Norðri - 03.10.1911, Blaðsíða 1

Norðri - 03.10.1911, Blaðsíða 1
VI. 40. Akureyri, 3. október. 1911. IJón Arason óðalsbóndi á Þverá, fœddur 3,jan. 1863, f 27. ág, 1911. Hann var sonur hinna góðfrægu merkishjóna, Arajónssonar og Rósu Bjarnadótfur, sem lengi bjuggu rausnarbúi á Pverá í Öngulstaðahr. Vorið 1897 tók hann við bús- forráðum á Pverá og kvæntist eftir- lifandi ekkju sinni, Önnu Magnús- dóttur frá Kálfskinni. Hefirjón bú- ið þar síðan fyrirmyndarbúi, Sléttað og bætt túnið stórkostlega; girt haga og engi, og bygt upp að nýju öll hús jarðarinnar, svo þar mun nú vera eitt af reisulegustu og fegurstu heimilum í svíitinni; enda hafa þau hjón verið samhent í því að gera garðinn frægan. Jón sál. var mjög vel greindur, eins og hann átti kyn til, fremur dulur og yfirlætislaus; drengskapar- maður og mannkosta svo, að hann átti fáa sína líka. Hjálpsemi hans og góðmensku er viðbrugðið; var hann ætíð boðinn og búinn að rétta þar hjálparhönd er liðs þurfti við, og má svo segja, að hann leysti hvers manns vandræði, þeirra er til hans Ieituðu. Gestrisni hans og glaðlyndi þektu allir sem að garði hans bar, enda munu fá heimili hér nærlendis hafa verið tíðar heim- sótt en Pverá, því þar áttu allir að mæta sömu alúðinni, og höfðing- skap þeirra hjóna. Við fráfall Jóns hefir sveitarfé- lagið tnist einn sinn bezta dreng Iog stuðningsmann. Og vinir hans hafa, þar sem hann var, mist það sem þeim bætist seint, trygglyndan og ráðhollan bróður. Og síðast og ekki sízt, hafa kona hans og börn á bak að sjá ástríkum og umhyggju- sömum eiginmanni og föður. Lengi rnunu mannkostir Jóns lifa í endurminningu allra þeirra, er hann þektu. Einn af vinum liins látna. f Mrs. Helga Baldwinsson, kona B. L. Baldwinssonar ritstjóra Heimskringlu, andaðist í Winnipeg 13. ágúst 55 ára gömul. >Fríðleikskona, framúrskarandi skyldurækin og umhyggju scm móðir og húsmóðir, eins og heim- ili þeirra bar vott um. Yfirlætislaus i framgöngu cg hvers manns hugljúfi er kyrini höfðu af henni,« segir Lögberg. Hún var tædd að Jaðri í Skagafirði. dóttir hjónanna Sigurðar Guðmundss. og Guðrúnar Helgadóttur, er nú búa að Geysi P. O. í Nýja Islandi. Fluttist tii Canada tnað foreldrum sínum 1883 og gjptist cftirlifandi manni sínum 24. sept. 1883. Fh;u höfðu því verið sam- an í hjónabandi nálega 25 ár, og eign- ast 4 börn, sem öll eru á lífi, nú full- vrðin. tAnstrl> Öfriðarhorfur. Tyrkjum og ítölum hefir lent saman í ófriði suður við Afríku, búist við að það hafi alvarlegar afleiðingar. Viðsjár miklar hafa og verið milli Frakka, Pjóðverja og Eng- Iendinga, og eru margir á glóð- um um að þessum þjóðum lendi saman í ófriði mjög bráðlega. Afmælishugleiðingar heitir fjögra arka kver sem Sigurður Pórðarson sýslumaður í Mýra og Borg- fjarðarsýslu hefir gefið út. Kver þetta ræðir um aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, stefnu hans í stjórnskip- unarmáli íslands, og baráttu hans fyrir stjónfrelsi voru, baráttu eftirmanna hans fyrir sömu stefnu fram yfir síðustu alda- mót. Pá gefur höf sögulegt yfirlit yfir snúning eftirmanna J. S. 1908 og tveggja ára óstjórnarlímabil er síðan fylgdi. Að síðustu ritar hann mjög eftirtektaverð alvöruorð til alþingiskjósenda þessa lands um að láta ekki foringja síðasta meiri- hluta fleka sig við kosningarnar í haust, eins og 1908. Höf. þessa bæklings er góðkunnur embættismaður, nokkuð roskinn (nær há f sextugu). Hann hefir í 20 ár búið upp i sveit, og gengt þar embætti sínu og áunnið sér álit og traust, sem mjög skýr og glöggur lögfræðingur, þó hefir hann frenrnr lítið gefið sig við stjórn- málaþrefi. Hann mun hafa fylgt Land- varnarfloknum og stefnu Jóns Jenssonar þangað til 1908, að hann ásamt Jóni og fleíri vitibornum og samvizkusömum íslendingum, sá kosti millilanda upp- kastsins, og að það fyllilega svaraði til þeirra krafa er bæði Jón Sigurðsson og eftirmenn hans höfðu haldíð fram þar til 1907, og sem vér þá næstum því óvænt áttum kost á að fá uppfyltar, varð hann einn af þeim mörgu Iög- ftæðingum og Iærdómsmönnum þessa lands, sem vildu að gengið væri að samningum við Dani á grundvelli upp- kastsins. Pað eru slysin og hrakföll þjóðar- innar og meirihluta fnlltrua henuar t sambandsmálinu, sem höf. er að rita um, og er hann jafnframt að leita að orsökum og tildrögum til að jafn hrap- arlega tókst með samningana við Dani og raun varð á. Ritið er skarpt skrifað og flytur grundaðar skoðanir, og ættu þvt setn flestir, er um stjórnmál hugsa, að kaupa það og lesa. Verð þess er einungis 25 au. Norði leyfir sér sem sýnishorn af af riti þessu, að taka upp smákafla úr því. Höf, tekur fram, að síðan að J. S. byrjaði (stjðrnbóta ) starf sitt, hafl lands- menn aldrei verið eins tvístraðir í mál- inu og þeir eru nú ; og segir svo : »En hvað er þá sem skilur? Pótt ótrúlegt mætti virðast, þegar þess er gætt hversu samtaka fslending- ar eru að hefja Jón Sigurðsson til ský- anna og hversu einróma lofdýrð þeirra var um hann á aldarafmæli hans, þá er nú samt það sem þeir hafa verið að skipa sér með og móti af svo mik- illi áfergju nú í 3 ár, hvorki meira né minna en — stefna þessa sama Jóns Sigurðssonar í sjálf- stæðismáli þeirra! Annar flokkurinn var kominn að því fyrir 2 árum að leiða þessa stefnu til óvænts, glæsilegs sigurs, en hinn flokk- urinn fékk því afstýrt, af þeirri á- stæðu sem hvorki honum né öðr- um hafði dottið í hug alt til þessa, að það væri sama sem að fyrirgera frelsi og sjálfstæði landsins um aldur og æfi. Peir menn, sem láta sér detta þetta í hug á hinni elleftu stundu, vita og viðurkenna, að fyrirkomulag það sem íslendingum stóð til boða í frumvarpi millilandanefndarinnar frá 1907 var fullkomnun stefnu Jóns Sigurðsson- ar i sjálfstæðismálinu. Peir vita og viðurkenna, að ef hann hefði átt kost á því fyrirkomuiagi fyrir þjóð sína, þá hefði hann tekið því fegins hendi, og fram yfir það, og talið framtíð hennar vera með því vel borgið. Pví að í kröfum síttum til Dana fór hann fram á fyrirkomulag, sem var sama eðlis og fyrirkomulag það, sem í frumv. felst, eða var með öðrum orðum fólgið í málefnasambandi milli þjóðanna, en fór reyndar í ýmsum greinum skemra en frumvarpið. Og hann var óhræddur við að láta það fyrirkomulag ganga í gildi, ef þess hefði verið kostur, án þess að setja því neitt tímatakmark eða áskilja íslendingum neinn uppsagnarrétt á því. Þeir menn, sem réðu því að frum- varpinu frá 1908 var hafnað, töldu löndum sínum trú um, að tilgangurinn með frumvarpinu væri að smokka á þá innlimunarhelsi, klafabinda þá um aldur og æfi, leggja á þá Gleipni hinn nýja. En þar með sögðu þessir menn (þótt auðvitað þyrðu ekki að n e f n a Jón Sigurðsson í því sambandi), að ef hann hefði haft fram vllja sinn, þá hefði hann steypt innlimunarhelsi yfir þjóð sína, klafabundið hana um aldur og æfi, fjötrað hana Gleipni hinum nýja. Ef hugur hefur fylgt máli hjá þessum mönnum þegar þeir kváðu upp þennan dóm yfir frumvarpinu og stefnu Jóns Sigurðssonar, þá hlýtur hugarfar þeirra á afmælisdegi hans að hafa vet'ið nokkuð undarlegs eðlis. í hæzta lagi hafa þeir fórnað minningu hans þeirri viðurkenningu að hann hafi haft góðan vilja — og ef ætíð ætti að taka viljann einn fyrir verkin, þá yrðu aldarafmælin hér fleiri en íslandingar hafa ráð á að halda, — en að öðru leyti hlýtur hátíðahaldið hið innra með þeim að hafa rerið fólgið í þakkar- gjörð til forsjónarinnar fyrir að hún blindaði Dani svo að þeir höfðu ekki vit á að ganga á lagið þegar Jón Sigurðsson var að stritast við að ofur- selja þeim þjóð sína. Pessi kenning, ómerkingardómurinn á æfistarfi Jóns Sigrðssonar, hefir verið ríkjandi stjórnmálakenning hér á landi síðan vorið 1908, er nokkrir lærisvein- ar hans hurfu að því óheillaráði að telja landsmenn á, svo illa sem þeir voru undirbúnir vandasamt verkefni, að snúast þveröfugt við allri viðleitni tveggja mannsaldra, allri stefnu Jóns Sigurðssonar, já, stefnu þeirra sjálfra, lærisveinanna, fram að þeim tíma, og hafna samkomulagstilboði því sem Dan- ir gerðu til þess að bundinn yrði endi á hið lanvinna þref um sambandið milli landanna.c Pá minnist höf. á að augu margra Iandsmanna verði að opnast til þess að þeir sjái glápræðið sem gert var 1908 og heldur svo áfram: »En á þvi sýnist ætla að verða bið svo lengi sem fjöldi landsmanna held- ur það vera æðstu landsborgaralegu skyldu sína að fylgja í blindni einhverj- um leiðtoga, sem þeir hafa lentaftan í, ef til vill af hendiagu einni, án þess að athuga nema hann sé að teyma þá út í eitthvert fenið eða foraðið. Ef þessir menn mót vana sínum, þeim að neita sér um alla stjórnmálafæðslu aðra en þá, sem flokksblöð þeirra færa þeim, skyldu hafa tekið sér þessa ritgjörð í hönd, þá ætla eg að biðja þá að fleygja henni ekki frá sér fyr en þeir hafa íhugað og svarað þeirri spurningu, hversu boðleg þeim þykir sú kenning vera, að Jóni Sigurðssyni, manninum, sem með yfir- burðum vitsmuna, ósérplægni og þekk- ingar á högum lands síns að fornu og nýju framar öllum öðrum íslendingum fyr eða síðar hefur lifað líf sitt f hugs- uninni um fraintíð og mögulegleika lands og þjóðar, manninum, sem ekkert ann- að embætti hafði á hendi, enga aðra lífsstöðu, honum, setn f þvf e i n u átti sammerkt við frelsisgarpa vorra tíma, að hann átti löngum í fjárkröggum, en lét alt fyrir það ekkert tilboð um betri daga lokka sig út af þeirri braut, sem hann hafði eitt sinn fyrir öll einsett sér að vikja ekki út af — að honum skyldi nú hafa missýnst svo mjög í aðalstefnu sinni að vér ættum það eingöngu að þakka D ö n u m, vorkunsemi þeirra eða glám- skyggni, að vér erum ekki fyrir hans tilverknað bundnir á klafa hjá þeim um aldur og æfi! Á þessari dómadags lýgi, vafalaust hinni stærstu, sem fæðst hefir á þessu landi, byggir nú íslenzkur þingflokkur, tilverurétt sinn og villir á sér heimild með þvf að nefna sig sjálfsstæðisflokk.* ---------- »hvert það kjördæmi sem á þ e s s u ári, aldarafmælisári Jóns Sig- urðssonar, sendir á þing mann eða menn, hvort það eru heldur tnennirnir frá síðust þingum eða aðrir, sem hafa það ætlunarverk, að standa í vegi fyrir þvf að sjálfstæðishugmyndir Jóns Sig-

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.