Norðri - 17.09.1910, Side 1

Norðri - 17.09.1910, Side 1
V. 35. 1910. *®c3 NORÐR Akureyri, laugardaginn 17. september. CV Cv*» Gl. Carlsberg Lager öí Carlsberg Pilsner Alstaðar hæstu verðlaun. Þola lengsta geymslu. Beztu öltegundir.j im Handelsselskabet „ISAFOLD“ selur allar íslenzkar afurðir með hæsta verði. Skrifstófa í Kaupmannahöfn Kvæsthusgade, 3 í Hamburg Klosterstrasse 24—26. Símnefni: FJALLKONAN Kaupmannahöfn. RICKSIEVERS Hamburg GEYSIR Reykjavík. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—6 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—6 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard- 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8 l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7 helgid. 10—11 f. h. Utbú Islandsbanka 11--2 Utbú Landsbankans 11—2 Stúkan Akureyri fundard. þriðjud.kv.kl. 8. Brynja miðviícudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. „Fríkirkja“ Eftir M. J. I. Um fríkirkju hér á landi kemur aftur og aftur hljóð úr horni — síðasta tbl. »Norðurlands.» Pað er nú gott og blessað, að því mikla nýmæli sé hreyft á blöðum vorum, en hingað til má ve egja, að þeir tali mest um Ólaf Trygg- vason, sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Hina síðast nefnd grein legst öll á prestana og hamast móti ásælni þeirra og eftirgangsmunum að ná í sérréttindi og uPPgang. En slíkar röksemdir sé eg ekki betur en séu eintómt b u I I. Eða heldur höfundurinn, að fríkirkjuprestar — einkum ef þeim yrði ætluð sviplík staða, en meiri og stærri skylduverk, mundu gleyma að áskilja sér jafn-sæmi- leg kjör og lífsskilyrði eins og þau, sem prestar vorir hafa nú? En hvað er svo fríkirkja? Þessu hefir enginn enn svarað í blöðum eða ritum hér á landi, og þetta þarf þó fyrst að skýra fyrir þjóð- inni. I «Nýju kirkjublaði® var bent til í lítilli grein, hvernig fríkirkjustjórn væri yfirleitt komið fyrir, einkum á Englandi, og þar tekið fram þrenskonar fyrirkomu- lag, 1. þar sem klerkar hafa megin ráð- in (með biskupum, eða á annan hátt, svo sem þingum og kjörinni yfirstjórn.) 2. þar sem söfnuðirnir sjálfir ráða mestu og prestar eru fremur þjónar en fyrir- menn, og 3. þar sem söfnuðir skifta öllu valdi milli sín og prestanna eins og bezt þykir fara. Pað er lýðvalds- fyrirkomlagið, en það er óvíða að finna ómeingað enn. Flestar enskar fríkirkjur hafa það fyrirkomulag, sem nefnt er í miðið, — eða þá eru prestar svo bundnir við borð með kirkjulegum handfestuskrám, að frelsi þeirra verður mjög takmarkað, einkum hvað tíðaskrár og kenningar snertir. Eru þeir því oft lausir í embættum, eða er vísað frá, ellegar þeir hverfa til annara trúarflokka, er þeim eru betur að skapi. Þetta los þykir mjög ágerast á þessum van- trúartímum. Allir finna að stjórn og eftirlit þurfi, en hvað verður af frelsinu ef of langt er farið? Andríkir og vilja sterkir menn una og illa að eiga em- bætti sitt og ytri velferð undir atkvæð- um alþýðu manna, sem misjafnlega kann með atkvæði að fara og alloftast verðurað bráð æsingamanna. Hið eina ráð væri að velja sér presta eftir mannkostum, en ekki eftir kreddum eða trúarjátningum; en miklu meira eimir eftir af gamalli trúarþrælkun hjá alþýðu en svo, að kenningarfrelsi megi verða leyft í söfnuðum, þótt fríkirkjur kalli sig. En kenningar frelsið er fremstaskil- yrðið. Trúarófrelsi hefir og til þessn verið meira í þeim kirkjum en í flestum rík- iskirkjum. M. J. Nokkrar athugasemdir. Eftir Ófeig. (Meðhjálparaefnið. 10 ára samningarnir og nýja stefnan í Norðurlandi.) Mér kemur það eigi á óvart, þótt eg fái ofurlitlar hnútur í blöðunum út af skrifum mínum í Norðra um landsmál, og satt að segja átti eg von á meiru ryki út af bersögli mlnu um bannlögin en eg fékk frá St. St., sem eigi kvað vera skólameistarinn, heldur fyrsta með- hjálparaefni þeirra Akureyrarmanna. Eins og völdu meðhjálparaefni sæmir, sem nýlega er kominn úr hreinsunar- eldinum, er hann mjög hógvær, en sýn- ir þó með fullri djörfung að hann er orðinn stautfær á bænina. En þótt skiln- ingi hans á henni kunni að vera í ein- hverju ábótavant er það prófasts að ráða bót á því áður en hann er leiddur í kórinn. Og þess er eg fullviss, að al- drei gerir hann alvöru af því, að reyna til að snúa bæninni upp á þingið og landsstjórnina til að reyna með því að særa fram endurreisn þrællyndrar miðaldastefnu í löggjöf og stjórn. Mun hann láta sér víti Oaldra-Lofts að varnaði verða, sem sneri henni upp á önnur stjórnarvöld en hún var stíluð til. En það var eigi hið veigalausa svar meðhjálparaefnisins sem eg ætlaði að ræða um, því skoðanir þær sem eg færði fram gegn bannlagastefnunnistanda fastari fótum en svo, að þessar gömlu upptuggur hans, sem hann sjálfur getur eigi melt, hnekki þeim hið minsta. Fáð var um skipakaup landssjóðs og 10 ára samningana, sem mig langar til að segja fáein orð. Eg hefi efalaust komið einhverstaðar óþægilega við í skipakaupagrein minni, þótt eg vildi engan meiða, því nú er gripið langt um hvatskeytlegar framm í fyrir mér í <NI.» en vant er að gera; þótt eg sé eigi kallaður nema »aula- bárður« og «brjóstum kennanlegur aum- ingi», er þess að gæta, að meirihluta- blöðin pína sig eins og þau geta um þessar mundir að forðast stóryrðin, og þótt þau séu sljófari fyrir sínum skömm- um en annara, munu þau samt í bráð- ina ofurlítið varkárari. Eg heyri sagt að um þessar mundir sé verið að semja um að láta ýms stói - yrði milli blaðanna og ráðherra fallast í faðma. Ef til vill vildi «N1.» fallast á það við mig og aðra er um lands- mál rita, að við hver um sig tækjum upp þá reglu að kalla alla, er væru oss eigi sammála um landsmál, «aulabárða« eða öllu heldur bara »aula». Afleiðing- in af slíku samkomulagi væri það, að hver og einn nefndi andstæðing sinn «aula» og fengi þetta nafn þá nokkuð breytta þýðingu við það sem nú er. Um 10 ára samningana er það að segja, að sá sem gerður er við sam- einaða eimskipafélagið af dönsku stjórn- inni og undirskrifaður er af íslands ráð- herra, gerir engar kröfur til styrks af landssjóði, svo landið hefir engin út- gjöld við þann samning. Þar er heldur ekki með einu orði minst á að þingið megi ekki kaupa skip fyrir landssjóð. 10 ára samningurinn við Thore-félagið skuldbindur landið aftur til að greiða 60 þús. kr. til félagsins á ári í 10 ár, og get eg mér til, að Nl.-maðurinn nefni mig aula fyrir að láta mér koma til hugar að þingið færi að kaupa skip til millilanda- og strandferða meðan það sé bundið við þessi árlegu útgjöld. Eg horfði að visu nokkuð lengra í þessu máli en Nl.-maðurinn, en mér sást þó eigi yfir þetta atriði. En fyrir því að hann sér ekki mögulegleikana til þess að þingið flækist inn í skipa- kaup, þrátt fyrir 10 ára samningana verður hann «aulabárður« hjá mér og eg hugsa hjá einhverjum fleirum. Mögu- leikarnir eru: 1. Samningunum má breyta með sam- þykki beggja málsaðila. 2. Kæmi tilboð frá Thorefélaginu eins og í fyrra að kaupa x/z úthaldið, sjá allir, að tillagið gerir hvorki til né frá þótt gengið yrði að kaupunum. 3. Samningarnir við Thorefélagið hafa ekki reynst svo vel í sumar, að ýms- ir þingmenn geti eigi haft jafnmikla hvöt og í fyrra til að braska í skipa- kaupum. Petta verður að nægja sem ástæða til, að eg mælist til að alþingiskjósend- ur hreyfi með mér landssjóðsskipskaupa- málinu á þingmálafundum. F*að eftirtektarverðasta við þær athuga- semdir, sem gerðar hafa verið við ræð- ur mínar í Norðra, er, að í «N1.» rekur ný stefna upp hausinn. Raunar er hún eigi ný í veröldinni, en hún er ný fyr- ir oss íslendinga. Rað er tillagan um að flytja pólitíska «aulabárða« út úr land- inu á landssjóðs galeiðum. Rótt þessu sé kastað fram með lítilli alvöru í Nl. hefir samt alt að því eins ólíklegt skeð á voru landi síðustu árin eins og að ein- mitt þessi stefna kunni að geta unnið sér forvigismenn og áhangendur, og þá myndi Nl. geta talið sér það til frama að hafa fyrst hreyft henni. Það er eigi dæmalaust að sú kynslóð sem alin er upp við sjálfræði og agaleysi og hefir eigi hlotið nema lélega yfirborðsmennt- un, verði ófrjólynd og kúgunargjörn í‘ stjórnfrjálsu landi og telji «framför í

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.