Norðri - 27.07.1907, Blaðsíða 1

Norðri - 27.07.1907, Blaðsíða 1
1907, Akureyri, laugardaginn 27, júlí, Eg hefi ráðgert að leggja af stað í ferð til Reykjavíkur næstu daga og verð því fjærverandi nokkurntíma. Björn Líndal kand. juris hefir lofað mér að sjá um ritstjórn Norðra meðan eg er að heiman, en vegna annríkis getur hann líklega ekki gefið út nema hálft blaðið í hvert skifti. Eg vona að kaupendur virði það á betri veg og verður þeim bætt það upp fljótlega. Akureyri 20. júti 1907 Jón Síefánsson K » "■ iiin f(aupstaðurinn »at Gásum» Pað er alkunnugt að í fornöld var mjög mikil verzlun að vestanverðu við Eyjafjörð, á þeim stað, er nefnist Gæs- ir; jafnaðarlegast var sagt «at Gásum«. Um 'og eftir 1300 sýnist nafnið «Gás- eyri» að vera tíðast, hvernig sem á því stendur, um sjálfan verzlunarstaðinn. Staðurinn liggur ák&flega vel við öllum nærsveitum þar við fjörðinn og þar var ágæt lending og skipauppsát. Pað er því engin furða, þótt kaupmenn fyndu snemma þenna hagkvæma stað og notuðu hann í þarfir sínar*. A 10. öld er þar þegar orðinn allmikill kaupstað- ur, og sögur vorar segja frá ýmsum, sem lentu þar eða fóru þaðan, ýmsum, sem komu þar til kaupa. Þar var selt bæði malt og timbur, og sjálfsagt allar útlendar vörur, sem íslendinga vanhag- aði um. Merkilegt er það ekki síður, að talað er um-fisk verzlun; þetta hlýtur að eiga við innlendan fisk. Um allar eftirfarandi aldir, niður að lokum 14. aldar átti þessi verzlun sér stað. 1391 nefna ís- Ienzkir annálar síðast skipkomu á Gásum Af sögunum má ennfremur sjá, að þar hefur verið allmikill fjöldi manna saman kominn, þar er oft talað um mörg skip í einu, og kaupmenn í fleirtölu, og það sést, að þeir hafa verið þar, búið þar, alt sumarið, eða mikinn hluta þess. Jafnvel aðrir en kaupmenn voru þar langvistum, því að um Hrafnssonu er sagt að þeir hafi dvalið þar sumar- tímann (1231). Hér er því um nokk- urskonar verzlunarbæ eða kauptún að ræða eftir kringumstæðunum, en þó sjálf- sagt ekki nema um sumartímann. Á vetrum hefir alt verið hér jafndautt eins og alt var þar lifandi og fjörugt á sumr- in. Oft hefir þar víst verið glatt á hjalla og má meðal annars ráða það af því, sem segir um munka nokkra frá Möðruvöll- um. «Fyrir úskynsamliga meðferð Ijóss þess, er þeir höfðu druknir með farit um nóttina, sem þeir kómu afGáseyri* kviknaði í reflum þeim, sem í kórnum vóru, og í skrúðakistu, sem þeir luku upp, og brann klaustrið. Líka hefur stundum verið róstusamt þar og menn hafa borist vopn á, og þar drap Grettir ferðalanginn, sem kunnugt er. Einu sinni er talað um ófrið milli íslendinga og kaupmanna, og átti að ræna þá (á 13. öld). Kaupinenn þessir hafa að líkindufn frá því fyrsta verið norðmenn að miklu leyti, frá 13. öld vafalaust að öllu leyti. *) Kaupangur hefir líka verið kaupstaður, eh hann er mjög sjaldan nefndur. Til kaupmanna! Hér með leyfum við okkur að tilkynna heiðr- uðum kaupmönnum á Islandi að innan skams munum við hafa steinolíu „á Lager“ í Reykjavík og á Eskifirði. Seljum við því bráðlega steinolíu til allra hafnarstaða á íslandi, þar sem gufuskipin koma við. Með mikilli virðingu. Det danske Petroleum Aktieselskab. Ágætis smurningsoííu fyrir mótora selur með innkaupsverði ’VerzIunin Akureyri‘ Christensen & Wedel Islandsk Commissionsforretning Köbenhavn K. Telegramadr: Wede/christ. I Iok 14. aldar sýnist verzlun þessi að hafa lagst niður. Um orsakir til þessa skal hér ekki rætt. Bærinn, sem þar er riú, er mjög gam- all, þótt ekki sé hans getið í Landnámu; um miðja fimtándu öld er hans getið í bréfum og má ráða af því, sem þar segir, að jörðin var ekki álitin svo rýr. Sjálfsagt hafa Gæsir verið annar mest- ur kaupstaður á íslandi um alla forn- öld vora; hinn var Eyrar á Suðurlandi, (nú Eyrarbakki). F*að sem hér hefir verið drepið á eftir sögum og annálum styrkist full- komlega við það sem staðurinn enn ber með sér sjálfur. Rétt við sjó og fyrir ofan hina eiginlegu Gáseyri — allmik- il sandeyri og hefir verið dýpra áður á milli hennar og meginlandsins má enn sjá fjölda af lautum eða bollum í stórri þyrpingu með allþykkum veggj- um um kring, og er enginn vafi á því, að þetta eru leifar af hinum gömlu kaup- mannabúðum, enda hefir verið svo álitið alla tíð. En fjöldi þessara bolla og veggja sýnir bezt hvað verzlunin hefir verið mikiloghvað margt fólk hefir komið hér saman, jafnvel þótt ekki sé víst, að þær hafi allar verið notaðar í einu. Ennfremur sést það af því, sem ekki hefir verið nefnt enn, og það er, að mönnum hefir þótt þurfa að hafa kirkju þar sér til uppbyggingar. Henn- ar er getið í annál við árið 1359 með þessum orðum: «Brotnaði kirkja á Gása- eyri.» Rað er ekki furða, þó þessi staður hafi vakið athygli manna fyr og síðar, en lítt hefir hann verið rannsakaður fyr en nú í sumar. Hann hefir allur verið mældur og teiknaður, og tekin svo ná- kvæm lýsing, sem hægt er. Til fulls er þetta ekki hægt, bæði vegna þess, að sjór hefir brotið þó nokkuð framan af, og eins af hinu, að greining milli hinna einstöku búða er ekki ætíð nógu glögg, svo hægt sé með vissu að segja, hvað eigi saman. Eftir skoðun þess, sem rit- ar þessar línur, hafa hér verið 12-16 aðalbúðir og ef til vill fleiri, en í hverri aðalbúð hafa oftast verið 4-5 «herbergi» (eða færri eða fleiri stundum), en «her- bergin» eru bollarnir eða lautirnar, sem enn sjást. Rvers um frá norðri til suð- urs liefir verið gangur eða gata, og skift ir hún aðalbúðunum í tvent, efri og neðri röðina. í báðum snýr inngangur- inn í hverja aðalbúð að sjónum og götunni, en þó er inngangurinn á stöku stað í efri röðinni að oían. Örmul fleiri smátótta sjást, og eru sumar lausar frá aðalhvirfingunni. í eina aðalbúðina með 5 bollum («herbergjum«) hefir nú verið grafið; kom það þá í ljós, að einn hefir verið eldhús, og fundust þar fleiri öskulög en eitt, mishátt, og sýnir það, að einn hefir notað þetta eftir annan, en gólfið hækkað smámsaman af ösku og mold, sem niður hefir fallið; aska fanst og nokkur í öðrum bollum, og kann það að koma til af því, að þeir hafi verið notaðir á mismunandi hátt á mismunandi tímum. í öðrum bollanum fanst allmikil steinlegging ferstrend nokkuð hátt uppi og mætti ætia, að hér sé t. d. borð; í þeim þriðja annar minni stallur, en um hann verður ekkert sagt með vissu; í eldhús- inu fundust engar hlóðir; í bolla í ann- ari aðalbúð, sem grafið var í, fundust steinar alveg eins og hlóðir væri. Ressi »herbergi« hafa eflaust verið svefnher- bergi og vöruhús. Fémætt fanst ekk- ert, nema einstöku bein úr kindum, nautgripum og fuglum og þó sáralítið alls. Vafalaust má telja, að allar aðal- búðir hafi verið hér um bil eins, og því þýðingarlaust að grafa í þær fleiri; þó hafa tilraunir verið gerðar í marga bolla víðsvegar, en ekkert frekara fund- ist (nema hlóðir þær, sem nú voru nefndar). Ofarlega í einum bolla fanst brýni; hvað gamalt það sé er nokkuð óvíst. Ennfremur má segja að búðirn- ar (»herbergin«) hafi þrengst, því leng- ur sem leið, vegna moldar, sem fell inn, og var ekki mokað burtu. Með fullri vissu má álykta, að búðirn- ar hafi aðeins verið úr torfi og ekkert grjót í, og að þak hefir ekki verið á þeim nema úr vaðmáli eða dúkum. Litlu ofar en búðaþyrpingin er getur að líta lágt hér um bil kringlótt gerði; innan í því sást votta fyrir aflangri, hér um bil ferstrendri tótt eða tóttargrund- velli. Þetta eru leifar af kirkjunni. Inngangurinn í hringinn er eðlilega að austanverðu, andspænis búðunum. Hér var grafið til að finna grundvöllinn og þegar grassvörðurjnn var tekinn af (þótt ekki væri alstaðar) kom í Ijós ó- slitin steinaröð (steinarnir fremur smáir) á allar hliðar; austanvert er kórinn greini- egur. Dyrnar voru eflaust á suður- hlið, nær vesturgaflinum, og fanst þar hella eða steinn fyrir utan aðal steina- röðina, auðsjáanlega steinn til að j stíga á yfir þröskuldinn. Öll er kirkjan 40 fet á lengd en 14 fet á breidd að inn- an, kórinn 12 fet. Steinarnir eru svo, að af þeim má ráða, að þeir hafi verið undirstaða timburstokka og kirkjan hef- ir verið úr timbri (sbr. og orðið «brotn- aði« í annálnum) en þó slást enn merk þess, að utanum hefir verið torfveggur til stuðnings, líklega ekki allhár (svo sem 2 fet). Þetta er helzti árangurinn af því, sem gert hefir verið til þess að kom- ast að svo nákvæmri niðurstöðu um þennan merkilega stað sem hægt var eftir kringumstæðunum. Hér eftir er varla annað við hann að gera en grafa fleiri eða flesta bollana, ef menn vilja. Ress skal að síðustu getið, að öllu verðnr komið aftur í samt lag sem næst því sem það var, áður en grafið var. P-J- Frá útlöndum. Sofus Bugge prófessor í Kristjaníu, mesti norrænufræðingur Normanna, hef- ir nýlega fengið slag og er engin bata von. Hann er 74 ára gamall. Hefir hann unnið bókmentum vorum hið mesta gagn með ransóknum sínum. Læri- sveinn hans í forníslenzkum fræðum er prófessor M. Hæggstad, sá er hér var á ferð í vor, til þess að kynna sér nútíðarframburð islenzkrar tungu. í gærkveldi kom símfrétt hingað, um að Sofus Bugge væri látinn. Ætlar ríkið að kosta útför- hans og er gert ráð fyr- ir mikilli viðhöfn. Prófessor Finnur Jóns- son ritar æfiminningu hans í næsta blaði Norðra. Helga Vídalín, er áður var gift Jóni Vídalín, breskum konsúl í Reykjavík, er nýlega gift H. Matzen prófessor í lög- fræði við Kaupmann ahafnarháskólann. Norðri óskar þess, að á þeim megi ræt- ast gamalla manna mál um það, að seint fyrnist fornar ástir.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.