Norðri - 13.09.1910, Síða 1
V. 34.
Akureyri, þriðjudaginn 13. september,
1910.
Til minnis.
Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—6
Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið-
vikud. og laugardaga kl. 4—6
Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h.
helga daga 8—11 og 4—6
Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard
5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8
l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2 og 4—7
helgid. 10—llf.h.
Utbú Islandsbanka 11--2
Utbú Landsbankans 11—2
Stúkan Akureyri fundard. þriðjud.kv.kl. 8.
Brynja miðvikudagskvöld kl. 8.
Isafoíd Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4.
Trúföst mánudagskv. kl. 8.
Alþjóðaþingið í Berlin.
Það var haldið fyrri hluta ágústmán.
af klerkum og guðfræðingum frá yms-
um löndum og heimsálfum. Eru þess-
konar trúarbragðaþing kristinna þjóða
afarmerkileg og þýðingarmikil á vorum
dögum, enda mæta nálega ávalt á þeim
málþingum valdir spekingar og trúboð-
ar frá flestum kristnum löndum, og líka
frá Japan, Kína, Indlandi, frá Tyrkjum
. og Gyðingum — hvar sem trúarmál
Og hugsunarfrelsi er á dagskrá.
Trúarþing það, sem nú var haldið í
Berlin er hið 5. síns eðlis; hefir það
verið haldið annaðhvert ár síðan hið 1.
var stofnað árið 1900 af Únítörum og
öðrum frjálslyndum kristnum trúarflokk-
um; hafa fundirnir verið haldnir hinn
1. í Lundúnum, 2. í Amsterdam 3. í
Gefn, 4. í Bostton í Am., og þessi í
Berlin, undir forsæti Þjóðverja. Aldrei
hafa fleiri kristnir flokkar sent fulltrúa
en í þetta sinn, svo eykst álit hins kristna
heims á þessu fyrirtæki, enda taka þar
til máls nokkrir af mælskustu og lærð-
ustu prófessorum og prelátum heims-
ins. Guðfræðingar Pjóðverja réðu mestu
á þessu þingi, en hið mesta bróðern-
hélzt á hverri samkomu, og var gest-
unum sýnd öll hugsanleg virðing og
gestrisni. Ekki lét Páfinn sín viðgetið,
og enginn légáti mætti í nafni þeirra
þjóða, er hann kallast eiga öll ráð yfir.
En flestir málsmetandi flokkar mótmæl-
enda, eins ríkiskirkna sem fríkirkna áttu
þar formælendur.
Næst stærstur fundur var sá, er hald-
inn var í Boston; 1907 þar mættu 240
fulltrúar af 16 þjóðlöndum og nærfelt
frá 100 trúardeildum (eða flokkum og
félagsskap.)
Aðalstefnuskrá þessara funda er þessi:
«Að sameina til bróðurlegrar samvinnu
alla, sem efla vilja sanna guðrækni, upp-
lýsing, trúarfrelsi og umburðarlyndi til
siðbóta og samkomulags öllum þjóð-
uin.»
Hinsvegar skal ekki deila um sér-
kreddur manna, né aðra þá hluti, er
ekki miða til allsherjar samlyndis, það,
sem sameinar skal ávalt ráða meira en
það sem sundurdreifir. —
Á skipi, sem flutti til Englands frá
Ameriku hátt á annað hundrað hluttak-
endur á þessu Berlinar þingi, voru fé-
Iagar fráeftirfylgjandi trúardeildum: Ún-
itörum, Únisversalistum,Kvekurum, þýzk-
um Evangelistum, Kristnum (Christians),
Baptizkum, Biskupakirkjumönnum, Met-
hódiskum, Katólskum ogfélögum «Krist-
inna vísinda.» «Voru þeir allir í góð-
um hug hverir til annara á leiðinni,
skemdu sér og léku eins og börn á
milli þess er þeir heldu andríkar sam-
komur á skipinu.» «Og er hæst stóð
einhver skemtunin kom hópur af utig-
um sveinum upp úr «lestinni« til að
hlýða á. Það voru fátækir skólasveinar,
er keypt höfðu sér far til Englands með
því að hirða nokkur hundruð nautgripi
niðri í fkipinu, er áttu lífsnauðsynlegt
erindi til slátraranna í Liverpool..
Dr. Karl Schrader í Berlin var for-
seti þingsins og talaði fyrstur. Meðal
annars sagði hann: «Tilgangur þingsins
er sá að efla frelsi í trúarefnum, svo
trú manna megi verða djúp og hrein-
skilin. Frelsið verða menn að sjá að sé
ómissandi eins og skilyrði þess að hin-
ar ýmsu kirkjudeildir læri að viður-
kenna hvor aðra og halda friði sín á
milli úr því jafnræði væri fengið. Hins-
vegar væri óhjákvæmilegt að flokka
greindi á, en þá þarf að gæta allsumburð-
arlyndis. «F*ar næst tók hann fram að
allir rnestu menn hjá hverri þjóð hefði
lengi verið vinir trúar- og samvizku-
frelsis. Hann hvað og slíka allsherjar-
fundi síður en ekki vinria fyrir gíg þótt
sumir teldu þá ópraktíska, nú væru
sjaldan góð Og sönn orð töluð í heyr-
enda hljóði, svo að ekki bærust þau
víða og féllu í góðan akur. Hér væri
og saman komnir nokkrir málsnjöllustu
menn úr heimsins helztu löndum.
Tvo ræðumenn verður að nefna og
báða þýzka. Annar var Carljatho prest-
ur í Köln, en hinn G. Traub prestur
frá Vestfal. Jathó vakti mikla unun og
æsing í fundarsalnum með afli áhuga
síns og mælsku. Meðal annars dró hann
upp ímynd framtíðarinnar — þegar
menn eru vaknaðir frá draumum vorra
tíma heimsku og hleypidóma. Hugtakið
trúarvillu (sagði hann) skilja þó fáir
lengur — svo langt er komið. Traub
talaði með meiri stillingu, en fult eins
góður rómur var gerður að hans tölu
um það er henni lauk. Hann talaði
mest um vandræðin, sem þar í landi
stöfuðu af sambandi ríkis og kirkju;
það sambandi svæfir alt fjör í fæðing-
unni og allir mætast í miðju trogi uns
alt étur hvað annað nýtt og gamalt. Trú
og pólitík eiga, hvað hann, því síður
samleið, sem hin síðarnefnda hefur á-
valt orðið bani hinnar. Brott þú, póli-
tík úr trúarmálunum! F>au eiga að lifa
í frelsi svo þau ávinni sér hita og hrein-
skilni.”
Hann sagði að trú prótestanda yrði
að gera eitt af tvennu: lifa fyrir per-
sónulega sannfæring, eða deyja ella!
«Vér þolum ekki lengur þá, sem setja
boð og bönn ofar en lífi (c: breytni),
og rétttrúan ofar en guðrækni.
Hinn nafnfrægi Harnack professor
hélt tölu um textan: «Jesús eða Krist-
ur,« hið niikla mál, sem stendur á dag-
skrá allra protentanta. Hann fór hóvær-
lega með það mál, og tala sú sefar
margrá ofstopa. Hann færði full drög til
að þetta tvískifta guðspjall væri, ef vel
væri athugað, jafn gamalt kristinni. Að
vísu hefði hinn mikli mótsetninga-post-
uli og trúarofurhugi’ Páll, stórum eflt
og aukið kristfræðina. En evangeliið
var aldrei einungis orð Jesús: Rætur
kenningarinnar um frelsið fy rir h a n n
finnist i öllum guðspjöllunum, svo og
kenningarinnar um veru sjálfs hans,
sending hans frá guði og samveru við
föðurinn; rætur alls þessa hafa verið til á
undan köllun Páls. Að lokum tók Prófes-
sorinn fram, að hversu fast sem menn
heldu fram manneðli Jesú Krist og af-
neituðu hinni fornu kenningu um t v í-
e ð I i hans, þó skuli menn trúa því
eins fastlega sem áður sem staðhöfn,
að Guð hafi sent Jesú og gert hann
Krist og drottinn fyrir mannkynið, og
að trúin á hann hafi ávalt skapað guðs-
börn. —
Hin danska dama MaríaWesten-
holtz mætti ásamt fleirum öðrum á
fundinum fyrir Norðurlönd. Hélt hún
þar fagra tölu sem vakti töluverða eft-
irtekt. (Frk. M. W. er auðug og ætt-
stór, framúrskarandi frjálslynd og áræð-
in, mælsk og skapmikil, enda var það
hún, sem greip þingbjölluna forðum
úr hendi forseta danska Ríkisþingsins
meðan hún lét dæluna gangafyrir herr-
unum í þinginu. Geri aðrar betur!
M. /.
Samsæti
höfðu um 100 sóknarmenn síra Ein-
ars Jónssonar á Kirkjubæ 31. júlí s. I.
til að kveðja prófast, sem flytur nú að
Desjarmýri í Borgarfirði. F*ar var flutt
eftirfylgandi
kveðj uá va r p.
Mikið fyrir skildi skarð.
skeði Tungubúa.
Á miðju sumri myrkur varð,
þeir mistu vininn trúa.
Seint og snemma, sí og æ,
á sorga- og gleði-stundu,
komu þeir «heim að Kirkjubæ»
og kæra vininn fundu.
Öllum bætti á einhvern hátt,
ekkert til þess sparði.
Héðan fór því hjartað kátt,
hryggt er bar að garði.
Glaður hann með glöðum var,
grét, er slysið skeði
Fyrstur gekk til fagnaðar,
fyrstur að dánarbeði.
Margra græddi’ ’ann meinin vönd,
margra tár hann þerrði;
aldrei vissi hægri hönd
hvað sú vinstri gerði.
Hrós og lofgjörð hræsnarans
heyra aldrei vildi;
en þagnarorðin ómálgans
öl! hann þekti’ og skyldi.
Farðu góði vinur vel,
verðlaun dyggða hljóttu,
þig eg drottins forsjón fel,
fagrar elli njóttu.
J. St. Scheving.
Par sem eg sökum anna og ferða-
laga í haust, og fyrrihluta vetrar, get
eigi að öllu leyti séð um ritstjórn
Norðra set eg eigi nafn mitt á blaðið
sem ritstjóri þótt eg sjái um eða láti
sjá um útgáfu þess, og sé ábyrgðar-
maður gagnvart prentfrelsislögunum.
Ritgerðir og auglýsingar í blaðið eru
menn beðnir að senda til prentsmiðju
minnar á Oddeyri, eins og hingað til.
Akureyri, 10. september 1910.
Björn Jónsson.
Sfld til marmeldis.
Nú til nokkurrar ára h;fir eigi síld-
arveiði í hringnætur úti á hafi og í
fjarðarminnunum brugðist fyrir Norður-
landi. Auk þess hefir eigi svo lítið
veiðst af síld í lagnet á Eyjafirði á
haustum.
Herpinótasíldin, einkum þegar mikið
veiðist, er oftast í lágu verði, svo lágu
að skip hætta opt að veiða hana þeg-
ar kemur fram í september.
Á haustin er síldin því oftast ódýr á
Aktireyri og Siglufirði þar sem mest
berst á land. Niðursaltaða og vel verk-
aða síld mun oftast mega fá fyrir 12 kr.
hér með tunnu, ef töluvert væri keypt í
einu. I tunnunni er um 180 pd.
Tunnuna má reikna á 2 kr. og yrði
þá síldin tæplega 6 aura pd.
Fyrir fólk í köldu löndunum er síld-
in álitin holl og hentug fæða með
brauði og kartöplum, og þeir sem ven-
ja sig á að eta hana vilja ógjarna án
hennar vera. Norðmönnum, Svfum og
Rússum þykir hún ómissandi.
íslendingar ættu að venja sig á að
eta miklu meiri síld en þeirgera. Tvær
tunnur af síld til heimilisins á ári er
eigi ofmikið fyrir meðal fjölskyldu. All-
ir bændur á Norðurlandi ættu að kaupa
síld til búa sinna þegar hún fæst með
góðu verði. Heilir hreppar ætu að legg-
ja saman og panta hana hjá útgerðar-
mönnunum þegar verðið er lágt. En
kaupa þá eigi nema góða vöru og láta
hirða hana vel.
Síld er sú vara sem skemmist fljótt,
ef hún er illa hirt, en ef séð er um að
halda stöðugt á henni nægilega sterk-
um saltlegi má geyma hana lengi, eitt
ár að minsta kosti.
Pess skyldu og bændur krefjast að
síldin sé óskemd og átulaus þegar hún
er söltuð niður. Pótt haus og slóg gangi
úr síld þeirri sem höfð er til manneld-
is er það eigi verðlaust þar sem skepn-
um má gefa það.
Bændur sim árlega hafa lagt síld til
búa sinna láta vel yfir; og segjast nota
hana hráa, einnig útvatnaða og þá
soðna eða reykta.
I haust er útlit til að síld verði ódýr
á Akureyri. Bændur ættu því að byrgja
sig nokkuð af þessari vöru og sömu-
leiðis þurrabúðarfólkið í kauptúnum og
sjóþorpum.