Norðri - 11.03.1909, Qupperneq 3
NR. 10
Tmorðri.
39
Nokkrir duglegir
fiskimenn
•jeta enn fengið skiprúm á mótorskip-
inu »Egil« á Akureyri. Menn eru beðn-
n að snúa sér hið alira fyrsta til
formannsins Guðmimdar Tryggvasonar
eða til undiritaðs.
Aðeins peningar í boði,
Oddeyri 11. marz 1909.
Ragnar Ólafsson.
og hver höndin upp á móti annari, að
því er virðist, af eintómri valdafýkn og
engu öðru. Skyldi konungur aftur á
móti hafa tekið Skúla gildan, ef á hann
hefði verið bent í haust, þá myndi
slíkt einnig hafa komið í bága við fram-
komu meiri hlutans nú gagnvart Skúla.
5.
Alþing.
Talsímafréttir til Norðra.
Felt frumvarp.
Frumvarp til laga um dánarskýrslur,
sem stjórnin Iagði fyrir efri deild og
var samþykt þar, hefir verið felt í neðri
deild með öllum atkv. m. hl. (Líkiega til
þess að sýna, hvað þeir megi sín mikils).
Pingstörfin
ganga tregt eins og áður. Meiri hlut-
inn heldur sífelt flokksfundi og eyðir
til þess miklu af tímanum. Talið er al-
veg óhjákvæmilegt, að lengja verði
þingtímann að miklum mun, ef nauð-
synlegustu málin eiga að komast í gegn
um þingið.
Pjóðviljinn
Ritstjórinn heldur áfram í síðasta blaði
að hnýta í flokksbræður sína, einkum
Björn Jónsson ritstjóra og ráðherraefni.
Telur hann óþarft að bregða honum
um valdalystarleysi, því allmikið af því
fylgi, sem hann hafi fengið sem ráð-
herraefni, sé að j>akka hans eigin und-
irróðri. Sömuleiðis heldur blaðið því
fram, að utanstefnum konungs hefði
flokkurinn átt að svara þannig, að senda
konungi símskeyti og sýna honum fram
á, að óþægilegt væri vegna þingstarf
anna að senda alla forsetana utan, og
óska eftir að fa að senda að eins einn
mann. Telur blaðið víst, að konungur
hefði tekið þessu Ijúfmannlega. En nærri
því segir það, að ekki hafi verið kom-
andi, forsetarnir hafi ólmir viljað fara.
Fjárlögin
eru ennþá í nefnd og verða nokkra
daga; meiri hlutinn hefir þó gefið í skyn
að hann ætlist til þess, að annari um-
ræðu í neðri deild verði lokið áður en
forsetarnir fari til Kaupmannahafnar með
»Sterling« 21. þ. m., en ólíklegt ertal-
ið, að svo verði.
Utanförin.
Nú er afráðið, að þinginu verði ekki
frestað rneðan forsetarnir eru í utanför
sinni. En ráðgert er að fresta öllum
stórmálum á meðan. Sambandsmálið á
að sitja í nefndinni meðan þeir eru
erlendis.
Þingtíðindin.
Frumvarp til laga um að hætta að
prenta þingræðurnar, er til umræðu í
FDNDARBÖÐ.
Fimtudaginn 18. þ. m. kl. 4. e. h. heldur »Gufubátsfélag Norðlend-
inga» aukafund á Hótel Akureyri.
ST/ÓRN IN.
n. d. þessa dagana. Björn Jónsson sæk-
ir það mál af hinu mesta ofurkappi,
vildi okki láta setja neind í málið. Tal-
ið líklegt að frumvarpið verði felt.
Gufuskipaferðir.
Thor E. Tulinius hefir gert alþingi
tilboð um að annast gufuskipaferðir
milli íslands og útlanda og strandferð-
ir hér við land, gegn því, að landið
leggi til 500 þús. kr., sem hlutafé í
gufuskipafélagið «Thore» og veiti auk
þess 60 þús. kr. árlegan styrk til ferð-
anna, og ábyrgist 40 þús. kr. styrk úr
ríkissjóði Dana eins og hingað til.
Gegn þessu býður hann þannig lag-
aðar skipagöngur: Til ferðanna milli ís-
lands og útlanda, 3 skip af sömu stærð
,Sterling‘, auk þess Ingólf og eitt auka-
skip; skulu þessi skip ganga alt árið.
Til sírandferða býður hann 3 gufubáta,
sem eiga að ganga í 8 mánuði. Einn
milli Reykjavíkur og ísafjarðar, annar
milli ísafjarðar og Seyðisfjarðar og sá
þriðji milli Seyðisfjarðar og Reykjavík-
ur.
Kaupfélag
Eyfirðinga
hélt aðalfund sinn á Möðruvöllum í
Hörgárdal laugardaginn 6. þ. m.
Verzlunarviðskifti félagsins höfðu auk-
ist töluvert á síðastliðnu ári. Útlendar
vörur seldi það fyrir nálega 80 þús.
kr. og er það um 18 þús. kr. meira
en næsta ár á undan. Kaup og sala inn-
lendra vara hafði og aukist að miklum
mun. Á sláturhúsinu var slátrað um
4700 sauðkindum síðastliðið haust, en
3700 næsta haust á undan, Kjöt, ull
og skinn seldist tæplega svo vel, að
félagið gæti staðið við að greiða
félagsmönnum það verð, er áætlað var
í kauptíðunum. Samþykt var að félagið
skyldi þó láta við svo búið standa, og
skyldi hallinn bættur með því að ágóð-
inn af vöruúttektinni minkaði um það
sem svaraði þeirri upphæð.
Þrátt fyrir það verður árságóðinn
nægilegur til þess, að hægt verður að
greiða félagsmönnum 6% af vöruúttekt
þeirra yfir árið. — Pegar tekið er tillit
til þess, að síðastliðið ár var mjög örð-
ugt verzlunarár, þá leit fundurinn svo
á, að þessi niðurstaða mætti heita góð.
Töluvert átti félagsverzlunin útistand-
andi hjá ýmsum félagsmönnum um ára-
mótin, og urðu miklar umræður um
það, að því bæri að kippa í lag eftir-
leiðis. í sambandi við það var samþykt
í einu hljóði þessi tillaga:
«Fundurinn skorar á allar sveitar-
stjórnir á félagssvæðinu að reyna að
koma á samtökum með að spara sem
mest munaðarvörukaup, þar sem
hann lítur svo á, að það sé eftir at-
vikum eina ráðið til að bæta efna-
hag almennings.
Rætt var um að brýna nauðsyn bæri
til að komið yrði upp kornforðabúri
fyrir sýsluna. Ressi tillaga varsamþykt:
«Fundurinn felur stjórn kaupfélags
Eyfirðinga að undirbúa málið um
kornforðabúr sem bezt, og skrifa
öllum hreppsnefndum í sýslunni til
undirbúnings frekari framkvæmda.»
Yfirleitt bar fundurinn vott um mik-
inn áhuga félagsmanna fyrir samvinnu-
félagsskapnum og góðan skilning þeirra
á þýðingu hans fyrir efnalegar framfar-
ir þjóðarinnar. Á þeim trausta grund-
velli er vonandi að Kaupfélag Eyfirð-
inga eigi góða framtíð fyrir sér.
H. K.
Fallega byrjað!
Þjóðr æð is-f ramsóknar-f ram fara-s j á! f stæð-
ismennirnir, eða hvað þeir nú hafa upp-
nefnt sig nú síðast, hafa gert tnikinn hávaða
út af því, hvað Heimastjórnarflokkurinn væri
hlutdrægur. Auðvitað var það lygi. Aðeins
ein af rógburðaraðdróttunum þeirra «þjóð-
ræðismanna og annað ekki.
En nú er að lífa á hvernig »Pjóðræðis-
menn> haga sér og hvernig þeir fara með
vald sitt. Pað er stuttur tími að vísu, er
þeir hafa getað ráðið nokkru, en ávextirn-
ir eru þó farnir að koma íljósá þvísvæði,
er þeir ná til.
Pað er á þinginu.
Skrifstofustjórastarf alþingis er vandasamt
embætti og þarfnast nianns er sé stjórnsam-
ur, duglegur og æfður skrifstofumaður.
Kr. Jónsson háyfirdómari, Kl. Jónssonland-
ritari o. fl. æfðir menn í skrifstofustjórn yf-
irleytt hafa gengt því. Á þinginu 1905 var
Dr. Jón Þorkelsson skrifstofustjóri og réðu
Heimastjórnarmenn hann til þess, þótt hann
væri Landvarnarmaður. Var það rétt,iþvi að
hann hefir vafalaust verið færastur til starfs-
ins, af þeim, er þá sóktu um það, eljumað-
ur, æfður og vandvirkur og manna afkasta-
mestur við skrifstofustörf.--
Nú er til þessa starfs ráðínn — Einar
Hjörlcifsson.
Flestir vita. að E. H. er æfður rithöfund-
ur. En hverir þekkja skrifstofureglusemi
hans, stjórnsemi, árvekni og þol, sem þetta
starf útheimtir?
Til aðstoðar á skrifstofu alþingis hafa
vanalega verið ráðnir ungir og duglegir
kandidatar. Nú er tveimur ötulustu atkvæða-
smölum »Þjóðræðis>-manna gefinn sá biti,
og væntum vér, sóma þingsins vegna, að
þeir, að minstakosti, kunni íslenzka réttrit-
un stórlýtalýtið, þó engin trygging sé fyrir
því.
Menn þessir eru Vilhelm Knudsen slátr-
ari og ketsali af Akureyri og Einar nokk-
ur Þorkelsson. áður snæfelskur bóndi (?),
en nú til heimilis í Reykjavík.
Að því er snertir önnur 'ritslörf við þing-
ið halda »Þjóðræðis«-menn sér sömuleiðis
»in«an flokksins«, en ekki sker sú hlutdrægni
svo mjög í augu.
Ekki er óskemtilegt heldur að athuga
hvernig þeir «Þjóðræðis«-menn skipa nefnd-
ir sínar í þinginu. Sigurður Hjörleifsson er
t. d. settur í háskólanefnd og fullyrt, að hann
hafi langað mikið til að verða formáður
nefndarinnar, hvernig sem því máli hefir
lokið. Væri það eftir annari ráðsmensku
»Þjóðræðis«-manna að kjósa þann mann
fyrir formann íslenzku háskólamálanefndar-
innar, sem hefir einna lélegast embættis-
próf frá háskólanum í Höfn af ölium nú-
lifandi íslendingum.
Úr Austurskaftafellssýs/u.
Tíð óstöðug eftir nýár 1908, engir stór-
snjóar en oftast jarðir, vorið gott eftir að
sumar kom, sumarið stilt og þurkasamt
fram í september, gras vel í meðallagi. í
miðjum september brá til votviðra og hefir
ofanfall haldist síðan, oftast þýtt, þó varð
víða birgð jörð að mestu 2 fyrri vikur Nóv-
embermánaðar. Desember þýður, auð
jörð hingað til og vötn orðin íslaus. Afli
af sjó enginn að kalla.
20
og hugsaði með sér, að feiti maðurinn væri þá sá
sami og ríki Brandt. Það gæti átt nokkuð langt í
land, að hann gæti hefnt sín á slíkum karli; á með-
an hann var að hugleiða þetta starði hann upp í
gluggana hjá Knudsen.
Alt í einu herti hann upp hugann og gekk upp
tröppurnar og inn.
Inni í löngu búðinni hans Knudsens var.. ekki
nærri því eins bjart, og ekki heldur nærri því eins
margt fólk eins og hjá Brandt. Törres ætlaði að trúa
lítilli inndælli stú'.ku fyrir innan búðarborðið fyrir
erindi sínu, en rétt í því kom lítill snyrtilegur mað-
ur fram, sem Törres hélt að væri sjálfur húsbónd-
inn. Hann var í köflóttum fötum með háan flibba og
svart oddaskegg, hárið þunt og strokið slétt fram.
Törres virti hann fyrir sér með lotningu og endurtók
lexíu sínu, hvort hér væri ekki þörf fyrir dreng?
Hverskonar dreng? spurði fíni maðurinn.
Búðardreng, — svaraði Törres.
Lftur fremur út sem utanbúðardrengur, sagðifíni
maðurinn, og gekk hringinn í kringum Törres og
virti hann fyrir sér. Litla stúlkan var framúrskarandi
hláturmild.
En Törres hvarflaði augutium yfir allan þennan
vöruforða: Hvað mikið skvldu allar þessar vöru-
birgðir kosta?
17
»Ó!» — kallaði gamli hrámetasalinn ergilegur,
»svona hugsa bændurnir alt af, að ef þeir bara koma
til bæjarins, þá bíði þeirra grautaraskur með smjör
út í.»
«En Törres hló. «Það hlýtur þó aðverahægtað
fá atvinnu hérna í miðjum bænum.»
Þessi fullvissa kom manninum óvart. Það var
eitthvað varið í þennan strák, það gat ekki hjá því
farið. Þú — þú gætir nú reynt, sagði hann.
Hvað mikið kaup fær búðardrengur? spurði Törres.
Kaup! kaup? þú yrðir víst að láta þér nægja
húsnæði og fæði, og eitthvað að klæðast í — að minsta
kosti fyrst um sinn, sagði sá gamli.
Törres gekk eitt skref til dyranna, en um leið
komu tvær stúlkur inn til að verzla.
Já, svo geturðu litið inn til mín á morgun, sagði
kaupmaðurinn, sem fór að afgreiða viðskiptavinina,
þú verður að lofa mér því að koma á morgun,
kallaði hann enn þá einu sinni. Hann hafði fengið
milda löngun til þess að ná í drenginn.
Já, það skal eg gera, sagði Törres, en um leið
og hann fór út úr hálfdimmri búðinni, var hann stað-
ráðinn í því að koma hingað aldrei framar.
Nú ætlaði hann að brjótast beina leið, annað-
hvort hjá Brandt eða Knudsen, hann hafði svo sem