Norðri - 24.11.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 24.11.1909, Blaðsíða 2
186 NORÐRI. NR. 47 Bréf þetta hljóðar þannig: Með bréfi dagsettu í dag haf- ið þér, ráðherra íslands, vikið mér úr gæzlustjórastöðu við Landsbankann, og segið þér, að það sé sakir margvíslegrar, megn- rar og óafsakanlegrar óreglu í starfsemi minni í stjórn bankans og frámunalega lélegs eftirlits með honum. Heimild til þessa þykist þér hafa í 20. gr. bankalaganna 18. sept. 1885. Þessi lagagrein heimilar eigi að víkja gæzlustjóra frá nema um stundarsakir; býst eg við að skilja beri frávikninguna á þá leið, svo að hún verði þó á yfirborðinu samkvæm lögum. Eigi hafið þér, rdðherra, áður tjáð mér, hverjar minaryfirtroðsl- ur séu, og eigi hafið þér gefið mér kost á að bera hönd fyrir höfuð mér eða koma með neina vörn af minni hálfu, áður en þessi ráðstöfun yðar var gerð, hefir það þó hingað til verið tal- in sjálfsögð skylda sæmilegrar stjórnar, þegar um ráðstöfun er að ræða, sem að nokkru er þess- ari lík. Þér hafið dæmt mig án þess að láta mig sjá sakargiftina og án þess að heyra vörn mína; þetta er eigi samboðið sið- aðri sijórn. Eg neita því gersamlega, að eg hafi að neinu leyti sýnt van- rækslu í starfi mínu viðbankann og staðhæfi, að eg hafi int miklu meira starf af hendi fyrir bank- ann en lögin heimta af mér, og að eg hafi haft svo nákvæmt eftirlit með bankanum ,sem hægt hefir verið eftir öllum atvikum og lögin ætlast til. En aðallega skrifa eg yður þetta bréf til þess að benda yður á það, sem yður virðist vera ókunn- ugt um, nefnilega, að eftir lög- um, númer 12., 9. júlí 1909, mun eg 1. janúar næstkomandi taka sæti í stjórn bankaus, og mun frávikningar ráðstöfun yðar eigi geta haft nein áhrif á stöðu mfna þar. Alþingi,efri deild alþingis, hef- kosið mig fjórum sinnum gæzlu- stjóra við bankann, sem sé 1897, 1901, 1905 og 1909. Nú síðast 1909 var eg kosinn með .öllum atkvæðum. Pessar kosningar get- ið þér ekki gert ónýtar, eigi frem- ur hina síðustu þeirri en hinar fyrri. Lögin ákveða hinum þing- kosnu gæzlustjórum ársþóknun fyrir starf þeirra og er þóknun þessi eigi miðuð við vikur, daga eða mánuði. Eg mun því heimta fulla þóknun fyrir yfirstandandi ár, eins þa ð sem eigi er búið að g-reiða. Kröfu minni mun eg fram- fylgja eins og lög segja til. Eg skal eigi að þessu sinni minnast á það, að þér hafið stofnað Landsbankanum í voða með ransóknarráðstöfun- um yðar síðan í vor, eins og þeim hefir verið hagað. Eigi heldur skal eg nú orð- lengja um það, að þessi síðasta ráðstöfun yðar stofnar honum / hinn mesta háska. Það ligg- ur yður líklega í léttu rúmi. Þér lýsið starfsemi minni og framkomu með orðum, sem eru ósamboðin heiðvirðum ráðherra og mér ómakleg, enda alveg tilefnislaus. Pérbeit- ið mig saklausan ranglæti, rétt eins og það sé hégómamál. Svo greindarleysisleg er aðferð yðar öll, að mér hlýtur að detta í hug þetta gamla orðtæki: »Qvos vult perdere Jupiter prius demen- tat.«*) Að sjálfsögðu mun eg kæra til næsta alþingis yfir aðförum yðar gegn mér. Reykjavík, 22. ncvember 1909. Kristján Jónsson. Getur nokkur heilvita maður trúað því, að Kristján Jónsson, háyfirdómari landsins, mundi rita annað eins bréf, ef hann vissi sig eigi algerlega saklausan af þeim glæpum, sem á hanneruborn- ir? Rað þyrfti meira en í meðallagi for- hertan glæpamann til þess að dirfast að gera slíkt. — Líkar eða samskonar yf- irlýsingar eða skýrslur koma væntanlega frá hinum bankastjórunum í dag.---- Um sekt eða sakleysi bankastjórnar- innar skal ekkert fullyrt að þessu sinni. Tíminn mun bráðlega leiða það í Ijós hvað satt er í þessu efni, Pangað til verður hver að trúa því, sem honum þykir trúlegast. — En þess skal þóað síðustu til getið, að meira muni þurfa en slík orð og athæfi, úr slíkum stað, til þess að hagga því trausti á heiðarleik'og ráðvendni þessara þriggja manna, er mestur hluti þjóðarinnar hefir til þeirra borið svo tugum ára skiftir. Lánstraust Landsbankans glatað. Samkvæmt símfrétt til þessa blaðs frá Rvík seint í gærkvöld hefir Privatbanken í Khöfn símað til íslandsbanka í Rvík þá fregn, að fjármálaráðherra Dana, hafi lýst því yfir, að Landsbankinn fái ekkert frekara lán úr ríkissjóði en orð- ið er. Pær 450.000 kr., sem bankinn átti í vændum að fá, að láni, auk þess, sem þegar hefir fengist, fær hann þann- ig ekki. Landmandsbanken hefir ekkert látið til sín heyra ennþá, en búast má við, að hann heimti tafarlaust greidda alla þá skuldakröfu, er hann hefir í Lands- *) Þ. e.: Þá, sem guð vill eyðileggja, firrir hann fyrst vitinu. bankann. Nam hún við síðustu áramót 819418 kr. 97 au. Hér vofir yfir slíkur voði, að enginn getur sagt fyrir, hve alvarlegar afleið- ingarnar verða. Allmargir menn í Reykjavík, er inni áttu í Landsbankanum, hafa tekið pen- inga sína út og lagt þá inn á íslands- bánka. Einnig hafa nokkrir menn ætlað að segja upp innieignum sínum í útbúinu hér, en flestir þeirra hafa þó fallið frá því aftur, í trausti þess, að ummæli ráðherratilkynningarinnar um hag bank- ans, séu uppspuni einn og ósannindi. Verzlun og árferði. Á síðastliðnum vetri var því hreiftbæði í ræðum og ritum, að eitthvað myndi athugavert við efnahag íslenzku þjóðar- innar. Menn voru farnir að sjá, að skuldir hennar, bæði við kaupmenn og banka, fóru óðum vaxandi, og af því leiddi, aðskuldir bankanna ogverzlananna við útlönd hækkuðu einnig, svo láns- traustið virtist veikjast bæði utanlands og innau. Menn báru saman útfluttar og innfluttar vörur, og sáu fljótt, að árlega varflutt miklu meira inn í landið en út úr því, Auðvitað gáfu ekki verzl- unarskýrslurnar alveg rétta hugmynd um þetta efni; þar er kaupmannaágóði, sem stundum er 20 — 30%, og tollar allir taldir með í verði innfluttu varanna. En innflutningurinn fór svo mjög vax- andi, að auðsætt var, að þjóðin verzl- aði um efni fram. I sumum sveitum hér norðanlands voru fundir haldnir til að ræðaumýmsan sparn- að og góðar bendingar í þá átt komu fram í ýmsum blöðuni, einkum var þetta ástand tekið til rækilegrar yfirveg- unar í Tímariti kaupfélaganna. Margir kenna hinum vaxandi opin- beru gjöldum um skuldabaslið, og eiga þau auðvitað að nokkru leyti þátt í þeim, en þess ber að gæta, að hinir beinu skattar hafa staðið óhreyfðir í full 30 ár; sömuleiðis gjöld til prests og kirkjn, þangað til nú í ár. Aftur á móti fer aðflutningsgjaldið hækkandi; var eftir síðasta landsreikningi — 1906 — 1907 — hálf önnur miljón kr. á fjárhagstímabilinu. Þetta verður ca: 10 kr. á hvern mann á landinu hvort árið. Fyrir 12 árum voru tollarnir rúmum helmingi minni en 1907 eða kr. 4,50 á hvern mann í landiriu. Tollarnir á munaðarvörunum hafa fram að síðasta ári eigi verið meiri en V5 — 1/4 af verði varanna, að undanskildum vínföngum. Að það sé nærri lagi, má benda á, að árið 1908 er innflutt munaðarvara talin 3 miljónir kr. eða 37 kr. 50 aur. á hvern mann eða 375 kr. á 10 manna heímili. Verða það þáekki munaðarvöru- kaupin, sein skapa skuldirnar að mikl- um mun? — Auðvitað hefir árferði og verð á innlendum varningi áhrif á efna- hag manna, og við það verður eigi ráðið. Árið 1907 var Iélegt grasár, svo fé fækkaði í bili. Árið 1908 gott grasár, svo fé fjölgaði aftur, en einmitt þá var ullarverðið lágt, og var því eigi að undra, þótt skuldagreiðslur næðu þá eigi meðallagi. Eg hefi reynt, með hliðsjón af bún- aðarskýrslu þess hrepps, er eg þekki bezt, að gera lauslega áætlun um tekjur hreppsbúa árið 1908, og komist að þeirri niðurstöðu, að þær væru ca: 185 kr, á hvern matin í hreppnum. Eg þykist geta fullyrt, að bændur geti ekki lifað þægilegu lífi og varist skuldum með öllu minni tekjum en 225 kr. fl hvern heirtiilismann. Árið 1908 hafa pví vantað 22000 kr. til að hrepps- bændur hefðu þær tekjur að meðaltali. Raunar kemur mér eigi til hugar, að halda því fram, að skuldir bænda hafi vaxið það ár utn þessa upphæð. Nægi- legt mundi þykja að áætla þær 8-10- 000 krónum meiri en árið áður. En var þá efnahag þeirra að fara hnign- andi. Til að svara því, hefi eg lauslega virt þá lausafjárfjölgun, sem búnaðar- skýrlan 1909 ber virðing þannig út: með sér, og lítur 1 naut kr. 100,00 24 vetrungar cn O o o 1 1200,00 2 kálfar CO o o o 1 60,00 222 kindur fullorð.16/oo — 330,00 538 gemiingar 10/ — /oo 5380,00 2 hross 100/oo - 200,00 2 trippi 50 / / 00 100,00 11 folöld 20/ __ /00 220,00 Samtals kr. 10590,00 Árságóði til verzlunar af þessu fé mun nema alt að kr. 3000,00 Sé gert ráð fyrir að 9000 pd. ullar sé lagt inn í verzl- un og hvert pd. sé 25 aur- um hærraen árið 1908, verð- ur það — 2250,00 Tekjuauki kr. 5250,00 sem er nær því að vera 10 kr. á mann í hreppnum, eða ca. 65 kr. á býli, og aukning höfuðstólsins ca. 20 kr. á mann en 132 kr. á býli. Það er því auðsætt, að það hefir eigi svo lítil áhrif á efnahag manna, ef eitt- hvað ber út af með árferði og verzlun. En menn eru fljótir að ná sér aftur, þeg- ar árferði batnar, og eitt er víst, að góður heyafli er vanalega undirstaðan undir velmegun manna, og skal hér sýndur samanburður á heyskap bænda hér í hreppi 3 síðustu árin. Sé hver töðuhestur metinn á 4 kr. og útheys- hestur á 2 kr. er verð hans sem hér segir: Árið 1907 kr. 52300 - 1908 - 64200 - 1906 - 71600 Af þessu sést, að heyfengurinn 1909 var 19300 kr, meiri en áríð 1907: hef- ir vaxið meira en um x/i þessi 2 árin. Auðvitað vaxa ekki tekjur bænda að sama skapi, því bæði hafa skuldirnar heimtað ríflegan skerf af fénaði bænda, svo hafa margir búið sig betur undir veturinn en vanalega, sem mönnum þótti fremur ófrýnilegur þegar hann gekk ígarð. Jafnvel þótt mér þætti fróðlegt að líta yfir svona lagaðar athugasemdir úr sem flestum sveitum landsins, býst eg við að vera orðinn nógu margorður um þetta efni, því vera má, að fáir leggi sig niður við að lesa Ifnur þess- ar. B. E. Drengileg aðferð. Vantrausts yfirlýslng til stjórn- arinnar frá Vestur-ísfirðingum. Það hefur vakið eftirtekt margra for- dæmi Vestur-ísfirðinga, Þeir riðu á vað- ið með þingmálafund, og kváðu upp skýrt og skorinort álit sitt um aðfarir þings og stjórnar. Allir hreppar sýslunnar verða samtaka með fundinn, og tnikill meirihluti send- ir vantraustyfirlýsingu til stjórnarinnar. Kjördæmi þetta, sem taldi sér meirihluta þinginann á síðasta þingi, verður nú í minnihluta. Grímunni er flett ofan af gjörðum þings og stjórnar, og undir þeirri grímu gefst mönnum að líta ekki öllu fegri sjón en Kvillanesbiesa, sem getið er um 1 Örvaroddsögu.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.