Norðri - 01.04.1909, Blaðsíða 1
*o
o*»
Ritstjóri; BJÖRN UNPAL Brekkugata 19,
IV. 13.
Akureyri, Fimtudaginn 1, apríl.
1909.
TH minnis.
Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7
Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið-
vikud. og laugardaga kl. 4—6
Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h,
helga daga 8—11 og 4—6
fWkasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard.
5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8.
l'ósthúsið 9—2 og 4—7.
Utbú Islandsbanka 11—2
Utbú Landsbankans 11 12.
Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8.
Brynja miðvikudagskvöld kl. 8.
Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4.
Trúföst mánudagskv. kl. 8.
Ungfrií
Guðlaug Guðlaugsdóttir
bæjarfógeta, andaðistaðfara-
nótt síðastliðins sunnudags
á heimil foreldra sinna hér
í bænum. Banamein henn-
ar var brjósttæring.
Hún var mesta efnis- og
myndarstúlka, aðeins 25 ára
að aldri. fædd 27. desembr.
1883. Hiín varheitrney Gísla
Sveinssonar lögfræðisnema
í Kaupmannahöfn.
Utanstefnan.
Einkennileg er rás hinna plitísku við-
burða hér á landi hin síðustu árin. —
Pegar ákveðið var að skipuð yrði nefnd
manna, Dana og fslendinga til þess að
fjalla um sambandsmálið risu blöð þjóð-
ræðis- og Landvarnarmanna öndverð móti
þvíaðsúnefndyrði skipuð af hálfu íslend-
inga, fyr en nýjar kostningar væru um
garð gengnar, til þess að þjóðinni gæf-
ist kostur á að lýsa yfir, hverjar kröf-
ur hún vildi gera f þessu máli.
Eftir að nefndin var skipuð, og eink-
um um þaðleyti, sem nefndarmennirnirís-
lenzku lögðu af stað til Danmerkur,
var stjórnarflokkurinn skammaður óbóta
skömmum fyrir það að hafa ekki gefið
ákveðna yfirlýsingu um þær kröfur, sem
hann ætlaði að gera. Þessum flokki var
borið það á brýn, að hann hefði «þag-
að sjálfstæðiskröfuna í hel.« f>ví var
spáð fyrir fram og fullyrt, að ef nokk-
uð yrði ágengt, þá yrði það Þjóðræð-
is-Landvarnarmönnum að þakka, en
alt, sem miður kynni að fara, yrði stjórn-
arfloknum að kenna. Rökfærslan var
þessi: Stjórnarandstæðingar hafa látið
í ljós ákveðnar kröfur í sambandsmái-
inu á Þingvallafundinum fræga, sumar-
ið 1907, eti stjórnarflokkurinn hefir eng-
um kröfum yfirlýst; þessvegna er stjórn-
arflokkurinn innlimunarmenn en stjórn-
arandstæðingar stjálfstæðismenn.
tri h*að hata stfdrnarantfstwðinprj
þeir menn, sem nú eru í meiri hluta
á þingi, gert síðan þetta gerðist? Þeir
tókusambandslagafrumvarpinu með hinni
ofsalegustu og öfgafylstu mótspyrnu, sem
nokkurn tíma hefir verið hafin gegn
nokkru máli, á landi hér, án þess að
að gefa nokkura ákveðna yfirlýsingu um
það, sem |»eir þóttust vilja fá. Þegar
á þing er komið ryðja þeir ráðherran-
um frá völdum og lýsa því yfir að sam-
bandsJagafrumvarpinu muni þeir gjör-
breyta án þess að segja nokkuð ákveð-
ið um, hvers þeir ætíi að k.refjast. Því
næst fara forsetarnir þrír, samkvæmt kon-
ungsboði, til Kaupmannahafnar, ti) þess
að ræða við Dani um málið en ennþá
hafa þessir pólitísku flokksbræður enga
ákveðna yfirlýsing gefið um það, hvers
þeir ætli að krefjast.
Hvers vegna gera nú frumvarpsand-
stæðingar sig seka um sama framferðið
og þeir skömmuðu stjórnarflokkinn fyr-
ir, fyrir rúmu ári síðan? Er minni á-
stæða til þess nú að láta uppi ákveðn-
ar kröfur, heldur en í fyrra, þegar ís-
lenzku neindermennirnir fóru til Hafn-
ar? Skyldu þessir menn aldrei komast
svo langt, að þeir læri að blygðast sín
fyrir það að sakfella aðra fyrir sams-
konar athæfi og þeir sjálfir fremja?
Þrátt fyrir marg ítrekaðar áskoranir,
bæði í blöðunum og þingmálafundum,
hafa frumvarpsandstæðingar hingað til
neitað að gefa ákveðnar yfirlýsingar um
hvað þeir ætli að gera og hvers þeir
ætli að krefjast. En ólíklegt er að þeir svari
konunginum á sama hátt og þeir hafa
svarað oss: óákveðnu þvaðri um það,
sem þeir ekki vildu, fimbulfambi um
fullveðja eða fullvalda ríki, án þess að
gefa nokkra skýringu á því, hvað þeir
meintu með því, og öðrum slíkum svör-
um, út í hött.
Þeim árangri má því búast við af
för þessara þriggja manna, að frum-
varpsandstæðingar verði neyddir til þess
að láta tafarlaust uppi hvað þeir vilja
fá. Og sá árangur er þó nokkurs virði.
Þá kemur það að minsta kosti í Ijós,
hvort þeir í raun og veru vita sjálfir
hvað þeir vilja, og hvort þeir eru eins
sammála um kröfurnar og þeir þykjast
vera.
Hvort árangur af förinni verður nokk-
ur annar eða meiri, skal látið ósagt.
En miklar líkur virðast ekki vera til þess.
Þó skal eigi algerlega örvænt um það,
þrátt fyrir alt og alt, sem á undan er
gengið, að ábyrgðartilfinning þessara
þriggja manna kunni að rumskast þessa
dagana í Kaupmannahöfn og augu þeirra
opnast fyrir því, að meira þarf en orða-
gjálfur og ofstopa til þess að vinna
föðurlandi sínu gagn. Von þessi styrk-
ist mjög við það, að Kristján Jónsson
háyfirdómari er með í förinni, því að
engum manni í flokki frumvarpsand-
stæðinga er betur treystandi en honum.
B. L.
Frá
,gullöld( íslands.
Eftir]M. J.
VII.
Hungurvaka.
Hin eiginlega Hungurvaka er saga
hinna fyrstu 5 biskupa í Skálholti, frá
1056, þá er ísleifur varð biskup, til 1176
þegar Klængur biskup dó. En svofylgja
sögur þeirra Þorláks helga og Páls, er
dó 1211. Heyra þær, að réttu lagi líka
til Hungurvöku, því að báðar hljóta að
vera eftir hinn sama höfund, er líklegt
þykir að hafi verið gamall klerkur í
Skálholti. Orðfærið sýnir það auk um-
rræla höf., hvað Þorláksscgu snertir.
Orðfæri og frásögulag er mjög einfalt
og sakleysislegt alþýðumál, líkt og enn
er á góðum þjóðsögum, nema hvað
skotið er inn í dálitlu af klerkamælgi
og kyrkjulegum hugleiðingum, svo að
mælskuskrúði bregður fyrir og stundum
kýmilega (eftir vorum smekk). En yfir-
leitt er unaður að lesa Hungurvöku, eins
fremst sem aftast. Barnsleg hreinskilni
og sannleiksást ber hverri frásögn vitni.
Og þetta gerir bókina gullaldarrit
eins og efnið ber víða beinlínis eða ó-
beinlínis vott um samtíð með gullald-
arblæ, a, m. k. ofan frá skoðað.
Heimildarmann sinn hinn helzta nefnir
höfundurinn hinn fræga Gizur lögsögu-
mann Hallson (Teitssonar, fóstra Ara
ísleifssonar biskups). Gizur mundi Þor-
lák biskup Runólfsson, er var fóstri hans
og 5 biskupa aðra í Skálholti (Þorlák,
Magnús, Klæng, Þorlák helga og Pál)
og dó 1206. Svo sagði Gizur yfir greftri
Porláks helga 2. jóladag 1193: »Qott er
á það að minnast, að voru vitni og að
. sögn vorra foreldra, um þá biskupa,
er fyrir vort minni hafa verið, að sá
hefir hverjum þótt beztur, er honum
var kunnastur.« Par vár þá staddur Páll
prestur, er varð biskup eftir móður-
bróður sinn og síðan stýrði Skálholts-
biskupsdæmi með mikilli stillingu. Var
þá gullöldin að líða undir lok og er
gagnmerkilegf, að sjá af sögu Páls,
hversu ótrúlega vel og viturlega hann
fylgdi hinni fornu stefnu fyrirrennara
sinna, þrátt fyrir breytta tíma og theð-
fæddan metnað og kappsmuni. Mun eg
ef til vill drepa á það síðar.
" En í þessari grein vildi eg bjóða lítið
yfirlit yfir hinar síðari biskupaæfir Hung-
urvöku. Porláks hins eldra naut ekki
lengi við, f 1133 (sama ár og Sæ-
mundur fróði). Hann var hinn bezti
maður, vel virtur af öllum, staðfastur
í lund og fylgdi stefnu Gizurar eftir
jnegni. Eftir hann varð biskup Magn-
úsEinarssonaf Síðumannakarllegg. Hann
var glæsimsnni mikið og minti í mörgu
á Gizur biskup, einkum hvað stórmensku
snerti og skörungsskap. Pegar hann
kom frá vígslu, segir Hungurvaka svo
frá: «Og er hann reið til þings, og kom
þar að, er menn voru að dómum, og
urðu ekki ásáttir, um eitthvert mál, en
þá kom maður að dóminum og sagði,
að Hfl rtði Magntfs btsktip á þlngið.
En menn urðu svo fegnir þessari sögu,
að þegar gengu allir menn heim. En
biskup gekk síðan á hlaðið fyrir kirkju
og sagði öllurn mönnum þau tíðindi,
er gerst höfðu í Noregi meðan hann
var utan, og fanst mönnum mikið um
málsnilli hans og skörungsskap.» Um
hann er sagt, *að hann sparði aldrei
fésitttil að sættaþáer voru sundurþykkir
og urðu því nær engar deildir með
mönnum meðan hann var biskup. Magn-
ús auðgaði stórum stól sinn og prýddi.
Hann keypti Vestmanneyjar, og ásettisér
að setja þar munklífi. En eftir 14 ára bisk-
upsdóm, lét hannskyndilega lífið í hinum
hörmulegaHítardalsbruna 1148«og með
honum tveir menn og átta tigir,« þar á
meðal sex prestar göfgir.
Eftir Magnús var kjörinn fóstri Jóns
biskups helga Klængur Porsteinsson.
Hann var norðlenzkur og einhver bezti
klerkur á sínum dögum og stjórn hans
og ráðdeild að sama skapi. Varð hann
og brátt ástgoði sunnlendinga. «Hann
var skáld mikið, stórgjöfull við vini
sína, en ör og ölmusugóður við fátæka
menn.« Hann hafði frá vígslu með sér
tvo knörru hlaðna viði og lét reisa
dómkirkjú, þá er Gizur hafði látið gera.
Var það hið veglegasta musterijeru höf-
uðsmiðir Klængs nefndir, fyrstur Arni
höfuðsmiður, þá Björn hinn hagi og
Illugi ísleifsson; voru þeir allir meist-
arar í smíðalist. Svo kvað Runólfur Ket-
ilsson biskups:
Hraust er höll sú er Kristi
hugblíðum lét smíða,
(guð er rót und ráðum)
ríkur stjórnari (slíkum),
gifta varð er gjörði
guðs rann ígultanni (d: Björn),
Pétur hefir eignast ítra
Arna smíð ok Bjarnar.
Mælt var um Klæng eins og formann
hans, að hann sætti hvert mál, er fyrir
kom á hans dögum, enda voru þeir
Jón Loftsson og Gizur Hallson ástvin-
ir hans. A síðustu árum hans misti
þessi vitri skðrungur heilsu sína, og
mest fyrir föstur og sjálfspíningar;
tók þá að þverra rausn hans, glaðværð
og auðsæld í Skálhoiti, en þó »hélt
hann vegsemd sinni og vinsældum til
enda. Hann andaðist rúml. sjðtugur 1176
Um eftirmann hans, Porlák hinn helga,
mun eg tala í annari grein, en geta hér
Páls biskups, er eftir hann kom ogvar
biskup lóármeðmiklumblóma.Varhann
eins og kunnugt er, sonur Jóns Lofts-
sonar og Ragnheiðar systurPorláks helga.
Hann var «lærður» á Englandi, og síð-
an goðorðsmaður og höfðingi mörg ár
í grend við föður sinn. Hann var vígð-
ur í Lundi af Absaloni erkibiskupi (hin-
um mikla), því erkibiskupinn íNiðarósi
var þangað flúinn undan Sverri konungi
og var blindur. JPifi var tekið af Sverri
sem konungbornum manni og Absalon
tók honum tveim höndum. Gaf hann
og báðum erkibiskupum sinn gullhring
hvorum í veizlulaun. Hann var hið fflesta
glæsimenni, fríður sýnum, bjartur og
hrokkinhár, stórgeðja í skapi, en þó
hinn mesti stillingarmaður í biskups-
dðmi sínurn. Hann var stðrauðugttr og