Norðri - 14.01.1909, Blaðsíða 4

Norðri - 14.01.1909, Blaðsíða 4
8 NORÐRI NR. 2 Gagnfræðaskólinn. Umsóknum um inntöku í gagnfræðaskólann verður að fylgja skýrn- ar- og bólusetningarvottorð umsækjanda. Sá sem ætlar sér sæti í neðsta bekk skólans, verður að ganga undir inntökupróf að haustinu, áður en skólinn byrjar. er sýni: að hann sé vei læs og skrifandi og riti móðurmálið stórlýtalítið, að hann kunni 4 aðalgreinir reikningsins með heilum tölum og brotum (almennum brot- um og tugabrotum), að hann geti lagt út létta dönsku, úr lesnum kafla, er ekki sé styttri en 150 bls. í 8 blaða broti, að hann hafi numið lítið ágrip af sögu íslands og lýsingu og kunni að nota uppdrætti landa og jarðlíkan. Vilji umsæk- jandi fá heimavist verður að geta þess í umsókninni. Sökum hinnar miklu aðsóknar að skólanum ættu þeir, sem er það áhugamál að komast að næsta haust, að sækja sem allra fyrst. Þeir sem ætla sér sæti í öðrum bekk verða að ganga undir vorpróf í vor með fyrsta bekkjar nemendum. í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 6. janúar 1909. Stefán Stefánsson skólameistarí. Tveir nýir grammofónar, mjög góðir, eru til sölu með gjafverði. Einnig allmikið af spánýjum grammo- fónsplötum. Söngvar og hljómleikar heimsfrægra listamanna. Ritstjóri Norðra gefur upplýsingar. Kaupmenn! Takið eftir! Kvongaður maður, 42 ára gamall, er verið hefir verzlunar- stjóri í 6 ár, og fengist við verzlunarstörf í 19 ár samfleytt, í þjón- ustu sömu verzlunar, óskar eftir atvinnu, annaðhvort sem verzlun- arstjóri eða bókhaldari, frá 1. júlí næstkomandi að telja. Nánari upplýsingar gefur ritstjóri þessa blaðs. cand. jur. Björn Líndai Brekkugötu 19. Mannalát. Ekkjan Ingibjörg Magnúsdóttir and- aðist 29. f. m. á Hjaltabakka í Húna- vatnssýslu, 91 árs að aldri. Hún bjó lengi í Skagafirði með manni sínum, Rórarni Jónssyni. Eignuðust þau 3 börn og var eitt þeirra Jón, faðir Rórarins bónda á Hjaltabakka. — Var hún fram- úrskarandi dugnaðar og merkiskona, og ern og hraust til síðustu stundar. (Símfrétt.) f Ekkjan Kristín Andrésardóttir and- aðist að heimili sínu, Húnstöðum í Húnavatnssýslu þ. 11. þ. m. 96 ára gömul. Var hún móðursystir húsfrú Sig- urbjargar Gísladóttur, konu Sigurðar óð- alsbónda Sigurðssonar á Húnstöðum. Er hún sögð að hafa verið hin mesta ágætiskona. Símfrétt. Hnútukast. • Norðurlandsritstjórinn byrjar nýja árið með því að kasta nautshnútum til Norðra, eins og hans var von og vísa. Norðri hefir enga þursanáttúru og getur því ekki átt í slíku hnútukasti, enda gerist þess eigi þörf, því að hnútur Norðurlandsritstjórans hafa að því leyti líka náttúru og Gussisnautar Örvarodds, að þær fljúga sjálfar til baka, í asnabelg ritstjórans. Gleðiefni. Ritstjóri »NorðurIands« er að spyrja sjálfan sig og aðra í síðasta blaði að því, hvorir betri muni vera, þeir sem stela peningum, eða þeir sem stela mannorðinu. — Þaðer mjög gleðilegt, að ritstjórinn skuli vera farinn að hugsa um þetta alvarlega mál, þótt seint sé. Það virðist bera þess vott, að augu hans séu tekin að opnast fyrir því, að hvortveggja sé þó raunar ilt. — Haldið þér áfram að hugsa um þetta, rit- stjóri góður; það getur orðið bæði sjálfum yður og lesendum »NorðurIands» að mjög miklu gagni. Nýir kaupendur að IV. árgangi ,N0RÐRA‘ geta fengið í kaupbæti einn eða tvo af hinum eldri árgöngum blaðsins, með- an upplagið hrekkur. Peir sem fyrst gefa sig fram sitja fyrir. Ennfremur geta nýir kaupendur feng- ið ókeypis TVÆR SftGPBÆKHR ef þeir greiða andvirði 4. árg. uni leið og þeir gerast áskrifendur Kaupmenn og þeir, sem þurfa að auglýsa mikið, geta komist að góðum kjörum ef þeir semja við ritstjóra Norðra um það. Þriggja krónu virði fyrir ekki neitt í ágætum sögubókum fá nýir kaupend- ur að VIII. árg. »Vestra» ef þeir senda virði blaðsins (kr. 3,50) með pöntun. Arg. byrjar 1. nóv. utsölumaður á Akureyri er Hallgrímur Pétursson bókbindarí. Lögrétta, gefin út af hlutafélagi í Reykjavík, stjórnað af ritstjóra Rorsteini Gíslasyni og ritnefnd Guðm. Björnssyni landlækni, Jóni Magnússyni bæjartógeta og Jóni Rorláksyni verkfræðing, er nú eftir ára- mótin orðin stærsta blað landins að um- máli og tölublöðum fjölgað að mun. Áreiðanlega bezta og áreiðanlegasta frétta- blað landsins. Nýir kaupendur, er vilja láta senda sér blaðið beint, snúi sér til afgreiðslumannsins, bóksala Arlnbj. Sveinbjarnarsonar, Reykjavík eða út- sölnmauns blaðins á Akureyri, Hallgr. VaWfemáVssb'nar AÍJalstræití 1ð. Afgreiðsla Norðra er nú flutt í Brekkugötu nr. 19, inngangur um norður dyr. Til þess að gera nærsveitamönnum hægra fyrir með að ná í blaðið verður það framvegis látið liggja til afhendingar í tveimur búðum í bænum, hjá þeim kaupmönnunum Magnúsi Kristjánssyni á Akureyri og Eggert Einarssyni á Oddeyri. Eru allir kaupendur blaðsins í Eyjafirði fyrir framan Akureyrarbæ beðnir að vitja þess til Magnúsar Kristjánsson. Kaupendur í Sval- barðsstrandar- og Grýtubakkahreppum og í Eyjafjarðarsýslu utan Hörgár og Möðruvalla eru beðnir að vitja þess til Eggerts Ein- arssonar. Aðrir nærsveitamenn eru beðnir að vitja þess á af- greiðslustofuna, þegar þeir eiga ferð um. Það af blaðinu, sem eigi hefir verið tekið, þegar póstferð fellur, verður sent með pósti. Vöxtur og viðgangur blaða er mjög undir því kominn, að útsending þeirra og afgreiðsla sé í góðu lagi. En þar eð póst- göngur og samgöngur allar eru mjög strjálar og ófullkomnar hér á landi, er það aftur mjög undir greiðvikni manna komið, hver skilsemi verður á blaðasendingum. Norðri ber það traust til vina sinna fjær og nær, að hon- um verði eigi ógreiðari ferðin en öðrum blöðum, og fullan vilja hefir hann á því, að verða þannig úr garði gerður, að fáir telji eftir sér eða þyki ekki tilvinnandi að gera sér lítilsháttar far um að fá hann sem fyrst inn á heimilið. Kaupendur eru alvarlega áminntir um að skýra afgreiðslumanninum frá því, ef þeir fá ekki blaðið með skilum. Mun þá tafarlaust verða reynt að ráða bót á því, eftir föngum. Vegna breytinga sem verður á verzlun minni nú á næsta vori, verða allar vörubirgðir mínar seldar í janúar og febrúar með GJAFVERÐI. Hvergí í heimi önnur eins kostakjör. EGOERT EINARSSON UPPBOÐ Laugardaginn 23 jan. kl. 11. f. h. verða seldar á uppboði á lóð minni, 1-200 tunnur af síld (= innihaldið) Ágæt til skepnufóðurs og sumpart til manneldis. Langur gjaldfrestur. OTTO TUL/N/US. Otto fflönsteds danska smjörlíki er bezt. fNorðri* kemur út á fimtudag fyrst um sinn, 52 blöð um árið. Árgangurinn lcostar 3 kr. innanlands en 4 kr erlendis; í Amerícu einn og hálfan dollar. Gjalddagi erfyrir 1. júlí ár hvert Uþpsögn sé bundin víðárganga- mót og er ógild nema hún sé skrifleg og áfhbnt rT^ttWt fyftr I. sfefL «t WVfert, Auglýsinga kosta eina krónu fyrir hvern þuml. dálkslengdar og tvöfalt meira á fyrstu síðu.-Með'uamningi við rits jóra geta menn sem anglvsa mikiö fengið mjög mikinn afslátt. PrenttmWja BJönrt JðnSá’o'rtar.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.