Norðri - 03.10.1911, Blaðsíða 3

Norðri - 03.10.1911, Blaðsíða 3
NORÐRI. Nr. 40 13» — — Regar Björn Jónsson kom til valda. vottaði Einar Hjörleifsson, að það væri æfintýrið um karimenskuna, sann- leiksástina, einurðina og drengskapinn, sem hefði unnið sigur. Gott er þegar þau æfintýri gerast með þjóð vorri, bætti skáldið við. Ætla mætti að þeim mönnum sem gert hafa ótnengað sjálf- stæði landsins að stefnuskrá sinni, þætti nokkurs um vert að hafa fyrir leiðtoga svona fyrstu sprettina, mann sem væri slíkum kostum búinn, og það þó gert væri ráð fyrir, að ofureflisskáldið smíð- aði alt að helmingnum. En ekki komust landvarnar - skilnaðar - skýjaborgararnir í þinginu fyr höndum undir en þeir geng- ust fyrir að steypa þessum ráðherra frá völdum. Og fyrir hverjar sakir ? Ekki fyrir lögleysurnar sem hann hafði fram- ið. Þær höfðu þeir tekið að sér að verjá. Reirn var kunnugt um allar ávirð- ingar ráðherrans, þegar þeir skoruðu á hanr. að taka nýja konungkjörna þing- menn inn í þingið þvert ofan í stjórn- arskrána, áður en útrunninn var kjör- tími þeirra sem á þinginu sátu. Rað er ekki gott að sjá, hvernig þeir áttu að lýsa betur trausti sínu á ráðherranum, en með því að skora á hann að taka sér sex dygga fylgismenn inn á þingið, og það hefði að minsta kosti orðið er- fitt fyrir þá að koma fram vantrausts- yfirlýsingunni gegn honum, þegar hann var búinn að styrkja svo aðstððu sina í þinginu. En þegar hann annaðhvort vildi ekki eða gat ekki hlýtt þeim um að brjóta stjórnarskrá landsins, þá gáfu þeir honum ,þ a ð að sök, hitt annað, að hann hefði ekkert afrekað í sjálfstæð- ismálinu (þótt svo væri í garðinn búið bæði af honum og þeim, að hann gat ekkert afrekað í því), og það hið þriðja að hann væri skráður í blárri bók suð- ur í Danmörku - og steyptu honum af stóli. Og þó að tvær fyrri ástæðurn- ar séu eftirtektaverðar, þá er hin þriðja það ekki sízt. Hvað segir Iandslýður- inn um þá ráðsmensku þessara manna, að nota það fyrir ástæðu, þó aldrei sé nema #in af fleirnm, til að demba mönnum á eftirlaun æfilangt, að hann er skráður í bók suður í Danmörku, og það án þess hann gæti aðgert? pegar svo búið var að koma þessum ráðherra frá, þá byrjar aftur hið hneyksl- anlega rifrildi um hver eigi að taka við embættinu. Vikum af dýrmætum tíma þingsins og þúsundum af fé landsmanna er kastað í sjóinn meðan verið er að þinga um það bak við tjöldin hvort ekki hin eða þessi ómögulega stærð eigi að setjast í stjórnarsessinn. Og þegar konungur loks kemur enda á hneykslið með því að velja annan manninn af tveimur, sem tilnemdir urðu að lokum, þá er farið að æpa upp um þingræðis- brot á ð u r en það vitnast hvort þing- ið muni sætta sig við ráðherravalið eða hvort hinn nýji ráðherra muni sitja kyr í trássi við yfirlýstan vilja þingsins. Og þegar þingið er búið að lýsa því yfir að það ætli að sætta sig við það sem gert hafði verið (að vísu þannig, að einn af berserkjum sjálfstæðisliðsins »feldi« í stað þess að »axla«, eins og Sveinn dúfa, en hvað um það, fyrir það frelsaðist landið í þ a ð sinn), þá heldur ópið um þingræðisbrot áfram, eins og sónninn upp af kerlingunum, sem heit- uðust og sukku. Fyrri hluta árs 1909fóru allir forsetar alþingis á konungsfund til að Iáta hann vita, að íslenzka þjóðin væri svo fljót að vaxa frá óskum sínum að hún teldi nú skammarboð og tálbeitu það sem þeir, forsetarnir áður höfðu álitið svo gott fyrir hana, að þeir höfðu ekki einu- sinni bdist við þá að væri fáanlegt. | Til matgjörðar og bölcunar. | j Flórians eggjaduft... 10 aur. Möndlur, Citron og 1 - Oýtingsduft . . io - Vanilledropar 3 Vanille lyftiduft . . . 10- ,• g|ðsum á )0, j5 0g 30 aur ^ Vanillestangir . . . . 15 — ^ ýmiskonar krydd í bréfum. Kardemommildropar, % Ávaxtalitur Hindberjadropar, 2 guiur, rauður og grænn Kirseberjadropar | glösum á 10, 15 og 25 aura. í glösum á 15 og 25 aur. | „Sápubúðin Od 4 Talsími 82. Cacao. Ekta, áreiðanlega óblandað, hollenskt . . */* pd. á 40 aur, Súkkat. Bezta Livorno-súkkat ’/i pd. 20 — Soya. einkargóð í glösum á 25 og 30 — Tveim árum síðar er komið svo fyrir þeim mönnum, sem fóru með þetta háleita erindi, að einum þeirra er vísað burt úr sjálfstæðisflokknum, annar þeirra segir sig úr honum til þess að verða ekki rekinn þaðan, og hinn þriðji, for- ingi fararinnar, forseti sameinaðs alþing- is íslendinga 1909, síðar ráðherra lands- ins, foringi sjálfstæðisflokksins m. m., segir svo frá þessum atburðum í blaði íínu: „Flokkshreinsun. Kristján þingræðisbrjótur var r e k - i n n úr sjálfstæðisflokknum á mánudag- inn. Hannes símskeytahöfund- u r sagði sig úr flokknum á miðviku- dag — varð fyrri til en flokkurinn að reka hann. — Svo langt er frá því, að flokknum sé tjón að brottför þessara manna, að miklu fremur má það heita hin mesta búbót að losna við á menn, sem vitanlegt er um að uppkastsber- serkirnir eiga hvert bein í«. Höfum við ekki allir ástæðu tii að vera stoltir af sjálfstæðisliðinu okkar og foringjum þess?» [Niðurl.j Framboð til þingmennsku, Ósæmileg kúgunartilraun. Öllum má ofbjóða. Kristján Benjamínsson á Tjörnum á Staðarbygð og Jóhannes Porkelsson bóndi á Fjalli í Reykjadal bjóða sig fram í Eyjafjarðarsýslu. »NorðurIand« segir að þeir séu báðir ákveðnir sjálf- stæðismenn. Er það góð upplýsing fyrir kjósendur, því sumir þeirra kvört- uðu um, að þeir vissu eigi um hvaða flokki Kristján fylgdi. Og um afstoðu Jóhannesar á Fjalli til þingflokka var þó flestum Eyfirskum kjósendum enn ókunnugra. Fyrverandi þingmenn Eyfirðinga bjóða sig og fram í sýslunni svo sem áður hefur verið skýrt frá. / Reykjavík bjóða sig sex fram til þings: Fyrv. þingmenn, L. H. Bjarna- son prófessor, Jón sagnfræðingur. Hall- dór yfirdómari, Guðm, Finnbogason. í Dalasýslu býður Gnðmuudur Bárð- arson, vel mentaður bóndi í Stranda- sýslu, sig fram móti Bjarna í Vogi, og eigi aðrir. Á ísafirði bjóða sig fram Kristján H. Jónsson prentsmiðjustjóri af hendi heimastjórnarmanna og Sigfús Bjarnar- son fyrverandi konsúll af hendi sjálf- stæðismanna. Svo býður sra. Sigurður Stefánsson sig frám sem utanflokkam. nú síðast. Hann hafði að vísu í fyrstu fengið meðmæli miðstjórnar sjáifstæðis- manna til kjósenda og þar á meðal Skúla. En fyrir fáum dögum fær hann skipun frá Blrtii Jónssyni fyrv. ráðherra og miðstjórn sjálfstæðisflokksins um að hætta við framboð sitt, og hœtta að hugsa um þingmensku, því miðstjórnin mæli nú eindregið með Sigfúsi konsúl. Las prestur skipunina upp á fundi á ísafirði og lýstl því yfir að hann segði með öllu skilið við sjálfstæðisflokkinn, og biði sig fram sem utanfiokksmann, því slíka kúgun þyldi hann ekki að sér væri bannað svo mikið sem að hugsa um þingmensku. Ressi kúgunar- tilraun var gerð á bak við Skúla, og mun honutn þykja vinur sinn hartleik- inn, og nærri því hrakinn úr flokknum. Er nú svo komið, að foringjar sjálf- stæðisflokksins fara að ráða við ósjálf- stæðu hræðurnar sem eftir eru, þegar búið er að hrekja flesta sjálfstæðu mehn- ina úr fioknkum, og eftir mestmegnis ósjálfstætt kaupamanna- og bitlinga-lið, sem fæst þorir að koma á opinbera og frjálsa þingmálafundi til að taka þátt í umræðum um landsmál, eða svara sak- aráburði og reyna til að verja afglapa- skoðanir sínar og aulaiega framkomu í opinberum málum. Séra Sigurður var einn af þeim fáu meirihlutamönnum síðustu þinga, sem eigi sníktu sér út þingbitling eða eitt- hvert launað starf af almannafé, og því einhver sjálfstæðasti maður flokksins. Bátar farast enn. 1 síðasta blaði var getið um mótor- bátinn, sem fórst frá Borgarfirði í mána- dagsveðrinn II. þ. m. nú er frétt kom- in um að annað hörmulegt slys hafi átt sér stað sama daginn, þar sem róðr- ar bátur frá Gunnari bónda Jónssyni í Húsavík fórst með 3 mönnum, þeir hétu: 1. Kristján Búk úr Reykjavík 'fertug- ur að aldri, Iætur efir sig konu og 2 börn. Hann var formaður á bátnum. 2. Sigfús Tómasson frá Hafnarfirði, rúmlega þrítugur, lætur eftir sig konu og fjögur börn. 3. Hildibrandur Gunnlaugsson frá Hafnarfirði, 46 ára gamall Iætur eftir konu og 6 born. Rriðji báturinn, mótorbátur frá Kon- ráð Hjálmarsyni í Mjóafirði fórst s. 1. laugardag í fiskróðri með 4 mönnum á. Formaðurinn hét Kristján Ólafsson búsettur í Mjóafirði. Hinir 3 voru sunn- lendingar. Mótorbátur þessi var stór og góður, með 10 hesta vél og að öllu vel útbúinn. (Austri.) Hvalur grandar bát. t*að slys vildi til að maður drukkn- aði af bát þriðjudaginn varfram afFagra- skógi á Eyjafirði. Þrír menn voru á bátnum og kom hvatur (hrefna) upp rétt við bátinn og hvolfdi honum. Tveir af mönnunum náðu í bátinn og gátu hald- ið sér þar, en þriðji maðurinn druknaði Stefán Gudmundsson fráGálmarsstöðum. Hinum mönnunum varð það til lífs, að þar bar að Friðrik Einarsson á mót- orbát, og gat hann bjargað báðum mðnnunum og flutti þá á Hjalteyri, báða mjög þjakaða, einkum amiar þeirra. Báð- ar hliðar bátsins voru brotnar. Iðnskólinn á Akureyri verður settur mánudaginn 20 október, kl. 7 síðdegis. Kenslan fer fram frá 6 — 9 síðdegis. Námsgreinar eru þessar: íslenzka, danska, enska, reikningur og reikn- ingsfærsla, auk fyrirlestra einu sinni í viku. Umsóknir þurfa að vera komnar til skólastjórans, Adams þorgrímssonar (Hafnarstræti 29. heima kl. 71;2 —9 síð- degis), fyrir 16. október. Iðnnemar eru ekki skyldir að vera á skólanum frá 6—7. Akureyri, 22. september 1911. Frb. Steinsson. Oddur Björnsson. Sigtryggur Jónsson. Nýjar bækur i bókaverziun Sig. Sigurðssonar / Hafnarstræti 37 Akureyri Kristján. Jónsson: Ljóðmæli skrautútgáfa Kr. 4,00 og 5,50 Einar Arnórsson: Formálabók Kr. 4.00 Jón Sigurðsson: Aldarminning — 1,50 Jón Trausti: Rorradægur — 2,00 Jón Trausti: Borgir með mynd höf. 2. útg. — 2,00 Fr. J. Bergm.: Viðreisn kirkjunnar— 0,80 E. Hjörleifss.: Gull frh.af Ofurefli — 2,00 Ágúst Bjarnas.: HelIas(Grikkland)— 2,50 Guðm. Guðm.: Friður á jörðu — 0,80 Jón Ólafsson: Móðurmálsbókin — 1,50 Þúsund og ein nótt II. 1. h. — 2,00 Egill Erlendsson: Rastir (saga) — 0,80 Jón Kristjánsson: ísl. sjóréttur — 3,00 Wallace: Fyrstu Jól — 1,00 S. A. Gíslas.: Reikningsbók 1 -4 h. — 2,90 ísl. söngbók. — 1,75 Fæðingardagar — 1,20 Kvennafræðarinn ný útgáfa — 2,75 B. Th. Melsteð: Sögukver æfisög- ur 20 ísl. manna — 1,00 C. Doyle: Baskerville hundurinn— 1,50 C. Read : Eldraunin. — 1,60 Valeig lögregluspæjari — 1,60 Ennfremur fást allar skólabækur, vasa- bækur, skrifbækur, stílabækur, höfuð- bækur, kladdar og margskonar ritfæri. Ql/j ÍÍ j hÍá iJJlll/i Erlingi Friðjónssyni. sem hafa. fengið lánaðað bækur hjá mér, geri svo vel og skili þeim til mín hið allra fyrsta. Anton Ásgrímsson. Bóndi í grend við Akureyri ósksr eftir að taka hesta — helst eld- ishesta — til fóður næsta vetur. Ritstj. vísar á,

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.