Norðri - 28.01.1910, Side 3
NR. 4
NORDRI.
15
Hamingja og manngildi, segir Cesare
Cantu, fer yfirleitt eftir góðleik og ó-
eigingirni hvers manns, og eíns er var-
ið hverju félagi eða þjóð. Jöfn velvild
og þú tuðsýnir öðrum, fellur þér oft-
ast í skaut.
Náttúran «útvelur,» segirDarwín.þásem
eru hæfastir, ekki einungis hina sterk-
ustu og gáfuðustu, heldur líka eftir
góðleikanum eða góðri breytni;
og að það sem legst í kynið af góðleik
og réttvísi, það verði varanlegast. Og
þar á hann einkum við félagsand-
a n n eða samheldnina. Petta sézt þegar
af viðskiftasögu villiþjóðanna, enda tek-
ur þar veraldarsagan við, svo við þurf-
um ekki fleiri vitna við. Þar sem t. d.
villumenn níðast á hrumum og hjálp-
arvana og fyrir- koma þeim sér sjálfum
eða flokki þeirra til léttis, þar er þeim
glötunin vís.
Slíkt hið sama sannast af sögu ein-
stakra manna nú á dögum. Sá sem er
ójafnaðarmaður á oftast nær skamt til
falls, og líkt fer þeim, sem ekki lærir
að kunna hóf sitt (eins og fornmenn
sögðu), heldur létu munn og maga ráða.
Enskur maður reiknar svo, að erfiðis-
maður á þrítugsaldri megi óhætt telja
sér 40 ár ólifuð, sé hann reglumaður,
en vart fleiri en 15 ár, sé' hann drykk-
jumaður. Ofdrykkju fylgir og, segir hann,
allskonar heimilisólán, er síðan bitnar
á börnunum í marga liði. Alt þetta kendi
Darwín, og enn segir hann berum orð-
um, að maðurinn sé orðinn herra jarð-
arinnar, ekki fyrir vitsmunina eina, og
því síður krafta sína og ytra atgerfi,
heldur einkum fyrir það, að viss afbrygði
í góðleiks og samhaldsáttina lögðust í
kyn hans og urðu loks föst og eðli-
leg, —Fyrst hófst heimilisfélagið, en síð-
an ættkvíslii, sem kunnu metnaði sín-
um hóf, en þærsem voru minstsangjarnar,
urðu brátt öðrum að bráð. Um Abra-
ham þekkjum vér sagnir Oyðinga, að
hann var 'ninn mesti jafnaðarmaður við
höfðingja annara ættflokka, svo var og
ísak og hans sonur Jakob; en aðrir voru
ójafnaðarmenn, svo sem hinir eldri syn-
ir Jakobs, og fleiri, — En bezta
sönnunina um kenningu Darwíns um
siðgæði, réttvísi og inildi, eigum vér
Islendingar í sögum forfeðra vorra.
Flestir hinna betri landsnámsmannalögðu
niður ribbaldarskapinn óðara en
þeir höfðu^numið land, þótt áður væru
þeir rauðir víkingar; má nefna þá menn
tugum saman, en þess gerist ekki þörf,
því hver unglingur þekkir dæmin. Með
lögum skal land byggja, sögðu þeir all-
ir og eftir því breyttu þeir og flestir.
Darwínsfræðin niyndar framstig mikið
og merkilegt í siðmenningarspeki þjóð-
anna og bætir stórum, auk siðafræð-
innar, mannkynsfræðina, sálarfræðina,
félagsfræðina og mörg fleiri þekkingar-
verkefni nútíðar og framtíðar. Ef til vill
sá Darwín lengra og dýpra en nokkur
annar vísindamaður hefur séð, hveskamt
nær enn allsherjar þekking jafnvel hinna
vitrustu þjóða. En enginn er alrýninn.
Pessi mikli náttúruskoðari og hreinskilni
sannleiksleitari kvaðst sjálfur lítið vita,
heldur hafi sér einungis tekist að gefa,
þeim sem viðtæki efttir sig, vissar bend-
ingar og undirbúning til betri þekk-
ingar hins ódæmandi úthafs, sem eftir
væri að kanna. M. J.
Til hákarlaveiða
fóru fyrir skömmu 3 mótorbátar af
Siglufirði. Fengu þeir um 10 tn, lifrar
hver á 1 x/2 sólarhring.
Bankamálið í dönskum blöðum.
Ýms hin stærri blöð Kaupmannahafn-
ar átelja aðfarir ráðherrans í bankamálinu.
Símfréttir til Norðra.
Rvik. 21. jan.
Aðfaranótt þess 22. þ. m. brann hér
stórt hús i Þingholtsstrœti til kaidra
kola. Húsið var eign séra Larusar Ben-
ediktssonar frá Selárdal og bjó hann
i því. Þar bjó og Guðmundur skáld
Magnússon, Blöndal áður kaupmaður
á Akureyri. í húsinu var prentsmiðja
Daviðs 0stlunds. Mjöglitlu varð bjarg-
(ið úr þvi. Hús þetta var trygt á
18 þús. kr. Þar rétt hjá brann bœna-
hús Östlunds, trygt á 4000 kr. Tvö
næstu húsin urðu fyrir nokkrum skemd-
um.
farðskjálftans 22. þ. m. varð hér vart.
Reykjanessvitinn skemdist (rijnaði all-
mikið), þó hefir verið hægt að kveikja
á honum.
Látin er i K.höfn Emma Thomsen,
fiœg leikkona.
Álit bankaransóknarnefndarinnar kom
út í gœr prentað, og er selt á 50 aura.
Engar nýjar sakargiftir, er máli skifta,
og sem ekki hafa heyrst áður, munu
koma þar fram. Áliiið hefir á sér inn-
leggssnið málafœrslumanna.
Jarðskjálftar.
Að morgni dags, 22. þ. m. klukkan
nálægt því T'Þ fanst lítill jarðskjálfta-
kippur hér á Akureyri, og þegar klukk-
uua vantaði 10 mínútur í 8-kom annar
kippur miklu meiri, svo hús skulfu mjög
og brakaði í hverju tré, lagísinn á höfn-
inni sprakk allur. Jarðhristingurinn stóð
yfir óslitinn að minstakosti ’/s mínútu.
Eldri mönnum ber satnan um, að jafn
harður jarðskjálfti hafi ekki konrið í Ey-
jafirði síðan 1872. Að öðru hverju um
daginn (22.) fundust smákippir, og síð-
asti kippurinn er menn urðu varir við
kom 23. um kvöldið.
Enga teljandi skaða gerði jarðskjálft-
inn á Akureyri svo kunnugt sé. í Suð-
ur-Ringeyjarsýslu virðist sem jarðskjálft-
inn hafi verið harðari en hér. ís af ám
og vötnum sprakk þar og einhverjar
skemdir höfðu orðið á húsum á stöku
stað, þó munu ekki mikil brögð að því.
Jarðskjálftans mun hafa orðið vart um
alt land.
Barnadauði.
Valtýr Brandsson skósmiður á Húsa-
vík og kona hans hafa orðið fyrir þeirri
sorg að nússa öll börn sfn þrjú úr kíg-
hóstanum.
Verðlag
á nokkrum vörutegundum, sem hægt
er að fá á Akureyri gegn borgun út í
hönd.
Rúgmjöl . . pundið á 10 au.
Baunir . . . . — 15 —
Bankabygg . . . — 12 —
Gott hveiti (Alexandra) — 16 —
Marin hafragrjón. . — 16 —
Kaffe................ - 58 -
Exportkaffe . . . —45 —
Hvítur sykur í topp. eða kassa á 27 au.
Kringlur . . . . —28 -
Tvíbökur . . . . -40 -
ísl. smjör . . . . -65 -
TÓIg -35 -
Saltað kindakjöt . . -23 -
Saltað svínaflesk . . -50 -
Þurkaður saltfiskur
úrgangur . . . . -10 -
Harður fiskur , . . — 15--20au.
Rúgbrauð 4 pund . —42 au.
Hænuegg stykkið , . . - 6 -
Nýmjólk, potturinn . . -15 -
Vera má að hægt sé að fá sumar
þessar vörur með lægra verði sé mikið
keypt, og tekur Norðri þakklátlega móti
upplýsingum viðvíkjandi verðlagi í Ak-
ureyrarbæ.
Sjónleikur.
Hér á leikhúsinu er verið að leika
enskan sjónleik, sem snúið hefir verið
á íslenzku. Efnið í honum er tekið úr
sögum Conan Doyl um spæjaránn Sher-
lock Holmes, sem nokkrum hefir verið
snúið á íslenzku, og margir kann-
ast við. Holmes er aðalpersónan í leikn-
um, og hefir tekist á hendurfyrir ensk-
an aðalsmann, að ná skjölum af ungfrú
einni, sem reið hafði verið við aðals-
manninn fyrir heitorðarof við systur
sína, og ætlaði að birta skjölin til hefnda
við hann, þegar honum kæmi verst.
Holmes finnur stúlkuna í klóm á mis-
indishjónum, sem vilja ná frá henni
skjö'.unum til þess að kúga með þeim
fé út úr aðalsmanninum. Regar hjón-
in vita, að Holmes er kominn í spilið
og ætlar sér að ná skjölunum, og um
leið að hjálpa stúlkunni frá þeim, og
Herbergi til leigu
fyrir einhleypa menn.
Ritstjóri vísar á.
Ef nokkrir af kaupendum eða
útsölumönnum Norðra hafa fengið
1. tölublað þessa árs ofsent eða
tvísent, eru þeir vinsamlega beðn-
ir að láta ritstjórann vita það sem
allra fyrst.
sjá að hann býður þeim byrginn, leita
þau fulltingis hjá alræmdum glæpa-
mannaforingja sem lögreglan hafði
aldrei getað haft hendur í hári á, og
biðja hann að vinna á spæjaranum.
Hann er fús til þess, því honum var
farið að standa beigur af þessum nafn-
kunna uppljóstrarmanni. Beitast þeir
Síðan brögðum, foringinn og spæjarinn.
en endirinn verður sá, að Holmes tek-
ur foringjann fastan og hjónin, sem
höfðu stúlkuna í haldi; en ungfrúin af-
hendir honum skjölin sjálfviljug, því
hann fær hana til að halda, að hún með
því bjargi honum úr klípum,sem hann
hafi komist í fyrir það göfuglyndi, að
vera eigi búinn að stela skjölunum,^ sem
hann átti kost á.
Leikur þessi er í 5 þáttum og gengur
töluvert á í honum. Eftir kringumstæð-
um er hann freinur vel leikinn og æfð-
ur, en lærdómsríkur er hann ekki. Hann
hefir verið sóttur fram yfir vonir í því
peningaleysi og harðæri, sem nú er á
Akureyri.
Líndalsmálið.
í síðasta tölublaði Norðra segir E. S.
að eg hafi orðið að slá af skýrslu þeirri,
er eg gaf ritstj.Norðurl. í því máli, áð-
ur en eg staðfesti hana, — þetta er
ósatt. — Eg sagði þar ekki annað en
það sem satt var, og eg vel gat stað-
ið við, enda staðfesti eg skýrsluna orð-
rétta fyrír rétti, eins og hún kom út í
blaðinu. — Þessa leiðrétting bið eg yð-
ur, herra ritstjóri, að birta í næstkom-
andi tölublaði Norðra.
Ragnar Ólafsson.
192
«Þú hefir náttúrlega líka heyrt ilt um okkur, ung-
frú Thorsen og mig; en ef fólk er eitthvað saman
þá á það ætíð að — en það er bara slúður — eins
og þú getur nærri. —«
Törres fór til að ljúka upp.
Anton Jessen sat eftir — í þungu skapi.
Hann vissi, að Törres var að Ijúga, laug beint
upp í opið geðið á honum. En hvers vegna gat hann
Joá ekki barið í borðið og sagt: «Þú lýgur!« Hvers
vegna fann hann strax til þess, að hann yrði að beyg-
ja sig? leika með þann skrýpaleik, láta sem hann
tryði, af því þessi lygari var svo sterkur og ósvíf-
inn. Hvers vegna hafði hann aldrei þrek til að gera
það sem hann óskaði?
Törres kom aptur þegar hann var búinn að af-
greiða gestinn og sagði um leið:
«Hvað var það nú sem við vorum að tala um ?
— já — þú ætlaðir að fara að gipta þig: Já! það
er það eina skynsamlega, þegar maður hefir sína
eigin ver7lun.«
Öll þessi uppörfunarorð voru heldur mikið fyr-
ir herra Anlon Jessen; hinn óljósi grunur um list-
gáfu, sem tnundi þá og þegar koma í ljós, og svo
nú alt þetta, sem knúði hann áfram til að eignast
fína verzlun — uppfylling vona hans hvað ungfrú
189
Samkeppnin milli beggja nábúa verzlananna varð
altaf meiri og meiri, reyndar ennþá með vináttu yf-
irskini.
Törres hélt sér til Jessens, og bauð honum heim
eins og aldrei hefði neitt í skorist, og eitt kvöld
mættu þau bæði í ofurlitlu kvöldboði hjá Törres
Wold, herra Jessen og ungfrú Thorsen. Nú var
framkoma hans orðin svo fjörug og viss, að fólk
hafði varla tíma til að átta sig, og áður en þau
vissu af, var húsbóndinn hlæjandi búinn að demba
þeim í sæti hvoru við hliðina á öðru við borðið.
Hún var fyrir löngu hætt að vona að Törres
mundi nokkurn tíma snúa aftur til hennar; en fann
þó til þess að hún var eingöngu á hans valdi, en
þegar hún varð þess vör, að það var meining hans
að koma þeim saman aftur, herra Jessen og henni.
fanst henni það ómögulegt, hún ætlaði að segja hon-
um það — næsta dag.
En það var árangurslaust þó ungfrú Thorsen
herti upp hugann næsta dag og fleiri daga, hann las
það út úr henni yfir hverju hún bjó, og fór undan
f flæmingi, og setti hana þar sem honum þóknaðist.
Það voru hræðilegir tímar fyrir hana, þegar herra
Jessen byrjaði aftur að sækjast eftir henni, óviss og
ákafur; — hann hlaut því að vita! — auðvitað ;