Norðri - 24.11.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 24.11.1909, Blaðsíða 3
NR. 47 NORÐRI 187 Og hvaða kjördænii er þetta sem ríð- ur á vaðið? Rað er kjördæmi hins mikla manns, sem er ástmögur íslands, Jóns heitins Sigurðssonar. Rað lítur svo út, að hans góði andi hafi svifið niður að sínum gömlu kjósendum og niðjum þeirra, hvíslað í eyru þeirra og sagt: »Vaknið til dugnaðar og dáða, hrindið af stóli harðstjóranum, sem nú ræður lögum og lofum í landi voru, sem stjórnar hér með harðri hendi, lætur hlutdrægnina ráða mestu, hvað sem heill landsins líður. Hrindið af stóli full- trúum þeim sem hafa fylkt sér í kringum þennan mann, og orðið til þess að hafa þau mál að leiksoppi sem hefðu getað orðið til endurreisnar þjóð vorri og landi.« Þetta hlýtur að vekja alvarlega um- hugsun hjá mörgum fleirum en Vestur- ísfirðingum. Fordæmi þeirra ætti að verða til eftirbreytni fyrir alt landið. Hvert einasta kjördæmi ætti að halda fundi og kveða upp skýrt og skorinort álit sitt um gerðir þings og stjórnar. Rað mun ekkert kjördæmi landsins gefa skrifað undir nema lítinn hluta þess, sem fram hefur farið síðan 10. septbr. 1908, og því er fylsta þörf á að kjós- endurnir komi fram með ákveðnar tillögur um gerðir þings og stjórnar. «Hálfnað er verk þá hafið er.« Vest- firðingar hafa byrjað, komi aðrir á ept- ir. — E. S. í fótspor Nellemanns Þegar íslenzka ráðaneytið var flult heim til íslands, var svo um samið við stjórn Dana, að ráðherra íslands skyldi skipa alla starfsmenn á skrifstoíu íslenzka ráðaneytisins í Kaupmannahöfn, þó þeir væru launaðir af dönsku fé. Ennfrem- ur var það áskilið, að forstöðumaður skrifstofunnar skyldi ekki vera konung- legur embættismaður, heldur vera skip- aður af ráðherranum einum. Var þetta gert með tvent fyrir augum. í fyrsta lagi til að tryggja sér, að forstöðumað- urinn yrði jafnan ís I e n d i n g u r, og í öðru lagi, að ráðherranum væri í lófa lagið að skifta um forstöðumann, ef á þyrfti að halda, með því áríðandi væri að hafa jafnan mann í þessari stöðu, sem ráðherrann mætti fyllilega treysta og starfaði í fullu samræmi við hann, hvort sem hann fylgdi þessari eða ann- ari pólitískri stefnu, eða hvaða flokkur sem væri við völdin. Retta væri svo áríðandi vegna þess, að forstöðu- maður skrifstofunnar yrði jafnframt að vera einskonar stjórnarfulltrúi fyrir ís- land í Danmörku, sem ráðherrann yrði að geta reilt sig á í öllu tilliti og hvað sem í skærist milli Dana og íslendinga. í samræmi við þetta var Islendingur- inn Ólafur Halldórsson, konferensráð, skipaður í þessa stöðu, og hefir hann haft hana á hendi þangað til nú, er hann hefir orðið að láta af henni sök- um heilsubrests. En hvað gerir ráðherr- ann okkar þá, sjálfstæðispostulinn mikli? Hann gerir sér hægt um vik og skipar d a n s k a n mann í stöðina. Hefir sjálf- sagt álitið, að «dönsku mömmu« mundi koma það betur. Hefur hann að því leyti fetað trúlega í fótspor Nellemanns gamla. Árið 1848 var það ákveðið, að forstöðumaður íslenzku skrifstofunnar í Kaupmannahöfn skytdi vera í s I e n d- i n g u r, og hélzt það um 40 ára skeið, uns Nellemann breytti til og og skipaði í þá stöðu fyrst danskan mann af ís- lenzkum ættum (Hilmar Stephensen), en síðan aldanskan tnann (Dybdal). Björn Jónsson hefir tekið sér þetta til fyrir- myndai', og tiú skiþað í stöðuna dansk- an mann af íslenzkri ætt í móðurkyn, sem hvorki getur talað né ritað íslenzku, en kvað skilja eitthvað í henni á bók. Honum hefir þótt 5 ára bil nægilega langt fyrir í s I e n d i n g í þeirri stöðu, verið það hraðstígari en danska stjórn- in forðum. Hve langt hann ætlar að láta líða, þangað til hann er búinn að gera menninn aldanskan, í báðar ættir, er ekki gott að vita. En skamma stund tók það fyrir Nellemann gamla, og má þá búast við, að lærisveinninn verði ekki öllu seinni í svifunum, þeg- ar svo vel er byrjað. Sjálfsagt álitið tryggara, að vera búinn að gera þá breytingu áður en skilnaðarbaráttan hefst við Dani, sú er þingvallafundarályktun- in fyrirskipar, og sem »ísafold» hefir lýst yfir að núverandi stjórn haldi fast við. Ekki vantar stjórnvizkuna hjá bjarn- dýrunuin, sem nú ráða í landi! Skagafirði 2. nóvbr. 1909. Tíðin hefir verið mjög stirð frá byr- jun októbermánaðar. Snemma í þeim mánuði varð að gefa stóðhrossum inni sumstaðar í Blönduhlíð, og er það ó- vanalegt á þeim tíma árs í slíku útbeit- arplássi. Norðaustandrif hefir verið mestan hluta októbermánaðar og því vart orðið á sjó komið, en afli lítill hjá þeim sem róið hafa til fiskjar. Talsvert mikinn rekavið hafa Skagamenn fengið á fjörur sínar, sem hið langvinna norð- austandrif hefir fært þeim ; annars þyk- ir reki vera mjög að minka, en hefir verið óvanalega mikill í þessum garði. Skaginn er líka með beztu rekaplássum á Norðurlandi og liggur svo vel við norðaustanáttinni, sem er svo afartíð hér á Norðurlandi. Mikill vágestur komsl hingað í hér- aðið árið 1906, sem megn óþægindi geta stafað af. Eg á við rottur, sem illu heilli komust í land úr norskum skips- dalli, sem strandaði á Sauðárkrók hanst- ið 1906 í aflandsvindi og þólti það fá- dæmi. Rotturnar hafa fjölgað afarmikið og gera stórusla bæði á Sauðárkrók og þó sérstaklega úti um sveitiruar, ekki sízt á Reykjaströnd, þar sem orðinn er aragrúi af þeim og liggur nærri að þær gjöreyðileggi þar alla torfbæi, grafa holur þvert og endilangt eftir öllum torfveggjum og gjöra þannig lítt líft í torfbæjum að vetrarlagi. Rær breiðast ótrúlega fljótt út um sveitirnar og virð- ist svo sem stór vatnsföltíálmi ekki hið minsta útbreiðstu þeirra. Ef rotturnar halda áfram að breiðast út, er það hvorki meira né minna en dauðadómur yíir öllum torfbyggingum, auk margvfslegrar annarar eyðileggingar, er þær valda. Rað hefir hingað til verið einn af aðal- kostum Norðurlands fram yfir Suður- land, að sakir lítilla rigninga hefir ver- ið hægt að nota torf til byggingu og geta þannig sparað sér að mun aðkaup útlends byggingarefnis. En nú virðist horfur á að ekki dugi annað en stein- byggingar, ef rotturnar breiðast út. Víða erlendis er rottudráp verðlaunað. íhug- unarefni sýnist það vera, hvort ekki væri rétt að taka upp þá tilhögun hér og Iáta sveitarsjóðina borga t. d. 5 aura fyrir hverja rottu, sem drepin er. Fjártaka hefir verið með mesta móti í haust, enda gengið allhart eftir greiðslu verzlunarskulda; frá Sauðárkrók hafa ver- ið fluttar út í haust um 2600 tunnur af kjöti. Gærur hafa verið keyptar fyrir peninga, og hefir það bætt mikið úr peningaeklunni hjá þeim, sem hafa ver- ið svo stæðir, að þeir hafa getað látið gærurnar fyrir peninga og ekki þurft að láta þær upp í verzlunarskuldir. Mér dettur í hug það sem haft er eftir ein- um þjóðkunnum manni, sem varð að orði, er til rætt varð um peningavand- ræðin: «Allir fala um peningaekluna í landinu, en eigum við ekki heldur að kalia það fátækt?« Sí og æ hljómar það, að bæta þurfi úr peningaeklunni í land- inu, en það verður sannarlega ekki gert á varanlegan hátt tneð því að útvega bötikunum meira og meira fé til útlána, aðeins til að flytja til skuldirnar eða ef til vill auka skuldasúpuna. Varanleg bót á peningaeklunni fæst auðvitað aðeins með því, að þjóðin framleiði meira en hún eyðir. Sé framleiðslan meiri en eyðsl- an, má auðvitað altaf fá peninga fyrir mismuninn, jafnvel með okkar illræmdu vöruskiftaverzlun. Eg fæ því ekki skilið annað en þeir menn hafi rétt fyrir sér í öllutn aðalatriðum, sem halda því fram, að það beri vott um bága afkomu lands- manna, að innfluttar vörur nema árlega mörgum miljónum meira en útfluttar vörur; mismunurinn er auðvitað aukin skuld landsmanna við útlönd, eða sér- staklega verzlenda og vörupantenda til viðskiftasambanda sinna erlendis. Lítil ánægja ríkir hér með gjörðir síð- asta þings. Það er sannnefnt skýjaborga- þing, sem hefir óspart haldið sér við hið háfleyga, en ekki hugsað um of um málefni þau sem nær lágu og þarflegri máttu virðast. Sambandslagafrumvarpið þótti óhafandi og því fleygt og átti að sigla hærri byr. Frekari árangur þar af enn óséður. Pingtíðindin bergmála af orðskrumi um að þetta og hitt sé svo nauðsynlegt fyrir þjóðmetnað vorn og þjóðstolt, t. d. háskólabáknið og vígslu- biskupatildrið, Nær virðist liggja að þing- ið hefði lagt sig í líma til að bæta að- alatvinnuvegina, landbúnað og sjávarút- veg, og helgað því mestan tíma sinn, því að hætt er við, að lifi ekki á þess- um háskóla, að minsta kosti ekki til langframa, hversu nauðsynlegur sem hann kann að vera fyrir þjóðmetnaðinn og þjóðstoltið. Drukknun. Snemma í þ. m, druknaði í Mývatni Sveinn Friðfinnsson, vinnumaðuráSkútu- stöðum hjá Árna próf. Jónssyni. Hann var á ferð eftir vatninu á skautum, og virðist hafa runnið í vök, sem var í ísinn, því hattur hans og stafur fund- ust skamt frá vökinni. — Hann var rúml. tvítugur að aldri. — Kíghóstinn gengur víða hér við Eyjafjörð. Á Siglufirði hafa dáið úr honum nokkur börn og einnig i Svarfaðardal. Hér í bænum mun hann þó vera fremur væg- ur. Auk kíghóstans gengur hér ill- kynjuð kvefsótt, og hafa margir legið rúmfastir dögum saman, Veðrátta hefir verið hin ákjósanlegasta síð- ustu daga, logn og bjartviðri með litlu frosti. Snjór er víða lítill í lágsveitum, en víðast hvar mikill er dregur til fjalla. Skip. Aalesund kom 22. þ. m. með kol til Edinborgarverzlunar hér í bænum. Egill kom í gær. Laura er væntanleg um helgina. Útkomu Norðra var hraðað um einn dag sökum stór- tíðinda þeirra, er þetta blað flytur. 160 um listagáfuna, og lét vonskudembu og hlátur rigna yfir sinn fallna óvin. Lautenantarnir bættust við sigri- hrósandi, og það kom þá í Ijós, að allir karlmenn- irnir höfðu verið mjög gramir út af þessum bónda- riddara, en kvenfólkið hugsaði að sínu leyti mest um Júlíu, sem hafði fengið maklega hegningu fyrir sitt opinbeia slúður við klaufa, sem ekki hafði vit á því. Regar þetta loksins var um garð gengið og hljóð- færaslátturinn byrjaði aftur óþvingaður hófst «slaufu- dansinn* með slíkri gleði, eins og þegarfjörið eykst í sveitaveislu, er loftið hefir hreinsast með voðalegri þrumuskúr. Gustav Kröger kom fljótlega í Ijós aftur meðal gesta sinna. Þótt hann í raun og veru væri bæði gramur og sneyptur yfir klaufaskapnuin í sjálfum sér, að hafaverið valdurað þessubannsettu atviki, þá var hann altof mikill gestgjafi og heimsmaður til að eyðilegg- ja kvöldið og svíkjast undan skyldu sinni. » Gömlu mennirnir tóku aftur að fá sér slag í svælu og reyk. Æskulýðurinn í salnum skemti sér eins og ekk- ert hefði í skorist, og Kröger lét halda veitingunum áfram kappsamlega til síðustu stundar; en þó var ómögulegt að dyljast þess, að veislugleðin hafði orð- ið fyrir þeim halla, sem ekki var hægt að bæta. 157 þar inni; gluggi stóð opinn, sem vissi út að sjónum, þar var svalt og kyrt; veizluglaumurinn heyrðist að- eins í fjarlægð. Hinn ungi maður áttaði sig, þeg- ar loftsvalinn lék um hann. Hann nam staðar og ætlaði einmitt að fara að læðast út, þegar Kröger tók alt í einu eftir honum fyrir aftan sig og sagði: Hver fjandinn! Ó; eruð það þér?« Héðan af var ómögulegt að draga sig í hlé; Törres áttaði sig, hann hafði nærri því eins og mist móðinn ofurlitla stund. »Þér verðið sjálfsagt hissa, herra Kröger,« sagði Törres nokkuð óviss, »eg hef nokkuð mikilsvarðandi að segja yður— og biðja yður um.« »Kaupsýslur á morgun!« sagði Kröger og band- aði út með hendinni, hann stóð uppi á stól, sem stóð fyrir framan háan skáp og leitaði að vindl- unum. »Rað er eiginlega ekki kaupsýslan; það er einka- mál — algerlega einkamál!« sagði Törress djarfari. «Hum!« sagði Kröger og steig niður með erf- iðismunum. Pað sló svita út um Törres, en þó var enginn bilbugur á honum. »Eg viidi tala við yður, Kröger, af því það er siður, að fá samþykki foreldranna.»

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.