Norðri - 24.06.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 24.06.1909, Blaðsíða 2
98 NORÐRI. NR. 25 híifin yfir aliar deilur; minningar og mál, sem álíta ber hreina goðgá, að draga niður í sorpkast dagsþrætunnar. Ein af þessum minningum er bundin við dag- inn í dag: fæðingardag Jóns'Sigurðsson- ar. Eitt af þessum málum er það, sem er efni þessarar hátíðar: íslenzkar líkams. íþróttir. . Hin fjölmenna hluttaka í hátíðasam- komunni er gleðilegur vottur þess, að mörgum er þetta Ijóst. Vér ósknm öllum, sérstaklega gest- unum, hinnar beztu skemtunar í dag. St. Stefánsson skólam.. mintist Jóns Sigurðssonar, og er ræða hans birt á öðrum stað hér í blaðinu. Þá voru frjáls ræðuhöld nokkra hríð, en eigi var eg þar viðstaddur og kann því eigi frá þeim að segja. Kl. 1. hófust íþróttirnar og stóðu yfir til kl. 4. var þeim veitt svo inikil athygli, af fjölda manna, að furðu sætir, bendir það til, að íþróttamót þessi muni fljótt verða vinsæl, en það er gleðileg- ur vottur um vaxandi áhuga á innlendu íþróttalffi. y Fyrst var þreytt. Bændaglíma og var glímt í 5 flokkum eftir þyngd; um 30 manns tóku þátt í glímunni, Verðlaun hlutu: 1. fbkkur undir 90 pd. þyngd Júlíus Sigurðsson Akureyri 1. verðlaun 2. flokkur 90 — /20 pd. þyngd Jón Kristjánsson Akureyri 1. verðlaun 3. flokkur 120 — 145 pd. þyngd Jakob Kristjánsson Akurevri 1. verðlaun Jón Haraldsson Einarsstöðum, Reykjadal 2. verðlaun 4. fl. 145 — 165 pd. þyngd. Sigurður Sigurðsson Öxnhóli 1. verðl. 5. fl. yfir 165 pd. þyngd. Jón Jónsson Skjaldarstöðum 1. verðlaun. Stökk 1. Stangarsíökk. Jakob Kristjánsson Ak. 2,46 m. 1. verðlaun. Arngr. Ólafsson — 2,35 - Langstökk: Kári Arngrímsson Ljósav. 5,40 m. 1. verðlaun Sturla Jónsson Jarlsstöðum 4,80 - Jakob Kristjánsson Ak. 4.90 - Hústökk. Sturla Jónsson Jarlsstöðum 1,48 - 1. verðlaun Jakob Kristjánsson Ak. 1,42 - Kári Arngrímsson Ljósav. stökk jafn- fætis. 1. verðlaun. 1.48 m. Hlaup. 100 metrar. Drengir 6 að tölu þreyttu hlaup og hlaut Helgi Pétursson 1. verðlaun; hann rann skeiðið á 164/s sek. Fullorðnir. Jón Haraldsson Einarsstöðum 14 sek. 1. verðlaun Jón Sigfússon Halldórsstöðum 15 — Ganga 402 meter C/i úr enskri milu). Jakob Kristjánsson Ak. 1 mín 40,5 sek. 1. verðlaun Pórh. Bjarnason — 1 — 47.2 - Friðrik Jónasson — 2 — 14 - Porf. Kristjánssón Rvík. 2 — 15 - Sund 100 metrar. Stefán Thora. ensen Ak. 2 mín. Vssek. 1. verðlaun Jóharin Óiafsson — 2 — 17‘/a ~ 50 metrar. Björn Arnórsson Ak. 55 sek. Arngr. Ólafsson — 557» - Óskar Bjarnarson — 56-/e - Jakob Kriítjánsson — 62 Friðrik Jónassön — 83 - Björgunarsund synti Friðbjörn Aðal- steinsson, Akureyri. Lárus Rist lék á sundi með r.okkrum lærisveinum sínum; auðséð var að drengir þeir eru efni í góða sundmenn. Frá kl. 4 — 7 var hlé á íþróttamót- inu, meðan beltisglíman stóð yfir. En kl. 71/* — 9 var þreyttur Fótboltaleikur Áttust þar við tveir flokkar, annar af Húsavík en hinn af Akureyri. Votu 11 menn í hvorum flokki. Akureyringar unnu einn leik og hlutu fánastöng að verðlaunum. Veður var hið fegursta allan daginn, logn og sólskin, en þó í heitara lagi. Mikill mannfjöldi sótti íþróttamótið, líkl. 12 — 1500 manna. Þegar þess er gætt, að þetta er fyrsta íþróttamót, sem haldið hefir verið hér, verður eigi annað sagt en það hafi tek- ist vonum fremur. Forgöngumönnunum þótti það helst ábótavant, hve lítil þátt- takan í íþróttunum var utan Akureyrar, en við öðru var eigi að búast í fyrsta sinn. íþróttamótin ættu með tímanum að verða bezta ráð til að efla og glæða íþrótta- líf hjá oss og þyrfti sú regla að kom- ist sem fyrst á, að þau verði haldin ár- lega, helzt í hverri sýslu. Pað, sem mest stendur íþróttalífinu fyrir þrifuni í sveitum víðast á land- inu er strjálbýlið, og það hve sjald- an góðum íþróttamönnum gefst tæki- færi á að reyna sig við jafningja sfna, því víðast er svo ástatt, að í hverri sveit eru fáir miklir íþróttamenn eða jafnvel aðeins einn. Úr þessu ættu í- þróttamótin talsvert að bæta, á þeim gæfist íþróttamönnum kostur á að kynnast og reyna sig, mundi það verða til þess, að áhugi þeirra á íþrótt- unum ykist, og kapp yrði vafalaust talsvert um að skara fram úr öðrum. Iþróttamennirnir vektu svo áhugann hver í sinni sveit, og æskumenn færu almennt að yðka íþróttir meira en nú t'ðkast. Væri þá vel, ef segja mætti um þá kyn- slóð, sem nú er í bernsku, að þar byggi »hraust sál í hraustum líkama». /. G. Beltisglíman. Kappglíma um l'slandsbeltið var þreytt hér í Q. T. húsinu 17. þ. m. kl. 4 e. m. Guðm. Stefánsson frá Reykjavík vann belt- ið; hann féll aldrei. Keppendur voru í fyrstu 13, en þrír þeirra meiddust lítið eitt og gengu því úr leik. Þeir voru þessir Pétur Sigfússon, Halldórsstöðum, Sturla Jónsson, Jarlsstöðum og Valgeir Árna- son, Auðbrekku. Hinir 10, sem glímdu glímuna til loka, voru þessir (Talan aftan við nöfnin merkir vinninga). 1. Ouðm. Stefánsson, Reykjavík 12 2. Sigurjón Pétursson, ReykjavíW 11 3. Pétur Jónsson, Qautlöndum 9 4. Kári Arngrímsson, Ljósavatni 8 5. Þorgeir Guðnason, Qrænavatni 8 6. Björn Jónsson, Skútustöðum 6 7. Jónas Helgason, Qrænavatni 6 8. Jón Jónsson, Skjaldarst. Hörgárdal 6 9. Ólafur Sigurgeirsson, Akureyri 5 10. Sigurður Sigursson, Öxnhóli 4 Qlíman fór mjög vel fram. Þó var það auðsætt, að Reykvíkingarnir báru mjög af öðrum að afli og glímdu mjög vel, enda var þeirra lítill munur, svo að varla rnátti á milli sjá. Munu Norðlendingar almennt viðurkenna, að þeir séu vei að be’tir.u komnir, en hætt er við, að torsútt verði að ná því úr greip- um þ“irra. Best allra þótti mér Kári Arngrímsson glíma, skorti hann ais ekki fitnleik á við þá Reykvíkinga, en aflsmunur var mikill. Einn glímumannanna, Jón Jónsson frá Skjaldar- stöðum, virtist vera lítt æfður glímumaður en ramur að afli. Það ætti eigi að líðast nokkru glíimifélagi, að senda aðra menn til þátttöku í kapp- glímunni en þá, sem sæmilega æfðir eru og sýnt geta lipurt glímulav. Sé þess eigi gætt missir glíman alt íþróttagildi sitt. Næsta óþarft virðist það af »Norðurlandi» að gjöra svo lítið úr þátttöku f glímunni, sem það gerði, áður en fullreynt var um, hve margir sæktu hana. Telur forma^ur Grettisfélagsins það hafa dregið mjög úr aðsókn að glímunni hér í grendinni og kann ritstjóranum litla þökk fyrir. f G. + Sigurður Jónsson frá Fjöllum í Kelduhverfi sem búsettur hefir veríð í Rvík í all- mörg ár og stundað þar trésmíðaiðn, fanst þriðjudagsmorguninn er var með- vitundarlaus inn með Laugarvegi austur frá Reykjavík og dó hann skömmu seihna. Talið er, að hann hafi dáið af eifri og þykir sennilegast, að hér sé um ’ sjálfsmorð að ræða. Enginn er þó til frásagnar um það, hvernig þetta eilur er ofan í hann komið, en svo mikið verður með sanni sagt, að enginn hef- ir orðið þess var, að hann væri of- saddur orðinn lífdaga, eða hefði í hyggju að stytta þá sjálfur. Hann átti marga óvildarmenn af pólitískum ástæðum og kom harðfengi hans og karlmenska oft í góðar þarfir til að verjast árásum þeirra. Hann var alt af eindreginn og einbeittur Heimastjórnarmaðúr og frum- varpsvinur og einn hinn ötulasti liðs- maður Heimastjórnarfélagsins «Fram» f Rvík. Gáfumaður var hann mikill og hinn málsnjallasti. — Hefir hér orðið hinn mesti mannskaði, hvað sem veldur. * Grímseyjarvéikindi. Fjarðabáturinn «Jörundur« fór sam- kvæmt áætlun til Grímseyjar þ. 14. þ. m. með allmargt farþega, er ýmist höfðu viðskiftaerindi við Grímseyingaeða æbuðu þangað skemtiferð. Atti bátur- inn að fara þangað aftur 18. þ. m, og var áætluninni hagað þannig til þess, að eyjarbúum gæfist kostur á fljótri og hag- kvæmri ferð hingað til Akureyrar *og heim aftur. En hingað hafa bændur þaðan fyrst og fremst erindi á þing, er samkvæmt gamaíli venju er haldið hér á Akureyri og auk þess hafa þeir hér mikil verzlunarviðskifti. — En þegar «Jörundur« kom út til eyjarinnar, kom prestur Grímseyinga, séra Matthías Egg- ersson út að skipinu og sagði veikindi mikil í eyinni og taldi öll tormerki í því, að nokkrar samgöngur væru við hana hafðar. Trúði skipstjóri sögu hans og hagaði sér þar eftir. Fékk enginn af farþegum leyfi til þess að koma í land og enginn af eyjarbúum fram á skipið.— Pegar Hólar komu til eyjar- innar tveim dögum seinna, höfðu þeir með Sigmund lækni Sigurðsson á Breiðu- mýri til þess að ransaka þessi veikindi. Kom það þá í ljós, að veikindin voru ekki önnur en ellilasleiki á einu eða tveimur gamalmennum. — Grímseying- ar komu því hingað með »Hólum» með allan flutning sinn og í stað þess að verja 4 dögum til ferðarinnar, hefðu þeir getað notað «Jörund», ganga nú til hennar 8 eða 9 dagar, og bíða þeir auðvitað allmikið tjón við þessa óþarfa tímaeyðslu, um há anna og bjargræðis- . tímann. Auk þess er kostnaðurinn við ferð læknisins allmikill, því að mótor- bátur var keyptur með hann í hnd úr eynni, og þá ferð borgar landssjóður. Grímseyjarklerkurinn er afgreiðslu- maður Hóla, en flutningur eyjarbúa með mesta móti þessa ferð. Fuglavelði víð Drangey hefur gengið með allra bezta móti í vor. Fiskiafli var þar einnig allgóður er síðast fréttist. Geðvonska. Ritstjóri Norðurlands og þingmaðtir okkar Akureyrarbúa er í mjög illu skapi í síðasta tölublaði blaðs síns út af hátíða haldi ungmennafélagsins 17. júní. Hefir hann alt á hornum sér. Fyrst ílskast hann út úr því, að hallærisfáninn blái blakti að eins á tveimum smátjöldum utarlega á hátíða- svæðinu og kennir bæjarfógetanum hér um þetta. Annað þessara tjalda var þó eign bæjarfógetans, þótt ekki væri það eftir skipun hans, að hallærisfáninn blakti þar. En það sýnir þó, hve mik ið hann skifti sér af þessu máli. Pá hefur ritstjórinn talsvert að alhuga við ræður þriggja helztu ræðumannanna, þeirra Guðl. Guðmundssonar bæjarfó- geta, Stefáns skólameistara Stefátissonar og Steingríms læknis Matthíassonar, auð- sjáanlega sakir þess, að þar var «kki prídikaður vísdómur »ísafoldar« og «Norðurlands». Verður helzt af öllu þessu ráðið, að honum þyki sem hann eigi að raða því að öllu leyti, hvernig ungmennafélögin haga hátíðahaldi sínu, En hvaðan kemur honum slíkt vald? Mikils er hann auðvitað megnugur í skjóli ráðherrans, en það hyggjum vér þó, að ervitt muni honum veita að kné- setja öll ungmenni Norðurlands. Pað er óvenjulegt, að slík geðvonska sé t slíkum dýrum um hásumar- skeið, þegar björt er nótt. Hvað mun verða þegar nótt tekur að dimma? Ráðherra lagði af stað til Khafnar á þriðjudag, á konungsfutid með lög frá síðasta al- þingi. í för með honum voru: Björn Kristjánsson alþm., líklega í þeim erindum, að búa sig undir að taka við hinu nýja verzlunarerindisreka- embætti í Hamborg, og Sveinn Björns- son málaflutningsm. sonur ráðherrans. Benedikt Sveinsson fyr ritstjóri Ingólfs og alþingismaður Norður-Pingeyinga kom hingað nteð Flóru 19. þ. m, á ferð til kjördæmis síns til þess að halda leiðarþing.— Guð forði N.-Pingeyingum við handleiðslu hans, meðan hann sjálfur ér undir hand- leiðslu þess flokks, er hann nú telur sig til! Og guð forði honum frá því að láta þann flokk leiða sig lengra eða lengur. Páll V. Bjarnarson sýslumaður Skagfirðinga kom hingað landveg 17. þ. m. og fór aftur heim- leiðis 21. Með honum var bróðir hans, Brynjólfur frá Pverárdal. Voru þeir mörgum hér kærkomnir gestir, því að þeir eru menn vinsælir og gleðimenn hinir mestu. Markaðsfréttir. Khöfn 5. júní. Saltfiskur, Markaður alstaðar dauf- ur, einkum á gömlum fiski og lakari tegundum, því af þeirri vöru eru miklar byrgðir bæði hér, í Noregi, Spáni, Ítalíu og Englandi. En sem stend- ur er heldur ekki gott útlit með sölu á nýjum fiski, og hafa Norðmeim því lækkað mjög fiskverðið nú í vor. ís- lendingar verða þessvegna að gæta hinnar mestu varúðar í þvt að borga ekki of hátt verð fyrirfiskinn. Á Ítalíu er nú fyrirliggjandi mikið af gömlum fiski; á Spáni eru ekki mjög slæmar horfur með sölu á mák-fiski, en eftirspurn er þar þó lítii enn. Hér er markaðurinn niðurbældur af alt of miklum innflutningi, því í vor hafa komið hingað mörg þúsund skpd. af sunnlenzkum og veStfirzkum fiski, og enn liggja hér óseld ca. 1500 skpd., af því selst aðeins smátt og smátt, það sem bezt er hæft til útflutnirtgs.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.