Norðri


Norðri - 27.07.1907, Qupperneq 2

Norðri - 27.07.1907, Qupperneq 2
122 NORÐRI. NR. 31. NORÐRI Gefinn út af hlutafélagi. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Hafnarstrœti 3. Prentsmiðja B. Jónssonar. Eins og blöðin hafa skýrt frá, fór eg ásamt tveimur kunningjum mínum, þeim Jakob Kristjánssyni og Guðm. Guðlaugs- syni upp á Kellingarfjall, nóttina milli 16. og 17. þ. m., til þess að efna heit mitt, það í vetur. Ferðin gekk vel, og set eg ekki þess- ar línur hér af því, að eg þykist öllu meiri maður eftir en áður, eða af því, að það sé svo miklum erfiðleikum bundið að komast upp, heldur vegna þess að eg vil hvetja menn til að fara ferðir líkar þessari, því að aldrei hefir fegri sýn komið fyrir augu mér, og sjaldan hefi eg verið öllu glaðari og hressari í lund, heldur en þegar við vorum upp komnir og höfðum matast, og hvílt okkur eftir ferðina. Veðrið var eigi unt að óska sér öllu betra. Sólin var nýkomin upp og breiddi gullskikkju sína yfir fjöll og dali, —Pað sem okkur virtist einna einkennilegast þegar upp kom var það, að alt sem við sáum, og vissum að var langt burtu, sýndist ekki nema bæjarleið frá, svo sem jöklarnir um miðbik landsins, Harðu- breið, DyngjufjöII, Mývatnsöræfi o. fl. alt þetta sýndist vera mjög nálægt okk- ur. Það einasta merkilega, sem við fund- um á ferðalaginu var tappalaus flaska og í henni tveir smámiðar skrifaðir árið 1879. Annar var læsilegur og stóð þetta á honum: »Fyrir nokkrum dögum síðan fórum vér eftirtaldir sómamenn, Jóhann prestur Sveinbjarnarson að Hrafnagili, stud. art. Kristinn Daníelsson sama bæ, dimittendus Hannes Hafsteinn frá Laugalandi, og Mar- inó Hafsteinn sama bæ, af stað og ætluðum oss að fara uppá Kellingu þá, sem hér residerar, en fyrir blyggðunar- sakir breiddi kellingar þokki rekkjuvoð sína þegar upp yfir höfuð, er hún sá ferð vora, og vildi ekki sína oss sig nökkviða, svo að vær urðum frá að hverfa, er vær aðeins höfðum upp kom- ið, en eigi fram komið vilja várum;en meður því að vær vissum að þoka og smali mega ekki á einum stað saman vera, og ennfremur að smalar eru fjalla- tindum fornkunnigstir, þá fengum vær til smalann Jóhann Einarsson frá Lauga- landi ok annað hvort fyrir hans fulltyngi, eða heiðríkju himinsins, og þar af leið- andi feimnisleysi kellu, þá náðum vær uppgöngu allir saman í dag 25. ágúst 1879. A hinum miðanum var þetta læsi- legt, meðal annars: Ab hocce loco videri possunt montes sequentes nobilissimi: Látrafjöll, Krafla, Trölladyngjur, Askja, Herðubreið, Snæfell, Vatnajökull, Hofsjökull Eiríksjökul! in ordine recto ab septemtrionibus orientale ad meridium, Auk þessa var skáidskapur á mörgum tungumálum og því lítt- skiljanlegar al- þýðu manna, enda naumast lœsilegur. M. Matthíasson Kristján bóndi í Glæsibæ lagði af stað til Rvíkur á mánudaginn er var. Er hann konungshestamaður Eyfirðinga, og hafði meðferðis nokkru meira en 3 tugi hesta er allir voru valdir að gæð- um. Sama dag reið Guðmundur bóndi á Púfnavöllum til Rvíkur á konungsfund; einnig ritstj. blaðs þessa Jón Stefánsson og enn fl. Holdsveikishugvekja. Eftír Sæm. Bjarnhéðinsson. Holdsveikin rénar hér á landi. Pað er áreiðanlegf. í árslok 1896 vissu menn uin 180 holdsveiklinga. I árslok 7905 vissu læknar um 114 holdsveika. Af þeim átti 61 heima í holdsveikra- spítalanum, en 53 voru utan spítala. Þeir skiftast svona á lögsagnarumdæmi lands- ins (lþr, = líkþrár, Ifs. —limafalssjúkur): 1 lþr.-j-4 lfs. 2 2 2 0 1 0 1 1 5 3 0 3 0 2 0 4 1 0 1 1 1 8 1 2 6 1 = 5 == 4 = 2 = 6 = 1 = 1 = 2 = 2 =13 = 4 = 2 = 9 = 1 Reykjavík Gullbr. og Kjósars.: Mýra- og Borgarfj.: Snæf el lsnessýslu: Dalasýslu: Barðastrandasýslu: ísafjarðarsýslu: Húnavatnssýslu: Skagafjarðarsýslu: Eyjafjarðarsýslu: Ringeyjarsýslu: Rangárvallasýslu: Arnessýslu: Vestmannaeyjum: Líkþrá gengur að 40 sjúklingutmT Laugarnesspítala og íimafallssýki að 21. En utan spítala líkþrá að 21 og hin veikin að 32. Það verða alls á landinn 61 líkþráir og 53 limafallssjúkir. Skýrslur segja engan holdsveikan í Múlasýslum né Skaftafells né Stranda, hvort sem það er nú áreiðanlega víst eða eigi. Fækkun holdsveikra í landinu nemur á þessu nín ára tímabili alts meira en þriðjung eða um 37°/o. Er það óneitan- lega góður árangur af baráttunni gegn þessum illræmda sjúkdóm, árangur, sem menn að vísu gátu búist við sainkvæmt reynslu Norðmanna og annara þjóða, þar sem líkt hefir á staðið. Auðvitað eru fleiri holdsveiklingar til hér á landi en læknar vita um núna eða vissu í árslok 1805. Svona var það og 1896. Eftir seinni skýrslum vita menn nú, að þá hafa verið að minsta kosti 226 holdsveikir i stað 180, sem skýrsl- an frá því ári nefnir. En eg vonast eftir því, að hlutfallslega vanti ekki fleiri núna en þá, líklega heldur færri, þar sem það eru læknarnir, sem nú telja þá en fyr voru það hreppstjórar. Afleiðingar af fækkuninni er eg þegar farinn að verða var við. Aðsóknin að spítalanum er að minka. Eins og kunn- ugt er, var ætiast til, að þar yrðu um 60 sjúklingar. Að uppjafnaði hefir sjúkl- ingatalan þar eftir ársskýrslum spítalans aldrei verið lægri, heldur hærri ætíð, og eins síðastliðið ár. Nú eru ekki nema 50 sjúklingar í spítalanum og engar umsóknir sem stendur. Pað er að vísu gleðilegt, að holds- veikin minkar í landinn; en meðn jafn- margir holdsveikir eru utan spítala er það óeðlilegt, að spítalinn hafi ekki nógu marga sjóklinga. Menn verða að muna það, að ennþá er langt að tak- markinu :útrýming veikinnar. Arlega verða menn holdsveikir, þótt þeim fækki eðlilega eftir því sem færri verða eftir í landinu. Nákvæmar skýrsl- ur um það, hve margir bætast við á ári fást ekki fyr eu 10 árum á eftir. Menn leita ekki til læknis meðan veikin er á lágu stigi og þeir menn verða því eigi skráðir fyr en seinna. Á þriggja ára bilinu 1901 — 1903 veit eg um 25 menn, sem fengu sýni- leg einkenni veikinnar; en þegar fram líða stundir, fæst vafalaust vitneskja um fleiri frá þeim árum. Það er öf snemt að leggja árar í bát og Iáta holdsveikina eiga sig. Pað er óhætt að trúa því, að sé það gjört, koma upp nýir holdsveikisreitir í landinu og hinir gömiu blómgast aftur. Baráttan verður að halda áfram sleitu- laust þangað til veikinni er algjörlega útrýmt. Læknar munu að sjálfsögðu telja sér skylt að vinna að því af alefli; en það ríður á því, að allir bendi Iækni á ef þeir vita um sjúklinga, sem hafa holdsveiki eða þykja grunsamlegir, Pegar Norðmenn hófu baráttuna gegn holdsveikinni fyrir rúmum 50 árum, voru þar í landi um 2600 holdsveik- lingar, en í árslok 1902 var talan ekki nema 238. Þeir reistu fleiri holdsveikra- spítala en einn; en eftir því sem sjúk- lingunum hefir fækkað, hafa þeir fækkað spítölunum og tekið þátilannars, t. a. m. fyrir berklaveika. Hér er ekki nema einn spítali, og hann þarf að vera fullur, meðan holds- veikir menn eru til utan spítala. Ella verður baráttan of dýr og kemur ekki að tilætluðum notum. Landsdómurinn. Efri deild ruddi 3. þ. m. úr lands- dóminum 24 mönnum, og ruddi meiri hlutinn 14 og voru það þessir: Einar Benediktsson sýslumaður. Jens Pálsson próf. í Qörðum. Jón Gunnarsson verzl.stj. Hafnarfirði. Bjarni Jensson sýslun.m. í Ásgarði. Pétur Oddsson kaupm. í Bolungavík. HalldórJ ónsson sýslunefn.m. á Rauðumýri. Björn Sigfússon bóndi á Kornsá. Björu Þorláksson pr. á Dvergasteini. Jón Quðmundsson pr. í Nesi. Þorleifur Jónsson hreppstj. í Hólum. Þórður Thoroddsen bankagj. í Rvík. Einar Hjörleifsson ritstjóri. H. S. Bjarnason konsúll á Isafirði. Árni Jóhannsson skrifari í Reykjavík. Þeir 10 er minni hlutinn ruddi burt eru þessir. Halldór Jónsson bankagjalkeri. Rvík. Sæm. Halldórsson kaupm. St.hólmi Quðm. Quðmuj\dsson hreppstj. Þúfnav. Sigurjón Friðjósson bóndi á Sandi. Jón Jónsson hreppstj Hafsteinsstöðum. Sigfús Daníelsson verzlunarstj. Eskifirði.' Kolbeinn Jakobsson hreppstjóri Unaðsdál. Árni Jóhannesson pr. Grenivík. Jón Einarsson hreppstjóri á Hamri Benedikt Einarsson hreppstjóri á Hási, í sameiuuðu þingi 10 þ, m. eru með hlutkesti dregnir 24 menn, er sæti eiga í landsdóminum og urðu það þessir: Árni Kristjánsson í bóndi Lóni. Gísli ísleifsson sýslum. Blönduós. Bjarni Bjarnason bóndi á Qeitabergi. Tómas Sigurðsson hreppst. á Barkarst. Hjörtur Snorrason skólast Hvanneyri. Eyjólfur Guðmundsson sýslun.m.Hvammi á Landi. Halldór Jónssou verksm.eig. Álafossi. Kristján Jörnndsson hreppstj. á Þverá. Ólafur Magnússon pr. Arnarbæli. Ólafur Ólafsson próf. Hjarðarholti. Benóní Jónasson hreppsn.oddv. Laxárdal. Jón Bergsson bóndi á Egilsstöðum. Jón Sveinbjarnarson hreppstj. Bíldsfelli. Sigfús Hallþórsson hr. n.o. Sandbrekku. Ágúst Helgason bóudi í Birtingaholti. Magnúsjónsson sýslum. Vestmannaeyjunr Ouðm. Haunesson héraðslæknir í Rvík. Janus Jónsson próf. Holti. Ólafur Erlendsson hr. n. ov. Jaðri. Kristinn Quðlaugsson bóndi á Núpi. Hallgr. Hallgrímsson hr.stj. Rrfkelsst. Magnús Helgason kennari í Hafnarfirði. Þétur Pétursson sýslun.m. Ounnsteinst. Páll Bergsson kaupm. Ólafsfirði En varamennirnir eru þéssir. Gunnar Ólafsson verzlunarstj. í Vík. Grímur Thorarensen bóndi í Kirkjtibæ. Eggert Benediktss. bóndi í Laugadæunt. Gunnlaugur Korsteinsson bónpi á Kiða- bergi. Vigfús Guðmundsson bóndi í Haga. Ásgeir Bjarnason bóndi í Knararnesi Guðmundur Ólafson bótidi á Lundum. • Snæbjöm -Kristjásson bóndi í Hergilsey. Þorvaldur Jakobsson pr. í Sauðlauksdal. Bjarni Símonarson próf. Bránslæk. Kristján Gíslason bóndi á Prestbakka. Hálfdán Guðjónsson prestur á Breiða- bólsstað. Rögnv. Björnsson bóndi í Réttarholti. Guðm. Davíðsson bóndí á Hraunum. Björn Jónáson pr. Miklabæ. Sigurður Jónsson bóndi í Yztafelli. Jónas Sigurðsson sýslun.m. Húsavík. Sölvi Vigfússt.n bóndi á Arnheiðarst. Axel V. Tulinius sýslum, Eskifirði. Sighvatur Bjarnason bankastj. Reykjavík. Ásgeir Sigurðsson kaupm. Reykjavík. Þorleifur Jónsson póstafgreiðslum. Rvík. D. Sch Thorsteinsson héraðsl. ísafirði. Jón Norðmann kaupm. Akureyri. Skógarferð fór nokkuð á fjórða tug manna héðan úr bænum á sunnudaginn var, til Hálsskógar, og var för sú bin skemtilegasta, enda var þar valiun mað- ur á hverjum klár, að dómi þeirra, er með voru í förinni. Veður var hið bezta. Veðrátta hefir verið ágæt síðustu vikuna. Vex gras nú óðnm og eru all- góðar horfur á, að heyskapur á útengi verði í meðallagi, þrátt fyrir hinn óvenju mikla kulda í maí og júní. Tún eru víðast mjög illa sprottin. Slátt hafa flest- ir hér um slóðir byrjað í þessari viku, nokkrir í vikunni, sem leið. Síldarafli hefir verið allgóður þessa viku, í hringnætur. Þorskafli hér í firð- inum hefir verið mjög rýr. Einar Hjörleifsson ritstjóri og skáld, tók sér far til útlanda með «Ceres» frá Reykjavík 10. þ. m. Ætlar hann, eftir því sem sunnlenzk blöð segja, að ferð- ast um bygðir íslendinga í Ameríku og haida þar fyrirlestra, Nýtt fróðleiks og fréttablað er *Hug- inn á að íieita, ætla þeir Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Gunnarsson cand. phil. að byrja að gefa út í Reykjavík í þess- um mánuði, Aþað fyrst um sinn að verða hálfsmánaðar blað, en þá vikuna, er það kemur eigi út, ætla þeir að gefa út blað í minna broti, er «Nýjungar» eiga að heita. Blöðum þessum eiga að fylgja 3 ársrit: «Sumargjafir», «Muninn» og «Æringi», og á hið síðastnefnda að verða gamanrit með myndum, líklega kímnis- myndum. Blaðið á að kosta 3,50 árg. og fá skilvísir kaupendur ársritin í kaupbæti. Eigi ber því að neita að hér á allstór- mannlega úr hlaði að ríða, og væri bet- ur að vel farnaðist; og þess viljum vér óska, því að báðir tnennirnir eru oss að góðu kunnir og sóma menn, er frá er séð æsingum þeirra í pólitík. En hinsvegar þykir oss meiri þörf á, að blöð þau, er fyrir ertt í Reykjavík, færi út kvíarnar, bæði að stærð og fjölbreyttu efni, heldur en að þeim sé enn fjölgað frá því sem nú er. Er það höfnðstað landsins lítill sómi, að ekkert dag blað skuli enn koma þar út. Þætti oss mun betur fara á því, að blcð þau, er sam- mála eru í pólitík og öðrum helztu mál- um landsins, og út eru gefin á sama stað, sameinuðust og yrðu að einu stóru blaði, í stað þess að keppa hvert við annað, svo engu þeirra sé þrifnaðar- von. Enda er það ofvaxið einum manni eða tveimur að gera blað svo úr garði, þótt lítið sé, að vel megi við una, því að engum er það gefið að rita svo í lag sé um alt það, er góð blöð þurfa að fjalla um, en hjálp þeirra manna, sem eigi hafa fasta atvinnu við blaðamensku, kemur oftast að litlu haldi; valda því annir þeirra við aðra atvinnu. Við fá störf er meiri þörf á sameining margs- konar krafta en við blaðamensku og von- um vér, að sem flestum þeirra manna í Reykjavík, er við blaðamensku vilja fást, faki bráðum að skiljats það. Slysfarir, Dr Valter von Knebel, jarðfræð- ngur og málari Max Rudloff frá Þýzkalandi hafa, eftir því er menn bezt vita, drukknað í vatni, sem liggur í dæld mikilli í Öskju. Þeir lögðu af stað frá tjaldi sínú þar í Öskju þann 10 þ. m. með segldúksbát, og ætluðu þá út á vatnið; síðan hefir ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir stöðugar leitir þeirra hr Stethmanns félaga þeirra og kennara Ögm_ Sigurðssonar, er dvöldu einnig þar uppi. Slys þetta er mjög sorglegt og því fremur þar sem Dr. Knebel var mjög líklegur til að vinna heimi vísindanna mikið gagrt. .

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.