Norðri - 05.10.1907, Side 2
178
NORÐRI.
NR. 45
wm
NORÐR/ M
Gefinn út af hlutafélagi.
Ritstjóri: Jón Stefánsson.
Skrifstofa Hajnarstrœti 3. 'jjfl
Prentsmiðja B. Jónssonar.
M
Samkomulag þjóða.
Það gengur seigt og fast og gengur
þó.
Tvö dæmi frá þessu ári sýna það að
samtök og félagsskapur, jafnvel hinna
óskildustu þjóða er furðulega vel að
fara í vöxt —stundum fyrir tilstilli stjórna
og stjórnvitringa, stundum fyrir fylgi
vísindamanna, og enn stundum fyrir
framtak einstakra skörunga.
P*annig héldu vinir hins nýja alsherj-
ar tungumáls Esperanto fund með
sér í Cambridge. mættu þar 13 hundruð
Esperanta, Dr. Zamenhoff, pólskur mað-
ur og höfundur tungunnar, stýrði þing-
inu. Var þar hinn blíðasti félagsskapur
milli hvítra, svartra, rauðra og gulra
manna af fjarlægustu löndum, enda könn-
uðust fæstir félaganna við söguna um
turninn í Babel og óttuðust engar grýlur;
svo glaðir voru þeir að geta skilið og
talað hverir við aðra. Flestir voru ungir
menn, er þar mættu, og sá yngsti 7
ára sveinn, málið þykir vera fyrirtaks
uppfundur, mjúkt og snjait, en án allra
óþarfa-beyginga og hefir engar óreglu-
myndir. Á fáum vikum má nema það
eftir góðum kenzlubókum. Það telur
3000 orð, en enskir menn og franskir
skylja af þeim allan hávaðan eða um
2700 orð. Fær það og ótrúlega fljóta
útbreiðslu, en nálega engin mótmæli.
Annar fundur eða þing, sem miklu
skiftir, stóð nú snemma í haust í Boston
helstu mentaborg Bandaríkjanna. Pví
þingi er jafnað við trúarþingið mikla í
Chiáagó árið 1893. Hafa helstu skör-
ungar Unitaraflokksins stofnað þá alþjóða
samkomu, sem haldið er annað hvert
ár, og er þetta 4. þingið. (hið 1, í
Lundúnum 1901, 2. í Haga á Hollandi
3. í Gefn í hitteð fyrra). Safnast þá
saman af ýmsum Iöndum helstu forvígis-
menn hins kristna heims, flestir úr hin-
um frjálsustu kirkjuflokkum. Er mark-
mið þeirra: endurbót kristinnar trúar og
siðmenningar fyrir alsherjar félagsskap
og vakningu. En seint gengur þeim
herrum að hefja til framskriðs hin miklu
bákn ríkis og kreddukirknanna. Og »þó
gengur hún,« sagði fræðimaðurinn
Galilei. Hinar föstu og bundnu kirkjur
kjósa þann kost að nefna ekki skollann
— þessa frítrúarfundi, heldur freista að
þegja þá í hel. Svo gerir lika blessað
Nýja kirkjublaðið hjá oss —auðvitað
þykjast menn vinna Guði og sannleik-
anum »þægt verk« — nema að sú ástæð-
an slæðist með, sú, að forða hjörðinni
frá nýmælum, sem kynnu að tvístra
henni og reka upp á eihhvern heiðin
afrétt. Margt er að varast, og ekki síst
áfergi fríhyggjumannanna. Og skrítið er
eitt: rétttrúuð blöð geta mikið heldur
um fundi manna, sem spotta alla, spilla
og afneita. Frændur eru þar frændum
verstir.
♦
* *
Aftur gengur sárlega erfitt að kveða
niður hið pólitíska og hagsmunálega
sundurlyndi þjóðanna. Það sýna Haga
þingin. tollmálasaga þjóðanna, svo og
póstmál, að nokkru leyti, þótt stórt spor
sé nú stigið í rétta átt; er það að þakka
stórþjóðunum einkum Englendingum,
sem geta látið »marginn« borga Penny-
paper, pennystamps og pennyakitions
(o: dagblöð fýrir 6-7 aura, frí merki,
og heilt rit fyrir sama verð) er alt Eng-
landi að þakka.
Yfirleitt gengur eins erfitt að festa
samtök og félagsskap milli þjóða í smá-
munum. Pannig er varið um allherjar
hitamæli; honum hefir enn ekki orðið
komið á. Samt sem áður, hafa ýmsar
þjóðir ekki látið þjóðdrambið Ieiða sig,
heldur sýnt mikið frjálslyndi í að hafna
einþykni og fylgja dæmi annara þannig
hafa enskir menn Fahrenheits thermo-
meter, eða hitamæli og var þó Fahrent
Pjóðverji. Pjóðverjar nota Reaumurs-
mæli, en R. var franskur, en Frakkar
Celsiusar mælir, en sá var Svíi, en í
Svíþjóð er sá mælir hafður, sem Eng-
lingun'nn Leslie bjó til. Par sýna menn
alsherjar frjálslyndi, en síður samtök.
M.J.
—>y<—
Mannkærleiki.
Maður er nefndur Skapti Sigvaldason.
Hann er íslenskur bóndi í Ivanhoe,
Minnesota. Hann er trúmaður mikill og
mannvinur. Nú liggur hann á sjúkra-
húsinu St. Paul vegna þess, að hann
tók að sér að hjálpa manni til heilsu,
er talinn var ólæknandi, en til þess
varð hann að leggja 125 ferþumlunga
af hörundi sínu í söiurnar,
Tildrögin til mannúðarverks Skafta
eru þessi: Fyrir 4 mánuðum skaðbrenda
sænsk hjón sig í St Paul á alkóholi er
kviknaði í af slysum. Konan dó af
brunasárum, en maðurinn hefir legið á
sjúkrahúsinu í St. Paul og eigi tekist að
græða hann. Læknarnir á sjúkrahúsinu
reyndu alt sem þeim kom til hugar við
brunasár mannsins og þegar ekkert af
því kom að haldi, var auglýst að mað-
urinn væri ógræðandi nema einhver
vild verða til að leggja hörund sitt fram
til að græða með brunasárin, Skapti
Sigvaldason sá auglýsinguna og ritaði
þegar yfirlækni sjúkrahússins og spurðist
fyrir um það hvort hann fengi aðgang
að sjúkrahúsinu ókeypis ef hann tækist
á hendur að bjarga manninum. Lækn
irinn kvað já við því.
Fór Skapti þá til sjúkrahússins og lét
flá af hörundi sínu 125 ferþumlunga,
til að bjarga manninum.
Skurður þessi var mjög kvalafullur,
en læknarnir töldu Skapta hafa borið
þær þjáningar vel og karlmannlega.
Mennirnir kváðu báðir á batavegi.
Fregnir um þetta hafa verið í ýmsum
Bandaríkjablöðum og ítarlegastar sem
vér höfum séð, í Minneota Mascot, og
er framanritað aðalútdráttur úr því, sem
þar er sagt.
Skapti hafði hvorki heyrt né séð sjúka
manninn áður og því hjálpað honum
af mannúðarhvötum einum.
Slíkur mannkærleiki, sem eigi hikar
við að leggja líf og blóð í sölurnar
fyrir meðbræðurna, er svo fátíður að
hann á það skilið að honum sé haldið
á lofti, og það er sómi fyrir oss ís-
lendinga, að hetja þessi skuli vera vorr-
ar þjóðar. (Eftir »Lögbergi.«)
Ljósmynd allstóra hafa Temlarar hér
á Akureyri látið gjöra af dbrm. Frið-
birni Steinssyni bóksala. Myndin var
afhjúpuð í Templarahúsinu sunnudaginn
27. f. m. og voru þar viðstaddir flestir
Temlarar bæjarins. Guðl. Guðmunds-
son hélt þar snjalla ræðu um afskifti
Friðbjarnar af bindindismálum og þakk-
aði þau í nafni stúknanna; einnig var
sungið kvæði eftir Pál Jónsson kennara
sem ort var í nafni Templara og hljóð-
ar svo:
Er ofdrykkjunnar voðavöld
hér voru' í hæsta gengi,
þú greipst í hendur hjör og skjöld,
til hildar kvaddir mengi,
því löngun þér í brjósti branri
vorn bæ og fólk að verja.
Pú vaktir margan vaskan mann
á vínsins lið að herja.
En fremstur þú í fylking stóðst,
þar frægð þér vanst og heiður
og vaskur háan valköst hlóðst.
Þá varð hann Bakkus reiður
og fanst þú höggva furðu hvast,
ér fram þú gekst til víga.
Og loksins flótti’ í lið hans brast
og lét þér undan síga.
Nú Bakkus ætti að bregða sér
á burt úr voru landi,
því meginn herinn eyddur er
þó eftir riðlar standi.
Og bráðum dugur bilar hans
og brestur eitur-vigur,
en fögnuð vekur lýðs og lands
hinn lengi þráði sigur.
* *
*
Vor kæri bróðir, þökk sé þér
unz þrýtur hinzti dagur.
Og þess mun getið gert sem er,
ei gleymist orðstýr fagur.
Og skrifað bæði skal og rætt,
þá skeið þíns lífs er runnið:
«Hann Friðbjörn hefir fólkið bætt
og fagurt dagsverk unnið.«
„Bernskan“.
Svo heitir dálit’ð safn af frásögum fyr-
ir börn, eftir
Sigurbjjm Sveinsson.
Pó að sögur þessar kunni að virð-
ast veigalitlar mörgu fullorðnu fólki,
munu þær öðruvísi finnast þeim lesend-
um, sem þær eru ætlaðar, en það eru
börnin. Er og höfundurinn áður að góðu
kunnur þeirri alþýðu hér á Akureyri,
eimitt fyrir sögur sínar. Hefir hann ekki
allfá kvöld boðið börnunum til sam-
komu, hefir fengið húsfyllir og börnin
skemt sér hið bezta. Eins mun reynast
með þessar sögur, — og þótt eitt eða
fleiri hefti fylgdu, — að börnin taka þeim
fegins hendi.
Pað hefir lengi verið sagt, að meiri
vandi sé að semja góðar sögur fyrir
börn, en það sé á hvers manns færi.
Efnið má vera eins og vill: tilkomu-
mikið eða um »Ieggog skel», um Ragna-
rökkur, eða um röndóttan kálf, um tíu
tröllskessureðatværhunangsflugur. Börn-
in eru ekki tiltektasöm, sé þeim ein-
ungis skemt og sé sögumaðurinn verki
sínu vaxinn. En hver er því verki vax-
inn? Sá einn, sem hefir ekki einungis
mál og sál barnanna undir tungurótum
sínum, heldur himin og jörð í hendi
sér á líkan hátt og ímyndun barnanna
hefir. Peirra veröld aðgreinir lítið smátt
og stórt—eða réttara sagt: barnið Iætur
það skifta hlutverkum: Kötturinn sigrar
ljónið, narrar það til að gera sig að
mús og etur það svo. Aftur kunna börn
miklu fyr að greina fagurt frá ljótu, svo
og að þekkja hið frábrugna og skrítna,
hið dapra og hið hlægiiega, o. s. frv.
Alt verður að vera sniðið eftir eðli og
og þroska barnsaldursins. Sögumaður-
inn verður að samþýða og bera í sér
eins og þrjár persónur: barnið, barna-
þekkjarann og listamanninn. Til þess
að vera þetta þarf miklu minna af lær-
dómsmentun en vissri gáfu eða köllun.
Má vera að einn eiginleiki sé nógur til
að leysa gátuna. Hverþá? Elska til
barnanna og lotning, fyrir hinu unga
manneðli, sem þar skín í sínu hreina
skírnarklæði. Mörg konan,móðirín, amm-
an, fóstran, niðursetan hefir kunnað bet-
er að fara með barnasögur en margur
háskólakennari. Gyðja listanna verður
ekki Iokkuð eða glapin, og engin nær
frá henni orði né augnaráði nema fyrir
náð betri náð en nokkurs kóngs. —■
Að öllu leyti vil eg og þori að láta
nefndar barnasögur mæla með sér sjálf-
ar; þær eru ódýrar og vel prentaðar,
og í stuttum formála hefir höfundurinn
gert fulla grein fyrir tilgangi sínum og
markmiði.
Enginn þarf að óttast að í kverinu
finnist klúrt orð eða nokkuð, sem ekki
sé börnunum boðlegt. Að minni ætlan
hefir höfundinum mæta vel tekist.
(M. /.)
Nýr stjórnmálaflokkur.
Lesendur »Norðra« mun reka mun
minni til þess að á Pingvallamóti «Þjóð-
ræðis»- klikkunnar í sumar hafði verið
samþykt að hún skyldi reyna að ausa
sig vatni enn einu sinni og kalla sig
«Sjálfstæðisflokk» Norðri gat þess um
leið að hann gæti eigi gert sér í hugarlund
að Landvarnarmenn væru með í þessari
ráðagerð og kemur nú fram að það
álit hefir verið á rökum bygt, því nú
skýra Reykjavíkurþiöðin (Lögréttg og
fieiri) frá því að „Þjóðrœðisliðar» og
Landvarnarmenn,
>séu skildir að borði og sæng»
«Pjóðræðisliðar» höfðu sent menn á
fund landvarnarmanna í haust um það
bil er þingi var slitið til þess að fá vitn-
eskjuum hvort félagsskapur þeirra mundi
ekki standa framvegis sérstaklega er til
kosninga kæmi. En «Landvarnarmenn
voru stuttir í svari, vildu engu lofa —
en öllu ráða ef samvinna ætti að tak-
ast.»—
Skruggan skall og yfir «þjóðræðis-«
liða skömmu síðar. Landvarnarmenn
gerðu það heyrum kunnugt að þeir hefðu
kosið sér flokksstjórn og skipa hana:
Bjarni Jónsson frá Vogi,
Benedikt Sveinsson ritstjóri,
Guðm. Hannesson héraðslæknir,
Guðm. Magnússon læknaskólakeneari,
Jón Jensson yfirdómari,
Jens Pálsson prófastur,
Jón Porkelsson skjalavörður.
Lögrétta getur þess ennfremur að
flogið hafi fyrir sú fregn að Björn Jóns-
son ritstj.«ísafoldar» haft beiðst upptöku í
landvarnarfélagið með allar «þjöðræðis-
reiturnar.
Perfect skilvindan
stórum endurbætt.
Hin nýja »Perfect« skilvinda með sjálf-
jafnvægi, eða hið svonefnda »Knudsen
Patent«, sem nú er verið að smíða í
hinni nafnkendu verksmiðju Burmeister
& Wains, hefir þegar sýnt að hún ber
af öllum skilvindum sem sýndar hafa
verið.
Á sýningunni í Lemberg í Finnlandi
í haust, fékk hún heiðursmerki.
Dómurinn var bygður á fjölda mörg-
um ransóknum sem dómnefndin stóð
fyrir og varð útfallið svo gott, að það
eru eins dæmi, og á hinum tólfta al-
menna landbúnaðarfundi í Kristianiu
fékk »Perfect» skilvindan einu gullmed-
aliuna, sem úthlutað var fyrir skilvindur.
«Alfa Laval» skilvindan dróg sig til baka
eftir að dómnefndin var tekin til starfa
þegar sú frétt flaug að «Perfect» var á
sýningunni. Allar aðrar skilvindur yfir-
leitt sem á sýningunni voru fengu ann-
aðhvort lægri verðlaun, eða drógu sig
til baka.
Eins og kunnugt er hefir stórkaup-
maður JakobGunnlaugssoní Kaupmanna-
höfn einkasölu á «Perfect» skilvindunni
til fslands og Færeyja.
HöfuðbóliðPingeyri í Húnavatns-
sýslu hefir Sturla kaupmaður Jónsson í
Reykjavík keypt af Hermanni alþm. Jóns-
synt fyrir 25 þúsund krónur.
Um Hofteigsprestakall er staðið
hefir óveitt síðan 1904 sækir nú Harald-
ur Þórarinsson kand, theoi. frá Efrihól-
um i Núpasveit