Norðri - 24.11.1908, Side 2
182
NORÐRI.
NR. 46
Ekki inniimun. —
Sundrun ríkisins.
Á fulltrúafundi hægrimanna í Höfn,
20. f. m., fórust fyrverandi kennslumála-
ráðherra Scavenius þannig orð um“sam-
bandslagafrumvarpið:
«Tillögur nefndarinnar ganga mjög
langt. Ákvæðið um fæðingjarétt er al-
gerlega gagnstætt grundvallarlögunum.
Breytingar þær, sem frumvarpið gerir
ráð fyrir að geti orðið að 25 árum
Iiðnum eru þannig vaxnar, ef þær ná
fram að ganga, að þær hafa sundrun
rikisins í förmeðsér.» — [Nationaltid.]
Pessi gáfaði og að mörgu leyti frjáls-
lyndi hægrimaður lítur nokkuð öðru-
vfsi á frumv. sambandslaganefndarinnar
en föðurlandsvinirnir íslenzku, sem æpa
í kór: „Jnnlimun! Innlimunl* þangað
til þeir eru búnir að æra fólkið og
sjálfir farnir að trúa því að þeir fari
með sannleika, og séu guðs útvöldu
til þess að verja þetta land og berja á
föðurlandssvikurunum, «danska flokkn-
um ■>, sem er að selia fósturjörðina fyr-
ir «soðnar linsur» — trúir því, að
allir þeir, sem telja varhugavert að hafna
frumvarpi nefndarinnar, ef ekki fæst ann-
að betra, séu «bandittar» og »skriðdýr»
«nýánetjaðir vildarvinir ráðherrans!» o. s.
frv. HveHær skyldu mennirnir ranka við
sér? Vonandi'þegar þeir hafanáðí völdin.
Bara það verði þá ekki um seinan.
/
Oheppileg kosningalög.
Eftir
Bened. dbrm. Einarsson Hdlsi.
• _____
Öllum þeim, sem með óbrjálaðri
skynsemi, óhlutdrægni og stillingu at-
huga stjórnmálaástandið í landinu mun
koma saman um það, að þingkosn-
ingar á síðastliðnu sumri hafi mjög mis-
hepnast.
Andstæðingarsambandslagafrumvarps-
ins hrósa sigrinum og segja að dómar
þjóðarinnar hafi verið greinilegir, en geta
þess að engu hvernig sá sigur er feng-
inn, eða hvert dómurinn sé samkvæm-
ur lögmáli réttvísinnar eða eigi.
Rað er eigi tilgangur minn að athuga
í þetta sinn nema eina orsök þess, að
frumvarpsvinir urðu svo fáliðaðir.
f*að eru hin ósanngjörnu kosninga-
lög vor, sem geta gefið einum þing-
flokki umráð yfir öllum þingsætunum,
ef hann hefir eins atkvæðis meiri hluta f
hverju kjördæmi.
Ressum lögum ætlaði stjórn landsins
að breyta á síðasta þingi, og lagði fyrir
það frumvarp um hlutfallskosningar og
stækkun kjördæmanna, en öllum er kunn
afdrif þess í það sinn. Hefði frumvarp
þetta verið orðið að Iögum nú, myndu
heimastjórnarmenn hafa haft yfir 14 — 15
þingsætum að ráða. Hér skulu færðar
allsterkar líkur fyrir því, ef ekki full
vissa.
Kjördæmum er ekki hægt að skifta,
eins og stjórnin gerði, nefnil. að skipta
sundur núverandi kjördæmum, því að
vegna hinna leynilegu kqsninga eru at-
kvæðin í þeim kjöwtæmahlutum eigi
kunn. Hér verður því landinu skift
í 7 kjördæmi og - hvert þeirra látið
kjósa jafnmarga þingmenn og þau nú
gera.
1. kjördæmi: Reykjavík, Kjósar og
Gullbringu- og Vestmanneyjasýslur.
2. kjördæmi: Borgarfjarðar-, Mýra-,
Snæfellsness og Dalasýslur.
3. kjördæmi: Barðastrandar og ísa-
fjarðarsýslur ásamt ísafjarðarkaupstað.
4. kjördæmi: Stranda-, Húnavatns-,
og Skagafjárðársýslur.
5. kjördæmi: Eyjafjarðar- og Ping-
eyjarsýslur ásamt Akureyrarkaupstað.
6. kjördæmi: Suður-Múla- Norður-
Múla- og Austur-Skaftafellssýsla ásamt
Seyðisfjarðarkaupstað.
7. kjördæmi Vestur-Skaftafells- Rang-
árvalla- og Árnessýslur.
íeinu kjördæmi Norður-ísafjarðarsýslu
fór engin kosning fram og vefrður þó
að gera ráð fyrir atkvæðum þaðan, sem
svarar hlutfallstölunni í því kjördæmi.
Alla frumvarpsvini tel eg á A-lista,
en andstæðinga á B-lista. í tveggjamanna
kjördæmum er tekið meðaltal af atkvæð-
um bæði þeirra, sem eru með og móti
frumvarpinu. Kjósendur Stefáns skóla-
meistara eru hér allir taldir með frumv.
því andstæðingar höfðu aðra tvo að
velja. Nokkuð öðru máli er að skifta
með kosningu Kr. H. Benjamínssonar í
Eyjafirði. Telja má sjálfsagt, að and-
stæðingar hefðu.viljað hindra þingsetu
Hafsteins ráðherra og því eigi kosið
hann en það gerðu að eins 36 kjósend-
ur. Vafi leíkur því á um skpðanir 70
kjósenda. enda er.þeim skift jafnt á milli
flokka. Atkvæði Dr. Valtýs teljast á
•B-lista.
Kosningaskýrslan lítur þannig út:
Atkv. Alisti Atkv. B listi
A- fær B- fær
iista þm. lista þm.
1. kjördæmi 5 þingmenn. Hlutfallstala 344 601 2 1117 3
2. kjördæmi 4 þingmenn. Hlutfallstala 289. 447 2 708 2
3. kjördæmi 4 þingmenn. Hlutfallstala 284. 247 1 888* 3
4. kjördæmi: 5 þingmenn. Hlutfallstala 200. n ■ 411 2 591 3
5. kjördæmi: 5 þingmenn. Hlutfallstala 243. 775 ■ 3 439 2
6 kjördæmi: 6 þingmenn, Hlutfallstala 174. 480 3 567 3
7. kjördæmi: 5 þingmenn. Hlutfallstala 222. 572 2 639 3
Samtals 3433 15 4949j 19
Eins og þessi skýrsla sýnir, fá frumvarps-
vinir 15 þingsæti, en frumvarpsandstæð-
ingar 19. Væri landið alt eitt kjördæmi
hefðu andstæðingar fengið 20\þingsæti
því hlutfallstalan er 247. En alveg rétt
hlutfall gæti fengist á annan hátt, þótt
kjördæmin væru 7. Eigi þarf annað en
að enginn listi hefði fulltrúarétt þégar
kosning færi fram nema hann fengi svo
mörg atkvæði, sem hiutfallstölunni nem-
ur. Öllum afgangs atkvæðum sé svo
safnað saman á einn stað og þeim
svo deilt með tölu þeirra þingmanna,
sem þá eru ókosnir, kemur þá út hlut-
fallstala fyrir alt landið. Afgangsatkvæð-
um hvers stjórnmálaflokks sé svo deilt
með hlutfallstölunni og kemur þá bezt
í Ijós hvernig flokkarnir verða skipaðir.
Að vísu getur það komið fyrir, að eitt
kjördæmi fái einum fulltrúa færra en vca
átti, en annað einum fleira, eftir því hve
vel menn sækja kjörfundinn. Retta má
sýna með dæmi, samkvæmt skýrslunni
hér að framan:
Afgangur Afgangur
á á
A-lista B-lista
kjördæmi 257 95
kjördæmi 158 130
kjördæmi 247 37
kjördæmi 11 191
kjördæmi 46 196
kjördæmi 122 45
kjördæmi 28 195
Samtals 869 889
Alls eru atkvæðin 1758 og 7 þing-
menn ókosnir; hlutfallstalan er 251, er
því auðséð, að BMistinn fær 4 fulltrúa.
en A-listinn 3.— 2. kjördæmi fær þvf
2 fulltrúana, einum fleira en því bar sam-
kv. lögunum, en 6.kjördæmi fær engan.
Fá þau þá öll 5 fulltrúa nema 3. kjör-
dæmi.
Retta þykir ef til vill ranglátt gagn-
vart 6. kjördæmi, en ef betur er aðgætt
þá sézt það að 2. kjördæmi hefir greitt
1155 atkv. en 6. kjördæmi 1047 atkv. svo
eðlilegt er að þau fái jafnmarga fulltrúa.
Stundum gæti það komið fyrir, að eitt-
hvert kjördæmi sækti svo illa kjörfundiað
það misti einn fulltrúa fyiir þá sök, og
væri það aðeins réttlát hegning fyrir
áhugaleysið. En jafnframt því að þessi
aðferð yrði tekin upp, ætti að skylda
þingmannaefni að bjóða sig fram sem
ákveðna flokksmenn eða flokkleysingja,
sem svo fylgdust að á listunum; þetta
gerði kjósendur ákveðnari í að velja um
hverjum flokki þeir skyldu fylgja.
Einn gallinn á núgildandi kosningar-
lögum er það að kjördagurinn er 10.
sept. því þá eru margir kjósendur að
fiskiveiðum ’og flestir að öðru leyti
önnum hlaðnir við heyskap o. fl. Ann-
ar gallinn er sá, að sumir landsmenn
geta stutt 2 menn til þingfarar en aðrir
ekki nema 1. í fámorðum sagt: var frum-
varp stjórnarinnar ágætlega úr garði
gert og allar ástæður, sem færðar voru
á möti því einskis virði 'nema sú, að
kjördæmin skiftust sumstaðar ekki á sýslu-
takmörkum.
Konungkjörna liðið bætir dálítið úr
því skakkafalli sem frumvarpsvinir urðu
fyrir við þessa síðustu þingkosningu, en
þó eigi fullkomlega
Margir vilja afnema stjórnarkosning-
arnar og láta þjóðina kjósa alla sína full-
trúa en það má telja ógerlegt, nema
um leið sé lögleidd hlutfallskosning.
Sigurður Kristjánsson
bóksati.
Fjórðungsaldar-afmœli.
Fáir munu þeir Islendingar vera, er
ekki hafa heyrt nefndan Sigurð bók-
sala og bókaútgefanda Kristjánsson í
Reykjavík, og fáir eru einnig þeir menn,
sem þarfari hafa verið landi sínu og
samtíðarmönnum en einmitt hann.
Hinn 20. oktbr. voru 25 ár liðin frá
því er Sigurður Kristjánsson byrjaði að
reka bókaverzlun í Reykjavík. Var hon-
um þá haldið samsæti í heiðursskyni,
og tóku margir þátt í því. Pá gaf hann
og «Sjúkrasjóði prentara» 1000 kr. með
þeim ummælum að hann gæfi féð í
minningu þess að þá væru, «liðin 25
ár frá því eg skifti um vist í musteri
mentagyðjunnar, gerðist 'bókaútgefandi
og bóksali í stað þess að eg var áður
prentari.*
Það er mikið starf, sem eftir Sigurð
liggur sem bókaútgefanda. Hann hefir
eins og flestum er kunnugt, gefið út
allar íslendingasögur í handhægri og
afaródýrri útgafu, og gert löndum sín-
um á þann veg, greiðan aðgang að ein-
um hinum dyrasta fjársjóði þjóðar sinn
ar. Eddurnar hefir hann einnig gefið út
og nú er hann byrjaður að gefa út Sturl-
ungu. Yfirleitt hefir hann sýnt það í
öllu, að hann er mjög þjóðrækinn mað-
ur, og bækur hans bera vott um, að
honum er sérstaklega hugarhaldið um
að gefa út þær bækur, er geti haft góð
áhrif á þjóð sína, og einnig glætt þjóð-
ræknina. Á hann því skilið virðingar-
fullar þ3kkir allra sanna íslendinga, og
vonast Norðri að þeir njóti, sem lengst
ósérplægni hans.
Slys. Einn af yngstu nemendum
gagnfræðaskólans handleggsbrotnaðiísíð-
ustu viku, Björn sonur Odds prentsmiðju-
eiganda Björnssonar hér í bæ.
Hjúskapur. Jónas Guðlaugsson skáld
(áður ritstjóri) og ungfrú Þorbjörg
Schöyen (norsk að ætterni) giftust í
Reykjavík 27. okt.
Séra Sigurður Guðmundsson, áð-
ur aðstoðarprestur í Olafsvík, var kosinn
prestur í Róroddsstaðaprestakalli í f. ni.
með nærfelt öllum atkvæðum.
Nemendur kennarskólans hafa
stofnað «Ungmennafélag kennaraskóla Is-
lands« og er það gengið inn I sam-
bandsfélagið. í stjórn þess eru kosnir:
Kristján Sigurðsson bónda Oddssonar
(frá Dagverðareyri í Eyjafjarðarsýslu),
Svava Þórhallsdóttir (biskups Bjarnar-
sonar) og Guðmundur Benediktsson
(bónda Guðmundssonar frá Svíra í Hörg-
árdal.)
Samsæti var Halldóri Daníelssyni
bæjarfógeta í Reykjavík haldið seint f
fyrra mánuði í þakklætisskyni fyrfr starf
hans, sem oddviti bæjarstjórnar Reykja-
víkur. Hann hefir gegnt því yfir 20 ár,
enlætnr núafþví. Borgarstjórinn gegn-
ir því eftirleiðis.
Heiðursg.jafir úr styrktarsjóði Krist-
jáns konungs IX. eru veittar Olafi Firms-
syni óðalsbónda á Fellsenda í Dala-
sýslu og Halldóri Jónssyni kaupm. og
umboðsmanni, Vík f Mýrdal, 140 kr.
hvorum.
Kol segir «Vestri» fundin í Dufans-
dal í Barðastrandasýslu nærri sjó, og
þar sem dágóð höfn er fram undan.
Sigurður Jósúa Björnsson er nú kominn
þangað til ransókna.
«Bóndinn á Hrauni» hið nýja
leikrit Jóhanns skálds Sigurjónssonar
er nú komið hér í bókaverzlanir. Rað
lýsir ræktarsemi höfundarins við land
sitt og tungu að láta það fyrst koma
út á íslenzku. Nú verður bráðum farið
að leika það á Dagmar-leikhusinu í Höfn,
sennilega um mánaðamótin næs(u. t
Séra Matthías Jochumsson hefir
fengið leiktjöld fyrir sjónleíkinn »Gísla
Súrsson«, þau hefir málað hinn frægi
leiktjaldamálari Dana, Carl Lund af
mikilli list, og selur þau hingað fyrir
hálfvirði, að eins vegna vináttu við séra
Matthías, er nú gefur Leikfélaginu hér
í bænum kost á að eignast tjöldin fyrir
sama verð, og ætti það að nota tæki-
færið. Rar gaefist bæjarbúum kostur á
að sjá áhrifamikinn leik ef «Gísli Súrs-
son» væri sýndur hér á leiksviðinu.
Leikfé/ag Akureyrar
er nú rúmlega ársgamalt, var stofnað
11. okt. í fyrra. — Aðalfund hélt það
22. þ. m. og voru þar lagðir fram
reikningar þess fyrir fyrsta reikningsárið,
hafði’það kostað talsverðu til, en lítið
leikið’, og því ekki haft miklar tekjur.
Þó var það skuldlaust, árstillög meðlima
þess jafnaði mismuninn.
í stjórn félagsins næsta ár voru kosn-
ir: Anton Jónsson timburmeistari, Gísli
J. Ólafsson ritsímastjóri og EggertStefáns-
son símritari, en til vara: Rögnvaldur
Snorrason verzlunarstjóri, V. Knudsen
kaupmaður og Sigurður Hjörleifsson rit-
stjóri. I.eikstjóri til næsta árs var kos-
inn Guðmundur Guðlaugsson.
Fundurinn gerði Pál Jónsson kennara
að heiðursmeðlim félagsins fyrir langa
og ósérplægna þjónustu hans, í þarfir
leiklistarinnar hér í bænum. Nokkrir ný-
ir meðlimir bættust við á fundinum.
Ákveðið var að reyna að byrja að
sýna leiki hér hið fyrsta, og talað um
,Lavender’ er byrjað var á að æfa í fyrra,
en komst þá ekki í framkvæmd. Marg-
ir hafa og hug á að reyna að leika
hér «Gísla Súrsson« en ekki er það á-
kveðið etin.