Norðri - 04.03.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 04.03.1909, Blaðsíða 2
34 NORÐRI. NR. 9 Verzlunarhorfur. (Kafli úr ritgerÖ l málgagni Kaupfélags Þingeyinga » ófeigi«) .......... Verzlunarástandið, sem að framan er Iýst, er að vísu vont eins og stendur, en þó væri það ekki óþolandi, eða neitt afarískyggilegt í mínum aug- um, af því það væntanlega breytist til batnaðar innan skamms, ef eigi væru hin- ar miklu skuldir frá hinum ágætu verzl- unarárum að undanförnu. ..........Pegar menn safna skuldum í góðum verzlunarárum, er ekki líklegt að menn haldi við í mjög vondum verzlunarárum, eins og nú er, hvað þá heldur meira. Pað var því skiljanlegt, að ástandið gæti eigi batnað á árinu sem leið, nema menn skiptu alveg um lifnaðarháttu og framkomu, og legðu afarhart að sér í mörgum atriðum. Vöru- magnið til gjaldeyris er að vísu dálítið meira, en það nemur eigi verðfallinu, Skuldafærsla hefir reynst því nær ókleyft, því allar lánsstofnanir voru þurausnar áður. Skuldir við kaupmenn voru geysi- miklar, svo meiri hluta þeirra liggur við falli, — Og þó félagsmenn eigi þar fæstir hlut að máli, sýnir það hið al- menna ástand, og hvernig þeirri öldu er varið, sem nú hefir gengið yfir, um nokkurt skeið. Eg býst við, að flestir kannist að ein- hverju leyti við þessa öldu, og það, að hún gengur yfir þjóðlíf vort alt hér á landi. Eg kemst því eigi hjá því að lýsa henni nokkuð frá almennu sjónar- miði, minnast á afleiðingar hennar, og að lokum benda á orsakirnar, því »at ósi (=upptökum) skal á stemma, — Undir þessa öldu hafa lyft umbætur á bankamálum landins, og ýmiskonar láns- kjörum, á síðustu árum, nauðsynlegar umbætur í sjálfu sér —. Þær, og fleira, hafa hvatt fram áhuga manna til umbóta á byggingum, til jarðabóta og annara atvinnubóta á sjó og landi, svo og fræðslu og menningar. — En við höfum eigi kunnað oss hóf, — eigi kunnad með • lánstraust eða peninga að fara, — og afleiðingin er á skömmum tíma: skulda- ástand, sem er þjóðarvoði. Innbyxðis er skuldaástandið þannig: Bankarnir skulda útlöndum í árslok 1907 um 8^/a millión króna — skuldir, sem myndast hafa hjá landsmönnum síðan í aldarbyrjun. Á þessu tímabili, og mest þó á síðustu 3 — 4 árum, er lánstraust manna svo uppunnið, að bank- arnir eru hættir að áræða að lána út meira fé, þótt þeir kynnu að geta feng- ið það frá útlöndum. Innborganir lána eru alveg hverfandi, í samanburði við þetta feykimikla útsog úr bönkunum. Ábyrgðarlánin falla nú óðum á ábyrgðar- mennina. Margir hafa fleytt sér áfram með ýmiskonar skuldafærslu, og meira eða minna »plötuslætti,« en nú taka gjaldþrotin við, eins og bezt má sjá af auglýsingum » Lögbirtingablaðsins.« Auk bankaskuldanna hafa skuldir við kaupmenn aukist stórkostlega nú síðustu árin, og setur það marga þeirra á höf- uðið. Af sömu ástæðu eru og kaup- félögin í kreppu. Einnig á þessu svæði er lánstraustið tæmt að mestu eða öllu, því mælt er að ýmsir helztu »commis- sionerar* f útlöndum sjái sitt óvænna með viðskiftin við ísland og ætli að hœtta þeim. Út á við — gagnvarf öðrum lönd- um — er ástandið auðsætt af framan- sögðu. í gegum bankana skulda landsmenn í útlöndum. og þá Dönum mestmegnis — 8 — 9 milliónir króna. — I gegnum innlwuáa keujtmcnn, og jefnvel l¥tu(»félög skuldum vér svo milliónum skiftir. Eg veit ekki hve mikið. Og loks skuldum vér hinum dönsku selstöðukaupmönn- um eigi allítið fé. — — í stuttu máli: Örfáir peningamenn í útlöndum hafa ráð vort í hendi sér, þeir geta í fjár- hagslegu tilliti fært landið í kaf með litlafingri. — Betta eru engar öfgar, því þótt nokk- uð af því fé, sem vér skuldum gegnum bankana, sé í verðbréfum, sem eigi verður sagt upp, þá er hægt að kasta þeim inn á markaðinn fyrir afarlágt verð, og kemur þá verðfallið hart niður á oss. En hitt er þó athugaverðara, að bank- ar vorir hafa hin síðustu missirin skuld- að á hlaupareikningum 3 — 4 milliónir kr. erlendum bönkum (mest í K.höfn.) og skulda víst enn sem því svarar, og svo eru þær milliónir, sem vér skuld- um gegnum verzlunina. — Alt þetta eru skuldir í gjalddaga, hve- nærsem lánardrottnum sýnist. Og hvernig er svo landið statt, nú á miðjum vetri, með byrgðir helstu lífsnauðsynja? Það er sagður almennur matvöruskortur nú í verzlunum, að m. k. um alt Norðurland. Meira að segja; líkurnar eru daufar um að úr þessu verði bætt síðari hluta vetr- arins, þótt hafísinn leyfði samgöngur. Vegna hvers? . . Vegna skulda, því ef eitthvað fæst, þá er það nýtt lán. Þannig erum vér nú staddir. Pannig er vort þjóðlega sjálfstæði nú að fjár- hagnum til gagnvart öðrum, sér í lagi Dönum. Pessa örlagaþætti höfum vér sjálfir snúið oss um hendur og fætur, einmitt þau árin, sem sjálfstæðismálið hefir verið mest rætt og bezt vakandi. Eg vil ekkert draga úr áhuga manna á pölitísku sjálfstæði. Pað er hverri þjóð dýrgripur. En um það er lítil hætta hjá oss, í samanburði við þetta. Hér er hœttan, voðinn. Sjálfstæðisþrá þjóðarinnar er gömul, og að líkindum sterk. Henni hefir orð- ið furðanlega ágengt í pólitísku tilliti. En hún hefir aldrei beitt sér verulega að fjárhagshliðinni, síðan verzlunin var gefin frjáls. Nú er fylling tímans, ein- mitt í þeim efnum: tlmamót eins mikil og í pólitískum efnum, því sé nú ekki snúið við er sjálfstæðið tapað um langt skeið í efnalegutilliti,og pólitískt sjálfstæði verður aldrei nema á pappírnum, ef hitt vantar. — Eg hefi bent á framsóknarhug þjóð- arinnar, sem orsök til skulda-ástands- ins. En hann er það meira á yfirborð- inu. Ef hugurinn á verklegum og and- legum umbótum hefði verið einn um hitu, mundi hófsins hafa verið betur gætt. Orsakir til ógegndarinnar eru dýpri, og liggja að sumu leyti í eðlisfari voru um langan aldur, og að öðru Ieyti í tíð- aranda, sem magnast hefir í ákveðna átt um mörg ár. Menn leita farsældarinn- ar í munaði og léttri vinnu. Það er ástrlða án æðra markmiðs, og virðist hún hafa ráðið mestu í háttaskiftum þjóðarinnar um alllangt skeið. F*að er þjóðarlöstur hve margir lifa, og hafa lifað, yfir efni fram — miða ekki gjöld við tekjur. — Þessu hefi eg kynst öll þau ár, sem eg hefi verið starfsmaður K. P. og mér kom ekki á óvart, þótt þjóðin hlypi af sér hornin, þegar rýmkað var um lánveitingar í stórum stíl. Það er ekki velmegunln, sem menn hafa haft fyrir augum í framsóknaráhug- anum, heldur vellíðunin, þessa almenna góðmennska við sjálfan sig er ástríðan, sem eg að framan nefndi. Pegar þessi ástríða takmarkast tiltölulega lítiðaf þeirri grundvallarreglu, að gjöldin fari alls ekki fram úr tekjunum, þá verður hún að almennum, sterkum aldarhætti, eða þungum straum, sem einstaklingarnir fylgjast með, margir nauðugir, ............ Það er ekki fárra manna meðfæri, að standa af sér þennan straum, því síður að fá valdið straum- hvörfum, þar sem straumurinn hefir slík- an aðdraganda. Til þess þarf samhug og samtök fjöldans, ekki einungis þeirra, sem straumurinn hefir flutt á flæðisker, eða í aðrar ógöngur, heldur og þeirra, sem vel eru stæðir. Mér er kunnugt um, að ýmsir menn, bæði í félagi voru og utan þess, standa nú, þrátt fyrir alt, allvel að vígi í efnalegu tilliti. Pessir menn þurfa að hefja samtökin með hinum. Hér þurfa allir að fylgjast að, því hér er að ræða um þjóðarvelferð, sem alla varðar. Látum það sjást, að þráin eftir sjálf- stæði og sjálfsforræði þjóðarinnar, svo í efnalegu sem pólitísku tilliti, sé svo almenn og sterk, að hún sigri ríkustu ástríðu þjóðarinnar, sem til meins horf- ir. Sjálfstæðisbarátta þjóðanna, þegar hún hefir verið einhuga, og neytt allra vopna þjóðarinnar, en ekki látið sitja við orðagjálfur, hefir frelsað þær bezt frá gömlum erfðasyndum. Hinar ytri ástæður eru nú svo, að ekki getur hjá því farið, að skorturinn berji að dyrum, og leiði sparnaðinn í bæinn hjá allmörgum innan skamms, nauð- ugum, viljugum. Komi sparnaðurinn sem nauðung verður hann því meiri kvöl. Sé hann leiddur í bæinn með almenn- um samtökum og vakandi markmiði, getur hann orðið tiltölulega léttbær. Pétur Jónsson. Frá yguJlöld* ís/ands. Eftir M. J. V. Deilur Hafliða og Porgils. Saga Ketils. «Vér uxum upp í Eyjafirði, og var mælt, að það lið væri efnilegt. Eg gat og þann kost, er beztur þótti vera, Oróu dótturGissurar biskups. En það var mælt, að hún léti mig eigi einhlýtan, og þótti mér illa. Tilraunir voru gerfar og gengu þær vel, en eigi að síður þótti mér ill- ur rómur á vera, og fyrir því lagði eg fjandskap á manninn. Og eitthvert sinn, er við hittumst á förnum vegi, veitti eg honum áhlaup og vildi vinna á honum, en hann rann undir höggið, og varð eg undir. Síðan brá hann knífi og stakk í auga mér og misti eg sjónar á auganu. Þá lét hann mig upp standa og var það nokkuð með ólíkindum, að því sem eg virkti, en eg hafði tvenn öfl hans, enda þótti mér okkar vSa slíkur munur í öðru, vildi eg þessa greypilega hefna með frændaafla og gera manninn sekan; bjuggum vér svo mál til. En þá urðu til nokkrir aflamiklir menn með honum og ónýttu mín mál. Nú má og vera, að til verði nokkrir að veita Porgils, þó að þín málefni séu ríflegri. En frá mér er það að segja, að fé var boðið í bætur, og þá hugði eg að, hvað mér hafði að borist, og alt fyrir mér þung- lega tekist. Neitti eg bótum, en réðjiitt af að skjóta máli mínu til guðs misk- unar, því að mér tókst alt þunglega til mannvirðingar, enda fylgdu þeir manninum, að eigi var stórra sæmda von að þeirra bótum. Oerði^ eg þá það fyr- ir guðs sakir, að eg gaf honum upp alt málið, bauð honum til mín, og var hann lengi með mér síðan. Og þá snerist orðrómurinn og þar með virðing mín meðal manna, lagðist mér nálega hver hlutur m'ðan meir tf! gaefu en áður. — Haf þú nú það af hjali mínu, er þér þykir nýtandi,» Við dæmissöguna snérist mjög skap- lyndi Hafliða. Lauk svo að hann hét að taka sáttarboðum Porgils, en setti þann skildaga við Ketil, að hann tæki við biskupskosningu á Hólutn, það sama sumar, því Jón hinn helgi var þá and- aður. Ketill fór undan og bar það fyrir, að sýn sín væri fötluð og hann á efra aldri, Þó urðu þær lyktir beggja mála, sem báðir vildu. Var engu líkara en andi og ráðsnilli tengdaföðurs Ketils prests hafi þar enn ráðið májalokum. Er þeim, sem Sturlungu þekkja og svo þessa deilu, allfróðlegt að bera saman, hversu ólíkur bragur er á alþingi íslend- inga á öndverðri 12. öld, hjá því sem varð á hinni 13., er öll lögstjórn og þinghelgi lenti einatt í uppnámi. Liðu nú 6 — 7 áratugirenn, svo engar stærri skærur urðu hér á landi af stórmælum eða ófriði. En þó fer óðum að ókyrrast þjóðlífið eftir það, að erkibiskupsstóllinn kom að Nið- arósi oghinn mikli innanlandsófriður var tekinn að magnast, er þarstóð nál.heilaöld, altfrá láti Sigurðar Jórsalafara 1136 til rík- isára Hákonar gamla; fylgdi því hin mesta siðspilling og lagaleysi, sem snemma náði hingað til lands, einkum til höfð- ingja og klerka. Mátti með sanni segja, að íslendingar væru ekki einir í sökinni er losna tók um flestar lagaskorður í landinu: spegillinn var landið fyrir aust- an hafið. Næst kemur frásaga um brúðkaupið á Reykjahólum, er stóð um þetta leyti, Síðan greinir um nokkra fleiri biskupa, um jarteinir, o. fl. Fiskimatsmenn Vöruvöndun í 6. tbl. «Norðra» ritar B. J. allítar- lega hugvekju um þetta mál. Með þessum línum ætla eg alls ekki að and- mæla hinum heiðraða höfundi, heldur þvert á móti að taka í sama strenginn um það, hve nauðsynlegt væri að fá hér norðanlands, skyldurækinn og vand- aðan fiskiyfirmatsmann* sem bæri gott skyn á fiskverkun yfir höfuð, og væri fær um með lipurð og kostgæfni að leiðbeina mönnum við fiskverkun og um fram allt gæti séð um, að héðan yiði ekki send nema góð fyrsta flokks vara, sérstaklega til hinna spönsku og ítölsku markaða. Rað er rétt hjá hin- um heiðraða höfundi, að mál þetta var ekki á dagskrá þingmálafundarins hér, og því ekki rætt þar; en aðalástæðan fyrir því var sú, að mönnum var kunn- ugt um — sérstaklega af símtali við yfirmatsmanninn í Reykjavík, — að stjórnin ætlaði að leggja nú fyrir þingið frumvarp til laga um þetta mál. Eg sem rita þessar línur, átti ítarlegt sam- tal um þetta mál við þingmann Akur- eyrarkaupstaðar, sem lofaði að styðja það eftir megni; og eg vona, að þing- menn sjái og viðurkenni nauðsyn þess, og þingið afgreiði það á heillavænlegan hátt. Eg er samdóma B. J. um það, að Norðlendingar standi enn að baki Sunnlendingum hvað fiskverkun snertir, en mér er þó fullkunnugt, að verkuninni hefir mikið farið fram tvö síðustu árin, en því miður er framförin ekki nógu almfnn. Sumar veiðistöðvar hér við fjörðinn hafa tekið allmiklum framförum í þessa átt, og vil eg því til stuðnings taka til dæmis eina veiðistöð hér við utanverðan Eyjafjörð. Sumarið 1906 var fiskverkun þar einna mest ábótavant, en sumarið 1908 var saltfiskurinn þaðan bezt vimdaður yflrleitt. Pessa er vert

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.