Norðri - 05.05.1908, Blaðsíða 2

Norðri - 05.05.1908, Blaðsíða 2
70 NORÐRI. NR. 18 NORÐRl Gefinn út af hlutafélagi. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Hafnarstrœti 3. Prentsmiðja B. Jónssonar. Hvað hinn gamla sáttmála frá ís- lendinga hálfu snertir, má að vísu segja, að beinlínis hafi þeir aldrei samykt brot á fyrirmælum hans, enda aldrei fylgt ákvæðum hans'með öllum krafti ogsam- heldni. Pvert á móti hyltu þeir ával orðalaust hvern konung eftir annan, án annars fyrirvara en í orði kveðnu að mælast til að mega njóta fornra laga og landsréttinda. En slíkt létu allir kon- ungar sér að mestu sem vind um eyr- un þjóta, enda bjuggum vér mest og lengst að norskum lögum, en ekki ís- lenzkum, nema þar sem landshættir heimtu, og undir útlendum valdsmönn- um og enda biskupum stóðum vér ávalt annað veifið. Og hvað hið æðsta dómsvald snert- ir, komst það snemma undir konunga og útlend ríkisráð. Og loks gáfu Dan- ir oss yfirréttinn eftir siðabótina og hvað var þá eftir af skilyrðum Gamla sátt- mála. Pað er ekki á Gamla sáttmála sem bezt er að bygga landsréttindin, heldur eru það vor náttúruréttindi, og þar getum vér svaran fullum hálsi, því: «landsrétt hefir guð settan.« M. /. Útgerðarmannafélagið. Samkvæmt fundarboði, sem auglýst var hér í blaðinu 6. f. m., héldu út- gerðarmenn fund með sér í Hrísey 28. f. m. og stofnuðu félag, sem nefnist «Utgerðarmannafélag Norðlendinga». í félagið gengu um 30 menn, flest mót- orbátaeigendur. Ymsra orsaka vegna var fundurinn miður sóttur en við var búist, en væntanlega f jölgar félagsmönnum að miklum mun innan skams, enda væri það æskilegt, því vitanlega getur félags- skapur þessi ekki náð tilgangi sínum, nema flestir útvegsmenn á því svæði, sem félagið nær yfir, gangi í félagið. Fundurinn afgreiddi þessi mál: 1. Samþykt að taka á leigu íshús, ef fáanlegt væri með viðunanlegumkjör- um, og reka fyrir félagsins reikning, til þess að reyna að ráða bót á beitu- vandræðum þeim, sem útlit er fyrir að framvegis muni eiga sér stað, eins og að undanförnu. 2. Samþykt að ráða hæfann mann til aðgerða mótorvélum félagsmanna og skal hann hafa aðsetur í Hrísey yfir sumartímann. 4. Samþyktar nokkrarreglur umráðningu fiskimanna. 4. í stjórn félagsins voru þessir menn kosnir: Björnjörundsson, útvegsbóndi í Hrísey. Magnús Kristjánsson, kaupmaður á Akuseyri. Páll Bergsson, kaupm. í Ólafsfirði. Ragnar Ólafsson, verksmiðjustjóri á Akureyri. Pórður Gunnarsson, kaupm. í Höfða. Stjór félagsins heldur fund með sér hér á Akureyri áður en langt líður, og skiftir þá störfum með sér og gjörir nauðsynlegar ráðstafanir fyrir félagið. Blaðið, mun síðar skýra frá starfsemi félagsins, sem það vonar að hafi góðan árangur, svo framarlega sem útvegs- menn alment skilja, hver nauðsyn er á að það geti náð vexti og viðgangi. — „fsland fyrir íslendinga” í blaðinn Templar frá 11.-18.-26. febr. þ. á., er alllöng grein með þessari yfirskrift eftir Lúðvik Möller á Hjalt- eyri. Eg vil leyfa mér að gera nokkrarat- hugasemdir við ritsmíð þessa göfuga mannvinar! En af því eg verð að vera stuttorð, sleppi eg því algerlega, sem hann segir um kvenfólk í stórbæum anrara landa, en vil aðeins víkja að nokkrum atriðum, er snerta land vort, og sérstaklega Akureyrarbæ. Höf seg- ir, að á meðal hinna mörgu bindindis- manna og undir dagrenning frelsisins, eignist menn nú drykkfeldari konur en nokkru sinni áður og bætir svo við: «sorglegur sannleiki.» Eg skil ekki vel þessa málsgrein höf. í sambandi við bindindismennina, því eg geri ekki ráð fyrir, að hann meini að konnefnin úr bindindismannahópnum séu drykkfeldar að minsta kosti svo á beri, eða að það geti valdið hneyksli. Annars verður þessi málsgrein, eins og margt fleira í þessari ritgerð, tómar öfgar og ýkjur, t. d. þar sem höf segir, að karlmenn dragi sig í hlé á drykkjuskaparleiksvið- inu, en konur og meyjar gangi í opna skjöldu í þjónustu Bakkusar. Petta er svo illgirnislega ritað í garð kvenþjóð- arinnar, að eg get ekki- virt höf. þess að svara slíkum ummælum. Pví næst segir höf. að kvenfólk geti ekki haldið samkomur sínar annarstaðar en á veit- ingahúsum, vegna þess að menn þeirra þurfi að fá í gogginn og þær sjálfar ofurlila pínu. Pessi miður góðgjarnlegu ummæli höf. eru í sjálfu sér ekki svara verð, en af því að eg ímynda mér að hann eigi hér við kvenfélögin á Akureyri, verð eg að geta þess, að þau mundu alls eigi fráfælast að halda samkomur sínar í Templarahúsinu, en sökum þess að félögin eru fátæk og þurfa að spara fé sitt til þess sem bezt að geta líknað fátækum og veikum meðlimum mannfélagsins, sam- kvæmt tilgangi sínum, er Templarahúsið alt of dýrt fyrir þau til fundarhalda. En að þessu hefir höf. ekki gætt í sinni ofstækisfullu vandlætingu, og verður að virða honum það til vorkunar, af því að þessi grein hans virðist bera það með sér, að hann sjálfur hafi verið orð- inn langt leiddur í þjónusu Bakkusar og fallinn niður í hinar lægri tröppur mann- félagsins, en sé nú svo hreikinn af því, að vera farinn að stíga í tigninni, að hann umsvifalaust og röksemda- laust hafi leyfi til að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, og reyna að kasta svívirðilegum skugga á íslenzka kvenfólkið í heild sinni. Pá kemur höf. með sína sleggju- dóma um kvenfólkið í Akureyrarbæ; þar fer nú skörin fyrst upp í bekkinn. Hann segist oft hafa séð druknar, ungar og laglegar stúlkur slaga á götum bæjarins og þessar stúlkur telji sig meðal fína fólksins, og sem seint á kvöldin og að næturlagi séu í slíku föruneyti karlmanna, að karlmenn með öllum sínum breisk- leika, (sem er víst ekki svo lítill!) teldu sér vandsæmd í. Hann segir ennfremur: Vér verðum naugugir viljugir að skipa hin- um svokölluðu mentuðu ogfínu dömum á bekk með vændiskonum annara landa. Pessi ummæli höf. lýsa svo Ijótum og ógeðslegum hugsunarhætti, og um ieið svo miklum öfgum, að engum rétthugs- andi manni, sem þekkir sanna mentun, mun koma til hugar að trúa þeim, og þannig löguðum ummælum er heldur ekki svarandi í blaðagreinum. Pað væri miklu eðlilegra að höf, fengi að svara þeim sjálfur á öðrum stað, og hvar mundi höf standa, ef hann fyrir rétti yrði krafinn til reikningsskapar fyrir þessi ósannindi. Eg ætla ekki að svara lýsingu hans á kvenfólkinu þegar það kemur heim, sú lýsing á að líkindum eða , hefir átt bezt við hann sjálfan, því eftir þvísem hann ritar, hlýtur hann að vera nákunn- kunnugur áhrifum vínsins eftir á, en hann verður að fyrirgefa að eg þekki þau ekki, Höf. segir, að réttast væri að birta nöfn. En af hverju gerir hann það ekki? Par virðist koma fram sama hug- leysið og þegar hann langaði til að standa við hlið Guðmundar á Sandi, þegar hann skirpti ástæðulítið í kven- þjóðina íslenzku. En einmitt þetta hug- Ieysi kemur að líkindum til af því að hann treystir sér ekki til að nefna nöfn þeirra kvenna, sem þessi ófagra lýsing hans á við, og þessvegna hefir grein hans vald- ið svo mikilli gremju, og lítissvirðing á honum sjálfum meða! íslenzkra kvenna yfirleitt, að eðlilegt v'irðist að skora al- varlega á höf. að birta nöfnin ef hann veit nokkur dæmi í þá átt, sem hann ritar um, og hefir hug og þrek til þess, Eg fyrir mitt leyti, og sjálfsagt allur þorri kvenna hér á Akureyri vilja ekki taka til sín neitt af þessum óvirðulegu ummælum höf., þótt hann sé svo djarf- ur, að láta allar eiga hér óskilið mál. Eg ætla mér ekki lengur að elta ólar við þenna háttvirta höf. Eg hefi að eins sagt honum álit mitt á þessari rit- gerð hans í eitt skifti fyrir öll. Mér finst hann brjóstumkennanlegur fyrir það að hafa ritað í þessari æsingu, því í staðinn fyrir að styðja bindindismálið (sem eflaust hefir verið meining hans) hefir hann orðið sér til minkunar í aug- um almennings og mist álit sitt hjá mörgum bindindismönnum. Eg vil því ráðleggja höf., að hafa það ætíð fyrir mark og mið að rita með sanngirni og stefna að því, er geti orð- ið föðurlandi og þjóð vorri til sóma en ekki í gagnstæða átt. Ef honum gæti orðið gagn af þessari bendingu minni, þættist eg sjá góðan árangur af þessari stuttu grein. Freyja. Leiðrétting. Heiðraði ritstjóri. Gerið svo vel og Ijáið eptirfarandi greinarstúf rúm í blað- inu. Eins og lesendum blaðsins mun all mörgum kunnugt, þá ritaði eg í vetur grein í blaðið Templar 6-8 tölubl. og nefni hana: Island fyrir Islendinga. Var það ádeilu grein til kvenþjóðarinnar. Grein þessi hefir vakið fjarska mikið umtal hér í bænum og víðar, öldungis eins og eg hafi ætlast til. Hinsvegarhefiegkomist að því að tals- verður misskilingur ríkir meðal manna í tilefni af grein þessari og að eg hafi orðið fyrir ósanngjörnum dómum. Pess konar draug langar mig til þess að kveða niður, og leiðrétta misskilning þennan, ef unt er. Efni greinarinnar tek egekki að öðru- leyti til athugunar hér. Eg skýrskota til nefnds blaðs, sem flutti hana, og eru þessar Iínur einungis ætlaðar þeim mönn- um, sein lesið hafa greinina. Nokkrum mönnum hefir skilist að eg hafi ekki verið varkár í rithætti, ritað of alment. En það er algjörlega rangt. Eg hefi alstaðar brúkað orðið »nokkrar» þegar um stærsu ádeilurnar hefir verið að ræða. En benda vil eg mönnum á það, að þegar t. d. um 10 manns er að ræða, þá er slíkt stórkostlcgur minni 3 ágæt herbergi fyrir einhleypa menn eru til leigu í Strandgötu nr. 23, frá 14 maí n. k. M. Jóhannsson. hluti af 500, en hins vegar er þessi tala þrengri merkingar fjöldi. Eg krefst þess vegna, að allir samgjarnir lesendur taki þetta atriði þannig, að hér sé aðeins um stóran minni hluta að ræða. Pá hefi eg heyrt það hjá mjög merkri ogágætri konu hér íbænumaðkvenfélag- ið «Framtíðin" sé mjög óánægt með það sem eg hefi sagt um «kvenfélag eitt«, ef þar sé átt við «Framtíðina«. Eg geng fram hjá því að þessu sinni að gjöra grein fyrir nokkrum ádeilum greinarinnar. En þcss vil eg láta getið, að eg hefi engu kvenfélagi, — sem slíku — borið á brýn drykkjuskap. Pví fer fjarri. Pað sem eg vildi hafa sagt er: að undarlegt megi það heita e/kvenfólkið getur eða vill ekki halda samsæti án víns eins og karlmenn, þó ekki séu bindindisinenn. Pess vil eg sömuleiðis geta, að kven- félagið «Framtíðin« er mikils virt félag ekki síður í mínum augum en annara. Að eg í greininni einvörðungu ádeili «fyrirkvenfólk« er hreinasti misskilning- ur. Egsegi ávallt ,fínu dömurnar'. Auðvit- að á eg hér við þær, sem þykast vera en eru ekki. Annars getur sá hlutinn af kvenn þjóðinni, sem er allra broslegastur brotið heilann um þetta atriði. En góðar og heiðvirðar konur og meyjar þykist eg ekki hafa meitt. Pær eiga hér algjörlega óskilt mál. En hinar »tillirófurnar« hafa einungis gott af því að volgna um hjarta- ræturnar, ef sökin bítur. Nokkrir menn álíta að hér sé um mál það að ræða, sein ómögulega eigi við að rita um í opinber blöð. Pessir menn hafa algjörlega rangt fyrir sér. Nú um tugi ára höfum vér karlmenn sætt ádeilum fyrir eina og aðra framkomu okkar í siðferði í þessu sama blaði og víðar; hvers vegna er ekki jafn réttmætt að finna að því sem miður fer hjá kvenþjóðinni? Ef réttmætt er að ræða um siðferði karl- manna, vegna hvers ekki slíkt hið sama um kvenfólk. Síðustu tímar benda til þess að vér eigum einnig í þessum sökum að verja sjálfstæði vort fyrir útlendum yfirgangi. Nú er talið víst að gullnámurnar opn- ist í Reykjavík, og gullnámur hafsins eru þegar opnaðar kring um land vort. Petta allt saman dregur að sér fjölda út- lendinga, sem setjast að í landinu um lengri eða skemmri tíma, og þar verða misjafnir sauðir í rnörgu fé. Vér þurfum að gæta vor fyrir illum áhrifum þeirra. Osserkunnugt um lífernismátann í bæjum ytra —og hryllileg skelfing væri ef slík spilling næmi land hér. — Pví miðurþá er er slíkt alls eigi rétt, að vér þekkjum varla þessa spillingu. Á lágu stígi er hún, og aðrar þjóðir eiga mörgum sinnum sárar um að að binda, en gætum oss í tíma; því miður, gallarnir eru fleiri en margur hefir gjört sér í hugarlund, og hvort sem það er nú vanþakklátt verk eða ekki, þá er sjálfsögð skylda þeirra manna, sem til þess finna að benda á það. Nokkrir menn tjá mér það vera álit fólks, aðrétt væri að birta nöfnþeirra, sem grein mín ádeilir. Reyndar finst mérslíktó- mannúðlegt, og sennilega verðafáirtil þess að krefjast þess, En reiðu búinn er eg til þess að verja hvert einasta atriði í grein minni eptir að hafa leiðrétt þessi framan skráðu atriði, sem valdið hafa misskilingi. p. t. Akureyri25. apríl 1908. Ludvig Möller --------

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.