eru í «Þjóðræðis»-safninu, að þessi nýja blekk- ingarskírn verður fánýtt glys í hennar augum, er hún virðir að vettugi á allan veg. Ekki getum vér að óreyndu trúað því, að «Landvarnarmenn» hafi samþykt að kasta svo frá sér hinu fagra flokks- heiti sínu að þeir «séu með» í þessari ráðagerð. Þætti oss þá mjög illa farið ef svo væri, og ekki ósennilegt að þeir í fleiru en nafnbreytingunni væru komn- ir nokkuð langt frá hinni upprunalegu stefnu sinnu, eins og oss því miður, r Agætar danskar KARTÖFLUR fást. í verzlun M. Jóhannssonar á Oddeyri. ■iwww,■ ,nii«» ■■ «,■ miiu hefir fundist fleira en eitt benda til á síðustu tímum. Er ilt til að vita ef svo færi að hreinar hvatir og góðar yrðu verkfæri í höndum pólitískra var- menna og flautaþyrla, er bannfæra á morgun það. sem þeir blessa í dag svo þjóðin trúir þeim hvorki til eins né neins vegna hlutdrægni og margreyndar blekkingartilrauna í helztu velferðarmálum hennar. Bækur. Tímarit fyrir kaupfélög og samvinnufélög. Ritstj. Sig- urðurjónsson Ystafelli. I. ár 2. hefti. Þetta hefti er að öllu fjölskrúðugra en fyrsta heftið er kom í vetur. Pétur alþm. á Gautlöndum birtir þar kafla úr ræðu er hann hélt í vetur á aðal- fundi Kaupfélags Þingeyinga er það var 25 ára og segir þar sögu þess í ágripi. Mörgum mun þykja það miður að Pét- ur hefir eigi látið prenta þann kafla, ræðu sinnar, er ræddi um Jakob Hálf- dánarson á Húsavík, höfuðstofnanda félagsins og starfsmann þess öll árin til þessa. Hefði verið fróðlegt fyrir síð- ari tíma að eiga þar á prenti frásögn um stofnun félagsins og fyrstu forkólfa þess, og viljum vér skjóta því að rit- stjóra tímaritsins, að hugsa til þess við tækifæri. Þá flytur tímaritið einnig ýmsar skýrsl- ur um K. Þ. og athugasemdir og skýr- ingar við þær eftir ritstjórann, lög Kaup- félags Eyfirðinga og grein um starfsemi þess eftir Hallgrím Kristinsson. Tvær höfuðritgerðir eru enn í þessu hefti eftir ritstjórann báðar. Hin fyrri nm «nýbreytni í kaupfélagsskap og sam- vinnumálum», og skiftist aftur í 9 kafla sinn um hvert efni. Viljum vér sér- staklega vekja athygli manna á kaflan- um um «sparisjóði í sambandi viðkaupfé- lög og sambandsfélög», erflytur sérlega þarfar og tímabærar bendingar. Er oss það ánægja, að höf. heldur þar fram sömu skoðun um sparisjóði til sveita, gagnsemi þeirra og nauðsyn eins og haldið var fram í »GjalIarhorni« fyrir tæpum fjórum árum þar sem andmælt var þeirri hreyfingu að smásparisjóðir til sveita yrði smátt og smátt óþarfir eftir því sem bankarnir og útbú þeirra yrðu sterkari. — Bendir ritst. tímaritsins t. d. á skifti rjómabúa og sparisjóðs er hafi verið til mikilla þæginda báðum pörtum o. s. frv. Síðari höfuðritgjörðin er um rjómabúin hér norðanlands, frásögn um starfsemi þeirra, ymsar leiðbeiningar og fleira. Fróðleg grein og vel samin. Sjálfsagt virðist að hver maður hérlend- is er ann samvinnufélagsskap eða vill kynna sér hann kaupi tímaritið. — Menn ættu líka að styðja ritstjórann í því að gera það sem fjölbreyttast með því að senda honum skýrslur, kaupfélagstíðindi og annað er lítur að samvinnufélagsskap eins og hann talar um i tímaritinu. (bls. 120). --o—<Q>—0- Fjárræktarfélag S.-Þingeyinga hélt aðalfund sinn 2. júní. Fjárhagur félagsins er nú í allgóðu lagi, og hluteignir félags- manna komnar nokkuð upp fyrir nafn- verð. Félagið áformar að kaupa nokkr- ar kynbótakindur vestan úr Stranda- sýslu, af sérstökum (útlendum?) ættstofni og á að halda þeim flokk óblönduðum fyrst um sinn. Formaður félagsins endurkosinn Sigur- jón Friðjónsson á Einarsstöðum og Ijær hann fjárbúinu j-rð'.rafnotog sér um búið að flestu leyti. Sýslumenn eru þessir settir í sumar yfir alþingistímann: Akureyri BjörnLíndal kand. juris, á Húsavík Benedikt Jónsson frá Auðnum og á Seyðisfirði Bjarni Jónsson kand. juris. A G Æ T óvanalega falleg og GÓÐ SJÖL nýkomin í verzlun M. Jóhannssonar Oddeyri. Alþingi 1907. ii. Sameiginlegur fundur alþingismanna til að ræða um millilandanefndina og tilnefna menn í hana er ákveðinn á laug- ardaginn kemur. Kirkjumál 10 að tölu eru til með- ferðar í einni nefnd í efri deild og sitja í henni Eiríkur Btiem, Guttormur Vig- fússon, Þórarinn Jónsson, Sigurður )ens- son og Sigurður Stefánsson. Fjárlaganefnd í neðri deild: Tryggvi Gunnarsson, Jón Jónsson Múla, Skúli Thoroddsen, Eggert Pálsson, Stefán Stefánsson kennari, Þórh. Bjarnarson, Árni Jónsson. Reikningslaganefrtd: Ólafur Briem, Guðl. Guðmundsson, Magnús Kristjáns- son. Tollaukalaganefnd: L. H. Bjarnason, Pétur Jónsson, BjörnKristjánsson, Guðm. Björnsson, Hermann Jónasson, Ólafur Ólafsson, Ólafur Briem. Landsreikningarnirfyrirfjárhagstímabilið 1904—1905 liggja fyrir þinginutil stað- festingar eins og lög gera ráð fyrir. Tekjuafgangur varð talsverður en ekki afarstór tekjuhalli eins og áætlað var og »básúnað«heíir verið um af »þjóðræðis blöðunum. Flokksfundur Heimastjórnarmanna. var haldinn í Reykjavík 30 júní. Ekki hafði verið boðað til hans með alskon- ar gauragangi fyrir mörgum vikum eins og til flokksfundar þjóðræðisliða,heldur aðeins með eins dags fyrirvara. Þá dagana hittist svo á. að ymsir heima- stjórnar menn voru staddir í Reykjavík víðsvegar að af landinu og þótti þeim rétt að koma saman á fund í sama mund og þjóðræðisliðið hafði Þingvalla- mót sitt. Á fundi þessum var meðal annars samþykt svolátandi tillaga með 162 atkvæðum kosningarbærra manna Fundurinn mótmælir því fastlega að samþykkis Dana sé leitað til nokkurra breytinga á stjórnarskrá íslands svo sem til breytinga á ríkisráðsákvæðinu, enda telur fundurinn það mál liggja undir at- kvæði íslendinga einna og kpnungs«. Auk þess samþykti fundurinn trausts- yfirlýsingu til stjórna innar og meiri- hlutans á þingi og tillöju um heimflutn- ing Vestur - íslendinga ásamt áskorun til þingsins um að greiða götu þeirra er heim kæmi. Fundarsamþykt sú er hér fer á eftir barst oss með «Vesta» síðast í f. m. Vér látum hana á «þrykk út ganga* þó seint sé, því svo mun hafa verið til ætlast af þeim ei sendu. A fundi Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn 11. maí 1907 voru samþ. svolátandi fundarályktanir. 1. Félag íslenzkra stúdenta í Khöfn skorar áalþingi og stjórn, að hefja ekki samninga við Dani um sambandsmálið fyr en nýjar kosningar hafa farið fram á íslandi. (Samþ. með 33 atkv. gegn 1.) 2. Fundurinn skorar á alþingi, að taka nú þegar til íhugunar löggjöf landsins um eignarrétt útlendinga á Islandi og at- vinnurekstur þeirra þar; sérstaklega að vinda bráðan bug að samningi laga um búsetu fastakaupmanna og laga um hluta- félög. (Samþ, í einu hljóði.) Ólafur Björnsson. Guðjón Baldvinsson p. t.forseti. p. t. ritari.

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.