Norðri - 04.03.1909, Blaðsíða 3
NR. 9.
NORÐRI.
35
og skylt að geta opinberlega, }ieim til
heiðurs, er framförunum taka, en hinum
til viðvörunar og eftirbreytni, sem ekki
hirða um að vanda vöru sína, og eiga
þar af leiðandi á hættu, að varan falli
stórkostlega í verði öllum til tjóns og
héraðinu til vanvirðu, því eins og B. J.
tekur fram, eru skilyrðin fyrir góðri
fiskverkun betri hér en á Suðurlandi.
Að vér Norðlendingar höfum ekki til
þessa tíma getað komið fiski vorum á
spánskan markað, sem norðlenskum
fiski, er ekki allskostar rétt. Verzlunin
Edinborg héM bænum sendi til Spánar
og ítalíu síðastliðið sumar ca. 2200 skpd.
af saltfiski, sem norðlenzkum fiski. Bæ-
jarfógetinn á Akureyri ritaði á farmbréf-
in, og vottorð um vörugæðin voru und-
irrituð af tveim fiskimatsmönnum, sem
bæjarfógetinn útnefni til þess starfa fyr-
ir tveim árum.
Eftir fregnum þeim að dæma, er kom-
ið hafa af þessum norðlenzka fiski, hef-
ir hann ekki reynst lakari vara en víða
annarstaðar af landinu, en sannleikurinn
er, að fiskur víða af landinu hefir reynst
Iakari vara síðastliðið sumar en undan-
farin ár, sem að líkindum stafar að nokkru
af því, að sólbruni (suða) hefir komið
fram í fiskinum, þegar hann kom á
markaðinn, sem gerir það að verkum,
að slíkan fisk er ekki hægt að selja fyr-
ir neitt verð. Sama má segja um hin-
ar lakari tegundir af fiskinum (nr. 2),
að nú síðastliðið sumar og vetur mega
þær heita óseljandi, svo að kaupmenn
þeir, er fiskinn hafa keypt verða fyrir
stórskaða á fiskkaupum síðastliðið ár.
Þetta ætti að verða aðalhvötin fyrir fiski-
mennina að vanda sem allra bezt fisk-
verkunina framvegis, því ef hún ekki
tekur almennum framförum, eiga menn
eins og áður er sagt —á hættu, að fiskur-
inn falli mjög í verði.
Eins og áður er tekið fram, eru nátt-
úruskilyrðin fyrir góðri fiskverkun hér
á Norðurlandi svo góð, að fiskur héð-
an ætti að verða tekinn fram yfir allan
fisk alstaðar annarstaðar af landinu.,
í þetta horf geíur fiskverkun komist
hér, og á að komast, og geti það ekki
orðið innan skamms, er það mönnum
sjálfum að kenna, og «sjálfs eru vítin
verst.» Um þetta nauðsynjamál mætti
rita langa ritgjörð, en til þess er ekki
rúm í stuttri blaðagrein, en þessu máli
þarf að halda vakandi. —Vér þurfum og
eigum að fá fiskiyfirmatsmann. Eg geri
ráð fyrir, að margir verði til þess að
sækja um þennan starfa, en eg verð að
álíta, að vér ættum að reyna að hafa
hönd í bagga með, er um veitingu hans
er að ræða.
Ef vér þekktum einhvern umsækjanda
— öðrum fremur —,að skyldurækni og
þekkingu, er væri starfanum vaxinn, ættu
kaupmenn og útgerðarmenn að gefa
honum meðmæli, sem fylgt gætu um-
sókn hans til stjórnarráðsins, sem að
sjálfsögðu veitir þessa slöðu.
"/»-'09
/. H.
Hið enska hófdrykkjumál
gekk ekki í gegn á síðasta þingi. Er
þar við rainman reip að draga — ekki
einungis fyiir eigingirni ríkismannanna,
sem eiga drykkjustofurnar og hafa sam-
tök f tnóti frumvarpinu um alt land,
heldur eru «klúbbarnir» enn þá meiri
þrándar í götu. AHir «klúbbar» reka
vínsölu, en þeir verða ekki tölum tald-
ir. Svo geta metin og ef vilja verið
meðlimir ótal klúbba í einu, þótt svo
heiti, að hvcr klúbbur sé lo'kaður öðr-
um en sínuni félögum. í einu stórfélagi
(Associationof Conservative Clubs) getur
hver maður orðið«heiðursfélagi» (Hon-
orary member) ef hann borgar 6 pence
(45 aura), og má þá eta og drekka «í
1100 enskum klúbbum»! þetta er frels-
1« á Englandi! M. ].
Æfísaga
Péturs Péturssonar
dr. theol. biskups yfir íslandi.
Þorvaldur Thoroddsen samdi.
Reykjavík, kostnaðarmennSigurður Kristjáns-
son og Þorvaldur Thoroddsen, 1908. VI -t- 149
bls. 8. Með mynd af Pétri biskupi og
sýnishorni af rithönd hans.
[Verð 3 kr.]
Þetta er góð bók, langbézta sögubók-
in, sem kom út á íslandi árið sem leið,
Þess vegna vil eg leiða athygli almenn-
ings að henni.
Pétur biskup var einhver hinn mesti
nytsemdarmaður, sem uppi var á ís-
landi öldina sem leið. Hann var einn
af þeim mestu starfsmönnum. sem að
biskupsstóli hafa setið á íslandi.
Hann var gæddur mjög góðum hæfi-
eikum, bæði andlega og líkamlega. Hann
hafði góðar og farsælar námsgáfur, Ijósa
greind og víðsýni. Hann var verk-
séður og verklaginn. Hann var einnig
mikill þrekmaðurog iðjusamur; fyrir því
varð hann flestum íslendingum drýgri
og hamingjumeiri. Þótt hann væri til-
finningaríkur, kunni hann þó hverjum ís-
lendingi betur að stjórna sjálfum sér.
Hann hafði um tíma, um og rétt eftir
þrítugt, mjög sterka tilhneigingu til vín-
nautnar, en það sigraði hann algerlega.
Hann varð með aldrinum eitthvert hið
mesta ljúfmenni á íslandi, mildari og
mannúðlegri en aðrir menn.
Pétur biskup var einnig svo hraustur
og heilsugóður, að hann gat unnið á
sjötta tug ára í þjónustu ríkisins og að
landsmálum. Hann varðprestur að Staða-
stað, þá er hann var 28 ára, síðan for-
stöðumaður prestaskólans, er hann var
settur á stofn 1847, og að lokum bisk-
up 1866 og var það í 23 ár, þangað
til hann sagði af sér embættiá81. ald-
ursári. Hann var líka riðinn við flest
þau mál, sem voru á dagskrá á þeim
tímum. sérstaklega öll þau mál, sem
snertu kristindóm og kirkju, skóla og
mentir. Hann sat á alþingi frá 1849
til 1885 og var jafnan einn af hinum
beztu verkamönnum þingsins.
A yngri árum ritaði Pétur biskup tvö
rit á latínu og vann fyrir þau bæði
Cicentiat-nafnbót og doctors-nafnbót í
guðfræði við háskólann. Þá ritaði hann
einnig kirkjusögu íslands á árum 1740
til 1840, en þó er það fremur safn til
kirkjusögu en samunnin saga. Hún er
framhald af kirkjusögu íslands eftir Finn
biskup Jónsson og sniðin eftir henni.
Síðan ritaði Pétur biskup mörg nytsam-
Ieg rit, guðsorðabækur og alþýðurit. Pau
voru góð og göfgandi og vann hann
þjóðinni mikið gagn með þeim,
Pétur biskup var frumkvöðull að ýms-
um nytsamlegum fyrirtækjum og studdi
margt það, sem hann sá að mundi að
gagni verða. Hann var maður friðsam-
ur og varfærinn og vildi vinna með lagi
og lempni. Hann vildi eigi liggja f deil-
um við landsstjórnina, hvorki út af stjórn
landsins né út af lagaskólanum, og lögðu
sumir menn honum það til ámælis. En
hann sá oft betur en þeir, að margt
annað þurfti að vinna, og hann kaus
þá heldur að verja kröftum sínum til
þess.
Frá öllu þessu og mörgu fleira skýr-
ir Þorvaldur Thoroddsen ítarlega. Hann
lýsir jafnframt þeim tíma, þá er Pétur
biskup kom til sögunnar og minnist á
marga samtíðamenn hans. Einungis fáar
íslenzkar æfisögur hafa verið ritaðar á
þann hátt; en það gefur að skilja, að
skipa verður þeim mönnum, sem sæti
eiga í sögu þjóðarinnar, á sinn stað,
þá er sa^a er rituð af þeim, qg dæma
um þá í sambandi við samtíð þeirra.
Englnn getur þvf rifað gðða aeflsðgu af
neinum rnanni, sem tekið hefir mikinn
þátt í opinberum málum, nema því að
eins, að hann sé gagnkunnugur þeim
tíma, sem hann var uppi á.
Þorvaldur Thorodclsen er eirthver hinn
lærðasti maður í sögtt Islands, sem nú
er uppi. Hann er einnig fjölhæfur og
allramannabeztmentaður af íslendingum.
Hann ritar látlaust og segir vel smásög-
ur. Allir þessir góðu eiginleikar koma
fram í bók þessari. Þó mun ýmsum
mönnum mislíka sumt, sem þar er sagt,
mest af því, að það snertir þá á ein-
hvern hátt. Mikið af efni bókarinnar er
enn ungt og því eigi hægt að leggja
algerlega sögulegan dóm á sumt, enda
er eigi enn aðgangur að öllum heim-
ildum frá svo nýjum tíma. En hér er
eigi rúm til þess að fara út í einstök
atriði.
Bók þessi mun gleðja alla þá, sem
unna sögulegum fróðleik. Hún nær yf-
ir svo langt skeið af 19. öldinni, aðhún
er hin fróðlegasta bók, sem er komin
út um sögu íslands á öldinní sem leið.
Og sérstaklega mun hún gleðja marga
Norðlendinga, af því að Pétur biskup
var norðlenzkur maður.
Æfisagan er með 9 myndum ng sýn-
ishornum af rithönd Péturs biskups.
Aftast eru nokkur fylgiskjöl, þar á með-
al fróðleg bréf frá Brynjólfi Péturssyni,
bróðir Péturs.
Kaupmannahöfn 26. jan. 1909
Bogi Th. Melsted.
Asíufarar.
Ekki eru þeir minni ofurhugar og
afreksmenn en heimskautafararnir. Há-
asía er hið mesta heljarland og voða-
flæmi á hnettinum, enda nálega ókunn-
ugt vesturþjóðunum alt til síðustu ára.
Þar hefir kappinn sænski Sveinn Héð-
inn (Sven Heden) á vaðið riðið, og
unnið sér ævarandi orðstýr. Annar mað-
ur er þó orðinn Héðins keppinautur.
Það er M. A. Stein, sá er enska stjórn-
in á fndlandi hefir látið ransaka Mið-
Asíu í þrjú ár samfleytt. Var ferð hans
gerð með miklum kostnaði, enda þurft
hann nokkru minni mannraunum að
mæta en Héðinn, og fór oftast nær
bygðum, ransakaði mest lönd og svæði,
sem Iegið hafa í eyði þúsundir ára.
Hefir hann grafið upp ósköpin öll af
fornborga-rústum, og fundið ódæmin öll
af fornmenjum. Hann fór 10 þúsund
enskra mílna veg eitt sumarið, og yfir
þvert Turkestan og þaðan austur að
landsálfum Kína, og loks vestur yfir
eyðimerkurnar Taklamakan. Milli^auðn-
anna miklu Lob Nor og Tun Huang, fann
hann landamerkjagarð frá 2. öld e. Kr.,
gerðanaf Kínverjum.sem þá höfðuþjóð-
vegallargöturvesturf Persíulönd. Þargróf
dr. Stein upp bókmentaleyfar frá því fyrir
Krists tíma, skornar í tré eða bambus-
reyr. En merkasti fundur hans var »hell-
irinn helgi.» Þar höfðu Buddatrúar-
menn fólgið á 1. öld e. Kr. heilt bóka-
safn. Hefir það verið á ófriðartímum,
og hefir sá hellir verið öllum heimi
hulinn síðan. Bækurnar, yfir 4000 að
tölu, voru bundnar saman í hnýti eða
stóra bögla, og hafði svo vel verið um
alt búið, að ritin eru spáný að sjá. Þau
eru rituð á 6 eða 7 tungumálum, mest
eru það heilög rit, en geyma þó marg-
an og mikinn fróðleik, þegar búið verð-
ur að ransaka þau og þýða, því fund-
ur þessi er frá í hitteð fyrra. Dr. Stein
kom til Lundúna í haust og hefir hald-
ið þar marga fróðlega fyrirlestra.
Bréfkafli
úr Skagafirði.
Það er sannarlegt gleðtefni fyrir okkur
kjósendur Stefátis skólameistara Stefánsson-
ar í Skagafirði, að hann vinnur áfram að
löggjöf landsins, og má vera gleðiefni fyr-
ir alla, er vilja landsmálum vel.
Það, að St. St. náði ekki kosningu hér
í haust, var beinlínis að ketina þeim mögn-
uðu æsingum, er hér urðu út af sambands-
málinu, er utanhéraðsmenn voru upphaf-
lega valdir að, með opinberum og leynileg-
um áskorunum til vina sinna og annara, er '
þeir treystu sér til að hafa áhrif á, að hafna
frumvarpssinnandimönnumtil þings, ántillits
til hæfileika þeirra, og voru síðan
bríikuð hlífðarlaust ekki síður óleyfileg en
leyfileg meðöl, til þess að agitera móti St.
Stefánssyni.
Skagfirðingar einráðir hefðu skoðað skyn-
samlega mál þetta, er svo mikið reið á, þó
að þeir hefðu ekki með ánægju tekiðfrum-
varpið óbreytt, mundu þeir betur hafa séð
hina mörgu kosti þess, og sízt sér til óvirð-
ingar áfelt þá menn, er að því uunu með
öllum sínum beztu kröftum og velvilja. Það
er sorglegt og svíðandi fyrir hugsandi menn
þjóðar vorrar, að þeir menn eru kallaðir
landráðamenn, og öllum verstu nöfnum, er
kosnir voru af beztu kröftum löggjafarþings
þessa lands tif að semja við Dani.
Og það er okkar meining, að þótt öll þjóð-
in hefði átt kost á að velja menn til farar-
innar, hefði hún ekki fundið ' álitlegri
starfskrafta í öðrum sjö mönnum en þeim,
sem sendir voru, enda mun það reynast
svo, að það sem unnið verður til framfara
þessu máli verður fyrst og fremst nefndar-
mönnunum að þakka.
Óefað hefði Stefán náð kosningu hér,
þrátt fyrir sambandsmálið, hefðu kjósendur,
eins og áður er ávikið, fengið að vera ein-
ráðir um atkvæði sitt.
Framkoma hans í þessu máli, sem öðr-
um, var svo hrein og skoðun hans 'alstað-
ar í öllu sjálfri sér samþykk, að skoðunar-
skýrir tilheyrendur munu hafa fengið full-
ati eftirþanka af tírslitunum.
AHir móti og með máleminu luku lofs-
orði á hans prúðmannlegu framkomu á fund-
um hér, hvað sem móti kom. Og skal hér
dæmi tilfært: Einn af ákveðnustu andstæðing-
um frumvarpsins, lýsti því yfir á seinustu
stundu, að engin þörf Itefði verið að stilla
manni upp á móti Stefáni, því í raun og
veru væri honum bezt treystandi til að ráða
sambandsmálinu farsællega til lykta.
Hjá sumum andstæðingum St. mun það
hafa legið til grundvallar, að kjördæmið sjálft
ætti þann mann,\er á þing færi frá því. En
þar sem alþingi er fyrir land alt, lítum við
svo á, að kjósendum hvers kjördæmis beri
fyrst og fremst að hugsa um það, að sá, sem
kosinn ertil þings, skilji rétt sitt starf og sé
vaxinn því að vinna fyrir þjóðina í heild
sinni. Því aðeins að þess sé gætt, sem vera
ber, fara þingstörfin í rétta stefnu og koma
að tilætluðum notum. Þessu geta þeir einir
gefið fulla tryggingu fyrir, sem með fram-
komu sinni eins og St. eru hvívetna öflug
lyftistöng í helztu áhugamálum þjóðar-
innar!
Munu Eyfirðingar drjúgum mega af*
því segja ásamt fl. og fer þar eftir giftu
þeirra, hvernig þeir þakka það.
Óþarft er að fara fleiri orðum um þenn-
an mann, sem fyrir löngu er orðinn þjóð-
kunnur af ræðttm sínum og ritum, er hafa
verið leiðandi, fræðandi og skemtandi.
Eins og við kjósendur hans vorum ó-
ánægðir með afdrif kosninganna í haust,
eins erum við nú þakklátir fyrir, að okkar
háttv. f. v. þingm. Stefán Stefánsson hefir
sæti á þingi, sem áður. «Oft er þörf en nú
er nauðsyn* á nýtum og æfðum starfskröft-
um.
Erum svo sannfærðir um, að hann vinni
af alefli að allri velferð hndsins hér eft-
ir sem hingað til.
íÞeim, sem æfinnar magn
fyrir móðurlands gagn,
hafa mestum af trúnaði þreytt,
hljómar alþjóðar lof
yfir aldanna rof,
því þeir óbornum veg hafa greitt.«
Skagfirðingur.
*
* *
Ath. Bréfkafli þessi kom fyrir skömmu oss
í hendur, og er oss því eigi um að
kenna, að hann birtist lesendum blaðs-
ins miklu seinna en höfundurlnn gerði
ráð fyrir.