Norðri - 25.02.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 25.02.1909, Blaðsíða 1
«^> = Ritstjóri: BJOR'N ^LINDAL : l'. Brekkugata 19. O* C**1 IV. 8. Akureyri, Fimtudaginn 25. febrúar Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og Iaugardaga kl. 4—6 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12. Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Jarðskjálftinn við Messina. «Pá kom stormur, sem sundurmol- aði klettana. En Drottinn var ekki í storminum, og eftir storminn kom jarð- skjálfti. En Drottinn var ekki í jarð- skjálftanum. Eftir það kom eldur. En ekki var drottinn heldur í eldinum. En eftir það kom hægur andvari. Og Drott- inn talaði------.« Konungabók, 19. kap. Við Messína sund um miðmorgun stund, er enn var nótt yfir Etnu grund, Pá heyrðust hróp — hundruð þúsunda neyðaróp: «Herra guð! Heimsslit!» — slepti hendinni hann, sem skóp!» Sá dynur, sá hvinur! A hálfri mínútu hrynur borg eftir borg með ódæma org. En utar frá hafinu drynur í hafgerðingum. Og hrönnin blá, sem heljar-veggur stígur úr sjá. Og meðan í rústunum bál við bál brennir og steikir og pfnir, mátt sinn ei minni sýnir; hun hvolfir úr sinni heiftarskál, og heljar-fádæmin krýnir. Eitt augnablik kafnar ógn og org, því alt er sjór, er fyr var borg; en bráðum fjarar út flæði. Og háreysti ný, í því heiptar-ger af hræfugla svarmi veltir sér sem ferlegt fjanda stóð yfir feiknánna heljarslóð . . . Pó heyrðist enn þá hér og þar hamslaus pg vitstola —óp: «Heimsslit! heimsslit! — «Slepti hendinni hann, sem skóp!» Alt þagnar, alt —þagnar. Og þá kom svar: Pví engi II drottins ofan fór — öndina byrgir land og sjór; og dauðinn flýr í felur. þann engil bar yfir Etnu tind sem fmynd Hans og fyrlrmyn'd, er líf og anda elur. Og yfir dauðans ógnarslóð sá engill guðs fékk bezta hljóð, er tímans saga telur. »Lögmál drottins lætur ei að sér hæða; lát það fræða, meir en hræða sálu þína, fávís foldarþjóð. Mundu sjálfs þíns sök, að allar aldir ótal fleiri menn í hel þú kvaldir heldur en eldur, himinn, jörð og flóð. Fær þú aldrei fest í vitund þinni forsjón þá, er býr í sálu manns, vex þar upp með viti, reynd og minni, vilja, dáð og kærleik hans?» Hræðstú ei þótt líkams-lífið þrotni: lífið sanna bíður þín hjá Drottni, — eilíf vist, þótt alt sé sköpum háð. það er guð, sem þessa jarðteikn sendir. Það er hann, semvekur, kennir, bendir: þekkið, herðið hjartans rauða þráð! Sérhvert fó!k, er síngirninni þjónar, svíkur heiminn, tilgang hans og lán. Fleiri en þessir léttu Lazzarónar leika sér á veikri skán. Þetta tákn á þessum stað skal segja : þjóð, sem hvorki lifa kann né deyja, tíu þúsund eftir bernsku-ár,— þjóð, sem varla þekkir hönd frá hendi heldur en boigin sú, er Jónas kendi: hún er dæmd, og hennar bíður fár. — Voða-Eden, Etnu ströndin bjarta, ár og daga sælan við þér hló, alt til þess, er skall á skruggan svarta, skelfinganna tími sló. Sjáið tákn, og trúið heimsins lýðir, tákn, er kenna allar tíðir: lærið, lærið, bræður, bróður-þel! Sikiley, er sundurkramin flakti, samhug yðar skyndilega vakti. Hvað var þetta þó? Eitt stundar-él! Qræðið þau hin þúsundára sárin, þýðið eigin glæpafreðinn hyl. Brott með víl og vonarlausu tárin; vekið andans sólaryl! Mammonbrott, sem myrðir hjartansgæði, Mólok brott, hinn grimmi, vígaskæði! Fyrir heiðni komi kn'Stin stjórn. Fleiri í ár en liggja lík við sundið lestir tímans hafa pínt og bundið: reiknið alla ársins syndafórn! Ómar nú frá hæstum himna Drottni heilagt orð um gervalt jarðar svið: «Hverfi heiftir, sverðin sundurbrotni, samúð lærið, grið og frið!» — M.J. Dr. Valtýr. Fyrsta afreksverk meiri hluta þingins var að ónýta kosningu dr. Valtýs Guð- mundssonar, eins og kunnugt er orðið. Hér skal engin dómur á það lagður, hvort málum vorum á þingi sé betur komið eða ver eftir en áður. En hitt er full ástæða til að reyna að gera sér ljóst, hvort hér haf iverið löglega aðfarið, og hverjar hvatir hafi ráðið gjörðum meiri hlutans í þessu efni. — Sú kjörbréfadeild, er þingsetningar- daginn varð fyrir því að rannsaka kjör- bréf doktorsins, lagði til að kosning hans yrði viðurkend lögleg. Kjörbréfanefnd sú, er valin var sama dag í sameinuðu þingi til þess að rannsaka málið og koma fram með tillögur um það var skipuð fjórum Iðgfræðingum, og á því getur- eingin efi leikið, að þrír þeirra eru meðal hinna allra beztu lögfræðinga landsins. Getur nokkur maður efast um að þessir þrír menn, háyfirdómarinn, lagaskólastjóiinn, og sá maður, er verið hefir skrifstofustjóri fyrstu skrifstofu í nokkur ár, beri fullkomið skyn á þetta mál ? Er það líklegt, að menn, er hafa slík embætti á hendi, útskurði rangt mál rétt að vera? Þyrfti ekki meir en meðal ósvífni til þess að gera sjálfum sér og embættisstöðu sinni slíka svívirðing? Þótt gert sé ráð fyrir, að blöðum fumvarpsandstæðinga hafinú loksins tekist að gjörspilla svo hugsunarhætti flokks- mannasinna,að þeir geti trúað beztu mönn- um frumvarpsmanna til þess að drýgja glæpi.ef slíktgætistuttað framgangifrum- varpsins, þá er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að nokkur heilvita maður geti ætlað þeim slíkt, þegar þeir eða þeirra flokkur getur ekkert við það unnið. Dr. Valtýr virðist vera harla blendinn í frumvarps- niálinu, en þó má mikla fremur telja hann til frumvarpsandstæðinga en frum- varpsmanna. Er það sennilegt, að nokk- ur frumvarpsmaður hefði viljað gera sig sekan um glæpsamlegt athæfi til þess að koma slíkum manni inn á þingið? Frum- varpsandstæðingar eru í svo miklum meirihluta á þingi, að engu skiftir það úrslit frumvarpsins, hvort þeir hafa þar einu atkvæði fleira eða færra. Mátti þeim því mákfnisins vegna standa á sama, hvort dr. Valtýr átti sæti á þinginu eða ekki. Flokksmaður þeirra,háyfirdómarinn, úrskurðaði kosningu hans Iðglega, en þó greiða" þeir atkvæði með því, að hún sé ólögleg. Annað hvort eru þess- irmenn svogjör blindaðir af sjálfsáliti og hroka, og hafa svo vitleysislega oftrú á vitsmunum sjálfra sín, að þeir hyggja sig sjálfa færari um að dæma um hvað lög- legt sé eða ótöglegt, heldur en beztu lögfræðinga landsins, eða þeir hafi greitt atkvæði með röngu máli gegn. betri vitund. Annað hvort skortir því þenna meiri hluta þingsins fyrsta skilyrðið fyr- ir því að geta talist skynsamir menn: það að sjá og skilja, á hvaða málum þeir hafa vit og þekkingu og á hverjum ekki, eða þá skortir fyrsta og síð- asta skilyrðið fyrir því að geta talizt heiðárlegir merin: það, rtð gera aldrei 1909. vísvitandi rangt. Slíkt ástand er svo hrylli- legt og sorglegt, að full ástæða er til þess að örvænta algerlega um heill og heiður þjóðarinnar ef slíkir menn eiga lengi að ráða lögum og lofum í landi hér. Menningu og siðferðisþroska þjóðar- innar verður naumast gerð meiri skömm og svívirðing en það, að meiri hlnti löggjafarfulltrúa hennar beiti augljósu ofbeldi og rangindum fyrir eigin hags- muna sakir, eða til þess að hefna sín á gömlum flokksforingja, fyrir það eitt, að honum varð á, í fljótfærni og gáleysi að láta sannfæringu ráða orðum sínum um sambandsmálið á stúdentafundi í Höfn, án þess að honum væri þá kunn- ugt um, að flokksmenn sínir ætluðu að snúast við þessu máli á annan hátt. — Sumir þeirra" manna, er "greitt hafa atkvæði gegn kosningu doktorsins, hafa »vitanlega» og ómótmælanlega ekki snefil af þekkingu eða viti á slíkum mál- um. Pó skammast þeir sín ekki fyrir það að koma opinberlega fram með sleggjudóma um þessa kosningu. Er það ekki viðbjóðslegt að heyra þingmann Akureyrarkaupstaðar spú því í blað sitt gegnum símann, að »stór- gallar» hafi verið á kosningu dr. Valtýs, eftir að háyfirdómari landsins hefir lýst því yfir að, að hún sé lögleg? Hafa ekki Akureyrarbúar fulla ástæðu til þess að skammast sín fyrir slíkan þingmann? Hvers vegna var meiri hlutanum svo mikið áhugamál að ónýta kosningu dr. Valtýs? Máiefnisins vegna getur það ekki hafa verið, eins og áður er tekið fram. Astæðan getur því naumast verið, önnur en sú, að þá yrði keppinautarn- ir um ráðherrasætið einum manni færri, eða jafn vel tveimur. Pvi að ólíklegt er, að meiri hlutinn geti mælt með há- yfirdómaranum til þeirrar tignar, eftir að hafa lýst því óbeinlínis yfir, að annað hvort hafi hann, háyfirdómari landsins, ekkert vit á lögum, eða hann gefi lög- fræðislega úrskurði gegn betri vitund. Er nú ekki að ásannast það, sem áður hefir verið gert ráð fyrir hér í blaðinu, að á þessu þingi mundi baráttan um völdin ráða mestu um gjörðir frum- varpsandstæðinga? — Dr. Valtýr er mæðumaður hvað af- skifti hans af pólitík snertir. Hann hefir einu sinn áður verið í meirihluta á þinginu og þá fór alt í handaskolum fyrir honum. Þegar svo að hans flokk- ur, sem hann hefir stofnað og verið for- ingi fyrir, verður í annað sinn í miklum meiri hluta, er það fyrsta verk hans að sparka honum út af þingbekkjunum án nokkurrar lögtnætrar ástæðu og það er jafnve! ekki hikað við aðfremjatil þess lagabrot. En sá flokkur, sem hann hefir í langan aldur ofsótt bæði leynt og Ijós verður til þess, að styrkja hann að réttu máli ,þrátt fyrir það, þótt hann sé ennþá andvígur þeim flokki. Skyldi honum nú ekki loksins vera farið að skiljast, hverskonar lýð hann hefir haft undir merkjum sínum til þessa, hafi honum eigi skilist það áður? Sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson Sögir um drdttlnn alsherja'r:

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.