Norðri - 03.06.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 03.06.1909, Blaðsíða 1
Ritstjóri; Björn Líndal | Brekkugata 19. IV. 22, Akureyri, Fimtudaginn 3, jdnf, 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9e. h, helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. Pósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú islandsbanka 11-2 Utbú Landsbankans 1—12 Stúkan Akureyri fundard.þirðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Verksmiðjufélagið og lánsheimild þingsins. Það fór svo að lokum, að þingið veitti stjórninni heimild til að lána ullarverk- smiðjunni hér 60 þús. kr. úr viðlaga- sjóði gegn 4V20/0 vöxtum og afborg- unarlaust 5 ár hin næstu, en greiðist síðan með jöfnum afborgunum á 15 árum. En því aðeins fæst þetta lán, að bæjarstjórn Akureyrar og sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu ábyrgist. Verður ekki annað sagt, en að þing- ið brigðist vel við málaleitun verksmiðju- félagsins og gerði sitt til, að koma verk- smiðjunni á fót. Óneitanlega hefði það ven'ð meiri styrkur fyrir félagið, ef'and- sjóður hefði tekið forréttishiuti í félaginu, eins og hreyft var í vetur, en ekki tjáir um það að fást. Nú er það algerlega á valdi bæjar- ins og sýslunnar, hvort þetta þarfa fyr- tæki fellur um koll eða réttir við. Þegar tilrætt varð um það í vetur, að sýslan tæki hluti í félaginu, var það skilyrði sett fyrir hluttökunni af bæjarstjórn og sýslunefnd, að fenginn yrði verkfróður maður til að skoða verk- smiðjuna og gefa skýrslu um hana. — Hefir bæjarfógeti leitað til landstjórnar- innar um útvegun á slíkum manni og væntir svars hið bráðasta. Fyr en þessi skoðun hefir farið fram, verður málinu ekki hreyft að nýju við stjómarvðld þau, er hér eiga hlut að máli. — En vit- anlega er það afar áríðandi fyrir félag- ið, að komist verði sem fyrst að ein- hverri niðurstöðu um framtíð þess. Ýmsir munu þeir vera hér í bænum og sýslunni, er þykir ábyrgðin varhuga- verð. Engum er það láandi, því hér er í allmikið ráðist og skylda hvers hygg- ins og varfærins manns að fara varlega, ekki sízt þegar um almenningsfé er að ræða. En ekki mega menn heldur ein- blína um 0f á hættu þá, sem ábyrgð- inni fylgir og láta sér vaxa hún svo mjög í augum, aðmenn eygi ekki ann- arsvegar tjón það hið mikla, sem afstýrt verður með því ad takast þessa ábyrgð á hendur, og hinsvegar hagnað þann, bæði beinan og óbeinan, sem af því hlýtur að verða fyrir baeinn og sýsluna, ef fyrirtækið kemst á fót og blómgast. Mörg og óyggjandi rök má Ieiða að því, að fyrirtæki þetta hljóti að bera sig, wí þvf vfel ög vitutlega itjornað. Þtsgar félagsmenn og stjórnarvöld þau öll, er hér eiga hlut að máli leggja saman, ætti að mega vanda svo til stjórnarinn- ar, að félaginu væri vel borgið að„því leyti. Síðan »Iðunn« tók til starfa eftir brun- ann, hefir hún haft svo mikið að starfa, að hún kemst ekki yfir það og eins mundi fara með verksmiðjuna hér. Æskilegt væri, að allir góðir menn og vitrir gerðu sitt til að bjarga þessu máli. — Fyrirtækið má ekki með nokkru móti falla. Þingið hefir litið svo á og það má fullyrða, að bæði hin núverandi og fráfarna stjórn er því fylli- lega sammála. Þegar stofnunin er fullger, að hús- um og áhöldum, verður hún varla minna en 150 þús. kr. virði. Áhættan er því ekki eins mikil og sýnist í fljótu bragði, einkum þegai þess er gætt, að mikill hluti af láninu verður notað sem rekst- ursfé. Gæti því sýslan og bærinn, auk annars veðréttar í húsum og áhöldum, fengið tryggingu í vörubirgðum verk- smiðjunnar. Síðar mun þetta mál verða athugað rækilegar hér í blaðinu. — En af því oss er kunnugt um, að þetta er allmörg- um hið mesta áhugamál, þá vildum vér ekki láta dragast að skýra stuttlega frá hversu málið horfir nú við, svo menn geti fremur rætt málið og íhugað. X. Orðtakið: „Vilji þjóðarinnar". Orðtök (fraser, abstraktions) hafa jafn- an verið viðhöfð til þess að vekja eft- irtekt alþýðu, vekja ímyndun manna, trú eða oftrú og síðan fylgi og hlýðni. Að brjóta orðtök til mergjar er fáum hent eftir það, að valdið er farið að hafa þau fyrir viðkvæði (mottó). »Skrifað stendur,» er orðtak bókstafs- kennara hjá öllum þjóðum og er það orðtak svo ríkt og ramt, að meiri hluti allra kristinna manna trúir gildi þess og sannleika enn í dag. Páfakirkjan hafði lagt það til hliðar eftir að Páfinn og helgivald þeirrar kirkju hafði komist í hásæti allra ráða og allrar hugsunar. Þó var enn þá yfirgripsmeira orðtakið: «Svo segja allir feður« (Sir omnes pa- pres). En á dögum gamla testam. við- höfðu Hebrear sem heiðingjar crðtakið: «Svo segir drottinn — Jahve, Zebaoth; Belial, Belsebubb eða þá einhver mann- guð, hálfguð, konungur eða löggjafi: Moses, Sesostris, Hammurabi, Zarath- ustra, Manes, Búdda, Konfútse, Hárr (í Hávamálum). eða Valar, (í völuspá), eða Sibilla, eða Mahomed, eða Lúther, o. s. frv. Seigust nú á tímum er bifl- ían, því hun er Iátin sanna eða ósanna sama hlut — hundrað sinnum, að því er reiknað hefir verið. Hver stefna, hver flokkur, hver fræðigrein á sín orðtök, sum glögg og góð, önnur forn, slitin, röng og villandi. Þessi orðtök hafa riðið net utan um þjóðirnar, orðið einskouar veiðarfæri í rAðrfittlm HöridÚm þeiriát sem h«fí vitjað ná tökum á trú manna og fylgi — oft í góðri meiningu, þegar forsprakkarnir hafa trúað þeim sjálfir; en stundum sak- ir lakari hvata. Og veiðiaðferðin hefir verið margvísleg, stundum með viti og ráði, en stundum með öfgum, ofstopa og allskonar ójafnaði. Úr þessari orðtakaflækju er nú frjáls hugsun og vísindaransókn að reyna til að greiða og leysa þjóðirnar og sann- leikann. Mikið er þegar aðgert, og þó skamt komið enn. Þetta sýnir sig líka hjá oss. í trúarefnum hlaupa menn fremur og fljótar eftir bókstafskenni- mönnum, jafnvel hinum heimskustu, ef þeir eru nógu einarðir, heldur en hin- um vitrari mönnum. Og alveg eins er þessu varið f allsherjarmálum. Par eru líka allir jafnvitrir eða fávísir, nema hvað í þeim efnum rekur enginn ótti eftir, eða samvizka, því í pólitík á rétt- vísi og samvizkusemi oftast langt í land; þau mál eru full með blekkjandi orð- tök, en fátæk af vizku og hreinskilni, drengskap og ósérplægni. Og hér kemur lýðfrelsið til skoðunar, sem sjálft er afar-torskiliðorðtak. Og hiðalmenn- asta orðtak lýðfrelsismanna er nú þjóð- viljinn eða «vilji þjóðarinnar«. Petta orð- tak er hjá oss viðhaft í tíma og ótíma. Pað á að tákna hlut, sem er hugsjón, takmark, en er í smíðum og fyrir því ekki til að marki. Lýðveldið fyrsta á Frakklandi var boðað og auglýst með blóðrauðu letri löngu áður en það varð til, og í stað þess fæddist mótsetning þess, sem hét Napóleon. Og svo gekk þar koll af kolli. Og þessi er kenning sögunnar. Og þó er hugsjónin jafnfög- ur eftir sem áður. En «vilji þjóðarinn- ar« er enn þá ísjárverðara orðtak, en lýðfrelsið, Pað er orðtaks-orðtak. Vitrustu stjórnfræðingar og spekingar, eins og Sibbem gamli hjá Dönum, Mazzini hjá ítölum og Stuart Mill hjá Englendingum, notuðu það orðtak með mikilli varúð, sögðu þeir allir, að það orðtak væri oftast tálbeita óróamanna (demagóga), en miklu sjaldnar viturra íhaldsmanna. Freisið er líka orðtæki, sem felur í sér hugsjón fremur en veru- leik, og því er aldrei vert að lofa miklu, þótt viljinn sé hreinn og góður, og ávalt bezt, að treysta ekki atkvæði fjöldans fyrir tímann. Pað þarf að yrkja jörðina og sá, áður en treysta uppsker- unni. Mikil skynsemi og margir góðir kost- ir lifa sem frækorn í djúpri mold hjá þjóð vorri, en vel má hún gæta sín, að gerast ekki ginningarfífl óvalinna leiðtoga; vér erum sundurlaus lýður og órói og sveitardráttur er vort vöggu- mein. Vér ættum — fyrst við fjöllum svo mikið um frelsismálin — að kynna oss betur og betur frelsissögu annara þjóða. Eða því eru. þjóðirnar svo ó- næmar á það, að Mta sér annara vt'ti að varnaði verða. Skoðum vandlega sögu Norðmanna (þeir standa oss næstir) t. d. á 12. öld, 14., 15 og 16. öld, og svo síðan. Skoðum sögu Hattanna og Húfnanna á frelsisöld Svíanna (18. öld.), sögu Dana eftir stóröld Valde- maiarina (á 13. og 14. ðld), og sögu hinna »National-Liberölu» á öldinni síð- ustu. Og skoðum, hverju Frakkar hétu heiminum í byltingunni miklu. Sumar hafa aldrei lært að fara með sjálfstæði, t. d. Pólverjar og frar; aftur kunna það sumar vonum fremur vel, t. d. Svissar, Hollendingar og Skotar, einkum Skot- ar. Skyldum vér íslendingar eiga eftir að læra það? — «Pað get eg ekki giskað á, en gamall held eg verð eg þá.« kvað Páll Ólafsson. M. J. Friðarhorfur. Allir hinir frjálsustu trúarflokkar á Englandi áttu allsherjar fund með sér fyrir fáum vikum síðan. Par lýstumenn allsherjar vantrausti á aukningu og stefnu hins »vopnaða friður«, og skoruðuá hina ensku stjórn, að ef la með öllu leyf ilegu móti þá stef nu, að f á herkostnaðarf arginu létt smá samanafþjóðunum (með samtökum). Öll þjóðmenning væri í veði, enda væri það hún, sem fyr bæri að verja en eitthvert ríki. Qreinin endaði á orðum Juvon- alis Rómverjaskálds: «Pað væri hin mesta höfuðskömm, að verja lífið með því að leggja í sölurnar alt, sem veitir lífrnu verðmæti.* Sbr. »Eigi vil eg lifa við skömm.« (Njáll). Önnur ályktun fundarins hljóðar svo: »Fundurinn harmar hinn æ vaxandi herbúnað þjóðanna, sérstaklega þessa lands, eigi aðeins sakir aukins kostnaðar, er dregst frá fjárafla þjóðanna til félags- bóta, heldur og sakir þeirrar storkunar, er fólgin er í hinni ægilegu samkepni, í heljarbáknum ófriðarins — storkunar gegn kristindómi, kristnu skipulagi og allri mannúð í viðskiftum þjóðanna.» «Fundurinn skorar á sérhverja siðaða þjóð, sérstaklega vora eigin, !að reyna til af öllum mætti, að efla allsherjar gerðardóm, styrkja samúð og bræðralag landa og þjóða milli, og grafa fyrir rót- um fastari félagsskapar i öflum við- skiftum með hverskonar ráðum, svo villidómur stríðs og styrjaldar megi hætta með öllu að vera framkvæmanlegur.* M.J. Loftskeytin. Arangurslitlar tilraunir í Ameríku. Símskeyti frá New York segja, að síðustu tilraunir með loftskeytasending- ar milli New York og Chicago hafi borið lítinn árangur. Skeytasendingin varð sífelt fyrir truflun af óviðkomandi loftskeytum, og auk þess náðu ýmsar ýmsaraðrar stöðvar — sem amerískirauð- menn hafa látið gera — símskeytunum. Loftritunin hefir með öðrum orðum reynst svo óviss, að hún mun varla fá verule'ga almenna þýðingu, tneðan ekki eru notuð við hana sérstök áhðld, sem framleiða straum, sem aðeins hefir áhrif á þá stöð, sem taka á við skeyt- anum. (Pölettken o. maf.)

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.