Norðri - 01.12.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 01.12.1909, Blaðsíða 1
 Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 1Q, IV. 48, Akureyri, miðvikudaginn 1. desember. 1909. Fregnmiði „Noríra" Reykjavík kl. 6 e. h. Hér um bil 7000 manna héldu mótmælafund á Lækjartorgi kl. 3 í dag, og var þar samþykt mótmælalaust þessi tillaga: „Fundurinri mótmælir aðförum Björns Jónsson- ar ráðherra gagnvart Landsbankanum og Lands- bankastjórninni, telur atferli hans ófyrirleitna mis- beiting á valdi inn á við, óþolandi lítilsvirðingu á sæmd og hagsmunum íslands út á við, og talandi vott um það, að honum sé ekki trúandi fyrir því embætti, sem hann hefir á hendi. Pess vegna krefst fundurinn þess, að hann leggi nú þegar niður ráð- herraembættið." Ráðherrann hafði látið skipa öllum lögregluþjón- um og næturvörðum bæjarinns á tröppurnar heima hjá sér og fylkt þar 20 til 30 háJfvöxnum strákum, sem æptu svo að fundarsamþyktin varð eigi lesin upp í sæmilegu hljóði. Bæ/arfógetinn var loks sótturog þá beðinn að afhenda ráðherra fundarsamþyktina, en ráðherrann neitaði að taka við henni fyr en á em- bættisskrifstofunni á morgun. A/menn, óstjórnleg gremfa yfir ráðherra, enda ómaði um langan tíma úr ö/Ium áttum frá mannf/öldanum: Niður með ráðhtrr- ann. Niður með Björn Jónsson. Niður með láns- traustsmorðing/a Iandsins. I símtali við Reykjavík hefir Norðra aukþess ver- ið skýrt frá því, að einhverjir af lífverði ráðherrans hafi stráð sandi í a'ugun á fólkinu, við ráðherrabústaðinn. Knud Zimsen verkfræðingur ogjón í Múla færa ráðherranum vantraustsyfirlýsinguna á morgun. Sakirnar. Björn Jónsson ráðherra hefir enn eigi séð svo sóma sinn, eða virt þjóðina þess að birta opinberlega þær ástæður, er hann þykist hafa til hinna afarþungu og gífurlegu saka, er hann hefir borið á bankastjórnina. Að sönnn hefir stjórn- arblaðið «ísafold» talið upp nokkrar á- stæður og «Norðurland« tekið þær upp eftir henni, en nefndarálit ransóknar- nefndarinnar hefir ennþá eigi verið birt, enda hefir heyrst að til þess séu góðar og gildar ástæður, þær, að nefndarálit- ið sé í raun og veru ekki til ennþá. Sannleikurinn mun vera sá, að nefnd- in hafi eigi til þessa afhent stjórninni neitt skriflegt nefndarálif, nema að eins viðvíkjandi því atriði, er minst var á hér í blaðinu síðast, óhlýðni banka- stjórnarinnar gegn skipun Björns Jóns- sonar um það að færa til bókar ástæð- ur fyrir synjun lána. En þessi skipun stríðir þvert á rnóti reglugerð tands- bankans 8. apríl 1894, 20. gr., enda hef- ir »Norðurland« ekki þorað að tilfæra þessa ásökun. Svo lýgileg er þessi saga um ncfnd- arálitið, að eigi er undarlegt, þótt menn eigi bágt með að trúa henni. Svo ótrúlegt er það, að ráðherrann liafi hlaupið út í það, að gera jafn þýð- ingarnrkla stjórnarráðstöfun, aðeins eft- ir lausu munnlegu fleipri og þvaðri nefndarinnar, að öllum þeini, er eigi þekkja ráðherrann rétt er vorkunn, þótt þeir haldi, að það geti eigi verið satt. — En það mun seinna koma í Ijós, hvort þetta er satt eða ekki, því að dagsetn- ing nefndarálitsins mun bera það með sér á sínutn tíma, ef það annars nokk- urntíma verðu birt almenning. Astæður þær eða sakir, sem «Norð- urland» tilfærir eftir «ísafold» eru þessar: 140,000 kr. í víxillánum hafa verið veiitar ólöglega af starfsmönnum bank- ans, án heimildar bankastjórnarinnar. Lög og reglur um sjálfskuldarábyrgð- arlán hafu verið margbrotin. Lánin hafa verið vanrækt. Bankareikningar i mörg ár ekki ver- ið bornir undir úrskurð landsstjötnar- innar. Lántökuheimildir hefir oft vantað. Sparisjóður bankans ógerður upp um átta ár. Rannsóknarnefndin litur svo á, að bankastjórnin hafi verið nauðaókunnug bankanum. Þessar sakir eru flestar svo óákveðn- ar, að á þeim ei ekkert að græða. F'ær eru ekkert annað en órökstuddar full- yrðingar og vindhögg út í.loftið. Hvað er ólöglegt við veitingar víxillánanna? í hverju eru hin mörgu brot á lögum og reglum bankans um sjálfskuldará- byrgðarlán fólgin? Bankastjórnin hefir orðið að geta sér til, hvað henni sé fundið til saka í þessu efni, og hefir þar stuðst við munnlegt nöldur ransókn- arnefndarinn?.r. Skoðanir sínar í þess- um efnum hefir hún látið í ljósi í minni- hlutablöðunum í Reykjavík. Hvað snert- ir víxillánin, þá hefir það oft verið venja við Landsbankann í Reykjavík að banka- stjórnin hefir gefið skriflega skipun til starfsmanna bankans um það að greiða víxilverðið þeim, er bankinn hefir keypt víxilinn af. Pegar mn framlenging víxla er að ræða, eru auðvitað engir pening- ar borgaðir út úr bankanum. Skuldu- nauturinn kemur með nýjan víxil, er bankinn kaupir í stað hins gamla og jafnframt greiðir skuldunauturinn vexti fyrirfram og mismuninn á víxlunum, því að oftast er nýi vfxillinn Iægri en hinn gamli; það er með öðrum orðum borgað af skuldinni. í slíkum tilfellum hefir það oftast verið reglan, að banka- stjórnin hefir aðeins gefið munnlegt samþykki sitt til þessa, og starfsmenn bankans afgreitt þessi mál að öðru leyti. Þetta nefnir stjórnin ólöglega veitt víx- illán, þótt allir heilvita menn geti séð í lögum og reglugerð bankans og sann- færst um, að hér er alls ekki um nokk- urt lögbrot að ræða. Bankastjórnin full- yrðir, að þessi ásökun geti ekki verið bygð á neinum öðrum ástæðum, og ef svo er, sem engin ástæða er til að ef- ast um, þáhefir ráðherrann hérboriðá- bankastjórnina vísvitandi lognar sakir. Hvað þá ásökun snertir, að «lög og reglur um sjálfskuldarábyrgðarlán hafi verið margbrotin», þá þverneitar öll bankastjórnin því, að hún sé á nokkr- um rökum bygð. Það sem hún helzt getur hugsað sér, að henni sé hér gefið að sök er það að bankastjórinn, fram- kvæmdarstjóri bankans, hefir stundum veitt lán án þess að gæzlustjórar hafi verið viðstaddir, En til þess hefir bank- astfórínn fullkomna lagaheimild, Oæzlu- stjórunum er ekki ætlað að vera í bank- anum nokkurn ákveðinn tíma dagsins; reglugerðin heimtar aðeins, að minsta kosti annarhvor þeirra sé þar eina stund einhvern tíma dagsins, meðan bankinn er opinn, og að öðru leyti «svo oft sem þörf er á.« Þótt þeir hafi gert sér það að reglu að vera þar daglega ákveðnaklukkustund, þá er það engin bein lagaskylda. Það kem- ur því auðvitað oft fyrir, að bankastjór- inn er einn af stjórninni í bankanum, þegar lánsbeiðslur koma. Báðir gæzlu- stjóraruir hafa föstum embættum að gegna og getur oft komið fyrir að þeim sakir embættisanna séómögulegt að mæta í bankanum, þótt langferðamaður sé kominn í bankann með lánbeiðni. Hon- um getur oft riðið það á afarmiklu að þurfa ekki að bíða til næsta dags, og væri það því blátt áfram ranglátt og skaðlegt, að neita honum um afgreiðslu. Þingið kýs gæzlastjórana og hefir nú um mörg ár valið þessa sömu menn, vitandi það, að . þeir geta ekki verið öllum stundum í bankanum, nema þeir vanræki embættisstörf sín. Hvorki lögin, reglugerðin né þingið gera því ráð fyr- ir að gæzlustjórarnir séu staddir í bank- anum allan þann tíma dagsins, sem ó- hjákvæmilegt má heita að veita lán. — Þessi ásökun er því einnig á engutn rökum bygð. Hér ber ráðherrann því einnig rangar sakir á bankastjórnina. Sú ákæra, að sparisjóður bankans hafi ekki verið gerður upp { 8 ár, er blátt áfram lýgi. í sparisjóðsreikningana hef- ir slæðst inn mjög lítils háttar reikn- ingsvilla, sem hingað til hefir eigi ver- ið unnt að finna. Munar þetta 30 kr. bankanum i hag, þannig að það eru 30 kr. meira i sparisjóði bankans heldur en sparisjóðsreikningar inneigenda sýna. Þá neitar bankastjórnin því afdráttar- laust, að nokkrar lántökuheimildir vanti. Að bankareikningarnir hafi í mörg ár eigi verið bornir undir úrskurð lands- stjórnarinnar, er vísvitandi ósannindi. Ákærurnar um það að lánin hafi ver- ið vanrækt og að bankastjórnin hafi ver- ið nauða ókunnug bankanum, eru þess eðlis, að þær eru í raun og veru engra svara verðar. Það má lengi um það þrátta, hvort lán hafi verið vanrækteða ekki. Auðvitað eru sum af lánum Lands- bankans orðin miður tryggileg og ef til vill tapast eitthvað af þeim algerlega. En á slíku getur engin bankastjórn um víða veröld borið ábyrgð. En á hinu ber hún ábyrgð, að þegar hún veitir lánið, þá sé sæmilegtrygging fyr- ir því. Hún hefir engan rétt til þess að blanda sér í fjármál þeirra manna, er bankan- um skulda, fyr en kröfur bankans eru fallnar í gjalddaga. Hún getur því eigi hindrað skuldu- nauta sína í því að sóa brott eignum sínum, og því síður getnr hún við því gert, þótt þeir fyrir óhöpp og tilviljan- ir tapi fé. En þegar lánið er komið í hætttt þá má altaf deila um það, hvað réttast sé að gera, hvort þá sé hagvæn- legra að ganga að skuldunautunum og

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.