Norðri - 09.12.1908, Blaðsíða 1
I. 48.
Ritstjó'ri':IJ!ON3 STEFANSSON Hafnarstræti 3.
mmásrn “ ^ —
Akureyri, miðvikudaginn 9. desember
1908.
Kaupendur
Norðra
— einkum þeir, sem skulda fyrir alla
árganga blaðsins — eru beðnir að greiða
andvirði þess hið allra fyrsta. t*að má
borga með innskrift í flestum stærri
verzlunum hér í bænum en helzt í
Kaupfélagsverziun Eyfirðinga.
Tillögur
um
skattamál íslands
er fyrirsögnin á allstórri bók (137 bls.
í stóru fjögrablaðabroti) er skattamála-
nefndin hefir látið prenta og útbýta.
Er efni bókarinnar það sem fyrirsögn-
in ber með sér og má þar sjá árang-
urinn af starfi nefndarinnar. Skýrir hún
þar fyrst frá, hvernig hún hafi hagað
störfum sínum en annars skiftist bókin
í þrjá aðalhluti:
I. Álitsskjöl nefndarinnar. Eru það ít-
arlegar ritgerðir sjö að tölu (með inn-
gangi) og er þar að finna ástæður nefnd-
arinnar fyrir öllum hinum meiri breyt-
ingum er hún leggur til.
II. Lagafrumvörp með athugasemdum.
f*au eru 17 að tölu og hefir Norðri
skýrt áður frá efni hinna helztu þeirra
og getið um þau öll, og
III. Önnur fylgískjöl, og eru það ýms-
ar hagfræðisskýrslur t. d. um virðingar
verð jarða, áætlun um þjóðareignir, skrá
yfir fjárveitingar úr landsjóði o. s. frv.
Norðri hefir í bæði skiftin eftir að
nefndin hefir lokið fundum sínum (sjá
Norðra III. 13. III., 28.) flutt skýrslu um
starf nefndarinnar og vill hann ekki
gera það endaslept. Er það hvortveggja
að starf nefndarinnar var að hafa til með-
ferðar eitt af hinum allra þýðingarmestu
málum þjóðarinnar, enda hafa ýmsir
lesendur vorir tjáð oss þakkir sínarfyr-
ir þær fregnir er Norðri hefir getaðflutt
af starfi hennar. Pykjumst vérþví vinna
þarft verk með því að taka hér upp
nokkra kafla úr álitsskjölum nefndarinn-
ar sérstaklega, því ekki munu allir bú-
endur og aðrir gjaldendur til hins op-
inbera eiga kost á að lesa sjálfa bók
nefndarinnar.
Hið fyrsta af álitsskjölum nefndarinnar
er nokkurskonar inngangur sem byrjar
með því að skýra frá því hvert starf
nefndarinnar hafi verið eftir skipunar
bréfi hennar samkv. konungsúrskurði
2 desbr. 1907 nefnilega að »endurskoða
skattalög landsins og sérstaklega athuga:
* • hvort hentugra muni vera að þeir fast-
'r skattar sem nú eru, haldist með
hreytingum ?r nauðsynlegar kunna
að þykja, eða að fasteignarskattur er
er bæði hvíli á fasteignum til sveita
og á húsum og lóðum í löggiltum
kauptúnum, komi í stað hinna föstu
skatta sem nú eru,
2. hvort fært muni vera að hækka að-
flutnlngs- og útFIiitningsgjald frá
þvf, sem nú er, eða bæta við
nýjum tollstofnum eða leiða í lög
alment verzlunargjald, svo og koma
fram með frumvarp eða tillögur er
nefndinni mætti ástæða til virðast.
3. hvort hugsanlegt mundi vera að breyta
gildandi ákvæðum um sveitargjöld og
gjöld til prests og kirkju.«
Pá skýrir nefndin frá hvernig hún hafi
starfað og hvernig hún á síðara starfs-
tímabili sínu hefir breytt ýmsu aftur
(eins og áður er skýrt frá hér í blað-
inu) eftir tillögum annara jeða við nán-
ari athuganir og ransóknir. Yfirréttar-
málafærslumaður Jón Krabbe í Kaup-
mannahöfn hafði og aðstoðað nefndina
vel »lét uppi rökstutt álit sem einkum
er ítarlegt í tilliti til stimpilgjalds.«
Hér skal svo prentaður orðrétt nokkur
kafli úr innganginum:
*Áður en langt væri farið út í ein-
stök atriði málsins, þótti nauðsynlegt
að taka til ítarlegrar athugunar, hve mikl-
ar tekjur landssjóðs þyrftu, að vera til
þess, að jafnvægi héldist milli tekna og
gjalda, með hliðsjón til þess, hve mikil
gjöld landsmenn væru færir um að bera.
Að öllu athuguðu kom nefndinni saman
um gjaldaáætlun, er nemur 1400 þús.
kr. Ef þessi upphæð er borin saman við
mannfjölda, koma rúmar 17 krónur á
hvern mann að meðaltali, en þess bcr
að gæta, að fyrir utan hina eiginlegu
skatta hefir landssjóður talsverðar ár-
legar tekjur, er koma til frádráttar gjöld-
unum, svo sem afgjald af jarðeignum,
leigur af innstæðufé viðlagasjóð o. fl.,
og ennfremur er það vitanlegt, að nokk-
uð af gjöldunum kemurniðurá útlend-
ingum, t. d. allmikið af vínfangatolli,
útflutningsgjaldi, vitagjaldi m. m. Með
því að umrædd gjaldaáætlun er und-
irstaða undir tillögum nefndarinnar, að
því er snertir upphæð nýrra skatta og
hækkun á eldri gjöldum og tollum, hef-
ir nefndin fundið sér skylt að sundur-
liða uákvæmlega og rökstyðja téða á-
ætlun. Ennfremurhefirnefndinni þótt við
eiga, í sambandi við hinar auknu áiög-
ur, að lýsa allítarlega áliti sínu um
gjaldþol landsnianna. Um þessi atriði
skal skírskotað til II. og III. kafla nefnd-
arálitsins.
í fjárlögunum fyrir árin 1908 og
1909 eru árstekjur landsjóðs áætlaðar
rúml. 11600 þús. króna Þessan áætlun
finnur nefndin ekki ástæðu til að breyta.
Þó skal þess getið, að á þingi 1907
voru samþykt ný lög um gjóld til land-
sjóðs, um vitagjald, um útflutningsgjald,
um gjald af útlendri vindlagerð og til-
búning á bitter. Ennfremur má búast
við, þegar lengra tímabil er haft fyrir
augum, að tekjur af póstferðum og sím-
um landsins fari vaxandi. Fyrir því þarf
naumast að gera ráð, að tekjurnar lækki
í heild sinni, jafnvel þó áraskifti geti
orðið á einstökum tekjuliðum. Ef allaf
tekjur landsjóðs eftir núgildandi lögum,
að meðaltali tollhækkun samkvæmt lög-
um 31. júlí 1907, eru taldar til jafnað-
ar 1160 þús. kr. á ári, vantar 240 þús.
kr. til þess að tekjurnar jafnist ávið út-
gjöldin, eins og þau eru talin hér að
framan. Tekjuauki sá, er þannig verður
nauðsynlegur f viðbót við tollhækkun
þá, sem nú er í gildi, ætlast nefndin
til að fáist á þann hátt er hér segir:
Kr. Kr.
1. Fasteignarskattur . 60000
2. Tekjuskattur. . . 60000
3. Eignarskattur . . 60000 180000
Þar frá dragast skatt-
ar er afnemast:
a. Abdðarskattifr . 17000
b. Lausafjárskattur , 26000
c. Húsaskattur . . 10000
d Tekjuskattur . . 18000 71000
Mismunur 109000
4. Stimpilgjald.................. 25000
5. Hækknn á aukatekjum. . . 15000
6. — - erfðafjárskatti . . 3000
7. — - vitagjaldi . . . 10000
8. — - tollum .... 78000
Samtals 240000
í sambandi við áætlun þessa skal það
tekið fram, að eins og bent er til í at-
hugasemdum við einstök frumvörp hef-
ir nefndin ekki átt kost á áreiðanlegum
skýrslum eða öðrum fullnægjandi tækj-
um til þess að áætla nákvæmlega ýmsa
af þeim tekjuliðum, sem hér eru taldir
og á þetta einkum við hina nýju föstu
skatta, sér í lagi tekjuskatt og eignaskatt.
Af þessu leiðir, að auðveldlega getur
svo farið, að téðir skattar reynist fyrst
um sinn lægri en gert er ráð fyrir. Aft-
ur á móti eru meiri líkur til að aðrar
tekjugreinir svo sem stimpilgjald og auka-
tekjur fari jafnvel fram úr því sem áætl-
að er. Að vísu er örðugt að dæma
um þetta með vissu, meðan reynsluna
vantar, en þangað til húnerfengin mun
vera óhætt að treysta því, að áætlunin
í heild sinni fari ekki mjög fjarri réttu lagi.
Söngskemtun Geirs ;prófasts Sæ-
mundssonar var svo sótt sem vænta mátti,
húsfyllir áheyrenda, svo ekki mun hafa
verið jafn þéttskipað sem þá í leikhús-
inu við nokkura skemtun þai áður. Og
söngurinn tókst eins og allir vissu fyr-
irfram: ágætlega. Einna mest þótti
mörgum koma til að heyra lagið «Rós-
in» eftir Árna Thorsteinsson, en annars
leiðum vér vorn hest frá að dæma
eitt lagið öðru framar. Vér setjum hér
söngskrána :
B. Rorsteinsson: Jeg vil elska mitt
land.
F. Abt: Svanasöngur á heiði,
Á. Thorsteinsson: Rósin.
A. P. Bergreen: Bernskuminning.
Jón Laxdal: Sólskríkjan.
C. E. F. Weyse: Dunar í trjálundi.
a. Thorsteinsson: Kirkjuhvoll.
Mendelsohn: Tvær alþýðuvísur.
I. P. E, Hartmann: Man eg grænar
grundir.
B. Rorsteinsson: Taktu sorg mína.
Sigfús Einarsson: Gígjan.
Ágóðinn af söngnum mun hafa orð-
ið um 200 krónur, og getur prófastur-
inn því fullnægt áformi sínu og löng-
un, og glatt marga fátæklinga í sóknum
sínum, nú fyrir jólin.
Pau léku undir á piano og harmoníum
til skiftis frú S. Sæmnndsson og Sig-
urgeir Jónsson söngkennari en einu sinni
meðan prófasturinn hvíldi sig lék V.
Knudsen eintal autuleikara eða mælti
það fram.
Látinn er sagður Torfi Sivertsen bóndi
í Höfn Borgarfirði, góður bóndi og
sæmdarmaður, um fertugt að aldri.
(Símfrétt).
Prestskosning. Guðbrandur Björns-
son kand. theol. frá Miklabæ er kosinn
prestur Viðvíkursafnaðar í Skagafirði.
Slys vildi aftur til í gagnfræðaskól-
anum um síðustu helgi. Einn af nem-
endunum (Stetán Thorarensen sonur lyf-
sala O. C. Th.) meiddist þá svo að
handleggurinn gekk úr liði um olbog-
ann. Hafði verið að glíma ásamt skóla-
bræðrum sínum.
Afmæli Guðl. Guðmundssonar bæj-
arfógeta R. af Dbr. p. p. var í gær og
í tileftíi áf því flaggað f bÆtluni.
Hey til sölu.
Yfir 200 hestar af kúastör og nokk-
uð af hestaheyi og töðu er til sölu frá
Kaupangsbakkanum. Lysthafendur snúi
sér sem fyrst til
lyfsala O. C. Thorarensen.
Auglýsing.
Haustið 1908 var þetta óskilafé selt
Skútustaðahreppi:
1. Hvítur lamgeldingur: mark, geir-
stýft hægra, sneiðrifaðframan vinstra-
2. Hvít ær gömul: mark, sýlt lögg
framan hægra, sýlt lögg framan
viustra.
3. Lambhrúturhvítur: mark, sneitt fram-
an fjöður aftan hægra. stúfrifað fjöð-
ur framan vinstra.
4. Hvít lambimbur : mark stýft hægra,
fjöður framan vinstra.
Litluströnd. 15. nóv. 1908.,
Jón Stefdnsson.
m
Reir, sem ætla að fá sér ný föt
fyrir jólin, ættu að muna eftir að
karlmanna-
fataefni
eru lang fjölbreyttust og bezt í
Vefnaðarvöruverzlun
Gudmamf Efterfl.
Tclpnvlí frimprVÍ e!c*r' °£ ynSr' kaupir
iMCllin 11111101A1 hæsta verði og borg-
ar í peningum Júlíus Ruben
Vestervotdgade 96 Köbenhavn
Prentsmiðja Björns Jónssonar.
Gott mjör
kaupir verzlun
/. V. Havsteens
i Oddeyri.