Norðri - 05.05.1908, Blaðsíða 3
NR. 18
NORÐRI.
71
Kaupirðu „UNGA ISLAND“?
Utsölumaður á Akureyri V. Knudsen.
Laumuspil enn.
Fyrir nokkru síðan fréttum vér frá
Reykjavík, að Rjóðræðis- og Landvarn-
armenn væru orðnir sammála um það,
að láta Sigurð lækni Hjörleifsson og
,Norðurlands‘-ritstjóra bjóða sig fram til
alþingismanns fyrir Akureyrarkaupstað
við kosningarnar í haust. Oss þótti sú
fregn svo ósennileg, að vér áttum mjög
bágt með að trúa henni. En nú er sjón
orðin sögu ríkari, því að síðustu vikuna
hafa helztu postular Skjaldborgarsafnað-
arins verið á þeytings ferð um allan
bæinn til þess að fá kjósendur til þess
að skrifa undir prentaða miða, þess efnis
að skora á Sigurð Hjörleifsson að bjóða
sig hér fram við næstu kosningar og
lofa honum atkvæði sínu. Hverjum post-
ula var afhentur ákveðinn miðafjöldi og
var lagt ríkt á við þá alla að skila öll-
um miðunum aftur, að viðlagðri van-
þóknun æðstu prestanna.
Einum þeirra manna, er miði þessi var
fenginn í hendur, varð það á að glata
honum og gat hann því eigi skilað hon-
um aftur, er þess var krafist. Var hann
þá óðara settur út af neyzluvatninu.
Rað hefir hann notað til þessa úr brunni,
er einn Skjaldborgarpostulinn á, en hann
hafði fengið fult leyfi til að nota.
Einnig hefir hann orðið að þola þær
hörmungir í hegningarskyni fyrir afglöp
sín, að Sigurður Hjörleifsson lætur sem
hann sjái hann ekki og tekur ekki kveðju
hans- lengur, er þeir mætast á götu, en
það hefir hann gert til þessa, af hinu
mesta lítillæti. Má af slíkri refsingu
marka, hvílíka dauðasynd maðurinn-
hefir drýgt í augum Skjaldborgarmanna.
Er þetta gert til þess að koma í veg
fyrir að nokkur miði komist í hendur
jieirra manna, er kynnu að koma ineð
þá fram í dagsbirtuna.
Þetta er samskonar aðferð og notuð
er hér í sýslu til þess að afla Guð-
mundi lækni Hannessyni fylgis. Er nú
fróðlegt að vita, hvort Sigurður Hjör-
leifsson er það hreinskilnari en Guð-
mundur Hannesson, að hann í stað þess
að þræta opinberlega fyrir sannleikann
kannist opinberlega við hann.
Að þessu sinni skal enginn dómur
lagður á þessa aðfeið.
En æskilegt væri, að kjósendur reyndu
til þess í tækan tíma, að gera sér það
Ijóst, hvers vegna þessari aðferð er beitt.
—
Kynja kvenmaður.
í merku ensku tímariti, «The Lightx
segir: Ung stúlka eitthvað 16 ára, var
að fóstra lítið barn í bænum Darling-
ton, fyrir nokkrum árum. Hún hrapaði
niður háan stiga og meiddi sig í baki.
Hún var lögð á spítalann, en varð ekki
grædd, hversu sem á var leitað.
Síðan hefir hún verið heima hjá for-
eldrum sínum, með máttlausan neðri
hluta líkamans hægra megin. Hún neyt-
ir nálega einskis matar, nema dálítils
af sætindum.
Hún dettur í leiðslu ávalt annað veif-
ið; verður þá vinstri hlið hennar mátt-
vana eins og hin og allur líkami henn-
ar alstirður. Öll skynfærin hætta að
starfa, og fer svo fram meðan dáið var-
ir. En þegar hún raknar úr leiðslunni
segir hún frá því, sem fvrir hana hefir
borið; kennir þar margra nýmæla ; kveðst
hún hafa séð og heyrt sumt hérna
megin, en sumt í öðrum heimi. Hún
segir fyrir hvað mæta muni fólki
sínu, og hvað sá eða sá muni gera
eða segja, og kemur það ávalt fram.
Hún fullyrðir að sér sé einkis batavon,
kveðst muni deyja þegar minstu vari
og það skyndilega, en eiga ríka og
fagnaðarrsæla heimvon. Avalt finst henni
maðurfylgja sér, maður sem hún hafi aldr-
ei þekt áður, og segir ávalt þegar hún
minnist hanns: »Hann sagði mér» «hann
fór með mig þangað,» «hann sýndi mér
það.« Hún segist aldrei hafa séð nokkra
manneskju hinu megin, sem hefði liðið
illa ; allir væru þar ánægjulegir, og fríðir
ásýndum, segist stundum stórfurða sig
þegar hún mæti einhverjum, sem hér
hefði verið haltur og bæklaður, sjúkur
eða sárvesæll, því að þessháttar menn
Iíti þar út eins og aðrir, gullfallegir og
föngulegir.
M.
—«4«--
Skipafregnir.
»Esbjærg« kom hingað á þriðjudaginn
er var, og fór samdægurs austur um land
í stað »Hólar.«
»Skálholt« fór á fimtudagsmorguninn,
með mesta fjölda farþegja.
»Eljan« kom í fyrradag og fór í gær-
kvöld, á leið til útlanda.
Seglskipið »Rósa« kom í nótt frá útlönd-
um með vörur til Gránufélagsins.
3 H ÚS
Ameríkusœla.
í ferðasögu Einars Hjörleifssonar í
«Landinu«, er gasprað mjögaf efnahag
og afkomu íslendinga í Winnipeg, og er
þar sagt að þeir fáu, sem ekki séu orðn-
■r iðnaðarmenn, kaupmenn og embætt-
ísmenn, séu yfirmenn annara, geri sjálf-
irsamninga um strætavinnu, lokræsagröft
°- fl. að eins af fornri trygð við það
starf, en ekki af þörf.
ftur á móti kemur þessi frásögn ekki
vel heim við auglýsingu í Lögb. í vetur
fyrir jolm frá einhverjum G, P. Thord-
arson um það, að fátækir íslendingar
geti sótt málsverð heim til sín á að-
fangadagskvöldið. Hvort margir eða
fáir hafi notað tilboðið, er eða verður
ekki upplýst vor á meðal; en eitt er víst
að Mr. Hjörleifsson hefir ekki vogað
sér.Lnn á þau heimill, sem þörfin hefir
venð mest. B.
Veðrátta hefir verðið köld síðustu
vikuna, norðaustan kuldanæðingur og
fjúk. í dag er norðan hríð, oger kom-
inn allmikill snjór.
Bæjarstjórinn í Reykjavík. Uni það
enibætti hafa að eins sótt tveir menn,
þeir Páll Einarsson, sýsluniaður í Hafn-
arfirði og Knud Zimsen verkfræðingur.
Er talið áreiðanlegt, að sýslumaðurinn
verði þeirra hlutskarpari, enda mun hann
vera vel til þessa starfa fallinn.
til sö/u (Jvi
2 á Svalbarðseyri og 1 í Hrísey.
Svalbarðseyri, 24. 1908.
Guðm. Pétufsson.
Munntóbak, Reyktóbak Riól,
Og Vindlar frá undirrituðum fæst í
flestum verzlunum.
C. W. Obel Aalborg.
Stærsta tóbaksverksmiðja í Evrópu. Um-
boðsmaður fyrir ísland,
Chr. Fr. Nielsen & Co. Rvík
sem einnig hefir umboðssölu á flestöll-
um vörutegundum frá beztu verksmiðj-
um og verzlunarhúsum.
LÖGRÉTTA
er að allraáliti lang fjölbreyttastaog bezta
blaðið sem kemur út á fslandi. Kaup-
endur að þessum árg. fá í kaupbæti
meðal annars söguna »Sjómannalíf» eft-
ir Rudyard Kipling enska skáldið fræga
er í haust hlaut Nobelsverðlaunin fyrir
sagnaritun.
Eyfirðingar norðan Akureyrar og Odd-
eyringar geta snúið sér til hr. bóksala
Kristjáns Guðmundssonar á Oddeyri er
tekur á móti pöntunum fyrir liönd und-
irritaðs. Aðalútsölumaður í Eyjafjarð-
arsýslu
Hallgrímur Valdemarsson
Akureyri.
Mánudaginn þann 18. maí n. k. verður selt við opinbert uppboð að
Tréstöðum í Glæsibæjarhreppi 2 kýr, 2 hross, dálítið af sauðfé og
ýmsir búshlutir.
Uppboðið byrjar kl. 11 f. h. og verða uppboðsskilmálar aug-
lýstir á staðnum.
Tréstöðum 21. apríl 1908.
Arni Sigurðsson.
BIÐJIÐ kaupmann ydar um
Edelstein, Olsen & Coi
beztu og ódyrustu
Cylinderoliu
Vélaolíu,
Mótorolíu
Cunstvélafeiti,
Purkunartvist.
Kardólineum
Tjöru o. fl.
um, i
o. fl. B
.Betræk’,
sem má þvo fæst í verzlun
J. Gunnarssonar.
Rúllan kostar frá 50 aurum 'og upp í
2 kr. 25 aura.
I verzlun
J. Gunnarssonar
fæst
mótorolía
(smurningsolía) 5 tegundir á 20-55 aura
pundið og
mótortvistur
á 38 aura.
I stórkaupum mikið minna.
Verzlun
J. Gunnarssonar
hefir fengið margar tegundir af ostum,
þar á meðal: mysuost, tvær tegundir
mjólkurost, (Marineost), ejdammer-
ost og svejserost. Ennfremur fiski-
bollur.
Vindlar
ódýrastir í verzlun J. Gunnarsssonar.
Leirtau
ýdýrast og bezt í verzlun
J. Gunnarssonar.
Handsápa
margar tegundir, fæst í verzlun
J. Gunnarssonar.
Súr,- Sæt- og Husholdings-
S A F T
fæst í verzlun J. Gunnarssonar.
Öll járnvara
seld með niðursettu verði í verzlun
J. Gunnarssonar.
Fernisolía
fæst í verzlun J. Gunnarssonar.
Alt selt með mjög lágu verði
til 1. júní n. k.
Bindindisheit.
Hérmeð lýsi eg undirritaður því yfir,
að eg frá þessum degi, geng í æfilangt
vínbindindi, og álít hvern þann mann
óviu minn, er hér eftir býður mér vín,
eða á annan hátt reynir til þess að fá
mig til að brjóta þetta fyrirheit mitt.
Akureyri, 5. maí 1908.
Magnús Björnsson
ökumaditr.
LEGSTEIN AR
frá
Peter Schannong
kgl. hirðsala í Khöfn,
eru viðurkendir fyrir
fegurð. Kosta frá 10
kr. alt að 1000 kr.
og fást sendir til is-
lands á alla viðkomu-
staði strandferðaskip-
anna. Undirritaður
annast pantanir á þeim
og hefir verðlista með
myndum til sýnis þeim
er óska.
Eggert Stefánsson
símritari
og nautgripi
á fæti kaupir J. V. Havstens verzlun
á Oddeyri, nú og í alt sumar; sérstak-
legaí júní, júlí og framan af ágústmánuði.
ndirskrifaður selur góðan sand
úrfjörunni framan viðhús sín hér
nr. 35-37 í Strandgötu. Peir, sem
vilja kaupa, semji um verð við
J. V. Havsteen.
Island og Danmörk
og allur hinn mentaði heimur eyðir ár-
lega mjög miklu af hinum óviðjafn-
anlega heilsubitter
Kfna-Lffs-Elixfr
og er það hin bezta sönnun fyrir hin-
um ágætu eiginleikum þessa elíxírs.
Vottorð.
Undirritaðurv hefir í mörg ár þjáðst
af illkynjuðum nýrnasjúkdómi en’ eftir
að hafanú samkvæmt ráði læknis mikið
notað KÍNA-LÍFS-ELIXÍR hr. Valdemars
Petersens er eg nú orðin alheilbrigð.
Frú Larsen
Lyngby
Svohljóðandi og þvf um lík vottorð
koma daglega til Waldemars Petersen
sens frá fólki er fyrir hin blóðhreinsandi
efni Kínalífselixírsins hefir losast við
ýmsaæm kvilla t. d. sótt. blelkju,gigt.
hjartasjúkdóm, tæring, magakvef-
móðursýki og m. fl.
Sérhver er vill varðveita heilsu sína
ætti daglega að neyta KÍNALÍFSELIXÍR.
KÍNALÍFSELÍXlRINN hefir meðmæli
lækna. Varið yður á stælingum. Að
gætið nákvæmlega að á [flöskumiðann
sé prentuð mynd af Kínverja með
plas í hendi og nafnið Waldemar
Petersen Frederikshavn Köbenhavn og
að á flöskustútnum standi stafirnir
p
í grænu lakki