Norðri - 14.01.1908, Qupperneq 2
6
NORÐRI.
NR. 2
NORÐR/
Gefinn út af hiutafélagi.
Ritstjórí: Jón Stefánsson.
Skrifstofa Hafnarstrœti 3.
Prenísmiðja B. Jónssonar.
og skæðadrífu út á meðal landsmanna,
bæði frumsömdu og þýddu. Öllum eða
mest öllurn þessum leirburði hæla svo
sum blöðin og ginna með því fólkið
til að kaupa það og lesa
Eg tel víst, að sumir kunni að segja,
að þetta sé misskilningur minn. Ressar
gullfallegu skáldsögur, sem lýsi svo vel
trygð og trúfesti hjónabandsins; og þá
ekki síður dugnaði og drenglyndi sýslu-
manna, hjálpfýsi og skyldurækni lækna,
hreinlyndi og manngæzku prestanna o,
s. frv. Retta séu gimsteinar, sem lands-
sjóður geti ekki sóma sins vegna geng-
ið framhjá með að veita verðlai n!' Eg
skal ekki um þetta þrátta. Rað getur
verið að eg missktlji og eg sé tnisskil-
inn, en eg vil minna menn á, að þó
við eigum stjórn með ráðherra, þá eig-
um við líka þingmenn og þing. Eg vil
og biðja menn að fletta upp á þing-
tíðindunum og sjá með sínum eigin
augum, ekki einasta fjárhaginn, heldur
og líka hvernig með afurðir landsbús-
ins er farið.
í Pingtíðindunum gefur að líta fjár-
lagafrumvarp það sem stjórnin lagði
fyrir þíngið og líka það sem komst í
gegnum þingið.
Ef menn nú vilja gæta þess, að stjórn-
in verður að nokkru leiti að sníða fjár-
lagafrumvörp sín eftir fyrri þinga fjár-
lögum, og að þingnienn hafa frjálsar
hendur til að breyta eins og þeim gott
þykir, og beri menn svo saman bæði
frumvörpin, þá getið þið fyrst lesendur
góðir dæmt um sekt stjórnarinnar.
Ef þið nú rækið þetta ráð, og lesíð
vel öll þingtíðindin, þá verður það ykk-
ur hollara, en allir reikningar hinna and-
stæðu flokka. Rað er ekki síður í þessu
en öðru að málshátturinn rætist: «SjáIfs
er höndin hollust.
Regar eg nú athuga fjárhagsmálið frá
þessari hlið, þá kemur í Ijós, að út-
gjöldin hafa mikið hækkað i fjárlögun-
um frá þinginu, frá því sem þær voru
í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar. Hækkun
sú nemur að mér virðist 158 þús. kr.
Nú verða menn að gæta að í hverju
þessi hækkun á útgjöldunum Iýgur. Því
væri því varið til nauðsynlegra fyrir-
tækja, sem landsjóði bæri að styrkja, þá
væri ekkert nema gott um það að segja,
en um það geta vel orðið skiftar skoð
anir, og er því bezt að það sé athugað
nánar.
Mest er hækkunin á 15. og 16. grein
fjárlaganna. Sú hækkun nemur 75 þús.
kr. Retta eru líka þær greinar, sem
vanalega geymakjarnan úrgjörðum sumra
þingmanna. Önnurmikil hækkun hjáþing-
inu er til gufuskipa eða um 40 þús-
kr. Retta samtals nemur 115 þús kr.
Aftur hefir þingið fært niður útgjöld
ti! ritsíma og talsíma um nær þvf 10
þúsund kr, og til vegagjörðar um 5.
þús. kr. samtals 15. þús. kr. Eftir er
100 þús. kr.
Hvert þessi breyting hefir verið ó-
hjákvæmilega nauðsynleg, tll heilla og
hagsældar þjóðinni, til að Iyfta hinni
gömlu armæddu móðir okkar, með
»brjóstin visin og fölvar kinnar», khærra
upp á menningarbrautina, getið þið les-
endur góðir dæmt um þegar þ'ð hafið
kynt ykkur vel þingtíðindin.
Mín skoðun er, þó ekki hefði verið
gott, að spara 100 þús, kr. á þessum
gjaldagreinum, sem hér er áminst, þá
hefði þó þing og stjórn getað sparað
altað lOOþús.kr. af útgjöldum hinna um-
ræddu fjárlaga, þjóðinni alveg að skað-
lausu.
Retta munu nú þykja þung orð og
þungar sakagiftir, en ekki er við að
dyljast. Rað munu æði margir, afþeim
mönnum, sem kynt hafa sér þingtíðind-
in og og fjárlagafrumvarpið hugsa eitt-
hvað líkt þessu.
Ef nú þetta er rétt álitið, þá er hér
um auðsæa fjáreyðslu að ræða, en sú
fjáreyðsla, mun af ölltim þeim, sem
hlutdrægnislaust vilja dæma, álítast meira
þinginu, að kenna, en stjórninni. Vitan-
lega eru í stjórninni syndugir menn
sem " að sjálfsögðu getur yfir séðst
en þær yfirsjónir gengur fólkinu ekki
betur að sjá í gegnum það mold-
ryk, af lofi og lasti, sem þyrlað er upp
í kring um hana heldur einmitt vér.
Sannleikurinn er sagna beztur í hverju
máli, sem er.
Rað er fullkomin sannfæring mín að
heppilegra hefði verið, að eyða þessum
umræddu 100 þús. kr. jef þingið hefði
fundið sig knúð til að eyða þeim. Til
þess að koma upp svo sem 10
myndarlegum unglingaskólum, og upp-
örfa þannig og glæða áhuga þjóðarinn-
ar, á aukinni alþýðumentun, eða ef ekki
það, þá að verja þeim, til að græða
upp nokkrar dagsláttur, af uppblásinni
jörð, fósturfoldarinnar. Jörð sem plæja
þarf til sáningu, jörð sem gæfi góða
uppskeru ef í hann væri sáð landsjóðs-
ins glitfagra fræi, með hyggindum og
dugnaði.
Eins og menn vita, eru nú í undir-
búningi skattalög á þjóðina. Er því nauð-
synlegt, að gera ser glögga grcin fyrir
hvað hin rétta og sanna þjóðareign er
mikil, svo þar af verði að nokkru ráðið
gjaldþol þjóðarinnar, þvíekkiværi heppi-
legt, að demba svo miklum gjöldum
á hana, að ekki væri hægt undir að
rísa. Menn meiga ekki einblína á þörf-
ina. Rað verður líka að gæta þess hvað
menn eru megnugir að geta afkastað.
Rað þarf því að athuga vel hinar
sönnu og réttu þarfir, sem búast má
við, sem alt af fari vaxandi, en strika yf-
ir ýmislegar nauðsynlegar fjárveitingar
sem nú á dögum eru kallaðar þarfir,
í trausti til þess, að með vaxandi ment-
un og drenglyndum hugsunarhætti, fækki
þeim landslýð, sem vilja lifa á því að
tína upp molana, sem detta af með-
aumkunarsemi þingmanna, af borði lands-
sjóðs.
Rá þarf síðast en ekki sízt, að leita
eftir réttum og heppilegum grundvelli,
sem skattaálögurnar byggjast á. Jafnfrdmt
því að athuga gjaldþolið, verður og
líka hafa það hugfast, að leita að því
á hvern hátt, að þjóðinni, er heppi-
legast, að bera gjöldin.
Rað er bæði ósk mín og von, að
þjóðinni gefist kostur, á að kynna sér,
það mikla og vandasama verk milli-
þinganefndarinnar í þessu máli. áður en
það verður lagt fyrir þing, til endilegra
úrslita.
Stefán Bergsson.
# # # #
* # # ¥? #
Eg vona að hinn háttvirti höf. mis-
virði ekki við mig, að eg set hér nokkr-
ar athugasemdir um grein hans og nokkr-
ar skýringar um efni hennar.
Það skal strax tekið fram, að um-
mæli hans um »gyllingar,» er hann seg-
ir að stjórnarvinir beri fram, er þeir tala
um hag landssjóðsins, þarf Norðri alls ejgj
að taka að sér, og mun ekki gera, nema
höf. færi rök fyrir máli sírm. Rað hefir
hann ekki gert, og ætla eg að honum
reynist það torvelt, ekki síður en öðr-
um, er við það hafa verið að glíma
að undanförnu. Og eg skal um leið
leyfa mér að benda honum á, að ekki
má í þessum umræðum blanda saman
hag landssjóðs, sem sérstakrar stofnun-
ar, og hag landsmanna. Eg tel víst,
að okkur Stefáni Bergssyni mundi koma
saman um það, að fjárhagur of margra
manna er nú alt annað en álitlegur, en eg
vænti líka hins, að hann geti sannfærst
um, að það sem við höfum sagt um
fjárhag landssjóðsins í Norðra eru eríg-
ar gyllingar, heldur blátt áfram sá sann-
leikur, er öllum ætti að vera til gleði,
að hagur landssjóðsins er góður, og
svo glöggur maður, sem St. B. er, ætti
að geta þreifað á þessu.
St. B. lítur svo á, sem þingið hafi
eytt allmiklu fé að óþörfu, og telst hon-
um svo til, að 100.000 kr. hefði mátt
spara að ósekju, eða verja til annars,
en gert hefir verið. Nefnir hann þar
einkum til unglingaskóla og jarðrækt.
Rað liggur næst að ætla, að hann
telji þingið hafa vanrækt það hvoru-
tveggja. En að svo sé alls ekki, mun
eg sýna bráðum.
Þingið hækkaði útgjöldin á 15. og
16. grein um nál. 75000 kr. eins og
St. B. segir, og það er svo að sjá, að
það sé einkum sú útgjaldahækkun, sem
hann telur miður þarfa. Við skulum
nú átta okkur á, til hvers þessum 75000
skal einkum varið.
Útgjöldin á 15. gr. hækkaði þingið
um rúmar 44000 kr. En af þessari upp-
hæð er mestur hlutinn, 38000 kr., »til
skápa og innanstokksmuna í hina nýju
safnabyggingu.» Rað er alls ekki kyn-
legt, þótt mörgum þyki þetta allstórfeld
fjárveiting. En það var eigi hægt
að spara hana nú; hún er bein og
sjálfsögð afleiðing af því, að húsið var
bygt; en það var þingið 1905, sem
réði því, og mun varla vera unt að
neita því með rökum, að til þess væri
orðin full þörf. Um hin önnur aukin
útgjöld á 15. gr. er hægt að deila fram
og aftur. Rau eru að miklu fólgin í
styrkveitingum til einstakra manna. Rað
er auðséð, að St. B. hneykslast einkum
á fjárveiting til skáldsagnahöfundanna.
það eru nú ekki nema 2400 kr., svo
að áhrif þess á fjárhaginn eru ekki svo
mikil, að um það verði eiginlega deilt.
En þess skal eg geta, að fyrir mitt leyti
er eg á gagnstæðri skoðun við St. B.
í þessu efni. En 38000 krónurnar var
elcki hægt að spara, og eru þá eftir
62000 af því, er St. B. telur eitt að ó-
þórfu.
Rá komum við að 16. gr. Útgjöld
hennar hækkaði þingið um 30600 kr.
frá því sem var í stjórnarfrumvarpinu.
Auk þess ber þess að gæta, að þingið
færði niður tillögur stjórnarinnar í sömu
grein, um fjárveiting til skógræktar og
sandgræðslu, um meira en 20000 kr.
Ringið hafði þannig yfir 50000 kr. úr
að spila til verklegra fyrirtækja um fram
það, er stjórnin hafði áætlað. Og hvað
gerði svo þingið með þessar 50000 kr.?
Fyrst skal þess geta, að lögboðið
gjald til fiskiveiðasjóðsins, sem stjórn-
in hafði ekki sett á frumv. sitt, er 12
þúsund krónur. Ekki var hægt að spara
þá upphæð. 9000 kr. eru ætlaðar sem
styrkur til bryggjugerða á tveim ^töð-
um. Og það er víst, að þeir, er þar
eiga hlut að máli, munu ekki telja því
fé varið til óþarfa. Og svo eru 22700
kr., sem þingið hækkaði fjárveitinguna
til landbúnaðarins. Rað sundurliðast
þannig:
Til aukinnar kenslu og verkl. kenslu
á búnaðarskólum . . . 12,700 kr.
Til búnaðarfélaga íslands 10,000 —
Vill nú St. B. lialda því fram, að
þessu fé sé illa varið eða að óþörfu?
Eg held varla. Hann mun játa það sem
er, að þessar fjárveitingar farn mjög í
þá átt að efla ræktun landsins, sem
hann með réttu leggur svo mikla áherzlu á.
Til vátryggingarfélaga fyrir mótór-
báta veitti þingið 6000 kr. Rar er að
ræða um stórvaxinn atvinnuveg lands-
manna, og vona eg að flestir fallist á,
að rétt sé að veita honum þennan styrk.
Þarna er þá upptalinn fjáraustur þings-
ins á 16. gr. og hvað vilja inenn nú
■? ð sparað hefði verið af þessu?
St. B. gefur í skyn, að þingið hafi
verið óríft á framlögum til unglinga-
skóla og alþýðumentunar. Til þess að
sjá og sannfærast um, hvort þetta sé á
rökum bygt, verðum við að athuga 11.
gr. fjárlaganna.
Rar er skjótast af að segja, að útgjöld
þeirrar greinar færði þingið upp um
27300 kr. En útgjöldin til alþýðufræðslu,
beilínis og óbeinlínis, hækkaði þingið
um 30900 kr., eða töluvert meira en
allri útgjaldahækkun greinarinnar nam.
Rað var nefnilega sparað á öðrum út-
gjaldaliðum.
Til glöggvunar skal sett hér sundur-
liðun þessara 30900 kr sem þingið bætti
við til alþýðumentunar.
Styrkur til kvennaskóla kr. 4800.00
» barnaskóla — 8000.00
« unglingaskóla — 9600.00
« Flensborgarsk. — 7000.00
« kennaraefna. — 1500.00
Samtals kr. 30900,00
Þetta hefir St. B. víst ekki verið bú-
inn að athuga, þegar hann gaf í skyn
að þingið hefði vanrækt að styrkja ung-
lingaskóla og alþýðumentun. Og eg vona
að hann og aðrir kannist við, að þing-
ið er ekki svo mjög ásökunarvert í þess-
um efnum.
St. B. hvetur sem flesta til að kynna
sér og athuga fjárlögin, til þess að þeir
geti sjálfir dæmt um, hvað rétt er og
satt, af því sem um fjárhagsmálið er
sagt. Þessu ráði óska eg og vona að
margir fylgi. En þess verða menn að
gæta, að þótt það sé í alla staði gott
og æskilegt, að fundið sé að við þingið
ávalt þegar nokkur ástæða er til, þá á
þingið fuilan rétt til að ætlast til, að það
sé gert með skýrum rökum og að vel
yfirveguðu máli.
Jón Jónsson.
-———
Grísk- rómversk glíma Henry Nielsen
er nefndur Dani nokkur, slingur mjög
í þsirri íþrótt, en þó bar Jóhannes Jó-
sefsson hærra hlut í viðskiftum þeirra er
þeir reyndu með sér í sumar og það svo,
að auðséð var að Jóhannes hafði mikla
yfirburði yfir Nielsen. En nú í haust 27.
nóvb., var háð kappglíma í Khöfn og
fóru þar svo leikar að Henry Nielsen
lagði þar að velli «Evrópumeistarann»
Edv Sörensen. Má dæma af því að
Nielsen er ekkert smámenni við að eiga
og er ánægjulegt fyrir oss íslendinga að
vita, að við eigum mann honum fremri
þar sem Jóhannes Jósefsson er. Vonum
vér að Jóhannes eigi eftir að sigra fleiri
útlendinga á líkan hátt og gera með
því sæmd landi sínu og þjóð.
Rausnarleg gjöf. Jolm D. Rokkefeller
hefir nýlega gefið til læknisfræðislegra ran-
sókna 2,600,000 dollara.
»Jómfrú« eða »frú«. AMmiklar róstur
eru um þessar mundir á blaðamannavell-
inum í Berlin út af því hvort rétt sé að
titla -Maríu mey < jómfrú eða frú.
Prestur einn þarlendur gerði fyrirspurn um
þetta nauðsynjamál til kirkjustjórnarinnar og
stafa umræðurriar af því. Er ekki hægt að
segja enn hver ,titillinn‘ hafi meira fylgiþví
vel þykir hún að báðum komin.
Skírnir. Ritstjóri harjs næsta árverð-
ur Einar Hjörleifsson. (Símfrétt.)
Taugaveiki mikil í Flensborgarskóla
F*ar liggja sem stendurl2 nemendur og
eru þungt haldnir, Enginn þó dáið
enn þá. (Sínifrétt.)