Norðri - 25.03.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 25.03.1909, Blaðsíða 2
46 NORÐRI. NR. 12 Yarð þá hlátur mikill. En Rórður beið skamma stund með svarið og kveður á móti: . Andi er Ingimundar ekki góður á bekkjum. Tók síðan heldur að grána gamanið og komu ýmsir kviðHngar upp. Einn kvað til þeirra Rórðar: Rimur í barka ríkismanna glitrir við skallinn ágoðayðrum. Að þeirri vísu hló Þórður hátt, en Por- gils glotti við, en lét málið hlutlaust. Rá var enn kveðið: Vaxa blástrar á bekk þaðra hrumult gerist þefur af hropum (d: ropum)yðrum. Og enn er kveðið. Pað er válítið þótt vér reptum bekkjunautar af bolakjöti er Þórðurreptir Rorvaldssonur Kjartanssonar af Kóna sínum Nú þótti goðanum nóg komið, enda þótti honum hljóðið berast frá Ólafi Hildissyni, en hann var sekur maður, sektaður af Hafliða Mássyni, en leyft að vera í griðum með Rorgilsi, Rórður heimti húsfreyju til tals við sigogspurði hver lokkamaður sá væri, er sæti á for- sæti fyrir framan bekk Rorgils. Hún segir, að það sé Ólafur Hildisson. Eigi munum við báðir sitja að einni veizlu lengur,mælti Pórður, ella send þú hann á annan bæ. En hvorki var nærri því komandi við hana eða húsbónda hans, Þorgils. En allir hétu góðu um að ýf- ast ekki framar við goðann. En það tjáði ekki. Rórður stóð upp og blés mæðilega og hét á menn sína að fara burt. Jafnskjótt kom enn vísa, er hún nokkuð óskýr en vélindisgangur goðans var þar auðheyróur í hverju orði. Ann ar kvað. Goðinn repti svá, er vér gengum hjá, stóð á hnakka hý, hver maður kvað fý. Riðu ísfirðingar síðan burt og gistu á öðrum bæ. En hinir sátu sem fastast. Var þar glaumur og gleði mikil, segir sagan, skemtun góð og margskonar leikir, bœði dansleikur, glímur og sagna- skemtun. Var 6 nætur fullar og fastar setið að boðinu, því þar skyldi hvert sutnar vera haldið Ólafsgildi. A Reykja- nesi voru svo góðir landskostir í þann tíma, að þar voru aldrei ófrjóir akrar, svo að þar var ávalt nýtt mjöl brúkað til eins eða annars ágætis« Rar voru margskonar leikir hafðirog sögur sagðar. »Hrólfur af Skálmarnesi sagði sögu af Hröngviði berserk og víkingi, og frá Ólafi liðsmanna konungi, haugbroti Práins og Hrómundi Greipssyni og margar vísur með. Sú saga var sögð Sverri konungi, og kvað hann slíkur lýgisögur skemtilegar, en þó kunna margir að telja ættir sínar til Hrómund- ar. Ingimundur prestur sagði sögu Orms Barreyjarskálds og vísur margar, svo og flokk góðan við enda sögunar, erhann sjálfur hafði ort. Á veizlusögu þessari má sjá, að það eru engar öfgar, að segja, að hinir fornu íslendingar hafi sótt fast skemtanir og allskonar leiki og mannfagnað. Má ætla, að glaðværð^eða æskubragur þjóð- arinnar hafi hvorki áður né síðar náð jafnara stigi en á þessari fögru öld. En enn þá stórkostlegri veizlur er talað um frá elztu tíð, svo sem erfið það, er Hjaltasynirhéldu eftir föður þeirra, eða crflð, sem Ólafur pá iiélt eftir Hösk- uld föður sinn. Annars þóttu Oddver- jar og Haukdælir halda beztar veizlur hér á Iandi. Blaðaskammir. Einhver náungi, er kallar sig alþýðu- mann, hefir tekið sér fyrir hendur að rita um blaðaskammir í síðasta tölublaði «Norðurlands». Vítir hann þær mjög og heimtar kurteisan rithátt. Petta er auðvitað gott og blessað og mjög frjáls- mannlegt af »Norðurlandi» að flytja grein, er kemur jafn iila við kaun þess sjálfs og þessi grein gerir. Enginn skyldi efast um það, að óreyndu, að tilgangur höfundarins sé góður, að það sé ein- lægur vilji hans ogósk, að blaðaskömm- um linni sem mest og kurteislegur rit- háttur komi í þeirra stað. Pessvegna má eigi ætla, að hann riti sjálfur vísvitandi ókurteislegar skammir í blöð, sízt þeg- ar hann ritar um þetta efni. En ef gert er ráð fyrir þessu, þáber greinin ótvíræð merki þess, að þessi við- kvæmi lærimeistari íslenzkra blaðamanna hvorki veit hvað ókurteisi er né skamm- ir, því hann gerir sig því miður sekan um hvortveggja. Fyrsta skilyrðið fyrir því að geta kent öðrum er það, að lærimeistarinn kunni sjálfur það sem hann tekur sér fyrir hendur að kenna. Retta ætti greinar- höfundurinn að hafa hugfast framvegis, þegar hann tekur sér fyrir hendur að leiðbeina mönnum. Hann talar um ritstjóra, er «fyr en nokkurn varir, eys óhroðanum, sem inni- fyrir er, út um alt blað sitt,» segir að sumir þeirra séu jafnvel engu betri en versti sorinn í þjóðfélaginu. Auðvitað þorir hann ekki að nefna nokkur nöfn. Allir ritstjórar landsins geta því tekið þetta til sín. Er þetta kurteis ritháttur? Eru þetta ekki hreinar og beinar skamm- ir? Mundi ekki greinarhöfundinum þykja það allsvæsnar skammir, ef honum væri borið það á brýn, að hann væri engu betri en versti sorinn í þjóðfélaginu? Virðist eigi full ástæða til þess að ætla, að þessi blessaður siðameistari sé éigi með öllu laus við «óhroða innifyrir?» Siðameistarinn segir en fremur: «Til þess að sannfærast um þetta þurfa menn ekki annað en lesa íslenzku blöðin, sem komið hafa út nú síðasta mánuðinn. Pá geta menn séð meðal annars hvernig einn ritstjórinn hrakyrðir þingmenn þjóð- arinnar fyrir það, að þeir fóru meira eftir eigin samvizku heldur en eftir dómi annara.» Fyrir hönd allra ritstjóra landsins, að báðum «Norðurlands» ritstjórunum með- töldum, leyfi eg mér að fullyrða að ekkert ízlenzkt blað hefir gert sig sekt um slíkt síðasta mánuðinn. Vera kann að »ísafold« og «NorðurIand» hafi ekki með öllu verið grandvara af slíkum synd- um, þegar alþing hafði ritsímamálið til meðíerðar fyrir nokkrum árum, en það kemur ekki’þessu máli við. Eg leyfi mér því að fullyrða, að hér fari siðameistar- inn með vlsvitandi ósannindi og rang- fœrzlur. Slíkt er hið mesta svívirðing- armerki á blaðagreinum, í mínum aug- um. Æðsta og helgasta skylda allra þeirra, er í blöð rita, er það að forðast slíkt. Siðameistarinn gerir sjálfan sig sekan umþástærstu synd, sem^nokkur blaða- maður getur drýgt, og það í sjálfri siða- prédikuninni yfir íslenzkum blaðamönn- um! Eiga ekki hér vel við þessi orð siða- meistarans: «Sjá nú ekki allir, að þetta og ann- að eins, lýsir svo öfugnm hugsunarhætti, að naumast verður lengra komist niður á við?» Er þetta ekki að færa þjóðinni «gamla ólyfjan í staðinn fyrir ný Iyf, steina í staðinu fyrir brauð?» Nei, siðameistari góður! Rú berð ótvírætt soramark þeirra falskennenda, er koma til manna í sauðaklæðum, en hið innra eru gráðugir vargar, til þess að nokkuð gott verði af þér lært. »VesIings þjóðin mín! þúátt þó skilið að eiga betri« — siðameistara. B. L. Margt er skrft- ið í Harmoníu sagði karlinn, og margt er skrítið í Nl. um þessar mundir. Auk hinna meðfæddu rótgrónu ósann- inda, kemur þetta meðal annars fram í svari blaðsins til mín frá 20. þ. m. Fyrst eru bein ósannindi um H. H. þau, að að hann hafi lýst yfir því hér nyrðra, að hann sem ráðherra stæði og félli með frumvarpinu. Þessu «sem ráðherra* bætir blaðið við í umsögn hans. Á fram- boðsfundi á Grund lýsti H. H. því yfir, að hann stæði og félli með frumvarp- inu. (Einhverntíma bætti Nl. við »orð- inu «óbreyttu», en nú gleymist það, því önnur ósannindi voru í þetta sinn nauðsynlegri). Pá skildi eg orð H. H. svo, að hann sem þingmannsefni Ey- firðinga ætlaði að standa og falla með frumvarpinu, sem hann einnig hefði gjört, ef Eyfirðingar hefðu værið honum andstæðir í frumvarpsmál- um, og þannig munu margir kjósend- ur hafa skilið orð hans þá. Hinsvegar var mörgum kunnugt um það, að hann mundi beiðast lausnar sem ráðherra, ef svo óheppilega tækist til, að frumvarpið félli á þinginu, en opinberlega talaði hann eigi um það. Eftir kosningarnar gat hann eigi held- ur vitað urn það með fullri vissu, fyr en á þing kæmi, hvort frumvarpið feng framgang eða ekki, og H. H. er ekki sá rnaður, sem yfirgefur- gott mál að óreyndu. Rað voru fleiri en hann, sem ekki voru vonlausir um framgang frum- varpsins eftir kosningarnar, og vil eg benda Nl. á ummæli síns gamla for- manns og stofnanda, St. St. skólameist- ara, sem marg tók það fram á hinum fræga þingmálafundi hér í janúar síðastl., að hann tryði ekki öðru en frumvarp- ið fengi framgang, meðal annars með tilstyrk aðalritstjóra Nl., sem nú í dönsk- um blöðum er kallaður «den störste Daneæder* (mesta danaæta). Svo kemur það hlægilega hjá millibils- ritstjóranum, sem sýnir, að hann getur yfirtrompað fávizku aðalritstjórans, ef í það fer, þó fáir mundu hafa trúað því. Hann spyr: «En hvernig þing, sem ekki er til áður, á að koma saman, er víst öllum hulinn leyndardómur nema þessu eina S-i.» Skaði var, að þeir, sem samið hafa stjórnarskrá íslands, höfðu ekki þennan makalausa «speking» sem nú stendur fyrir Nl., sem ráðanaut, því í stjórnar- skránni stendur: »Konungur stefnir sam- an reglulegu alþingi.* Ennfremur stend- ur þar: «F*egar brýn nauðsyn ber til getur konungur gefið út bráðabirgðalög milli þinga. . . . ætíð skulu þau lögð fyrir næsta þing á eftir.« Ef þessar upplýsingar nægja ekki milli- bilsritstjóranum til að ráða þessa vand- ræða gátu þans, vil eg benda honum á að alþingi var leyst upp fyrir síðustu kosningar, eða réttara þingmenn leystir frá umboði, og enginn var því orðinn formlegur þingmaður, fyr en alþing var komið saman og kosning hans og kjör- bréf var ransakað og samþykt þar. — Sézt þetta bezt á meðferðinni á dr. V>rttý ntl f virtMt. Geti þetta ekki bjargað skilningsleysi millibilsritstjórans, og haft af honum mesta hláturinn, leiði eg minn hest frá því að koma fyrir hann vitinu. Enda virðist ’nú vera kominn tími til þess fyr- ir «N1.« að senda «Austra» skeyti á ný, nú um það, að ekki megi dragast fram úr þessu, að fara að verðlauna nauts- höfuðin, þótt blaðið fyrir þrem árum hefði á móti slíkum verðlaunum með «Austra», þegar aðalritstjórinn var ekki orðinn þingmaður. — Broslegt að heyra aumingja »NI.« vera að tala um brot á þjóðræði, þeg- ar tillit er tekið til þess, að ritstjóri blaðsins og þingmaður Akureyrar vagg- ar nú inn á þing með yfirlýstan vilja meiri hluta kjósenda á Akureyri á móti sér í sambandsmálinu, og væri blaðinu eins þarft að athuga þetta, eins og að vera með dylgjur um kosningu tveggja hinna nýju konungkjörnu þingmanna. S. Útdráttur úr sýslufundargjörð Eyjafjarðarsýslu. Framlagðar umsóknir um verðlaun úr »Ræktunarsjóði« frá eftirnefndum möun- um: 1. Gísla Jónssyni, Hofi í Svarfaðardal. 2. Jóhanni Gunnlaugssyni Sauðanesi. 3. Sigtryggi Jónssyni, Klaufabrekkum. 4. Porsteini Jónssyni, Upsum. 5. Porleifi Jóhannssyni, Hóli. 6. Ágúst Jónssyni, Felli. 7. Jóhanni Jóhannssyni, Sogni. 7. Stefáni Stefánssyni, Varðgjá ásamt tilheyrandi skoðunar gjörðum á hiniim unnu jarðabótum. Sýslunefnd- in veitti þessum umsóknum meðmæli sín. — Framlögð var beiðni frá stjórnarnefnd sjúkrahússins á Akureyri um styrk til sjúkrahússins fyrir árið 1909, að upp- hæð kr. 250,00. Sýslunefndin veitti hinn umbeðna styrk fyrir árið 1909. Verðlaun úr búnaðarsjóði Eyjafjarð- arsýslu voru veitt þeim: Hallgrími Kristinssyni, Reykhúsum, 25 kr., Gutt- ormi Einarssyni, Ósi, 20 kr., Gísla Jóns- syni, Hofi 15 kr., Sigmundi Bjarna- syni, Ytra-Hóli, 15 kr. Samtals“ 75 kr. Nefndin um vegamálin hefir lagt það til, að vegurinn frá brúnni á Hörgá á Staðarhyl, að brúnni á Hörgá á Helgu- hyl sé feldur úr tölu sýsluvega. Tillag- an var samþykt. Jafnframt var samþykkt, að veita 100 kr. til hreppavega i Skriðuhreppi, gegn jafnri upphæð frá hreppnum, Ungfrújónínu Sigurðardóttur veittur 300 kr. styrkur til að halda uppi hússtjórn- arskóla, eins og að undanförnu, í húsi »Ræktunarfélags Norðurlands« við Akur- eyri. Til þess að mæla og skoða jarða- bætur búnaðarfélaga í sýslunni voru kosnir: Hreppstj. St. Stefánsson Fagraskógi, Sýslunefndarmaður Kr. H. Benjamíns- son Ytri-Tjörnum , bóndi Bened. Guðjónsson Moldhaug- um. Sýslunefndin ályktaði, að kjósa yfir- kjörstjórn við alþingiskosningar næstu ef kosning skyldi koma fytir á árinu,og voru þessir kosnir. Kaupm. Páll Bergsson úr sýslunefndinni Hreppstj. Bened. Einarsson af kjós- endaflokki. Til vara: Sýslunefndarm. Kr. H. Benjamínsson Ytri-Tjörnum. Hreppstj. Hallgr- Hallgrímsson Rif- kelsstöðum. Nefnd sú er haft hefir á hendi um- iíjðn rtiéö Byfging toWíftwírnttttmfr írá

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.