Norðri - 25.03.1909, Blaðsíða 4

Norðri - 25.03.1909, Blaðsíða 4
48 NORÐRA. NR. 12 grímssyni frá Bægisá (f 1902) en hann var sonur Arnn'r'ms prests Haligrímssonar. — Reistu þau bú á Vöglum, þar sem þau bjuggu myndarlega um 20 ára bil. Munu margir minnast þeirra frá þeim tíma. Þá voru þau búlaus nokkur ár, en kringum 1890 fluttu þau að Efri Vindheimum og bjuggu þar í 7 ár, eftir það voru þau hjá börnum sínum. Þeim varð 8 barna auðið. Dóu 3 þeirra í æsku og 2 á fullorðins aldri, en 3 eru enn á lífi, öll uppkomin. Sigurrós sál var meðalkvenmaður á hæð og svaraði sér vel. Hún var einkar lagleg kona, en það, sem prýddi hana þó mest, var hreint yfirbragð og 1,'tlaus framkoma. Hún var ein af þeim ágætu konum, sem vinna fagurt og dygðum prýtt æfistarf í kyrþey, en láta sér ekki mest um það vert að starfa þar og þannig, að mest sé áber- andi — ávinna sér augnabliks hrós, sem venjulega hverfur skjótt og gleymist með öllu, slíkt var ekki að hennar skapi, svo hógvær og blátt áfram sem hún var. 1 húsmóðurstöðunni gekk hún á undan fólki sínu með góðri breytni í hvívetna; ekkert var henni ógeðfeldara en óánægja á heimili sínu, enda tókst henni með still- ingu og gætni, að sporna móti þvi og halda góðum heimilissiðum. Ef margar konur væru því líkar sem hún var, þá væri vel. Blessuð sé minning hennar. R. Aíarstórt uppboá us verður haldið þrjá daga í röð, 1. til 3. apríl næstkomandi, Jósefs kaupmanns Jónssonar, Strandgötu nr. 7 á Oddeyri. Selt verður 8000 kr. virði af margskonar vörum. Mjög mikið af vefnaðarvöru, leirvöru, plettvöru, glysvarningi, o. m. m. fl LANGUR GJALDFRESTUR. Sérstaklega ættu bændur að nota tækifærið. Að betri kaupum munu þeir ekki geta komist á þessu ári. Akureyri, 23. marz 1909. Björn Líndal. Bakarí og fbúð til leigu í húsi Olgeirs bakara Júlíussori- ar á Oddeyri. — Semja má við Pétur Pétursson, verzlunarstjóra Oránufélagsins. BIÐJIÐ kaupmann yðar um Edelstein, Olsen & Cot beztu og ódýrustu Cylinderoliu Vélaolíu, Cunstvélafeiti, Þurkunartvist. Karbólineum, Tjöru o. fl. o. fl. ALBERT B. COHN. INN- OG ÚTFLUTNINGUR AF VÍNUM OG ÖÐRUM ÁFENGUM DRYKKjUM OG VÍNVERZLUN. SÉRSTAKLEQA: EFNARANSAKAÐ MADEIRA, sherry, RAUÐ OG HVÍT PORTVÍN, FORÐABÚR FYRIR ÚTFLUTNING ST. ANNEPLADS 10, TOLLBÚÐIN KÖBENHAVN. SÍMNEFNI: VINCOHN. DE FORENEDE BRYGGERIERS MALT- er framúrskarandi hvað snertir mjúkan og þægilegan smekk. fiefir hæfilega mikið af »extrakt« fyrir meltinguna. Hefir fengið meðmæli frá mikils- metnum læknum. Dtomark Expeditionen meddeler den i. Septbr. 1908: Med Fornaíelse kan jeg give det Danmark Ex peditionen medgivne „Ægte Kongens Bryghus Malt- #xlr*kt“ min bedste Anbefaling. 0llet holdtsig fortraeffeligt under hele vort 2aarige Ophold i Polaregnene Med megen Agiehe Alf. Trolífi. Besta meðal við, hæsi og öðrum kælingarsjúk- dómum 26 Frú Steiner hafði gifst mjög ung ríkum stórkaúp- manni í Kristjaníu — en þar eð hún komst fljótlega að því, að maðurinn hennar vissi talsvert um ýmsa ónefnda hluti, sem hún bar ekkert skynbragð á, þóttist hún sjá, að hún væri dregin á tálar, og ásetti sér að leggja sjálfa sig í sölurnar, til þess að hefna þessarar móðgunar við kvenþjóðina, svo að einn karlmaður að minsta kosti fengi refsingu fyrir ósið- semi karmannanna. Þegar hún var búin að vinna að þessu í eitt ár, með hinum mesta dugnaði og þrautseygju, var hún búin að ganga svo fram af manninum, að hún fékk fúslega samþykki hans til skilnaðar, og nú lifði hún á háum launum og gaf sig við list sinni. Það kom sem sé í ljós, að hún hafði mikla hæfileika sem list- málari — tneðan hún án þess að flýta sér nokkuð — beið eftir siðsörnum eiginmanni, helzt listamann. Þegar Júlia Kröger kom heim úr utanför sinni, tók hún strax eftir frú Steinar, það var sú eina »dama» í bænum, —fanst henni, —sem hafði á sér norðurálfusnið. Þær kyntust og urðu fljótlega sam- rýmdar vinkonur. Júlía gekk til hennar að læra að mála, hún hafði nefnilega líka listgáfu, en ekki eins mikla og frú Steiner, en til endurgjalds stóð hús Krögerg ætíð opið fyrir fögru frúnni úr höfuðstflðn- 27 um, sem annars hafði valdið hinu mesta hneyksli í bænum. En Gustav Kröger tók við henni fegins hendi, þar eð hann hafði nú opnað hurðir og giugga aftur eftir fráfall konunnar; frú Steiner var líka kona eftir hans höfði, svo glöð og örugg; það var kvenmaður, sem hægt var að tala við, um hvað sem vera skyldi, svo geðþekk en þó svo frjálsleg gagnvart karl- mönnum, eins og hún þekti alt út í hörgul og vissi deili á öllu. Sofía frænka, eldri systir Krögers var sú eina á heimilinu, sem alls ekki gat felt sig við hina fríðu, fráskildu konu. «Það er ekki þessvegna* sagði Sofía frænka »að- hún er svo frí af sér,-og talar svo liðlega um alla ósiðsemi, sem til er. — « «Já en finst yður ekki það gangi nokknð langt stundum?« spurði frú Knudsen gætilega og roðn- aði um leið, — eins og þenni hætti oft til. «Alls ekki, alls ekki!« sagði Sofía frænka um leið og hún rétti úr sér, það er einmitt gott, að það sé talað um hluiina eins og þeir eru, það er gott fyrir alla og ekki sízt fyrir urigar stúlkur.« «Haldið þér að það sé til góðs fyrir Júliu að —» «Vegna þess iná húu gjarnan umgangastfrú Steiner Steinolíuföt hrein, kaupir hæsta verði eins og að undanförnu, verzlun J. V. Havsteen Oddeyri. Lögrétta, gefin út af hlutafélagi í Reykjavík, stjórnað af ritstjóra Þorsteini Gfslasyn, og ritnefnd Guðm. Björnssyni landlæknii Jóni Magnússyni bæjarfógeta og Jóni Þorláksyni verkfræðing, er nú eftir ára- mótin orðin stærsta blað landins að um- máli og tölublöðum fjölgað að mun. Areiðanlega bezta og áreiðanlegastafrétta- blað landsins. Nýir kaupendur, er vilja láta senda sér blaðið beint, snúi sér til afgreiðslumannsins, bóksala Arinbj- Sveinbjarnarsonar, Reykjavík eða út. sölumanns blaðins á Akureyri, Hallgr. Valdemarssonar Aðalstræti 13. ,NorðrA kemur út á fimtudag fyrst um sinu, 52 blöð um árið. rtrgangurinn kostar 3 kr. iunanlands en 4 kr erlendis; í Amerfku einn og hálfan dollar. Gjalddagi er fyrir 1. júlí ár hvert. Uppsögn sé bundin við árganga- mót og er ógild nema hún sé skrifleg og afhent ritstjóra fyrir 1. seft. ár hvert, Auglýsingar kosta eina krónu fyrir hvern þuml. dálkslengdar og tvöfah meira á fyrstu 'síðu. Með samningi við ritstjóra geta menn sem auglvsa tnikið fengið mjög mikinn afslátt. Prentsmiðja Björns Jónssoaar.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.