Norðri - 09.12.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 09.12.1909, Blaðsíða 3
NR. 48. NORDRI 191 Aukaútsvör. í J>etta sinn var jafnað hér niður kr. 15,600 (í fyrra 16,705). En auk þess var jafnað niður í sumar á útlend veiði- skip, er ráku hér atvinnu kr. 1,595 á 12 gjaldendur. Gjaldendur voru í tyrra- haust taldir 754 en ekki nema 669 við þessa niðurjöfnun. Hér fara á eftir útsvör þéirra, sem eiga að borga kr. 20 eða meira. Til sa.nanburðar eru útsvör þeirra flestra sett n; lli sviga, eins og þau voru í fyrra: 1100 kr. Höepfnersverzlun (1160) 700 — Gránufélagsverzlun (700), 675 — J. V. Havsteen (858). 600 — Kaupfélag Eyfirðinga (480), Det danske Petroleums Aktieselskab (150) 575 kr. Edinborgarverzlun (800). 400 — Snorri Jónsson (325). 350 — Jóhannes Rorsteinsson (45). 300 — Verzlunin Hamburg, Vig- f,ís Sigfússon (260). 250 kr. Gudm. Efterfl. (250). 225 - Otto Tulinius (260). 210 — Guðl. Guðmundsson (210). 175 — Ragnar ulafsson (120). 140 — Friðrik Kristjánssön (140) Chr. Havsteen (140), Sigtryggur Jóhann- esson (80) Sigtiyggur Jónsson (145). 135 kr. St. Stefánsson skólameistari (110). 130 kr. Sigvaldi Þorsteinsson (100). 125 — Magnús Kristjánsson (100). Steingrímur Matthiasson (125), O. C. Thorarensen (125.) 120 kr. Sigurður Sigurðsson kaup- maður (85). 115 kr. Júlíus Sigurðsson (110). 110 — Björn Líndal (90), Sigurður Hjörleifsson (125). 100 kr. Anna Tómasdóttir (100), Geir Sæmundsson (100), Metúsalem Jóhannsson (100), St. Stephensen (iOO). 90 kr. Kristján Sigurðsson (80). 85 —• Axel Schiöth. 80 — Pétur Pétursson (65). 75 — Kolbeinn Mrnason (75). 70 — Lárus Thorarensen (20). Sig- urður Bjarnason (70). 65 kr. Bjarni Einarsson (55), Bogi Daníelsson (70), Jónas Gunnarsson (70), Þórður Thorarensen (65), Valdemar Thorarensen (35). 60 kr. Anton Jónsson (60), Guðm. Ólafsson (50), H. Schiöth (65), Verzl- unin Eyjafjörður. 55 kr. Ivar Helgason. 50 — Gufubáísfélag Norðlendinga, Hallgr. Davíðsson (50), G. Hannesson & S. Sumarliðason, P. Houeland (50), N. Lilliendahl (55), Þorkell Þorkelsson (40). 45 kr. Einar Gunnarsson (45.), Hólin- fríður Jónsdóttir (45), Sigmundur Sig- urðsson (45), Stefán Ó. Sigurðsson (45). 40 kr. /Arni Rorvaldsson, H. Be- bense (40), Björn Jónsson (40), Joh. Christensen (45) Gísli Ólafsson (35), Arthur Gook (40), Guðlaugur Sigurðs- son (45), Guðm. Vigfússon (45), Egg- ert i axda'. (40), Matthias Jochumsson (40), Sigurjón Jóhannesson (70). 38 kr. Jón Borgfjörð (42), Vilh. Knudsen (50). 36 kr. Eggert Einarsson (45). 35 — Davíð Ketilsson (40), Davíð Sigurðsson (55), Friðbjörn Steinsson (48ý, Jóhann Havsteen, Páll Rorkelsson (45), Sigurður Rórðarson (20), Sopho- nias Baldvinsson (25). 30 kr. /\g. Kr. Guðmundsson (33), Björn Jóhannsson (28), Einar Finnboga- son, Hallgrímur Einarsson (30), Oddur Björnsson (40), Páll Jónsson kennari (30), Pálmi Jónsson (30), Carl Schiöth (22), Valdemar Steffensen (25). 28 kr. Einar Einarsson (28). 26. — /\rni Árnason (26), Jón Bær- ing (24). 25 kr. Helgi Eiríksson, Jónas Jón- asson (30) Kristín /\rnadóttir (25), Ryel, Baldvin, Stefán Jónasson (24). 22 kr. Halldóra Bjarnadóttir (16), Jón Kristjánsson (20), Páll Jónsson bú- fræðiskandídat, Pétur Rorgrímsson (22), Rorvaldui Guðnason (22). 20 kr. Baldvin Jónsson (20), Frið- rik Þorgrínisson (25), Jón Guðmunds- son (16), Jón Stefánsson (50), Jónatan Jónatansson (20,)Lárus Rist (20), Frið- rik Möller (20), Páll Asgeirsson (8), Rögnvaldur Snorrason, Sigurður Sig- urðsson bókb. (20), Sigurður Sigurðs- son skólastj. Sigurður Sumarliðason (20) Stefán BJörri9son (18). Frá „Thore”-félaginu. F*að ætti reyndar ekki að vera þörf á að mótmæla annari eins vitleysu, og þeirri, sern Reykjavíkurblöðin tvö hafa reynt að útbreiða um það, að ráðherr- ann hafi lánað «Thore«-félaginu úr lands- sjóði, eða látið landsbankann lofa því hálfrar miljónar króna láni, eða meira. Til þess þó, að stemma stigu fyrir þess háttar rógburði í eitt skifti fyrir öll, skal eg hérmeð lýsa yfir því, að það er tilhæfulaus lygi,að „Thore“-fél- agið hafi tekið á móti, eða fengið lof- orð um eins eyris lán, eða fyrirfram borgun í nokkurri mynd, enda hefirfé- lagið eigi þurft á því að halda. Sérhver, sem hér eftir flytur slíkar lygar um fél- agið, til að vinna því tjón, verður lát- inn sæta ábyrgð, og hefi eg þegar gjört ráðstöfun til málshöfðunar gegn blaðinu «Lögiéttu« fyrir giein þess 13, okt. Eg liafði ekki búist við því, að land- ar mínir þökkuðu mér með skömmum það starf, sem eg hefi árum saman unn- ið að því, að bæta íslenzkar samgöng- ur, og eytt til tíma og fé, og án þess, að eg vilji gjöra ofmikið úr sjálfum mér, finnst mér þó, að enda þótt eg fái eng- ar þakkir fyrir það fé, sem eg hefi sparað íslandi, með því að færa niður flutn- ings-og fargjaldið með gufuskipunum, þá ætti það þó að leysa mig undan því, að vera skammaður og svívirtur í íslenzkum blöðum. Á meðan Sameinaða gufuskipafélagið réð eitt öllu um íslenzkar samgöngur, var flutningsgjaldið 25°/o hærra á sumr- um, en nú, og á haustum 40% hærra. Ef talið er, að flutningsgjald af vör- um með gufuskipum til og frá íslandi, sé nú hér um bil 1200,000 kr. áári — «Thore« hefir, síðustu tvö árin fengið í flutningsgjald hér um bil 670,000 kr. að meðaltali, |?ar af nálægt þriðjung um vetrarmánuðina — þá nemur niðurfærslan á ári 25% af kr. 800,000- kr. 200,000 40% - - 400,000- - 160,000 Alls kr .360,000 Þegar hér við bætist, að farþegjagjald- ið er sett niður um nál. 30% og fæð- ispeningar jafnmikið, þá erú það engar ýkjur, þótt eg segi að landið grœði nú sem svarar 400,000 kr. árlega í sam- anburði við eídra verðlagið. Og þó blygðast menn sín eigi fyrir að ausa það fé'ag auri, er smám saman hefir sparað landinu fé, svo miljónum skifíir; eg hefi nú rekið gufuskipaferðir til Is- lands í 13 ár, og eir.att gjört það styrk- laust. Eg skal, í sambandi við þetta, leyfa mér að gjöra nokkrar athugasemdir út af þeim gersamlega ástæðulausu árásum, sem beint er að stjórnarráðinu út af samningnum við «Thore.« Gamla- mál- tækið, «að margur heldur mann af sér,« sannast hér, því að svo tamt virðist sumum mönnum vera orðið gerræðið, að af því að ráðherra er í vináttu við framkvæmdarstjóra <Thore«-félagsins, þá geta þeir ekki, eða vilja ekki, trúa því, að hann láti hagsmuni landsins sitja fyr- ir öllu öðru. Sannleikurinn var þó sá, að stjórn- arráðið var svo óvægið í samningunum við «Thore,« að mér hlaut að þykja nóg um. Menn geta aðeinsborið samn- inginn við Sameinaða gufuskipafélagið undanfarin ár saman við samninginn við »Thore.» Mérvirðist það beinlínis ganga næst því, að vera móðgandi, er stjórn- arráðinu þótti nauðsyn á að taka það fram í samningunum, að framkvæmdar- stjóri«Thorefé!agsins« mætti eigi láta sín- ar eigin vörur ganga fyrir annara, og eigi heldur hagnýta sér meira en þrið- jung af farrými skipanna. Eg er mér þess sem sé meðvitandi, að eg hefi jafn- an, undantekningarlaust, látið annara hagsmuni og annara vörur ganga fyrir mínum, og tel eg slíkt vantraust óþarft af hálfu stjórnarráðsins. F*að fyrirkomulag, sem stjórnarráðinu heppnaðist að fá framgengt var svo hag- anlegt fyrir ísland, að mikla blindni þarf til þess, að geta ekki séð það. Sérstak- lega vil eg benda á hver hagnaður það er fyrir landið, að stjórnin hefir hnnd i bagga með millilandaferðum beggja félaganna, án þess að samkepnin milli félaganna hætti, og að trygging er fyr- ir þvi, að „Thore“ heldur íslandsferð- unum áfram i 10 ár, þar sem ella gat hugsast að félagið sæi sér haganlegra að taka að sér aðrar siglingar, er bet- ur horfðist á um vöruflutninga. Til þess að hægt væri að ætlast til að félögin gerðu nokkuð til að bæta ferðirnar, var óhjákvæmilegt að semja við þau bæði fyrir 10 ár í senn. Eða Vindla og annað TÓBAK selur enginn ódýrar en Tóbaks- verzlun. Jóh. Ragúelssonar. mundi nokkurt félag láta smíða tvö ný strandferðaskip, og eiga svo á hættu að samningnum yrði sagt upp eftir 2 ár og skipin ónýt? Tillagið, sem «Thore.», er lætur smíða 2 ný strandferða skip, fær, er einmitt jafnhátt og það sameinaða vildi hafa, 100,000 kr. fyrir allar ferðirnar — 40,000 kr. fyrir millilandaferðirnar, og 60,000 kr. var áskilið fyrir strandferðirnar. — Fyrir síðari upphæðina tekur «Thore« eigi aðeins að sér strandferðirnar með nýjum skipum með kælirúmi m. m., heldur veitir það einnig tryggingu fyrir minst 20 millilandaferðum, er stjórnar- ráðið hefir áhrif á hversu hagað verð- ur, og tekur þar að auki að sér Ham- borgarferðirnar, en fyrir þœr einar, og það aðeins tvær á ári, áskildi samein- aða gufuskipafélagið sér 5000 kr. auk- reitis. Hvað það snertir, að reynt hefir ver- ið að ráðast á stj órnarráðið fyrir það, að «Thore«-félagið hefir í samningnum áskilið sér sömu þóknun, sem að und- anförnu fyrit póstflutninga út úr landinu (að Hamborgarferðunum undanskildum), sem sé 6000 kr. á ári — en þarafgeng- ur reyndar nálægt helmingnum til á- byrgðargjalds m. m, — þá lýsir þetta svo mikilli vanþekkingu á því, hvaða endur- gjald íslenzku póstlögin ákveða fyrir póstflutning með millilandaskipunum, að furðu sætir. Hin lögákveðna borgun er 10 aurar fyrir hver 3 pd. fyrir hverjar 50 sjáv- armílur þ. e. I2V2 rnílu) af beinni fjar- lægð, og sé fjarlægðin talin 1200 sjáv- armílur að meðaltali, þá verður flutn- ingsgjaldið um 80 aur. fyrir pundið. Milli ísafjarðar og Kaupmannahafnaryrði það t. d. 1 kr. fyrir pd. Á seinni árum hefi eg aldrei látið fara minna en 40 póstferðir á ári og póstflutningurinn hef- ir í einstökum ferðum verið yfir 7000 164 með sjálfum sér, hann sem var sá varasami, tor- trygni sveitadrengur, sem ætlaði að komast áfram upp á eigin spýtur og var svo laugt frá að finna upp á því að fara upp í laust loft:ð. Og alt í einu stóð ljóslifandi fyrir honum gamla bernskumyndin af Jakob, sem féll niður úr stiganum og meiddist í mjöðminni. Já, hann hafði sannarlega fallið líka og miklu ver. Og upp í lausa loftið hafði hann líka viljað fara — alveg eins geyst og Jakob, já ennþá geystara. En þessi samanburður kom meira jafnvægi á hugsanir hans, og leiddi hann frá draumórum og heimskulegum heilaspuna á fastan grundvöll, heil- brigðar hugsanir, sem ekki gátu misheppast. Fall hans var eðlilegt; enginn maður —ekki einu- sinni hinn mikli forfaðir gat farið í lausu lofti. F*ess- vegna var þessi dagur, alveg eins og draumurjakobs, fyrirburður og sem merki þess, að með öllu sínu kvalræði mundi hann vita á gott fyrir framtíðina. Og við það sofnaði hann loksins. 161 Júlía lá uppi í rúmi sínu grátandi; frú Steiner hafði sig á burtu án þess að kveðja; nokkrar af eldri frúnum fóru burtu með dætur sínar hálfnauðugar; skemtunin smá dofnaði og dansinn hætti af sjálfu sér — fyr en venjulegt var. F’egar Christensen bankastjóri kom út á plássið framan við Brandt, snéri hann sér við og virti fyr- ir sér uppljómaða gluggana, meðan hann þerraði hugsandi stóra nefið á sér. Fyrir nokkru var hann farinn að gefa verzlun Krögers grunsamlegt auga, og svo bættist nú við þessi ríkmannlega dansveisla, sem endaði með því að móðga einn af yngri «kröptum« bæjarins! — ekki var óhugsandi að litla ungfrú Júlía mundi sár- lega iðrast þessa kvölds! — — En Törres Wold var fyrir löngu genginn til hvílu, og starði út í myrkið með opnum augum. Annað veifið örvita af reiði, þegar suðaði fyrir eyrunum á honum og honum datt í hug að hreinsa til í stofunni og mylja alt til agna. — F*að var leipt- ur sem slokknaði í myrkrinu, eftir það mundi hann ekki eftir neinu, hann hafði ekki hugmynd um hvernig hann komst út úr húsinu og heim í rúmið. En þarna sem hann lá og hjúfraði sig undir á- brfclðimni, starandi, sveif þetta aftur fyrir augu hans

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.