Norðri - 10.02.1911, Blaðsíða 1

Norðri - 10.02.1911, Blaðsíða 1
VI. 5. Akureyri, 10. febrúar. 1911. Áfgreiðsla VI. árs „NORÐRA" verður fyrst um sinn í Brekkugötu 7 hjá Sveini Sigurjónssyni. Nýir kaupendur að VI. ári „Norðra“ fá í kaupbæti það, sem út er komið af hinni ágætu skemtisögu, ,,Órabelgurí4, sem heldur áfram neðanmáls í blaðinu þetta ár. Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst og gangi eftir sögunni. -'V* „NORÐRI“ kemur út á föstudögum og oftar um þingtímann. Sambandsmálið Og stjórnarskrármálið. Engar minstu líkur eru til að sam- bandsmálið verði tekið fyrir á þinginu í vetur. Ráðherrann hefir lýst því yfir, að hann teldi heppilegast aðhreyfaeigi málinu fyrst um sinn, og kemur það heim við það sem Ólafur Briem sagði Skagfirðingum á þingmálafundi á Sauð- árkrók um daginn, að Björn Jónsson og Neergaard fyrV. ráð'herraforseti Dana hefðu komið sér saman um það, í for- setaförinni frægu í hitt-eð fyrra að láta málið falla niður. Helztu mönnum í stjórnarflokknum mun hafa verið það Ijóst í fyrra, að árangurslaust var að krefjast þess 1 frumv. meirihlutans að við gætuin neytt Dani til þes, að vera í einu saman kon- ungssambandi við oss eftir 27. ár, þótt þeirn yrði það þá óijúft, og einir ráðið að öllu leyti sambandslögunum nú, án þess að taka nokkurt tillit til vilja danskra fulltrúa í því máli. Tilgangur meirihlutans með sambands- lagafrumvarpi sínu 1909 mun því hafa verið einungis sá, að bera sig manna- lega gagnvart kjósendum, án þess að hafa von um að nokkuð innist á með sh'kri aðferð. Minnihlutinn á þingi mun heldur eigi sjá sér fært að hreyfa málinu. Pað varð honum ofurefli að geta sannfært meirihlutann 1909 í þessu máli, eða fengið hann til að halda málinu fram á samningsgrundvelli millilandanefndar- innar, og meirihlutanum mun nú þykja minkun að því, eftir svo stuttan tíma, að beygja inn á þann grundvöll, sem nú er orðinn langtum lausari gagnvart Dönum, en hann var 1909. Málið er nú komið í þær ógöngur að erfitt er að fást við það, nema með því að taka það fyrir að nýju með nýrri millilandanefnd, en til þess mun naumast komin tími enn, enda munu Danir alment ófúsir til samninga, og munu tæplega láta teygja sig jafnlangt og gert var síðast. Meirihluta flokkur- inn hefir hjálpað Birni ráðherra svo dyggilega til að efna heit sitt við Neer- gaard um að láta málið falla niður, að ógerningur mun þykja að endurreisa það á þingi í vetur. Aftur er öðru máli að gegna með nauðsynlegustu breytingar á stjórnar- skránni, ekkert virðist léttara fyrir þing- ið en að samþykkja þær. Er það stór furða, að stjórnin leggur eigi fyrir þing- ið frumvarp um breytingar á henni, eftir beinni áskorun neðri deildar, og bendir þetta til að hún kærir sig eigi um að fara eftir þingviljanum, frekar en henni gott þykir, en miklar líkur eru til að þingið haldi því máli fram, þrátt fyrir stuðningsleysi stjórnarinnar í því efni, og láta hana eigi beygja sig. Enn um ísland og fréttasamband, »Heimskringla« skrifar 5. f. m, «F*ess var getið nýlega í «Hkr.», að »Stóra norræna» félagið væri að hugsa um að ná sérstöku fréttasambandi við Ameríku um Island. Nú rétt nýskeð höfum vér séð það, sem virðist benda á, að til séu fleiri en «norræna» félagið, sem farnir séu að gefa íslandi auga og álíti það ekki ó- vænlegan lið í fréttakeðju heimsins. í London er gefið út mjög myndar- legt blað, sem heitir «The Standard of Empire« og sem fjallar eingöngu um málefni, sem snerta hið brezka veldi. Hinn 10. des. s. I. fiutti blaðið ritgerð um fréttasamband við Ástrálíu, og sýndi þar fram á, að haíþráðurinn frá Van- couver til Astralíu (Yfir 7000 mílur) gæti ekki borið sig fyrr en fengist ó- slitið fréttrsamband við Norðurálfuna. Hlutaðeigandi i íki þ. e. Ástralía Canada og Bretland eiga þennan hafþráð og viðhalda honum sem þjóðeign, í þeim tilgangi einum að hindra okur telegraf- einveldisins, sem áður ríkti á Kyrrahaf- inu. Rráður þessi var fullger og hefir verið í starfandi ástandi síðan 1902, en sjóðþurð hefir verið á hverju ári, þó síminkandi. Nefndin sem stjórnar þessari stofnun hefir hvað eftir annað brýnt fyrir hlut- aðeigandi stjórnum þörfina á að eiga hafþráð yfir Atlantshaf og landþráð yf- ir Canada. En undirtektirnar hafa verið daufar til þessa, þó nú séu taldar meiri líkur en áður, að eitthvað verði gert rétt bráðlega. Ástæðan sem blaðið hefir fyrir þetrri von er sú, að s. I. vor leigði þessi ráðsmannanefnd síma á milli Mont- real og Vancouver og færði samstund- is niður verðið á fréttafiutningi milli Englands og Ástralíu svo nam fjórðungi verðs. Áður en þetta gerðist hafði nefnd- in áætlað um 320,000 doll. sjóðþurð á á árinu 1910, en núna í lok nóvember fullyrti nefndin, að sjóðþurðin yrði full- um 50,000 doll. minni en upphaflega var gert ráð fyrir. Með því að fá leigð- an landþráð (til reynslu) yfir Canada og með því að lækka fréttaverðið um fjórða- part, hefir nefndinni tekist að lækka væntanlegan tekjuhalla svo nemur 6. hluta — alt á fárra mánaða tíma. Hér þykist nefndin sýna og sanna, að ættu hlutað- eigandi ríki óslitinn þráð yfir „hauður og haf“ frá Bretlandseyjum til Ástralíu, þá væri þessari þarflegu stofnun borg- ið, að þá mætti að líkum lækka frétta- verðið enn að mun og þó hafa tekju- afgang. í júní næstkomandi mæta erindrekar allra útríkjanna brezku á allsherjarfundi í London, til að ræða um ýms sanieig- inleg tnál, — eða sem margir álíta að gætu verið og ættu að vera sameigin- leg mál veldisins. Petta símamál er vit- anlega mest kappsmál Ástalíumönnum, og fullyrðir blaðið að erindrekar allir þaðan séu viðbúnir að halda því fram af kappi á fundinum, og spáir góðu með úrslit þess. Fljótt álitið sýnist það nokkuð úr vegi að koma við á íslandi, ef ferð er haf- in frá London til Ástralíu. En »betri er krókur en kelda«, fyrir fréttaþráð ekki síður en menn og skepnur, og Atlants- hafið er breið kelda og kostbær að brúa. Retta sjá og viðurkenna ráðsmenn þess- arar telegrafstofnunar, og því segir blað- ið, að alvarlega sé talað um, að full- gera þetta Ástralíu-samband með því, að varpa fréttaþræði á hafsbotn frá nyrstu telegrafstöðvum Breta (í Leirvík á Shet- landipý til íslands, þaðan til Grænlands og þaðan aftur til Hamilton-fjarðar á Labra- dor, þar sem er nyrzt’ telegrafstöð í Ame- ríku og loftskeytastöð líka þar ígrendinni. Blaðið segir suma telja það til tormerkja, að á nyrztu stöðvunum mundi þræðin- um hætta búin af hafís, en bætir því við, að nefndin mæli með að á þessum stöðvum á íslandi og Grænlandi, verði komið upp loftskeytastöðvum í sam- bandi við telegrafstöðvarnar, — og að þá sé »björninn unninn,» þá stöðvist aldrei fréttaflutningur, þó hafís kynni að slíta þráð. Rað var ísfælnin, sem verkaði það forðum, að hafþráðurinn fyrsti var lagð- ur til Nýfundnalands en ekki um ísland eins og áformað var í fyrstu. Rað verð- ur fróðlegt að sjá, hvort sama hræðsl- an er ríkjandi enn, þrátt fyrir þá reynslu, sem fengin er, að hafþráður er starf- andi tilvera árið um í kring milli ís- lands og Skotlands, og að landþræðir eru sem næst hornanna á milli á öllu íslandi. Víst væri gleðilegt að sjá ættjörðina komast í æ nánara og nánara vinnu- samband við umheiminn.» Pingmálafundur. Sunnudaginn 15. janúar var haldinn þingmálafundur á Dalvík af alþingism. St. Stefánssyni í Fagraskógi. Fundarstjóri var Sigurjón læknir Jónsson Árgerði, og skrifari Stefán prestur Kristinsson Völlum. Á fundinum voru þessi mál rædd: 7. Sambandsmálið, Samþykt svolátandi tillaga. Fundurinn skorar á alþingi að sam- þykkja sambandslagafrumvarp það, er sambandslaganefndin lagði fyrir síðasta þing, ásamt breytingum minni hlutans í þinginu á því, en lýsir megnri óánægju yfir meðferð síðasta alþingis á málinu, og jafnframt meðferð ráðherra á því, eftir að þingi lauk. 2. Stjórnarskrármálið. Fundurinn skorar fastlega á alþingi að gera á næsta þingi þær breytingar á núgildandi stjórnarskrá: að afnumin séu eftirlaun ráðherra,' að afnumdar séu konungskosningar til alþingis og skipun efri deildar komið fyrir á líkan hátt og lagt er til í blaðinu Reykjavík, að sam- einað alþingi kjósi 3 endurskoðunar- menn landsreikninganna með hlutfalls- kosningu og að engar fjárveitingar megi taka inn á fjárlagafrumvarp, nema eftir tillögum stjórnarinnar (þessi liður til- lögutinar samþ. með öllum atkv. gegn 4, hinir í éinu hljóði). Fjölgun ráðherra er fundurinn algerlega mótfallinn. Samþ með öllum atkvæðum. 3. Lántaka. Fundurinn er algerlega mótfallinn lán- töku erlendis nema því að eins að full frygg'ng sé fyrir því, að láninu sé var- ið eingöngu til að borga eldri skuldir, er á landinu hvíla, og þó vitanlega því að eins að væntanlegt lán fáist með betri kjörum en þau lán sem nú hvíla á landinu. Samþykt með öllum atkvæð um. 4. Bankamálið. Fundurinn skorar á alþingi að reisa svo rammar skorður sem unt er gegn því að ráðherra grípi inn á valdasvið þingsins, eins og virðist hafa átt sér stað með atferli núverandi ráðherra gagnvart gæzlustjórum Landsbankans, svo og, að láta hann sæta fullri ábyrgð fyrir lítilsvirðing þá, er hann virðist hafa sýnt landslögunum og dómstólunum í því efni. Samþykt með öllum atkvæð- um gegn 4. 5. Aðflutningsbannið. Lesin upp erindi frá Goodtemplara stúku í Hrísey og annað undirritað af 18 mönnum þar í eynni (16 alþingis- kjósenda,) sem bæði skora á fundinn að halda fast fram því að lögin um að- flutningsbann á áfengi nái óhrindrað fram að ganga. Eftir alllangar umræður kom fram tilllaga svohljóðandi: Fundurinn telur rétt að fresta framkvæmdum að- flutningsbannlaganna um eitt fjárhags- tímabil, og nota þann tíma til að leita atkvæða kjósenda um, hverjar af þeim tillögum þeir vilja aðhyllast, sem til mála gætu komið, til að bæta iandssjóði á-

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.