Norðri - 24.11.1908, Blaðsíða 1
III. 46.
Ritstjóri': J’ON STEFANSSON Hafnarstræti 3.
Akureyri, þriðjudaginn 24. nóvember
1908.
Dýpra og dýpra!
Ný óheilindi —
Botnlaus blekkingahylur.
»ísafold flytur 31. f. m. mjög eftir-
tektaverða ritgerð um Sambandslaga-
frumvarpið eftir hinn góðfræga íslands-
vin og vísindamann Ragnar ;Lundborg
ritstjóra í Uppsölum, þar sem hann eins
og áður ræður íslendingum fastlega til
að samþykkja Frumvarpið.
Pað er eftirtektavert að þessi grein
birtist í ísafold. Hitt er þó enn ein-
kennilegra er ísafold skýrir frá um hana.
Greinin er rituð 14. ágúst í sumar,
og send ísafold í »vandlega lokuðu á-
byrgðarbréfi» með þeiin tilmælum að
blaðið flytji hana fyrir kosningarnar.
Ritstjóri «ísaf.» segir að ekki hafi verið
tími til þess að kom henni út í tæka
tíð, »hafa sig fram úr hinni afarvand-
lesnu rithönd höf. og snúa greininni
á íslenzku m, m.«
Fær mótbárur eru svo barnalegar og
hlægilegar, að þær eru nærri ósam-
boðnar «Isaf.» Er ekki ritstjóri »ísaf.»
eða þjónar hans læsir á skrift? Vér
þekkjum rithönd Ragnar Lundborgs og
vitum að hún er full-læsileg. Eða mun
nokkflr trúa því, að það sé langrar stund-
ar verk, fyrir ritstjóra «ísafoldar» að snúa
úr sænsku, lesmáli er svarar 2 — 3 ,ísaf.‘-
dálkum?
Nei! ástæðurnar voru alt aðrar og
þeirra verður að leita á annan hátt.
Það baggaði ekki tímaleysi, þegar
«ísaf.» var að peðra út Gjelvíks-guðs-
spjallinu og síma'það til dindlasinna, og
snúa því á íslenzku, þó eftir símskeyti væri.
En það mælti fastlega móti Frum-
varpinu. Ritgerð Ragnars Lundborgs
mælir með því.
í»ar liggur ástæðan.
Ress vegna er ritgerð R. L. stungið
undir stól um langan tíma, og hefir
sennilega átt að liggja þar að eilífu. Pjóð-
ina varðar ekkert um hana, því hún
er með frumvarpinu.
En hvers vegna er þá ritstjórinn að
birta hana nú? Fyrst og fremst líklega
vegna þess, að nú eru kosningarnar um
garð gengnar. Nú getur greinin engin
áhrif haft á þær, eins og höfundur
hennarætlaðist til. Pess vegna er grein-
in að «ísaf.« dómi meinlaus og þess
vegna er það nú skaðlaust þó almenning-
ur fái að lesa hana.
í öðru lagi er það sennilegt, að R.
L. hafi skrifað ritstjóra «Isaf’» er hann
sá að greinin kom ekki út ög heimtað
hana aftur og þá hafi »ísaf.» heldur
kosið að flytja greinina sjálf, en að ann-
að blað flytti hana ásamt skýrslu um
atferli «ísaf.» og meðferð hennar á
greininni.
En undrunarverðast af öllu er þó að
»ísafo!d«, blaðið, sem sjálft flytur þessa
ritgerð R. L. skuli hvað eftir annað hafa
leyft sér að telja hann, Ragnar Lund-
borg, í flokki þeirra manna, er ráði frá
a'ð saiUþykk'ja Frtmtváfþíð!!!
Fyr má nú rota en dauðrota.
Botnlaus óheilindi alt saman.
Vér álítum réttast að gefa lesendum
vorum kost á að lesa þessa grein hr.
R. L. í þýðingu ísafoldar. Þeir munu
skilja það, að þar sé ekki of freklega
að orði komist í þýðingunni.
Staða íslands
eftir nefndarfrumvarpinu.
Herra ritstjóri! Undirritaður væri
yður einkar-þakklátur fyrir rúm til eft-
irfarandi málsvarnar í ísafold, þó að eg
láti nú í ljósi skoðanir á nefnarfrum-
varpinu, sem eru gagnstæðar yðar skoð-
unum. Mér hafa bo’-ist frá íslandi mörg
tilmæli um að láta þær í ljós ogákveða
þar með afstöðu mína við frumvarpinu.
Rað hefir þótt einkennilegt nm mig,
sem orðið hefi fyrstur útlendra rithöf-
unda til að viðurkenna ríkisrétt Islánds
og haldið því fram, að frá réttarlegu
sjónarmiði væri Island ekki orðið enn,
allt til þessa dags, eins jkonar partur
úr Danmörku, heldur einungis i per-
sónusambandi við það land, — að nú
skuli eg telja nefndarfrumvarpið tiltæki-
legt handa Islandi.
Svarið við þessu er mjög einfalt.
Island á sér sannarlega tvímælaiaust þá
réttarstöðu, er eg nefndi áðan; en hún
er ekki viðurkend af öðrum aðila, Dan-
mörku; þar skiftir í gagnstætt horn , er
hún jafnvel neitar ríkisstöðu landins,
því að Danir telja dönsku lögin frá
1871 ákveða algerlega stöðu íslands.
Nú vill Danmörk aftur á móti, vegna
aðstöðu sinnar við ísland, stofna til nýs
réttargrundvallar, sem fer ekki að réttar-
kröfum islands um persónusamband að
vísu, en ekki heldur að hinni dönsku
skoðun um skattlandsstöðu íslands. Renna
nýja réttargrundvöll á að stofna á
samkomulags-ályktun íslendinga og
Dana, eftir samningsgerð þeirra á milli;
og sú alyktun, samþykt af alþingi íslend-
inga og ríkisþingi Dana, skipar sam-
bands-alríkið nýja.
utlendingi, svo sem eg er, er sam-
bandsfrumvarpið les algerlega óhlut-
drægur og nefndargerðirnar í Bláu-bók-
inni, getur ekkí annað fundist en að
hér hafi Danmörk hliðrað það meir
til en ísland, að ekki sé berandi
saman.* í frumvarpinu. sem nefnar-
mennirnir dönsku lögðu fram 27. marz
halda þeir enn þá eindregið fram skatt-
lands afstöðu íslands. Bæði vantaði í
1. gr. það hið mjög mikils verða orð
sjálfstætt (þ. e. suverain), og eins var
þar talað um íslands »sérstöku lands
réttindi í hinni dönsku ríkisheild.« Ekki
var íslandi heldur áskilinn neinn réttur
tii að segja upp sérstökum málum, með
því það átti einungis að eiga vald á
»sínum sérstöku landsréttindum.«
Hitt frumvarpið, sem íslenzku nefnd-
armennirnir lögðu fram 16. marz, hef-
ir sambandsnefndin aftur á móti fallist
á í öllum aðalatriðum. Það sem eigin-
lega skilur þetta frumvarp og úrslita-
frumvarpið (Uppkastið), er óuppsegjan-
leikur á utanríkismálum og hervörnum.
Nefndarfrunivarpið er, að minni skoð-
un, tvímælalaust í fullu samræmi
við þær kröfur, sem gerðar voru
á þingvallafundinum 1907. ísland
verður frjálst sambandsland
Danmerkur, pað verður sjálf-
stætt (suveraint) og verður því ásamt
Danmörku ekki stat (ríki), heldur stats-
forbindelse (ríkistengsl), þ. e. Statsfor-
*) Letuthröytiifgar görðai a'f í NörðtaL
bund, sem mér virðist vera rétt að kalla-
á íslen7ku rikjasamband. Með því að
þjóðhöfðinginn teku(* jafnframt upp tit-
ilinn: konungur íslands, þá er landið
þar með viðurkent embættislega að vera
konungsríki. Það virðist liggja í augum
uppi, að frjálst og sjálfstætt land, kom
ungsríki, sé ríki (stat); en með því ao
grunur hefir þótt á, að þetta mundi
áreiðanlega ekki verða skilið svona af
öllum, þá er það tekið greinilega fram
í athugasemdunum við frumvarpið, að
efni 1. gr. sé það, að ísland verði sett
jafnhliða Danmörku sem sérstakt ríki,
ríki með fullræði í öllum sínum málum
utan þeim, sem beinlínis er ákveðið um,
að skuli vera sameiginleg.*
Fullræði merkir ekki hið sama, sem
ríkisvald ; það er mjög mikilvægt atriði,
sem eg sé að öllum íslenzkum andstæð-
ingum frumvarpsins hefir skotist yfir.
ísland fær sem sé ríkisvald í öllum sín-
um málum, jafnt þeim, er það «ræður
að fullu», sem hinum, er það hefir fal-
ið Danmörku að annast. Þetta er ský-
laust efni 6. greinar. ísland ákveður þar
af sínu fullveldi — því að öðruvísi fær
það ekki gert það — að Danmörk ein
skuli fyrst um sinn fara með ríkisvaldið
í nokkrum málum fyrir islands hönd,
fyrst um sinn, þ. e. þangað til öðruvísi,
verður ákveðið í lögum, samþyktum
bæði af ríkisþingi og_ alþingi og stað-
festum af konungi. ísland hefir því ekki
afsalað sér ríkisvaldínu, heldur einung-
is falið það öðru ríki til meðferðar.
Með því er fullveldinu ekki glatað. Vér
höfum hér fyrir oss ágætt nútfðar-dæmi,
þar sem er hið fullvalda furstadæmi
Liechtenstein (eg þekki jafnvel ekki nokk-
urn ríkisréttarfræðing. er neitar fullveldi
þess lands), sem falið' hefir Austurríki
meðferð ríkisvaldsins í eigi all-litlum
mæli.
Enn fremur þykir mér hafa verið
gert á íslandi of mikið veður út úr
sameign þeirra mála, sem eru uppseg-
janleg. Þetta stutta millibil um 37 ára
skeið er ekki mikið að fá sér til, og úr
því hefir ísland «fullræði» í öllum sín-
um málum, að undanteknum utanríkis-
málum og hervörnum, en ríkisvaldið í
þessum máfum hefir það vitanlega, eins
og eg hefi ný-minst á. Þegar liðin eru
ein 25 ár fiá samþykt nefndarfrum-
varpsins, má bera alt frumvarpið, þar
með jafnvel utanríkis- og hervarna-á-
kvæðin, upp til endurskoðunar (sam-
kv. 9. gr.), þótt ísland geti eigi sagt
upp sameignarmálunum áðurnefndum
nema sambandsnautur þess leggi þar á
sitt jákvæði.
Til þess að taka það fram í fám
orðum, er nú hefi eg tjáð mig um,
vil eg geta þess, að það er mín skoðun,
að ísland verði samkvæmt nefndarfrum-
varpinu viðurkent af Danmörku fullvalda
ríki, og þar með að eiga sér óskorað
ríkisvald og að vera í málefnasambandi
við Danmörku. Samningurinn er allur
grundvallaður á fullu jafnræði beggja
sanmingsríkja.
Það sem mér finst, að míliu leyti,
ísjáverðast í frumvarpinu, er 2. gr., en
þykir hinsvegar sú grein býsna eðlileg.
Það er ekkert því tjl fyrirstöðu, að
ísland geti falið sinuiíi sambandsnaut
af sjálfs sín fullveldis-rammleik að inna
af hendi konungsval fyrir íslands hönd,
ef til kemur. Enn fremur virðist mér
orðatiltækið í l.gr. «det samlede danske
rige» ekki eiga við, með því að ekkert
yfirríki verður til. Eg vil hinsvegar geta
þess, að austurrísk-ungverska málefna-
sambandið er jafnvel nefnt í embættis-
skjöltrm ýmist austifm'sk-tmgvers'ka vefld-
ið eða austurríska einveldið (ríkið); síð-
ara nafnið meira að segja haft í lögum
hins austurríska löggjafarvalds um"sam-
bandið við Ungverjaland.
Það er mín skoðun að betra”sé
að taka frumvarpinu óbreyttu, heldur
en það falli með því, að gerðar séu á
því nokkrar breytingar til hins betra
í þá átt, er nú er á vikið.
Vitanlega er Gamli-sáttmáli numin úr
gildi með þeirri sátt Dana og islend-
inga er á kemst með nefndarfrumvarp-
inn;enábatinn verður nýtizku-réttargrund-
völlur með fullvelditil handa.slandi. Það
semhverfur er'gamalt persónusamband'að
/ögum, en ekki að veruleika, en græð-
ist í staðinn málefnasamband bœði að
\ögum og veruleika. í mínum augum
er enginn vafi á því, hvor ’réttargrund-
völlurinn er ákjósanlegri.
Eg bið yður að lokum herra ritstjóri,
að afsaka áníðslu mína á blaði yðar
með svona langri málsvörn. Eg hefi
gert það, eins og eg tók fram í byrjun
greinar minnar, til þess að tjá míg ná-
kvæmlega um sjálfs mín lítilvægu afstöðu
við frumvarpinu. Það getur vel verið,
að hún sé lítis virt; en eg trúi ekki
öðru en að þær skoðanir, sem hér
hefi eg látið í ljós, séu viðurkendar
réttar af merkum ríkisréttarfræðingum.
En hitt er fullgreinilegt, hvers konar
afsöðu Ísland öðlast,
Að lokum vil eg geta þess að gefnu
tilefni, svo sem minnar persónulegrar
sannfæringar, að hefði sambandsskrá
Svíþjóðar og Noregs verið jafn-skýrt og
afdráttarlaust orðuð eins og þetta nefnd-
arfrumvarp, þá mundu færri ágreinings-
málin hafa risið upp í milli þessara
landa og ef til vill mikið verið ógert.
En samband milli tveggja ríkja er æf-
inlega viðkvæmt mál, og því ríður á að
samningar séu eins greinilegir og auð-
ið er. Og um nefndarfrumvarpið leyfi
eg mér að fullyrða, að það sé grelnl-
legt, þó að andstæcingar þess á Is-
landi haldi fram hinu gagnstæða.
í slíkum samningum, sem nö eru á
prjónum milli Danmerkur og íslands,
er álit erlendra þjóða mikilvægt atriði.
Eg get áreiðanlega fullyrt ’það, að al-
menningshyggja hér í Svíþjóð telnr
nefndarfrumvarpið vera báðum aðilum
hagstætt, Danmörku og íslandi, og mundi
telja það mjög óhyggilegt, ef island
hafnaði því,
Sjálfur er eg persónulega innilega
hlyntur sjálfstæðiskröfum Islands, og
einmitt þess vegna virðist mér nefndar-
arfrumvarpið tiltækilegt.
Pað hafa heyrst raddir um það, hve
mikinn hagnað ísland gæti haft af því,
að segja sundur sambandinu við Dan-
mörku. Jafn-sannfærður sem eg er um
það, að ísland mundi geta mjög vel
þrifist svo sem fráskilið ríki, jafn-sann
færður er eg um hitt, aðíslandi mundi
veita mjög erfitt, ef það væri þá, nokk-
ur leið, að öðlast þjóðréttarlega viður-
kenningu um það án samþykkis Dana,
sérstaklega eftir jafn-frjálslegt tilboð af
Dana hendi, sem hér er gert. Eftir þeim
kunnugleika, sem eg hefi á hinni veg-
lyndu og göfugu íslenzku þjóð, er eg
enn fremur sannfærður um, að hún fari
aldrei að því dæmi, sem gefið var árið
1905, og að ganga þar með byltingar-
innar óheiðarlegu braut.
Hvcrnig sem litið er á máh
ið, get eg ekki annað séð en
að málalokln verði bezt með
þvi, að nefndarfrumvarpið sé
samþykt.
Uppsölum 14. ágúst 1908,
Ragnar Lundborg.
..