Norðri - 28.04.1908, Blaðsíða 3
NR. 17
NORÐRI.
67
Kaupirðu „UNGA ÍSLAND"?
Utsölumaður á Akureyri V. Knudsen.
Og en hefi eg ekki minst á eina
stórkostlega tekjugrein embættismanna,
og það eru eftirlaunin. Um þau hefir
nokkrum sinnum verið rætt og ritað
og þykja ekki sanngjörn hlunnindi ein-
ungis handa embættismönnum, sem hafa
há laun meðan þeir starfa. Dæmi eru
líka til þess, að embættismenn, sem
eigi hefir látið starf sitt, hafa «trássast»
við að sitja í embættum, einungis til
þess að ná í eftirlaunin.
Eg vil leyfa mér að leggja fyrir B.
L. og aðra embættismenn líka spurn-
ingu og hann leggur fyrir alþýðu: þekk-
ið þér nákvæmlega öll störf alþýðumanna
og kjör þeirra? þekkið þér kjör fátæku
einyrkjanna, sem nú eru orðnir svo
fjölmennir hjá þjóðinni? Vitið þér hve
mikið þeir verða að^ herða að sér
við líkamlegt erfiði allan liðlangan dag-
inn, og jafnvel stundum að leggja sam-
an nætur og daga ef þrekið leyfir. Vit-
ið þér um allar þeirra andvökunætur
þegar þeir eru að velta því fyrir sér
hvernig þeir eigi að sjá fjölskyldu sinni
borgið, og hafa ráð með að gjalda til
allra stétta. Haldið þér að hið andlega
starf þeirra þá sé mun léttara og erf-
iðisminna en ráreynsla embættismann-
anna á skrifstofunum.1)
Ef þér viljið sannfæra okkur alþýðu-
mennina um það, að yður sé ekki gert
hærra undir höfði en oss, þá verðið
þér að svara. Vér þekkjum nákvæmlega
öll kjör yðar og störf, og vér værum
fúsir að skifta kjörum við yður ef þess
væri kostur.
Hin fáu orð í grein minni um
daginn, sem B. L. gerir allan lestur-
inn út af, og byrjar svo: »þér embætt-
ismenu og aðrir» 0. s. frv. Um þessa
aðra ræðir B. L. ekkert og eg heldur
ekki frekar, og væri þess þó engu síð-
ur þörf, heldur en um emæbttismenn-
ina.
Eg viðurkenni fúslega, að eg hefi hér
ekki farið nákvæmlega út í embættis-
manna málið, því til þess vantar mig
bæði tíma og næði, og auk margs
annars. En það er ósk mín og von,
að mál þetta verði tekið til rækilegrar
íhugunar af öllum góðum og skynber-
andi börnum þjóðurinnar, sem sannar-
arlega á í vök að verjast efnalega, og
þarf því að spara, spara um fram alt á
skynsamlegan hátt. Og það er sannfær-
ing, mín að af því fé, sem nú gengur tii
að launa og eftirlauna embættismanna
maetti spara stórfé alveg að skaðlausu,
°g án þess að svelta embættismennina.
Sú sparsemi verður að vísu aðallega að
vera falin í því að fækka embættismönn-
unum. En svo verða allir íslendingar,
sem eilthvað starfa í þarfir hins opin-
bera að gera sig ánægða með svo lág
laun, sem þeir komast af með minst.
Embættismenn! Rað er ekki rétt af
yður að bera laun yðar saman við það,
sem tíðkast hjá öðrum ríkari þjóðum,
því ef yður er kærara að safna fé og
lifa í «vellystingum pragtuglega» heldur
en að vinna fyrir föðurlandið, þá ætt-
uð þér sem fyrst, að fara frá landinu
eitthvað út í heiminn, til að leita yður
fjár og frama, en eg vona að engin ís-
lands sonur reyriist þannig innrættur
þegar til alvörunnar kemur.
Að svo mæltu legg eg pennan frá
1) Þessum spurningum hefi eg svarað áður
í embættismannagreinuin mínum. Þekkir
B. J. alt strit og áhyggjur fátækra náms-
manna? Þekkir hann alla þá ábyrgð, sem
samvizkusamur embættismaður finnur
hvíla á sér, þegar ráða skal fram úr ein-
hverju vandamáli? B. L.
Opinbert uppboð.
Kunnugt gerist: Miðvikudag 6. maí n. k. verður opinbert upp-
boðsþing sett og haldið við húsið nr. 6 í Lækjargötu hér í bæn-
um og þar selt hæstbjóðendum mikið af allskonar bókum svo og
fatnaði og nokkrir innanhússmunir tilheyrandi dánarbúi Kristjáns sál.
Sigfússonar kennara. — Uppboðið byrjar kl. 11 f, h. og verða
söluskilmálar birtir á undan uppboðinu.
Bæjarfógetinn á Akureyri, 28, apríl 1908.
pr, Guð/. Guðmundsson ■
Jón Guðmundsson
settur.
mér, þó að umræður um embættismenn-
ina haldi áfram, býst eg naumast við
að geta tekið þátt í þeim. —Sólin bless-
uð er farin að skína svo h.átt yfir hnjúk-
ana, og boða komu vorsins og sumar-
blíðunnar. Störfin fara að sækja fastar
að úr öllum áttum, og gefa mér eigi
grið til innivista. Störfin, sem þreyta
bæði hug og hönd. Islenzku sveitamanns-
störfin, störfin, sem eg elska, og sem
eg vona að eigi eftir að gera, ef ekki
mig, þá að minsta kosti mörg af bræðr-
um mínum og systrum að sjálfstæðum
og sjálfbjarga mönnum.
Skarði, 22. marz. 1908.
Björn Jóhannsson.
■*4*>§4*$*-
Símskeyti til Norðra.
Reykjavík, 24. aprll 1908
Campbell Bannermann, forsætisráð-
herra Breta, er dáinn.
Játvarður Englandskonungur og Alex-
andra drotning hans komu til Kaupmanna-
hafnar á þriðjudaginn og fara á morgun
til Stockhólms og Kristjaníu.
Millilandanefndin er í konungsboði í
kvöld.
Sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku
hefir farið þess á leit við þing Banda-
manna, að það veiti styrk til eimskipalínu
til Island. Talið líklegt að hann fáist.
Islenzkar glímur.
Olympisku leikirnir.
Samkvæmt skeyti, er eg nú hefi feng-
ið frá einum úr framkvæmdarnefnd Ol-
ympisku leikanna í Englandi er nú full
vissa fengin fyrir því, að íslendingar
fá að sýna íslenzku glímuna i Lundún-
um í sumar, þegar lokið er hinum
svonefndu «14 daga leikum. Það eru
einungis kappleikar en ekki sýningar,
Og ef vér vildum keppa þar í einhverri
íþrótt, þá yrðum vér að nota til þess
milligöngu Dana. Við þetþa er átt með
símskeyti því, er ráðherra íslands sendi
hingað, og birt er í sumum sunnan-
blöðunum og víðar. Mun mörgum því
ekkert vera um það gefið, að Islend-
ingar keppi þar í grísk-rómverskri glímu
eins og ætlast var til í fyrstu. En ís-
lenzku glímuna fáum vér að sýna þar
sem þjóðleik islendinga samfara öðrum
þjóðleikum, sem þar verða sýndir og
það án milligöngu Dana. Um það hafa
þeir ekkert að segja. Frá þeirri hlið
horfir því málið vel við. Miskilningur
nokkur hefir átt sér stað í þessu máli,
aðallega í því innifalinn, að menn hafa
haldið, að þvílíkur þjóðleikur mundi
verða tekinn á tilhögunarskrá «14 daga
leikanna.» En þar er eirmngis það leik-
ið, sem margar þjóðir geta kept í. En
því er ekki svo varið með íslenzku
glímurnar, því eins og vér vitum er
hún hvergi þekt nema hér á íslandi.
Þessvegna getur hún ekki að svo stöddu
verið tekin inn á tilhögunarskrá «14. daga
Olympisku leikanna.» Það eru því ein-
staka menn, sem álíta það ekki rétt að
islendingar sendi menn til Lundúna að
sýna glímuna.
En þegar þess er gætt að vér aldrei
getum byrjað öðruvísi, og þetta er ein-
asta og bezta sporið, sem vér getum
stígið í þá átt að gera íslenzku glím-
una að sérstökum, sjálfstæðum hluta
Olympiskukeppileikanna í framtíðinni, þá
ættum vér ekki að hafna því.
«Leikirnir standayfir frá því 27. apríl
til 28. okt.,» og þó að «14 daga leik-
irnir séu einungis frá 13. til 28. júlí
og íslendingar ekki sýndu glímurnar
fyr en 29. eða 30. júlí, þá hlýtur það
þó — eftir mínum skilningi — að tilheyra
Olympisku leikunum, Þó ekki sé þeim
«14 daga leikum»
Þjóðleikarnir verða sýndir á sama leik-
svæðinu og hinir aðrir leikar fara fram
á —
Að öllu þessu athuguðu virðist jöfn
nauðsyn, réttmæti og þörf, til þess að
Lundúnaferðin komist á.
Skorum vér því á alla góða menn
að kippa eigi að sér þeirri hendi, er
þeir hafa rétt fram málinu til styrktar,
og halda áfram samskotum til fararinn-
ar, með því að tíminn til stefnu styttist
nú óðum. Jóh. Jósefsson.
Deila
enskra klerka um »nýju guð-
jrœðina.“
Flokksbræður séra R. J. Campbells,
Kongregationalistarnir hafa forboðað hann
með því að senda honum greinir trúar
sinnar, nýsamdar af höfuðprestum þeirra.
Eru sumar þeirra í ýmsu frjálslegri og
nær skilningi nútímans, en hin gömlu
kreddurit 16. aldarinnar. Átti Campbell að
rita undir þær, eða vera útrekinn ella
úr kirkjuflokki þeirra. Séra C. virti þá
ekki viðtals, sem sendir voru, heldur
fór sínu fram sem fyr. Mr. Stead náði
fundi hans á dögunum og skýrir frá
svörurn þessa nýja ræðuskörungs í blaði
sínu. Kvaðst hann vera hart leikinn og
brældur út úr öllu samneyti við bræð-
ur sína, og mest með brögðum og bak-
tali. Segir hann að í trúaryfirlýsingu
flokksins mæti sér í hverri grein þetta
gamla orðalag, sem menn skilji ekki
lengur, enda þótt í þeim felist mikil
sannindi. Greinir þeirra nái því óvíða
til sín, þeir fari ýmist of hátt eða of
lágt; þannig segi þeir að synd sé eigi
nauðsynleg í framfarastríði mannsins.
Þar skjóti þeir upp í loftið, því það
hafi hann, Campbell, aldrei sagt heldur
hilt, að allskonsr böl væri ómissandi.
Eins segir C. að þeir misskilji kenning
sína um friðþæinguna.
«Guðs eingetni sonur er mannkynið
alt; Kristur er miðdepill og fyrirmynd
þessa sonar; hann hefir opinberað oss
guð, og oss fyrir oss sjálfum. Eg trúi
því, að dauði Krists hafi alls eigi breytt
vilja guðs né getu til að fyrirgefa synd-
ir. Vald eða áhrif Krists dauða kom
fyrir líf hans og breytni á undan dauð-
anum, því það var elskunnar lífsbreytni,
er þvílíkt hefir aldrei opinberast áður
né síðar. Þetta er það sem þér eruð
að lýsa eins og yfirnáttúrlegum áhrifum
á þróun og siðmenning vors kyns. Vér
eigum að gera greinarmun á hinum
sögulega Kristi og því Krists lífi, sem
þróast hefir öld frá öld fyrir siðgæðis-
meðvitund kristinna manna, Lífi Krists
er enn fórnfært á altari mannlegra hjartna
veröldir.nitillífsog lausnargjalds. Grund-
vallarhugsjón Krists var eigi svo mjög sú,
að vekja oss til þess að fá vorar eigin
syndir fyrigefnar, eins og sú, að boða
þann sannleik að þær væri fyrirgefnar,
að vér ættum ekki að vera hugsjúkir
út af útskúfun sjálfra vor eða útvalning
heldur láta oss vera umhugað um að
halda áfram því verki, sem Kristur var
kominn í heiminn til að gera . . .
Við trúum, að þeir, sem álíta það
vera helgustu skyldu sína, að endur-
skapa veröldina, siðlega og mannfélags-
lega í mynd og líkingu guðsríkis, þeir
séu hinir endurfæddu, er myndi hina
sönnu kirkju«. Af. J.
Jarðarför Margrétar sdl.
Oddsen fer fram laug-
ardaginn 2. maí n. k.
kl, 12 d hddegi.
Gunnl. Oddsen
Emilta Qunnlaugsdóttir.
Ingib. Gunnlaugsdóttir.
Mannalát.
f Merkskonan Ólöf Jónasdóttir frá
Vogum íjMývatnssveit dó hér á spítalan-
um í nótt. Æfiferils hennar verður getið
síðar hér í blaðinu.
f Margrét Oddsen, kona Gunnlaugs
Oddsens verzlunarmanns hér andaðist
20. þ. m.
Hún var systir Jakobs Gunnlaugsson
ar stórkaupmanns í-Kaupmannahöfn.
f Hinn 3 apríl andaðist að heimili
sinu, Syðsta-Kamphóli Guðmundur Haf-
liðason 84 ára, síðast bóndi að Vöglum
á Þelamörk; hann var giftur Sigríði Ás-
mundsdóttir, er dó fyrir 14 árum. Fjögur
börn þeirra eru á lífi: Jón bóndi í Forn-
haga, Sigurgeir bóndi að Vöglum, Guð-
varður bóndi í Hvamkoti og Jónína hús-
freyja að Syðsta Kamphóli.
Guðmundur var afburða starfsmaður,
meðan honum entust kraftar og skynsam-
ur vel, enda las hann bækur og blöð
svo sem hann átti kost á, og hafði ein-
lægan áhuga á ýmsum landsmálum, sem
ungur væri.
Síldarútvegsmenn
'nér í bænum héldu fund með sér á
laugardagskvöldið er var til þess að
ræða um stofnun síldarútvegsmannafé-
lags, fyrir land alt. Þótti flestum
þeirra þetta hið mesta nauðsynjamál
og eigi einhlítt, þótt stofnað yrði al-
mennt útgerðarmannafélag fyrirland alt,
að sínum sérmálum yrði þá fyllilega
borgið. — Var samþykt að gangast fyrir
stofnun þessa félags sem allra fyrst og
leita undirtekta síldarútvegsmanna í öðr-
um veiðistöðum. En nauðsynlegt var
talið að koma samvinnu á milli þessa
félags og hins almenna útgerðarmanna-
félags, enda stunda flestir síldarútvegs-
menn jafnframt annarskonar útveg og
verða því að sjálfsögðu meðlimir beggja
félaga.
Veðrátta hefir verið fremur köld
síðustu vikuna. Fjúk við ogviðogfrost
á nóttum og stundum á daginn,
Skipafregnir «Ingólfur» og «Þrosp-
ero« komu bæði hingaðaðfaranótt sunnu-
dagsins. og fóru héðan austur á leið
sama dag. Endresen skipstjóri, sem mörg-
um islendingum er að góðu kunnur
var farþegi með «Þrospero« í erindum
hinnar nýju gufuskipalínu frá Bergen.
«Skálholt» komí morgun.« Eljan« fór fra
Vopnafyrði í fyrradag, á norðurleið;
átti að koma á Þórshöfn og Húsavík.
Leiðréttingar.
í grein E. T. »Sjúkrahúsið á AkureyrL í 15.
tbl. Norðra hafa slæðst inn þessar tvær vill-
ur:
Yfirskrift greinarinnar átti að vera «Spít-
alinn á Akureyri» eins og sjá má af orða-
lagi greinarinnar.
í fyrsta dálki annarar síðu'byrjun fyrstu
málsgreinar stendur: »Það, er eftirtektarvert
að um 1906 o. s. frv.« Artalið á að vera
1904.