Norðri - 09.12.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 09.12.1909, Blaðsíða 2
194 NORÐftl NR. 49 UppreisnMt® leilsuhælisins. Húsið komið undir þak. Verkamönnum .íaldin veisla. 1906. 13- nóv mber. 1909. Laugardaginn 13. nóv. hafði stjórn heilsuhælisfélagsins al'a verkamenn heilsu- hælisins í kvöldboði í Iðnaðarmanna- húsinu, í minningu þess, að húsið er nú koinið undir þak, og til þess að þakka þeim vel unnið starf. Húsgerðin hefir gengið prýðisvrl og að því skapi fljótt. Alls voru í þessu samsæti um 100 manns. Formaður heilsuhælisfélagsins, Klem- ens Jónsson, mælti fyrir minni verka- mannanna, lét þess getið, að vinnan hefði gengið svo fljt tt og vel, að þess væri engin dæmi i m stórhýsi hér á landi. Sighvatur Bjarriascn mælti fyrir minni húsameistarans, Rög’ valdar Olafssonar, vék að því að þett; væri fyrsta alís- lenzka stórhýsið á í‘ andi, efnið mestalt íslenzkt, og allir stai smennirnir íslensk- ir, frá þeim æðsta ti hins lægsta; áður hefðu yfirmennirnir jafnan verði útlend- ir, stundum líka verkamenn. Rögnvaldur Óíafsson mælti fyrir minni heilsuhælisfélagsins, vakti athygli á því, að rétt þrjú ár væru liðin frá því er félagið var stofnað, og hælið nú komið undir þak, svo greití og vel hefði alt gengið. Loks fór G. Björnsson nokkrum orð- um um sjálft heilsuh elið, og eru þau prentuð hér á eftir. da ín tók síðar til máls og þakkaði verkstjórunum fyrir á- gætt starf þeirra. Yfirsteinsmiður er Guð- jón Gamalíelsson, yfirtrésmiðir Hjörtur Hjartarson og Sigval li Bjarnason. Sig- urgeir Gíslason úr Hafnarfirði þakkaði G. B. og öðrum stjórnendum heilsuhæl- isins fyrir þeirra starí. Pví má ekki gleyn a, að verkmeistar- arnir Jón Porláksson o> Thorvald Krabbe hafa int af hendi afarmikilsvert starf fyr- ir hælið, lagt á ráðin um lögun og gerð á vatnsveitu, fráræslu, vermivél o. fl.; sem enn er flest óurnið. Rað má telja vafalaust, að hælið verði fullgert á miðju kon andi sumri. Ræða G. Biörnssonar á upprisuhátíð heilsuhælisins á Vifils- . stöðum 13. íóv. 1909 Regar við komum í önnur lönd, sjá- um við hvívetna gönul mannvirki, hús, minnismerki, vegi, vamsveitur o. þ. u. 1., sum eru mörg hundruð ára, sum þús- undir ára að aldri; öll bera þau vott um nienningarþroska þeirra þjóða, sem löndin hafa bygt; nrtíðarmenn vernda þau og vegsama og hafa þau til sýnis til marks um dáð og dugnað forfeðra sinna. Hér á landi ereugi slíku til að dreifa. Hér eru öll mannvirki ung og flest við- vaningsleg og lítils verð, eins og barna- fitl. V'ðeyja stofan tr in vera elsta hús, sem uppi stendur, er hún var reist á miðri 18. öld. Af íannvirkjum fyrri tíma manna er ekkerí eftir, annað en bjagaðir steinaraðir liðri í moldinni. Enginn veit, hvar Ví .11 reisti bú í Víf- ilsstaðalandi fyrir þísund árum. Frá landnámstíð er ekker mannvirki til, er nái upp úr grasrótin I. Erum víð förlurf etrungar ? Skyldu mörg okkar mann ’h' i geta staðist tím- ans tönn í þúsund á ? Við vitum i hvað vehða ftttiM} áð* ur en þess nýrunna c'd er liðin á enda, verða öll tctíhúsin okkar fallin og ekk- ert eftir af timburh jsunum nema þáfá einir kumbaldar, grautfúnir, skakkir og skældir, okkur til sk'ammar. Og þessi fáu steinhús, sem t! eru — þau kunna að geta staðið af sér eina eða tvær ald- ir, sum þeirra, ef el iætur. En að 500 árurr liðnum, að 1000 árum liðnum —hvað verður þá eftir? Eg veit eitt hús og ekki nema eitt, sem vænta má, að geti staðið í 1000 ár. Við höldum í d.sg upprisuhátíð húss- ins, upprisuhátíð heilsuhælisins á Vífils- stöðum. Jafntraust <iús hefur aldrei ver- ið reist hér á Iandi; það stendur á klöpp og er alt ein klöpp, í hólf og gólf, ein steinstorka, svo trygg og traust, að henni er eflaust óhætt í þúsund ár, ef jörðin skekur hana ekki af sér, eðaniðjar okk- ar hætta að unna henni sóma og við- halds. Við metum hverja kynslóð þjóðar- innar eftir því, hvað hún hefur unnið og afrekað til sóma, eða skammar, fyr- ir sjálfa sig, til heilla, eða tjóns, fyrir niðja sína. Regar aldir líða og við verðum lagð- ir á metin, mun þ ið ekki bregðast, að okkur, þessari alda nóta-kynslóð, verður talið til gildis, og, má vera, það mest til gildis, að við höium reist þetta heilsu- hæli. En það mun ekki vera talinn mestur sóminn, að húsið ertraust, held- ur hitt, að íslenzk alþýða réðist í þetta þrekvirki af frjálsum vilja, án lagaboðs, af heitri og einlægri ást á ættjörð sinni og vúurlegri fyrirhyggju og umönnun fyrir komandi kynslóðum. Við höfum að utidanförnu hugsað og talað ósköpin öll um allskonat rétt- indi, bæði þjóðarréttindi og réttindi hvers manns, karls og konu, í þjóðfé- laginu. Við höfum sjaldau tninst á skyldurnar — því miður. Bestu menn þjóðfélagsins eru ekki þeir, sem mest hugsa um réttindi sín. Bestu menn hverrar þjóðar eru þeir, sem mest hugsa urn skyldur sínar við þjóðfélagið. Heilsuhælið er einn hinn fegursti af- springur íslenzkar ættjarðarástar. En margir spá því, að hann muni visna og deyja. Pess vegna er heilsuhælið hættulegt tiltæki; afar-hættulegt. Hvers vegna? Af því að allar framtíðarvonir hvers íslenzks manns spretta upp af þeirri trú og sannfæringu, að þjóðin í heild sinni elski ættjörð sína. En ef það sannast, að alþýða manna fæst ekki til að leg ;ja neitt í sölurnar af frjálsum vilja landinu til viðreisnar, jafnvel ekki svo mikið, að nemi árlega 2 kr. á hvert heimiU á landinu, — ef þetta sannast, þá er hætt við að marg- ur missi trúna á framtíð landins. Sú þjóð, sem ekki elskar land sitt, á sér enga framtíðavon, en ástina verður að sína í verkum, engur síður en trúna. Þess vegna er þetta mál mjög alvar- legt íhugunarefni fyrir íslenzku þjóðina. Heilsuhælið er ei ískonar eldraun ís- lenzkrar þjóðar, þeirrar kynslóðar sem nú er uppi. Við treystum því, að ættjarðarást þjóð- arinnar standist þessa eldraun. 13. dag nóvembermánaðar 1906 var heilsuhælisfélagið stofnað. 3 ár eru liðin. Nú er aftur 13. nóv- ember, og nú er heilsuhælið komið undir þak. Farnist því vel — þessu veglega minnismerki núlifan li kynslóðar; standi það heilt á húfi öl<! eftir öld, í þúsund ár; verði það jafnan athvarf þeirra sem ájúkif ög bágstáddir eni j géfi það gæf- an að húsið standi óhaggað 13. nóv. 2909, og þá verði uppi íslenzir menn. okkar niðjar, er minst geti með fögn- uði umliðinna alda, en ekki með harmi, eins og við hljótum að gera. Sú er okkar ósk. Rað er drengileg ósk. Við vitum að það er ósk allrar þjóð- arinnar. Lifum því og störfum í þeirri von, að hún rætist. Ráðherrablaöið og „Norðurland “ Hver sá sem les bæði þessi blöð með athygli, mun fljótt sjá, að þau eru svo samrýmd í skoðunum að ekkert ber á milli í stjórnmálum, Fn þó svo sé, þá kemur það í ljós, að ráðherrablaðið á ætíð frumhugsunina, en Norðurland tekur svo við að útskýra málin, og hring- snúast jafn oft sem ráðherrablaðið breyt- ir stefnunni. Orðalagið er klúrara, eða áferðin ljótari vanalega með brigðum og þóflykkjum, svo varan verður óút- gengilegri í fólkið. Þetta rekur maður sig á í næstum hverju einasta blaði, en þetta verða les- endurnir að fyrirgefa, hæfilegleikar rit- stjórans eru ekki meiri en þetta, þó há- skólagenginn sé, og enginn getur heimt- að af neinum að hann leggi fram meira pund en honum er gefið. — Ljóst dæmi þess að hér sé farið með rétt mál, sýnir grein sú sem stóð í 49. tölublaði «NorðurIands« um »Thore- samninginn. Aðalefni þeirrar greinar er að skýra fyrir lesendunum, að ráðherrann hafi ekki brotið fjárlögin með samningnum, þær 6000 krónur sem samningurinn ræðir um sé ekki bindandi nema með sérstökum samningi, þetta séaðeins «til- boð,« sama upptuggan og ráðherrablað- ið flytur. Petta er svo Norðurland að útskýra í löngu máli og flóknum lög- skýringum, en efni greinarinnar er ekki annað. Og þó er greinin næstum fimm dálkar I!!.— Af því að svo fáir eru farnir að lesa Norðurland, er fróðlegt að sýna rithátt þess blaðs, og taka örfáar línur úr grein inni, sem hvorki eru betri né verri en alment gjörist í því heiðvirða blaði, svo geta menn dæmt um ritháttinn, ogrök- semdirnar. Kaflinn hljóðar svo; « . . . . Góð ráð voru dýr. En þeir vóru líka ráðagóðir. Um að gera að þyrla upp einhverju ryki, svo þjóðin sæi ekki út úr augunum, fara í lúsaleit eftir einhverju sem líktist formgalla, gera úr því hávaða, eins og það væri aðal- atriði samningsins, þenja það út eins og blöðru, púa og púa meðan nokkur taug gat þanist, en um fram alt halda vel í endann, svo blaðran færi ekki bara uppí loftið, láta hana hafa kjölfestu í öllum þeim ósannindum sem hægt væri að hnýta neðan í spottann. A þetta furðu verk heimastjórnarforingjanna, átti svo þjóðin að góna, þangað til hún vissi hvorki upp né niður. Rað vareina ráð- ið til að villa henni sjónir, snúa þakk- læti hennar í vanþakklæti. Reim tckst ekki að finna neinn form- galla á samningum, þá var það ráð tekið að segja að samið væri um það í samningnúm sem samningurinn segir berum orðum, að ekki sé um samið; gamla lagið að fara með bláber og vís- vitandi ósannindi.« Svo mörg eru þessi orð. Rað er furða, að nokkur blaðstjóri skuli skrifa með þvílíkum rembingi um annað eins atriði og þetta; brígsl um blekkingar og ósannindi í því máli sem margbúið er í blöðunum að sýna og satirta áð þétt sé. Áð fjáHögiti séu bföt- in með þessari 6000 kr. fjárveitingu er óefað mál, og hvorki ráðherrablaðið né «NorðurIand« standa þar vel að vígi. En þessar aðdróttanir «Norðurlands«- ritstjórans ná lengra en til heimastjórn- armanna, þær ná einnig til hans eigin flokks, sem hann telur sig til. Bæði »Rjóð- ólfur« og «þjóðviljinn« taka samninginn óþægilega í gegn, og« Þjóðviljinn« tekur það fram skýrum orðum, að hér sé um fjárlagabrot að ræða, Forseti neðri deildar Hannes Rorsteinsson, og lög- fræðingurinn Skúii Thoroddsen, ættu þó að hafa betra vit á slíkum hlutum en ráðherradilkurinn, og orð þeirra hlýtur þó þjóðin að taka trúanleg, þar sem báðir eru óvilhallir dómarar í þessu máli. — Afleiðingarnar af því að fylgja stjórn- inni í blindni, og verja gjörðir hennar í hvaða máli sem er, meðfrekju og of- stopa, eins og »Norðurland» hefir lát- ið sér sæma, geta orðið vondar fyrir stjórnarflokkinn, því þegar óhlut- drægari og hyggnari flokksmenn koma til sögunnar, sem víta það sem vítavert er, þá er að búast við sundrunginni. Að þessu stefnir fyrir meirihlutanum nú, ogmikið má sá meirihluti fyrirgefa, ef stjórnarfleytan sekkur ekki bráðum. En svo er bezt að aðgæta samning- inn frá þeirri hlið sem Norðurland út- skýrir hann og hvað heppilegur hann væri fyrír þjóðina, ef svo ætti að skilja hann. Rá hefir ráðherranum ekki lánast að fá póst fluttan landa á milli —að undan- skildum Hamborgarferðunum, nema þá fyrir sérstakt gjald 6000 kr. frá lands- sjóði. En ef engir samningar takast á milli stjórnarinnar og Thorefélagsins með póst- flutning. Hverjar verða þá afleiðingarnar? F*á geta kaupmenn þeir sem flytja vörur með skipunum ekki fengið flutt með sömu skipum árfðandi bréf og sendingu, sem getur orðið óbætanlegt tjón fyrir viðskifti þeirra. Rað verða engiti undanbrögð. Fjár- lagabrotið verður að ganga fram, og þó þessi sérstaki samningur yrði gjörður, þá verða það ekki til að breyta upp- hæðinni, hún verður hin sama, og þá sést bezt að »Norðra« ósannindin verða eng- in, að Thorefélagið fái árlega greidd- ar úr landssjóði nær 70,000 krónur. Bíðum við og sjáum hvað setur. En eitt hefur ráðherranum tekist með þessum samningi, sem er, að afsala ís- landi þeim rétti til 10 ára, að félag það sem nýtur alls fasta tillagsins sé skuld- bundið að flytja póst landa á milli, en nú er það eigi skylt til þess, að undanskyldum Hamborgarferðum, nema fyrir sérstaka borgun. Og einnig hefur hann afsalað okkur þeim rétti sem fyrverandi ráðherra H. Hafstein hafði yfir ríkissjóðs tillaginu, 40,000 krónum. Nú er það í höndum samgöngumálaráðherra Dana, sem ekki fékkst til að sleppa því við íslandsráð- herra, eða Thorefélagið. þannig er réttarstaða okkar nú út á við. Ekki er furða þó «Norðurland« hæli húsbóndanum, og telji upp afreksverkin, og fylli með þeim marga dálka af blaði sínu, og noti sér það tilefni, til að ausa óhróðri yfir þá menn sem skýra rétt og satt frá málefnunum.— E. S. Druknun. 24. nóv s. I. druknaði í Flókadals- vatni í Fljótum, maður að nafni Guð- laugur Aðalsteinsson, rúmlega tvítugur að aldri. Hann var á ferð eftir vatninu á skattttiW; eH Fanrt f úök tíg drtiknaði.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.