Norðri - 01.12.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 01.12.1909, Blaðsíða 3
NR. 48. NORDRI 191 Flestir þeirra manna, er undir þess, yfirlýsingu hafa ritað, hafa til þcssavet* ið ákveðidr flokksmenn stiórnarinnar. t Rað er Ijós vottur um sannleiksás og drengskap «Norðurlands», að það minnist ekkert á þessa yfirlýsingu, þót* hún væri komin til ráðherrans og birt í blöðum í Reykjavík tveimur eða þrein- ur dögum áður en blaðið ko n ut sein- ast. Landmandsbankinn hefir ákveðið að senda bankafróðan mann til Rvíkur til þess að athuga hag Landsbankans. Norðurland virðist vera afar ánægt yf- ir þessari ráðstöfun og segir að stjórn- arráðið hafi gefið samþykki sitt til þessa. Svona er þá sjálfstæði landsins komin í höndumsjálfstæðisposttilanna. Rvíertekið með þökkurn og þykir sjálfsagt, að Danir leiti nokku skonar þjófaleit í helztu peningastofnun landsins. Sjálfstæðin er því orðin sú, að vér erum ekki einu sinnifjárokkarráðandi lengurogtraustið á ráðvendni okkar og sannsögli er komið svo, að beztu mönnum landsins er alls ekki trúað til þess að segja sannleikann í jafn alvarlegu máli. Útlend blöð um Landsbankahneikslið. Símskeyti. Kaupinannahöfn 26. nóv. 1909. Blöðin segja: Ef símfregn «PoIi- tikens« er sannleikanum samkvæm, er það efamál, hvort Kristján Jóns- son getur framvegis setið í æðsta dómaraembætti landsins. — Akær- ur ráðherra virðast vera sniávægi- leg formsatriði. Ráðherra ‘nefir sjálfur valdið hneyksli. Aðfarirnar óverjandi gagnvart heiðvirðum bankastjórum, Einkunnarorðin virð- ast vera: Hvað varðar okkur um velferð landsins; niður með and- r stæðingana. Ogurlegur viðburður fyrir varnarlitla þjóð. Ætia Islend- ingar að eyðileggja sig?» «Pólitiken« fékk símskeyti frá Finari Hjörleifssyni, sem er fréttaritari blaðs- ins í Reykjavík. Skýrir hann þar frá því, að ráðherra hafi vikið allri bankastjórn- inni frá, og borið á hana afarþungar sakir. Blaðið prentaði skeytið, en þorði ekki annað en setja fult nafn sendanda undir. Símskeyti þetta liefir gefið tilefni til framangreindra ummæla í dönskum blöðum. „ísafold.“ (Símfrétt) ísafoldarblað það, er skýrir frá frá- vikning bankastjórnarinnar, birtir ráð- herratilkynninguna og flytur þær ákær- ur á bankasljórnina, er getið er um á fyrstu síðu í þessu blaði, segir eftir að hafa talið þær upp: »Sumt af því, sem hér erótalið er eftir eðli sínu þannig, að það gettir ver- ið ábyrgðarhluti fyrir landsstjórnina að gera eða láta gera það heyrum kunn- ugt að svo stöddu.« Jafn svívirðilegar dylgjur lælur stjórn- arblaðið sér sæma að flytja í jafn al- varlemi niáli. Á ekki þjóðin fullan rétt á að heimta, að hér séu engin myrkra- verk. Og getur nokkur sannleikur verið landinu, bæði fjármálum þess og sið- menningu, hættulegri en jafn viðbjóðs- legar dylgjur? »Engin mannsál í landinu grunar þá (bankastjórnina) um að þeir dragi sér vísvitandi einn eyri af annara fé, með neins konar óráðvendi.« Dæmi nú hver um slíka framkomu eins og hann hefir bezt vitá. Mennirn- ir eiga að hafa gert sig seka í þvílíku athæfi, að það geti verið ábyrgðarliluti að gera það heyrum kunnugt og jafn- framt er því lýst yfir, að enginn gruni þá um óráðvendni! I ! Á laugardaginn er var kemur svo «ísafold« með söguna um veðsetningu varasjóðs og það er auðvitað þetta voða athæfi, sem ábyrgðarhluti gat verið að gera heyrum kunnugt. Jafnframt gefur blaðið í skyn, að hag- ur bankans sé af þessum ástæðum svo voðalegur, að óumflýjanlegt muni verða að leggja 10 kr. nefsskatt á alla fulltfða tnenn í landinu til þess að bjargahon- um við !! ! Retta segir stjórnarblaðið. Ressi fregn berst auðvitað um öll Norðurlönd og víðar. Er unt að gera öllu alvarlegri tilraun til þess að eyðileggja lánstraust bankans og þjóðarinnar? Qetur slíkt kallast annað en annað hvort vitfirr- fngs æði eða landráð? Öll veðsetningar- sagan lýgi? Regar þetta blað var að fara í pressuna var því símritað frá Reykjavík eftirfylgj- andi skeyti, sem minnihlutablöðin fengu frá Kaupmannahöfn: Gliickstad (forstjóri Landmands- bankans) udtaler: Hos Land- mandsbanken henligger upant- satte Værdier. Tror ikke utillade- lig Pantsætning, sender to Filial- bestyrere med Sterling for at undersöge Affæren. r A íslenzku: Gliickstad segir: Hjá Land- mandsbankanum liggja óveðsett verðbréf (Lat^ibankans), trúir ekki á óheimilar veðsetningar; sendir tvo deildarstjóra með Sterl- ing til þess að ransaka málið. Lækjartorgsfundurinn. «Norðurland» er að rcyna að vefengja skýrslu þá um fundinn á Lækjartorgi í Reykjavík á sunnudaginn er var seni birt er á fyrstu síðu hér í blaðinu og birt var hér í bænum samdægurs í fregn- miða blaðsins. Norðri hefir talað við marga sannorða og áreiðaulega menn í Reykjavík, er fullyrða að skýrsla fregn- miðans sé fyllilega rétt. — Jóni í Múla var gefinn kostur á að koma inn til ráðherrans, en honum var neitað um að mega afhenda ráðherranum tiilöguna. Annað erindi hafði hann ekki til ráð- herrans að því sinni, og þar eð honum var neitað að reka það, kærði hann sig ekkert um að fara þar inn. Um það skal ekki deilt, hvorki við Norðurland né aðra, hver hafi æpt hæst við ráðherrahúsið. Má vel vera, að það hafi verið þeir 20 — 30 ísafoldar- þjónar, er fylkt hafði verið við dyrnar. Maunfjöldinn frá Lækjartorgi kom þang- að ekki til þess að æpa, heldur til þess að fiytja alvarlegt mál, fram fyrir þjóð- rœð/sráðherrann. Rað er hægt að sanna með órækum vottum, að úr ráðherraliðinu var kastað sandi í augun á fólkinu, enda er þetta í afargóðu samræmi við alla pólitík ísa- foldarklikkunnar. þingmaður Akureyrarkaupstaðar hefir látið sér sæma að hlaupa með þá lyga- sögu hér um bæinn, að Hannes Haf- stein fyrv. ráðherra hafi átt einna mest- an þátt í því, að hrópað var: Niður með ráðherrann. — þessa er getið hér þingmanninum til viðvörunar, en auð- vitað ekki til þess að kenna gömlum htindi ?.ð sitja. Afturhvarf? Hin nýsetta gæslustjórn Landsbank- ans, þeir Karl Einarsson og Magnús Sig- urðsson hafabeiðst lausnarfrá þessumstörf um. Ráðherrann hafir sett þá Jón Her- mannsson skrifstofustjóra og Hannes þorsteinsson ritstjóra í þeirra stað. Ný svívirðing. Frá Kaupmannahöfn var símað til Reykjavíkur í dag, að útlend stórblöð hafi fengið símskeyti frá stjórnarráði íslands um það, að á sunnudaginn er var hafi afar mikill mannfjöldi í Reykja- vík fært ráðherrannum dynjandi fagn- aðaróskir! !! Verður dýpra sokkið? Fundarályktunin frá Lækjartorgsfundinum var birt ráð- herranum í dag af Jóni Magnússyni bæjarfógeta, sem notarius publicus, Meiðyrðamál hafa þeir Kristján Jónsson ogTryggvi Qunnarsson, höfðað gegn ráðherranum út af ummælum hans í tilkynningu þeirri er prentuð er í síðasta blaði Norðra. „ísafold“ falsar símskeyti. Símfrétt frá Rvik 1. des. kl. 7. e. h. í „ísafold“ á laugar- daginrt er var birtist sím- skeyti frá skrifstofu ís- lenzka stjórnarráðsins i Kaupm.höfn þess efnis, að Landmandsbankanum í Kaupmannahöfn vœru veðsettar 816,000 kr. í verðbréfum Landsbank- ans (varasjóðs). Nú er það orðið upp- víst, að blaðið hefir fa/s- að þetta skeyti. Úr þvi hefir verið slept 6 eða 8 orðum. Við þeita hefir efni skeytisins algerlega breyzt. ' Hvet þessi orð hafa verið, er ekki öðr- um kunnugt ennþá, en skeytisfölsurunum en það VINDLAR Og VINDLINGAR mikið og gott úrval t tóbaksverzlun Jóhanns Ragúelssonar. Vindla og annað TÓBAK selur enginn ódýrar en Tóbaks- verzlun. Jóh. Ragúelssonar. Haustull rjúpur og prjónasaum kaupir Gránufélagsverzlun háu verði. HOLEANSKE SHAGTOBAKKER Golden Shag med de korslagte Piber paa grön Ad- varseletiket Rheingold Special Shag. Brillisint Shag, Haandrullet Cerut »Crowion« Fr. Christensen og Philip Köbenhavn. Óáfengir, sætir ávaxtasafar frá H. G. Raachou Khöfn eru ódýrastir. mun bráðlega verða upp- götvað, því að skrifstof- stofan í Kaupmarinahöfn mun ekki vilja láta bendla sig við lýgji. Kviðlingur þessi hefi borist Norðra. Lýgin í «landinu.« í «landinu» lýgin er orðin að list upp við hámentaborðin, í lævísi leiknari en tóa, sem lámast um samlita móa, # og æft sig og unnið sér vígi um aldanna refilstigi. Hún gengur um býli og bæi ogbýður fram vefnað í skrautklæði manns, með nytsömu nýtízkulagi í «nýju fötin keisarans«. Og búanda mælir hún málum á mælginnar krákustíg hálum, í marglátum, flágjöllum margýjarnið um «mannúð og sannleik og réttlœtið. Laura kom 27. f. m. fór aðfaranótt 30. f. m. Meðal farþega var Bjarni þ, Johnson yfirréttarmálaflutningsm frá Reykjavík. Héðan fór til útlanda Jón Stefánsson fyrrum ritstjóri þessa blaðs.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.