Norðri - 03.06.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 03.06.1909, Blaðsíða 2
86 NORÐRI. Unglingaskólinn í Húsavík Ingólfur og pósthúss- þjófnaðurinn. starfar að öllu forfallalausu næsfa vetur. Sú breyting verður gerð á skólanum, að námstíminn verður lengdur um 1 mánuð að minnstakosti, svo að skólinn verður frá 1. nóv. til 30. apríl (lengur eftir atvikum). Þess- um námstíma verður skift niður í tvö náms- skeið jafnlöng. hið fyrra frá 1. nóv. til 30. jan. og hið síðara frá 1. febr. til 30. apríl. Verður hvort þessara námsskeiða eins og bekkur út af fyrir sig, þannig, að hið siðara verður áframhald af hinu fyrra, en þó verð- ur aðeins að þvi loknu haldið próf í skól- anum. Jafnframt því, að námstíminn er lengd- ur, verður kennslan aukin í skólanum, eink- um í islenzku og náttúrufrœði, og leikfimi við bætt, að svo miklu Ieyti sem unnt er. Síðara námsskeiðið verður lögð áhersla á að gefa yfirlit yfir það, sem numið var á hinu fyrra, jafnframt því sem námið verður gert þar víðtækara. En á báðum námsskeið- unum verða kendar sömu aðalnámsgrein- ar. Þeir, sem nú sækja um skólann, gétagert eitt af tvennu: Annaðhvort sækja þeir um bæði náms- skeiðin í einu og verða allan námstímann sama veturinn. eða þeir sækja um fyrra námsskeiðið að- eins þenna veturinn ogum hið síðara næsta vetur. Oetur það komið sér vel fyrir suma að skifta náminu í skólanum niður á tvo vetur. Auk þess geti þroskaðir unglingar, sem hlotið hafa góðan undirbúning, fengið inn- öku á síðara námsskeiðið, án þess að hafa veriö á hinu fyrra. Kennslugjald verður hið sama sem áður fyrir allan tímann, þrátt fyrir það þótt námstíminn verði lengdur, 25 kr.Jyrir hvern nemanda. Ska' greiðslu þess hagað þannig, að fyrir fyrra námsskeiðið séu 15 kr. en fyrir hið síðara 10 kr. En þeir, sem sækja um síðara námsskeiðið aðeins, greiði 15 kr. Kennslugjald fyrir hvert námsskeið greiðist fyrirfram. Þessar eru námsgreinar skólans, samkvæmt reglugerð hans, er stjórnarráðið hefir sam- þykt: 1. ístenzka, málfræði, sjálfstæð stílagerð, íslenzkar bókmentir í bundu og óbundu máli, bæði að fornu og nýju, og lestraræfingar. 2. Saga, yfirlitmannkynssögunnar, en eink- um þó sögu íslands og yfirlit yfir þjóð- menninga landsbúa að fornu og nýju. 3. Landafræði, alment yfirlit, en sérstaklega landafræði Islands og yfirlit yfir þjóð- háttu, atvinnuvegi ogstjórnarskipun borg- arlegra og kirkulegra mála. 4. Náttúrufrœði, einkum yfirlit, en sérstaklega yfir náttúru Islands; alment yfirlit yfir eðlislögmál og skiftingu jurta og dýra á jörðinni, bygging mannsins og helztu atriði heil ufræðinnar, yfirlit yfir merk- ustu atriðin í myndunarsögu jarðarinnar og ágrip hins merkasta í eðlisfræði. 5. Reikningur, einkum almennur nauðsynja- reikningur .hagfærileg smáreikninga færsla og auðveldari aðferðir í flata- og rúm- máisfræði, 6. Danska (með stilum). 7. Söngur. 8. Leikfimi. Kenslan fer aðallega fram með fyrirlestr- um íþeim námsgreinum, þar sem hægt er að koma því við, en sérstaklega þó í sögu, bókmentasögu, landafræði og náttúrufræði. Þessar kennslubækur þurfa nemendur að hafa: Ritreglur Vald. Ásmundssonar, íslands- söguágrip eftir Boga Th. Melsteð, Mann- kynssöguágrip eftir Þorl. H. Bjarnason, Landafræði Karls Finnbogasonar, Danska lestrarbók Þorl. H. Bjarnas. og Bjarna Jóns- sonar, Reikningsbók eftir Jónas Jónasson, báða partana, unpdrátt íslands eftir Morten Hansen og almenii landabréf. Auk þess venjulega stílabækur í átta blaða broti. Húsavik, 16. maí 1909. Bened. Bjarnarson. Jóhannes Jóhannesson bóndi í Hrauni í Öxnadal; dó hér á spítalanum 31.maí. Banamein hans var tæring. Guðni Eyjóifsson, sá er uppvís er orðinn að því, að hafa stolið stórfé frá pósthúsinu í Rvík, var einn af trúustu þjónum '>Isafoldar« og »Ipgólfs». Nú hefir það komizt upp um hann, að hann hefir síðan um kosningar síð- astl. haust gefið kvittun fyrir burðar- gjaldi Ingólfs á pósthúsinu, án þess einn eyrir af burðargjaldinu væri borg- aður. Nemur upphæð þessi hátt á fimta hundrað króna. Ingólfi varð svo ilt við það, að þetta komst í hámæli, að hann hefir ekki sýnt sig síðan og er sagt, að hann muni vera í andaslitrun- um, er bá líklegt, að hann skilji við bráðlega fyrir fult og alt. Hvort vindgangurinn, sem hann hef- ir þjáðst af, er nú að sprengja hann, eða líkar orsakir ætla að draga hann til dauða og Júdas sáluga ískariot forðum, verður senniiega ekki sagt um með vissu fyr en ef líkið verður krufið. Endurskoðun pósthúsreikninganna virðist eigi hafa verið í góðu hgi síð- ustu árin. Væri það eigi snjallræði af nýja ráðherranum að skipa þá Ingólfs- ritstjórana og alþingismennina Arajóns- son og Benedikt Sveinson endurskoð- endur þessara reikninga framvegis? Hinn fyrnefndi á sæti í fulltrúaráði íslands- banka, og hinn síðarnefndi hefir þegar verið skipaður endurskoðandi Lands- bankareikninganna; ættu þeir því að geta leyst þetta starf full vel af hendi, einkum ef Guðni segði þeim fyrst dá- lítið til í reikningsfærslunni, Burtfararpróf við gagnfræðaskólann á Akureyri vorið 1909. Aðaleink. Jón Gauti Pétursson S-Þ. Hólmfr. Pétursdóttir — Ari jóhannesson N-P. Vilhj. Jóhannesson Eyfj. Jónas Þorbergsson S-Þ. Þórh. Bjarnarson nkureyri Jóhannes Jónsson Borgfj. Þórólfur Sigurðson S-Þ. Friðrik Jónasson Akureyri Gtir Jón Jónsson Akureyri Eiríkur Albertsson Skf. Hallgr. Hallgrímsson Eyf. Ingib. Benediktsdóttir Hvs. Gunnl. E. Snædal N-M. Pétur Skmrðsson (utanskóla) S-Þ Karólína Jóhannesdóttir S-Þ. Andrés Karlsson S-M. Ben, Gestsson V-ís. Ingib. Jóhannesdóttir Skf. Guðm. Magr.ússon S-M. Gunnl. Hailgrímsson Eyfs. Valgerður Bjarnadóttir S-M. Sveinn Arnason Akureyri 7,00 6,81 6.75 6,44 6,37 6,37 6,12 6,12 6,00 5,94 5,87 5,87 5.87 5,81 5.75 5,69 5,24 5.19 5,12 5,12 5,12 4.87 4,50 Aths: Við burtfararpróf er ekki gefin aðal- einkunn, en vér höfum reiknað út að- aleinkunnina, eftir einkunnunum í hinum einstöku námsgreinum, er vér fengum að láni hjá einum af nemendunum, sem burtfararpróf tók. Einkunnir þessar eru gefnar eftir hinni nýju regiugerð skólans og eru þær taldar i stigum frá 0 til 8. Lægsta einkunn við prófið var 2;í tveim- ur námsgreinum, hjá einum nemanda í hverri þeirra. Prófdómendur voru þeir sr. Stefán Kristinsson á Völlum, og sr. Björn Björns- son í Laufási. NR. 22 KARLMANNAFATAEFNIN í Vefnaðarvöruverzlun Gudmanns Efterfl. eru fjölbreytust, fallegust, ódýrust og best. Allar aðr | ar vefnaðarvörur hefir verzlunin meiri og betri en annars- j;í staðar er völ á, og verðlag, sem áður, mjög lágt, enda - selur hönd hendi.— Það verður því einróma álit allra, sem ú til þekkja, að langbezt sé að verzla. í Vefnaðarvöruvezlun Gudmanns Efterfl. Athugið: SUU, prjónasaumur og fleiri íslenzkar vörur teknar. Reynið hin nýju, ekta litarbréf frá litarverksmiðju Buchs Nýtt, ekta demantsblátt Nýtt, ekta meðalblátt Nýtt, ekta dökkblátt Nýtt, ekta sæblátt. Allar þesser 4 nýju litartegundir lita fallega og ekta í að eins einum legi (bæsis laust). Annars mælir verksmiðjan með sínum viðurkendu sterku og fallegu litum, með allskonar litbrigðum til heimalitunar. Litirnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á Islandi. Buchs Farvefabrik Köbenhavn. V. Bankaransóknarnefndih hefir nú starfað alllengi í Reykjavík, og er búist við að hún muni ljúka við ransóknina um miðjan þennan mánúð. Hingað til hafa þeir ekkert fundið at- hugavert og eru að sögn vondaufir um, að árangurinn verði annar eða meiri af skipun nefndarinnar, en lánstraustspjöll bankans, kostnaðurinn við ransóknina og það hneyxli, erskipun hennar hefirvaldið. Heilsuhælið á Vífisstöðum. Hornsteinninn undir það var lagður á annan í hvítasunnu og voru þar við- staddír hátt á 4. þús. manna. Fyrstu og aðalræðuna hélt Kl. Jónsson landritari, form. samskotanefndarinnar, þá talaði Guðm. Björnsson landlæknir og síðast ráðherrann. Stærð hússins er þessi: lengd 64 ál„ breidd 15 ál,; hliðarrálm- ur eru út úr báðum endum, 20 ál. á lengd og 16 á breidd; húsið er þrí- lyft, á háum kjallara; gert er ráð fyrir, að það taki fyrst um sinn 52 sjúklinga og seinna hægt að bæta við 20. Kvæði höfðu ort þau skáldin Guðm. Guð- mundsson og Þorst. Erlingsson. Fiskiskipin. Þessi fiskiskip hafa komið inn nú síðustu dagana. Samson (Ásg. Pétursson). 24 menn; afli 64 þúsund. Lottie (M. J. Kristjánsson). 11 menn; —■ 15 Jdús. Ole (O. Tuliníus). 18 menn; afli 19 þús. Egill (Ragnar Ólafsson). 14 menn afli Kvikk [Ásg. Pétursson] 6 menn afli 7 þús. Norðurljósið [Stefán Jcna"nön], 6 menn, afli 12 þús. Hlaðafli er nú á ísafirði; ba:ði á mótórbála Og fiskiskip. Móðurleysinginn. Alveg nýskeð er fæddur suður í Reykja- vík lausaleikskrakki.— Hann var þegar nafni nefndur, og kallast »Æringi«. Mjög oft kemur það fyrir, að illa gengur að feðra þesshát*ar krakka, en aldrei hef eg heyrt þess getið, að nokkurntíma hafi leikið vafi á því hver móðirin væri, fyr en nú, að þessi Æringi fæddist.— Ekki færri en tveir hafa gengist við faðerninu, en nióðurin er öllum óþekt, og eftir því, sem sagan segir, líklegast ekki til. Það verður því líklegasta tilgátan, að þessir tveir feður hafi átt króann hvor með öðruni.— En sagan er ekki hálf- sögð enn þá. Það undur er einnig um fæð- ingu þessa krakka, að honum er ungað út úr fuglseggi. Feðurnir höfðu strax, sem eggið var orpið, álitið það skyldu sína að sitja á því, ýmist báðir í einu, eða annar í senn, en þeir ætluðu að verða í stökustu vandræð- um með að geta haldið nægum hitaá því, enda stukku þeir báðir í einu af því um lengri tíma og voru lengst af, á meðan á útunguninni stóð, mjög kvikuiir við að gegna föðurskyldunni, svo það gegnir mik- illi furðu, að eggin skyldu ekki ónýtast og verða örgustu fúlegg. Þeir segja, feðurnir sjálfir, að þetta hafi verið hrafnsegg. Eitthvað hlýtur að vera bogið við það, fyrst tveir — jafnstórir sem feðurnir eru, gátu setið á því báðir í senn, en það er má ske ekkert ósennilegra en sumt annað í sögunni, og það er líkatvent sem bendir til þess, að þessi nýfæddi snáðí sé af hrafnakyni; fyrst það: að hann kom í heiminn fjaðralaus og nakinn eins og hrafnsungi, en ekki 'fiðraður eins og flestir fuglsungar, og svo krunkar hann eða garg- ar mjögferlega. Aumingja fcðm-nii! Þelr halda að ó- skapnaður þessi sé dúfa. Jú. það er þetta gamla, að hve'jum þykir sinti fugl fagur* Sú ímj’udua þeirra er eðlilega sprottin af þeini rækt til ungans, seni þau eða þeir B. J.og E. O. bera til afkvæmis síns. — OVBNDURt

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.