Norðri - 24.06.1909, Blaðsíða 1
^jf^fr
IV. 25.
Ritstjóri: Björn Líndal Brekkugatal#19.
Akureyri, Fimtudaginn 24. júní.
¦U^V^Sil
1909.
Til minnis.
Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7
Bæjarsjoður, Lækjargötu 2, mánud. mið-
vikud. og laugardaga kl. 4. 7
Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h.
helga daga 8^-11 og 4—6
Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard.
5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8.
l'ósthúsið 9—2 og 4—7.
Uibú Islandsbanka 11- 2
Utbú Landsbankans 11—12
Stúkan Akureyri fundard.þirðjud.kv. kl. 8.
Brynja miðvikudagskvðld kl. .8.
Isafoíd Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4.
rrúföst mánudagskv. kl. 8.
17. júní 1909.
Ræða,
flutt á íþróttamóti Ungmennafé-
lagsins á Akureyri,
af Stefáni skólameistara Stefánssyni.
Pað var sólroð á fjöllum af nýrri
öld og nýjum tíma í sögu þjóðar vorr-
a,r, þegar hásumarsbarn það var í heiminn
borið fyrir hart nær hundrað árum, sem
vér minnumst hér í dag með skrúð-
göngum og .blaktandi fánum, ræðuhöld-
um og hornablæstri, íslenzkum íþrótta-
sýningum og síðast en ekki síst rmð
vorhug í hjörtum og heitum óskum
um sólbjarta framtíð fyrir þetta land
og þessa þjóð.
Þetta land, sem vér einir eigum og
vér einir elskum, öllum löndum frartiar,
því hér lifðu og stríddu feður vorir og
mæður, hér stóð vagga vor, hér höf-
um vér alið aldur vorn og hér ætlum
vér oss gröf. •
Áslin til landsins, ættjarðarástin, hefir
kallað oss saman einmitt þessa hásúm-
arsstund, af því að í dag er .fæð-
ingardagur þess manns, sem flestum
öðrum fremur, vakti og efldi œttjarðar-
ástina, sem elcki var aðeins á vörunum,
ekki hljómandi málmur og hvellandi
bjalla, heldur heitur, þungurundirstraum-
ur, er knúði viljann til atorkumikillar og
dáðríkrar starfsemi fyrir land og Iýð.
Slík var ættjarðarást Jóns Sigurðs-
sonar, og það var hún, sem gerði hann
að óskmegi íslands, sverði þess og
skildi.
Og því miniiumst vér hans nú ðll,
sem íslenzkt hjarta berum í brjósti, há
og Iág, rík og fátæk, ung og gömul,
minnumst hans öll með ást og lotningu,
hvaða flokk sem vér fyllum, hvort held-
ur sem við köllum okkur sjálfstæðis-
menn eða heimastjórnarmenn, þjóðræð-
ismenn eða landvarnar og jafnvel þeir,
sem menn í bræðj sirini hafa kallað
landráðamenn.
.4Ilir íslenzkir stjórnmálaflokkar, allar
stéttir manna, eru einhuga í því, að
heiðra minningu þessa þjóðskörungs,
þessa föður ísl. sjálfstjórnar og aðal-
frömuðs ísl. menningar á liðinni öld.
Allir, allir íslendingar undantekning-
arlaust.
«Starfið er margt, en eitt er bræðra-
bandið
boðorðið, — hvar sem þér í fylk-
ing standið,
hvernig sem stríðið þá og þá er
blandlð,
það er að elska og byggja og treysta
á landið.«
Að elska og treysta á landið var
æsta boðorð Jóns Sigurðssonar. Eftir
því lifði hann og starfaði alt sitt-
langa og dáðríka líf, að svo miklu leyti,
sem honum var frekast auðið.
Ást hans á landinu hvesti augu -hans
fyrir kostum þess, fja'rsjóðum þess og
auðslindum, sem flestar duldust og ónot«
aðar höfðu verið öldum saman, en hann
lokaði þeim ekki fyrir ókostunum og
örðugleikunum, sem lífið er háð í þessu
landi. Með sínum frábæra skarpleik
skygndist hann aftur í tímann og kynti
sér feril þjóðarinnar frá upphafi, og
skyldi sögu hennar allra manna bezt.
Hina svo nefndu gullöld vora.leit hann
ekki í neinum örvita hillingum né svo
skínandi dýrðarljóma, að honum miklað-
ist hún svo, eða hann fengi þá ofbirtu
í augun, að alt það nálæga og smáa
hyrfi honum sýn, eða yrði svo lítilmót-
legt, að honum þætti lítils eða einkis
af því að vænta.
Nei, ekkert var honum fjarlægar. Hann
hafði glögt auga fyrir skuggahliðum
gullaldarinnar, en stórmenni hennar
og göfugmenni tók hann sér ti! fyrir-
myhdar og">-livatti aðra til að feta ífót-
spor þeirra.
Og þess er eg fullviss, að sá and-
legi þrottur, mannást og dáðríki, sem
hann faun hjá þjóðinni eftir allar þær
hörmungar, sem yfir hana höfðu dunið
öldum saman, hafi ekki síður en forn-
aldarljóminn vakið hjá honum vouir um
endurreisn þjóðarinuar og glætt hjá
hpnum það traust og styrkt hjá honum
þá trú, að þjóðin gæti áttglæsilega fram-
tíð í vændum, ef hún vildi eiga með
sig sjálf. fengi óháð að neyta kraftanna
og ráða sínum ráðum á eigin ábyrgð.
I þessu trausti hervæddist hann og
lagði út í æfilanga baráttu fyrir frelsi
þjóðarinnar og ásetti sér að gefast ekki
upp fyr en því marki væri náð, að þjóð-
in væri með öllu sjálfráð heima fyrir
og óháð annara vilja, að svo miklu ieyti
sem efni hennarog ástæður frekast leyfðu.
Að þessu marki kepti hann alla sína
löngu æfi, og allir Islendingar nálega
undantekningarlaust, skipuðu sér undir
merki hans, því þeir fundu, að engan
áttu þeir foringja honum lfkan og töldu
sér sæmd í því að standa við hlið hans
og fylgja honum.
Kepni um völdin eða forustuna var
þá óþekt í landi voru. Stjórnmálamenn-
irnir okkar stóðu þá nálega allir í þéttri
fylking og hugsuðu ekki um sig,, ekki
um sinn eigin hag, heldur þjóðarinnar
naS» og Jón Sigurðsson stóð jafnan í
fylkingarbrjóstinu og var lífið og sálin
í þessu sjálfboða þjóðliði.
Og þótt honum auðnaðist ekki að
ná því takmarki, sern hann hafði sett
sér, þá varð .honum þó mikið ágengt.
Pó hann kæmist ekki alla leið f ein-
um áfanga, þá var hann alt of viturog
djúphygginn til þess að láta nokkurt skref
óstigið fram á við, sem hægt var að
stíga. F*ótt hann væri enganveginn á-
nægðttr yfir því hve skamt hann komst
Kaupfélag Akureyrar
óskar eftir tilboðum um 3 — 400 tons kol, er komin séu hingað fyrir miðjan
september n. k, Skrifleg tilboð afhendist undirrituðum fyrir 30. .þ. m.
Akureyri 22. júní 1909.
í umboði félagsstjórnarinnar:
M. J. Kristjánsson.
áleiðis, þá þótti honum samt gott, hvað
lítið semleiðin styttist og sætti sig við
það í þeirri vissu von, «að aftur myndi
þar verða haldið af stað, unz brautin
væri brotin til enda« .
Þessa von megum vér með engu
móti missa, þó oss virðist þjóðin vill-
ast af brautinni eða stanza. Vér verð-
um að treysta því, að hún ranki við sér.
aftur, komist á rétta leið og haldi á-
fram. Jafn vel þótt oss virðist hún fara
aftur á bak, þá verðum vér að ætla,
að það sé bara tilhlaup, til þess að ná
sem hæst og lengst fram á við í næsta
stökki.
Ef vér missum framfaravonina og
trúna á framtíð þjóðarinnar og fram-
þróun hennar í öllu góðu verki, þá er
úti um oss, þá er vetur og dauði í sál-
um vorum. —
Slíkt hugarfar verður að vera oss
fjarlægt, ekki sízt á þessari stundu, þeg-
ar við erum að minnast Jóns Sigurðs-
sonar og manna hans.
Á þessari stundu verður vorhugur og
vorþrá að fylla sálir vorar.
Dæmi Jóns Sigurðssonar og manna
hans á að geta kveikt heita og stað-
fasta von í brjóstum vorum, ást til
landsins, þjóðarinnar og hvers til ann-
ars.
Ættjarðarástin á að vera sá Vestu-
eldur, er aldrei sloknar í helgidómi
hjarta vors. Við þann eld eiga að verm-
ast og glæðast allar manndygðir, um-
burðarlyndi, drengskapurj og hverskonar
göfugmenska, en allar ódygðir að eyð-
ast, sundrungarandinn, hrottaskapurinn,
innbyrðis hatur og úlfúð, í einu orði:
alt ódrerrglyndi, er svo mjög hefirból-
að á hjá oss undanfarið í ræðu og riti,
verður að hverfa, annars er þjóðlífi
voru hætta búin. — Gleymum ekki ár-
unum 1262— 1264, þegar vér glötuð-
um sjálfstæði voru og tildrögunum til
þeirrar ógæfu, og minnumst þess jafn-
framt á hverri stundu, að við erum
bræður og systur, börn hinnar sömu
móður, sem við eigum öll að lifa og
stríða fyrir, ekki í fjandsamlegum flokk-
um, er hagi sér hver við annan eins
og stigamannasveitir, heldur sem göfug-
ir liðsmenn, er keppa í bróðerni að sama
marki, sæmd og hagsæld fósturjarðar-
innar, siðferðislegu, efnalegu og póli-
tísku sjálfstæði hinnar íslenzku þjóðar,
jafnvel þótt eitthvað kunni á milli að
bera um leiðirnar að markinu.
Pá, og þá fyrst, minnumst við Jóns
Sigurðssonar réttilega, þá getum við
fagnandi komið saman hvern 17. júní
og heilsast, sem bræður blygðunarlaust.
Hatur og ósæmilegur flokkarígur varp-
ar þá engum skugga á þennan sólskins-
blett ársins, þá þarf ekki sá er stjórnar
gangi himintunglanna og sólina skóp
að myrkva hana einmitt 17. júní til þess
að minna oss á svarta blettinn, er við
höfum sett á minningu Jóns Sigurðs-
sonar.
Nei!
F*á mun sá guð, er veitti frægð tilforna,
fósturjörð vora reisa endurborna,
þá munu bætast harmasár þess horfna,
hugsjónir rætást, þá mun aftur morgna.
Tryggva Gunnarssyni
bankastjóra
vikið frá embætti.
Síðasta afrek nýja ráðherrans er það
að víkja Tryggva Gunnarssyni banka-
stjóra frá embætti. Þetta gerðist á þriðj'u-
daginn er var, um leið og ráðherrann
lagði af stað til útlanda.
Bankaransóknarnefndin hefir til þessa
ekkert fundið at'iugavert.
Á þessa (ó)-stjórnarráðstöfun verður
nánar minst í næsta blaði.
íþróttamótið
17. júní
Pað hófst eins og ráð var fyrir gjört
með skrúðgöngu af innri hafnarbrygg-
junni út á hátíðarsvæðið á Oddeyrar-
túni, kl. ÍO1/* f. h. Gengu menn í
mörgum flokkum og var merki borið
fyrir hverjum flokki.
Hátíðarsvæðið hafði verið skreytt á
ýmsan hátt. Hliðið, sem gengið var um
inn á það, var prýtt fánutn og sveigum. Á
hátíðarsvæðinu var pallur reistur, sem
, glímt var á um daginn og dansað um
kvöldið; þar var einnig ræðustóll.
Bæjarfógeti G. G. setti samkomuna
og bað menn velkomna til hátíðarinnar,
sérstaklega gesti þá, er hingað hefðu sótt
úr fjarlægum héruðum, yfir langar
leiðir.
Hinn vaknandi áhugi í innlendum
líkams-íþróttum væri mjög þýðingarmik-
ill vottur um vaknandi þrótt og fram-
tak og hin fjölmenna hluttaka í þessu
íþróttamóti sýndi, að þetta mál væri eitt
af þeim, er bezt gæti vakið samhug
þjóðarinnar. F'að ætti því að vera og
væri eitt af hinum sameinandi öfium í
okkar þjóðlífi og hefði því, einnig í þá
stefnu, mikla þýðing, sérstaklega nú á
tímum, þegar svo ðsleitilega væri að því
unnið að sundra huga og kröftum þjóð-
arinnar.
Allar siðaðar þjóðir, og vér einnig
íslendingar, eiga mHiningai og málefni,
sem eru friðhelg, setn eiga að vera