Norðri - 28.04.1908, Blaðsíða 2
66
NORÐRI.
NR. 17
NORÐR/
Gefinn út af hlutafélagi.
Ritstjóri: Jón Stefánsson.
Skrifstofa Hafnarstrœti 3.
Prentsmiðja B. Jónssonar.
þá fyrirhöfn að rita þenna kafla; hann
sannar ekkert, en hefir aðeins þau áhrif
á Iesandann, að hann dregur upp fyr-
ir honum mynd af drembilátum em-
bættismanni, sem þrútnar og skelfur af
hroka og stærilæti, þegar óbrotinn al-
þýðumaður gengur fyrir hann og talar
til hans ófeiminn og hreinskilinn.') Eg
er viss um að enginn alþýðumaður er
honum þakklátur fyrir lesturinn, og eng-
inn alþýðumaður vildi hafa sagt þau
orð, er B. L. þykist segja fyrir munn
lýðsins. Nei, nafni minn Lítidal! t*eg-
ar þér talið, þá verið kyrrir í yðar em-
bættis sessi, sem þér eruð svo sýnilega
ánægður yfir að vera kominn (upp?) til.2)
t*að er lika trú mín, að þó að al-
þýðan sé nú furðu þögul bæði í þessu
embættismannamáli og fleiru, þá muni
hún áður langir tímar líða, eignast menn,
er fúsir halda uppi svörum og vörnum
fyrir hana gegn hvaða valdi sem er.3)
t*á kemur síðari kafli greinarinnar.
Reynir höf. þar aðsjáanlega meira
til að tala af skynsamlegu viti, þó að
nokkuð gæti þar getsakanna, og rök-
Ieiðslur allar vanti tilfinnanlega.4) Get-
sakir kalla eg það hjá B. L. þegar hann
er að taka það fram að hann vilji eigi
eiga orðakast við þá alþýðumettn, er
neiti því, að andlegt erfiði sé vinna, er
geti verið þreytandi. Til hvers er mað-
urinn að slá þessu fram? Eg hefi aldr-
rei heyrt neinn mann neita því, að and-
legt erfiði sé vinna, er geti verið þreyt-
andi engu síður en líkamlegt starf. B. L.
vill ræða þetta til hlýtar. Eg sé eigi
að neinar þurfi umræður um það, því
þar eru eflaust allir skynberandi menn
á sama máli,
B. L. raupar af þekkingu sinni á líf-
inu, bæði embættismanna og alþýðu, þó
að hann fari hægt í það. Veginn til
embættisstöðunnar mun hann þó þekkja
bezt því hann mun vera mestur hluti
lífsleiðar hans þegar æskan er fráskilin.
Pó vil eg álíta tortryggilega háa 10,000
kr. upphæðina, er hann segir að kosti
að verða lögfræðingur, fyrir utan allan
opinberan styrk, er menn fái til þess.5)
Svo er og að skilja af orðum hans, að
ef tveir jafnstæðir unglingar skiljast að,
og annar gengur skóiaveginn en hinn
heldur áfram að lifa lífi alþýðunnar, þá
ætlast hann til, að þegar lögfræðingur-
inn hefir lokið lögfræðisnámi sínu, og
þá eignalaus, þá eigi alþýðumaðurinn
10,000kr.skuldlausar til aðbyrja með bú-
skapinn. Eg veitekki hvaða nafn á að gefa
1) Ekki ber því að neita að töm eru höf.
»slagorðin« í garð embættismanna. Hefi
eg nokkurntíma vítt ófeimni hans og hrein-
skilni? Hann má gjamarr kalla það drembi-
læti og embættishroka, er hrundið er órök-
studdum og heimskulegum sleggjudómum
um embættismenn, en jafnframt verð eg að
áskilja mér rétt til þess aðkallaatferli hans
samskonar nöfnum, ef honum verður það
nokkurn tíma á, að leitast við að verja sig
gegn órökstuddum og óréttmætum árásum.
2) Eg var eigi í neinum embættissessi, er eg
ritaði grein þá, er hér ræðir um og hefi
eigi verið það síðan.
3) það vona eg líka, bæði gegn óréttmætu
embættismannavaldi og valdi framhleyp-
inna gleiðgosa, er gera sér mest far um
að tala eins og hún vill heyra.
4) Rökstuddi B. J. árásir sínar á embættis-
mennina?
5) Eg skal leggja fram sundurliðaðan reikn-
ing yfir þennan kostnað, ef B. J. óskar
þess.
Opinbert uppboð.
Kunnugt gerist: Ar 1908 mánudag ll.maí næstkomandi verð-
ur samkvæmt beiðni lyfsala O. C. Thorarensens á Akureyri opin-
bert uppboð haldið að Kaupangsbakka í Öngulstaðahreppi og þar
selt hæztbjóðendum 50 ær og ef til vill eitthvað af gemlingum
Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi nefndan dag og verða sölu-
skilmálar birtir á undan uppboðinu.
Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu, 18. apríl 1908.
pr. Guðl. Guðmundsson
Jón Guðmundsson
settur.
svona kenningum; þær eru vitlausari
en flestar fjarstæður, sem eg ’nefi
heyrt slegið fram.1) Svo ekki meira um
það; sönnunarskyldan hvílir á B. L. fyrst
hann slær tölunni fram svona algerlega
skýringarlaust. B. L segir, að flestum
embættismönnum sé ætlað svo mikið
starf að það sé hverjum meðalmanni
nóg ef það á að vera vel af hendi leyst,
rétt á eftir sýnist haun vilja taka prest-
and undan. En allir vita að það er fjöl-
mennasta embættisstétt landsins. Eru þá
flestir eftir þegar þeir eru teknir undan?!2)
B. L. talar um mælikvarða, er
fara skuli eftir, þegar laun embættis-
manna eru ákveðin og eru þeir em-
bættisstarfið sjálft og undirbúningskostn-
aður undir það. Eg geri lítið úr undir-
búningskostnaðinum, bæði af því að
hið opinbera greiðir hann að miklu leyti,
og svo ýmsir aðstandendur mannsins
sjálfs.8) Svogerir undirbúningurinn mann-
inn um leið hæfari til að leysa af herdi
ýms störf. sem gefa tekjur, og sem em-
bættismenn eru líka, o. fl. fúsir að taka
að sér. Eg vil því bæta einu atriði við
mælikvarðann, og það er hve mikið
starf mun mega áætla að embættismað-
urinn hafi fyrir utan sitt verulega em-
bætti og hve miklar tekjur það gefur.4)
F*að er ekki að ástæðulausu að okk-
ur alþýðumönnum dettur í hugaðstörf
embættismanna séu ekki mjög erfið eða
vandasöm, þegar við sjáum altaf fyrir
okkur, að þeir geta verið burtu frá em-
bættum sínum um lengri eða skemri
tíma svo að segja þegar þeim sýnist,
en haldið þó launum sínum óskertum,
og annaðhvort falið embættisbræðrum
sínum að gegna starfinu, sem þá bæta
því algerlega við sitt embætti, eins og
prestum er títt, eða sett menn til að
gegna embættinu, sem ekkert hafa lært
til þess. Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að skrifarar sýslumanna eru
settir til að þjóna embættum þeirra,
þegar þeim sýnist að bregða sér burt
frá þeim.5) Skrifararnir munu þó vera
valdir til starfs síns, enkum af því að
þeir séu sæmilega læsir og skrifandi, en
alls ekki af því að þeir haíi neina sér-
staka lögfræðisþekkingu. Ekki er langt
síðan þannig var farið að í Eyjafjarðar-
sýslu og Akureyrarkaupstað, og hefi eg
ekki heyrt að það hafi að neinu klandri
komið. Eg hefi heyrt að B. L. hafi
staðið sæmilega í stöðu sinni sem sett-
ur sýslumaður og bæjarfógeti. En þó
að hann þykist vera 10,000 kr. lög-
fræðingur, hefi eg ekki heyrt að hann
1) Skilningur B. J. á þessuni ummælum
mínum er vitlausari en flest önnur vitleysa,
sem eg hefi komist í kynni við. Heldur
hann að unglingur, sem byrjar nám
sitt alveg eignalaus og engrar gjafa-
hjálpar nýtur, annatar en hins opinbera
styrks geti verið skuldlaus að enduðu lög-
fræðisprófi? Eg skal gjarnan leítast við
að skýra þetta lítið eitt frekara; eg tek
tölurnar af handahófi. A og B. eru 15 ára
unglingar og eiga sínar 5000 kr. hvor. A
gengur skólaveginn en B. fær sér atvinnu
og eykur árlega við höfuðstól sinn. Þeg-
ar þeir eru 28 ára hefir A lokið námi og
skuldar 2000 kr. en eignir Bs. eruþáorðn-
ar 10,000 kr. í fljótu bragði kann náms-
kostnaður As. að virðast hér metinn aðeins
á 7000 kr. en mismunurinn er falinn í
vöxtum af eign hans fyrstu árin og arð-
inum af vinnu hans.
2) Hér hleypir B. J. enn á hundavaði. Þegar
prestarnir hafa verið teknir undan, er það
þá hugsunarvilla að tala um flesta þeirra
sem þá er ef ti r?
3) Er eigi kostnaðurinn sá sami hvort sem
nemandinn greiðir hann sjálfur eða þeir
menn, er hann á að erfa? Ojafa geta allir
orðið aðnjótandi.
4) Þetta er enginn nýr mælikvarði. Ef laun
in eru ákveðin í réttu hiutfalli við starfið
er einmitt tekið tillit til þess, hvort gera
megi ráð fyrir aukastarfi.
5) Þessu kemur mér sízt til hugar að mæla
bót.
hafi staðið í neinu betur í þeirri stöðu
en ólærður skrifari, sem skömmu áður
var settur til að þjóna sama embætti.
Svona geta ekki aðrir en embættis-
menn haft það og kosta þó fleiri nokkru
til að búa sig undir Jífsstarf sitt en þeir.
Tökum til dæmis smiði eða skipstjóra.
Hvað ætli sá lögfróði B. L. segði um
það, ef að við ættum sitt skipið hvor,
og réðum einn skipstjórann hvor til að
stýra þeim. En svo skyldi nú minn skip-
stjóri alt í einu taka upp á því, að”bregða
sér eitthvað burt frá skipinu á annað
landshorn eða til annara landa, ef til
vill sem fulltrúi sjómanna, ef til vill að
eins sjálfum sér til gagns og skemtun-
ar, Nú skyldu svo báðir skipstjórarnir
gera svofeldan samning með sér, að
skipstjóri Líndals skyldi á meðan hinn
er í burtu, stjórna báðum skipunum, og
dvelja sinn helming tímans á hvoru
þeirra, og svo vildu báðir skipstjórarn-
ir hafa sitt ákveðna kaup eftir sem áður.
Eg er viss um að við nafnar yrðum
báðir óánægðir, og okkur mundi þykja
sem allir samningar væru rofnir af skip-
stjórunum, jafnvel þótt þeir bæru það
fyrir sig, að þeir settu eiuhverja óvalda
háseta til að gegna skipstjórastörfum,
þegar hvorugur skipstjóranna væri við.1)
Þá er um læknana. Störf þeirra eru
alment viðurkend að vera mikil og erf-
ið; laun þeirra eru líka stórkostleg með
öllum aukatekjum, enda græðist þeim
fljótt fé. Þeir geta og án þess að spyrja
héraðsbúa sína að, tekið að sér að
þjóna héruðum eða héraðspörtum, (auk
síns ákveðna héraðs), og aukið þannig
til stórra muna tekjur sínar, bæði fastar
og lausar. Eg get ekki álitið þetta eðli-
legt né réttlátt gagnvart þeim, sem í
læknishéraðinu búa, og heimtingu eiga
á þjónustu læknisins. Ef læknirinn hef-
ir fullkomið starf í sínu eigin héraði,
þá hlýtur það að missa einhvers í þeg-
ar hann bætir nýjum bygðarlögum við
starfssvið sitt. Nýlega hefir taxtinn yfir
verk lækna hækkað til muna, og hefði
mér þótt eðiilegt að föst laun þeirra
hefðu Iækkað um leið, en það er langt
frá að svo hafi gengið til. Læknar selja
oft verk sín yfir taxtann. Sé þeim það
leyfilegt þá hefir taxtinn enga þýðingu,
en geri þeir það í heimildarleysi þá eiga
menn ekki að borga þeim eftir reikn-
ingum þeirra heldur eftir taxtanum. Svo
er um meðölin, sem þeir selja. Eg veit
að sú skoðun er almenn að þeir
færi upp verð þeirra úr hófi, eins og
hver annar kaupmangari vöru sína, en
hve rétt þetta er álitið, get eg ekki sagt
um. En eg þykist hafa orðið var við
að þeir læknar, er sjálfir selja meðöl
sín, séu útfalari á þeim en hinir, sem
aðeins láta »resept» til lifjabúða.
Laun presta eru einatt talin lág, en
1) Eg mundi höfða mái gegn mínum skip-
stjóra fyrir sanmingsrof og krefjast skaða-
bóta, en ekki ráðast á alla skipstjóra und-
antekningarlaust með brigslyrðum fyrir leti
og ómenzku.
þess ber að gæta, að embættisstörf
þeirra eru að miklu leyti hjáverk, og
mörg að áliti skynbærra manna aðeins
eftirstöðvar af gömlum kreddum, sem
ættu og þyrftu sem fyrst að hverfa og
gleymast. Þær breytingar, sem nú eru
nýorðnar á löggjöf um kirkjur og presta
og laun þeirra, eru blátt áfram illa ræmd-
ar um sveitir, og það er sannfæring
mín, að þær séu meir til orðnar eftir
hagsmunalöngun prestanna heldur en
eftir þörfum og kröfum alþýðu. Það
er nú þegar orðið augljóst, að allur
þorri þeirra manna, sem nokkuð hugsa
um trúar og kirkjulíf hér á landi, vilja
um fram alt aðskilnað ríkis og kirkju.
En hvernig stendur á því, að þannig
gengur til eins og eg hefi bent á með
lækna og presta og fleiri embættismenn?
Orsökin mun að miklu leyti veia sú, að
það eru að miklu leyti sömu menn-
irnir, sem gegna embættum og sitja á
þinginu og ákveða launin fyrir þau (em-
bættisstörfin). Þeir geta auðvitað oft ver-
ið nýtir þingmenn á marga grein, en
þjóðin (kjósendur) mega ekki gleyma
því, að þeir geta verið og eru áreið-
anlega breyskir menn, hverjum skrúða
sem þeir skrýðast.
En eru embættismannalaunin of há?
Við þessa spurningu kemur önnur
fram í huga mínum. Er það nauðsyn-
legt að embættirmenn séu mun efnaðri
en fólk er flest? — og þá kemur nei!1)
En eru þeir efnaðri? Þeir, sem ekki
eru fram úr öllu hófi eyðslusamir. En
eru þeir eyðslusamari en alþýða? Yfir-
leitt mun það vera, þó flestir séu eyðslu-
samir nú á dögum. Eyðslusemisaldan
mun líka vera runnin út yfir þjóðina,
frá þeim mönnum, sem í daglegu tali
eru nefndir höfðingjar,» (í afbakaðri
merkingu orðsins), sem eru embættis-
menn, kaupmenn og aðrir efnamenn.
Veizluhöld og hóflifi þesssara höfðingja
hafa ill áhrif á alþýðu, vekja hjá
henni vitlausa munaðarfýsn og hóflífis-
þrá. Fyrst auðvitað hjá hinum ósjálf-
stæðari og síðan útbreiðist hin eitraða
sýki á þjóðlíkamanum, og fæðir fljót-
lega af sér efnalegt ósjálfstæði og margs-
konar vanheilsu og krankleika meðal
lýðsins,
B. L. segir að embættismenn verði
að vinna lengri tíma daglega en erfið-
ismenn.2)
Ekki trúi eg þessu. — T. d. öll em-
bættismanna halarófan í Rvík, að hún
vinni lengri tíma daglega en erfiðis-
menn. Það þarf meira en naktar full-
yrðingar frá mönnum, sem eg þekki
ekki neitt, til að koma mér til að trúa
slíku.
2) Fjárhagsleg ósjálfstæði er öllum mönn-
um skaðleg, og jafnframt öllu þjóðfélag-
ina, en skaðlegust, er þeir menn eiga hlut
að máli, er geta misbrúkað embættisvald,
þegar í neyðina rekur, til að koma sér
úr klípunni.
2) Hér rangfærir B. J. orð mín vísvitandi.
<Sumum embættismönnunum er æltað
svo mikið starf o. s. frv.« héfi eg sagt.