Norðri


Norðri - 09.07.1912, Qupperneq 3

Norðri - 09.07.1912, Qupperneq 3
Nr. 20 NORÐRI 75 hleðslufarmgjaldið til hinna erfiðu hafna sunnanlands er efalaust oflágt, og ef til vill til fleiri hafna, sem illt er að athafna sig á. Beinar ferðir til Hamborgar verða líklega ekki styrktar framvegis fyrst um s>nn, fremur ætti landið að hlinna að ferðum til Skotlands og jafnvel Sví- þjóðar. íslenzku yfirmennirnir á strand- ferðabátunum hér við land þessi síðustu ár hafa þótt reynast, vel t. d. á Austra og Jörundi. Peir kunna fult svo vel tökin á landanum og útlendingar sem lítið þekkja hér til. Hinsvegar má og vel geta þess að bæði norskir og dansk- ir yfirmenn á skipum hér við land, sem farnir eru að kynnast, hafa margir reynst hér vel og virðast hafa verið réttlátir og samviskusamir. Eðlilegast værir að innlend féllög eða innlendir menn tækju að sér að öllu leyti strandferðirnar kringum landið, og er vonandi að það geti orðið inn- an skams. Heppnis botnvörpuveiði Reyk- víkinga vel næstu árin, ættu þeir að verða svo vel stæðir innan fárra ára að geta tekið að sér ferðirnar kringum landið með lítilfjörlegum styrk úr land- sjóði. íslendingar eru farnir að sýna það að þeir geta verið veiðimenn ekki síð- ur en aðrar þjóðir, og þá er ekki ólík- legt að þeir með tímanum geti staðið annara þjóða mönnum á sporði sem farmenn. hngmálafundur í Svarfaðardal. 25. maí. síðastl. hélt alþingismað- ur St. Stefánsson þingmálafund í Dal- vík. Fundarstjóri var Sigurjón Jónsson læknir, skrifari Hallgrímur bóndi á Melum. Til umræðu kom: 1. Sambandsmálið. Fundarboðandi skýrði frá tillögum þeim sem nú hafa komið fram í sambandsmálinu. Eftir nokkrar umræður var eftirfarandi tillaga samþykt. »Svo framarlega sem horfur eru á að sambandsmálið geti komist til heppi- legra lykta á næstu árum, óskar fund- urinn að það verði tekið fyrir á næsta þingi, og stjórnarskrármálið þá látið bíða í þetta sinn. En verði það ekki óskar hann þeirra breytinga á stjórn- arskrárfrumvarpi síðasta þings, er samþyktar voru hér á síðasta þing- málafundi.a 2. Fjárhagsmálið. Eftir töluverðar umræður, voru samþyktar þessar til- lögur: a. Fundurinn skorar á alþingi að tryggja sem bezt hagsmun! landsins í væntanlegum samningum um einka- sölu á kolum, og leggur sérstaka á- herzlu á að einkaleyfistíminn verði ekki lengri en 5 ár. b. Fundurinn er algerlega mótfallinn tolli á vefnaðarvöru og yfir höfuð ötlum tollálögum, er gera nauðsyn- lega umfangsmikla og kostnaðarsama tollgæzlu, er þó aldrei gæti orðið full- nægjandi. Hallast fundurinn fremur að því að hækka fremur toll á þeim vörum, sem nú eru tollaðar, ef nauð- syn krefur, en að fjölga að ráði toll- skyldum vörum«. í sambandi við þetta mál var bor- in upp og samþykt með öllum atkv. svohljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á alþingi að gæta hinnar mestu varúðar í stofnum nýrra embætta og sýslana*. Pessi tillaga var samþ. með öllum atkv. »Með því að Thore - félagið hefur en ekki fengið sér nokkurn afgreiðslu- mann á Dalvík, skorar fundurinn á alþingi að hlutast til um að þings- ályktun um það efni frá síðasta þingi verði framfylgt hið bráðasta.* Oddur Thorarensen lyfsali og frú hans eru væntanleg heim til sín um miðjan þennan mánuð. Þorskafll allgóður á djúpmiðum Eyjafjarðar nú sem stendur. Síld veiðist til beitu að öðru hvoru. Á Austfjörðum geta bátar nú ekki róið fyrir beituleysi. Botnia kom frá útlöndum 7. þ. m. á leið til Reykjavíkur. Með henni komu frú Líndal, ungfrú Ruríður Árnadóttir frá Skútn- stöðum. Til Reykjavíkur voru með skip- iuu: prófessar Finnur Jónsson, fornfræð- ingur Daníel Bruun kand. jur. Júlíus Havsteen. Ymsir þingmenn af Austur- og Norðurlandinu og Björn Kristjánsson bankastjóri fóru suður með Botníu. Franska spítalaskipið hefir legið hér nokkra daga á höfninni. Settur bæjarfógeti og sýslumaður verður um þingtím- ann hér á Akureyri kand. jur. Júlíus Havsteen, von á honum hingað um 20. þ. m. ðlTOH&NSTED! áarvýka smjörlihi cr be$t. % BiðjiÖ um legundlrnar , Sólcyw »Ingólfur" „ HeKla " eða Jsofold’ Smjðrlihið fœ$Y einungi^ fra : Oíto Mönsted vr. urro Monsrea vr. s Kaupmannahöfn og/frosum yi&' i Danmörhu. Magdeborgar brunabótafélag. — Varasjóður í árslok 1910 yfir 19 millionir — Tekur að sér brunabótatryggingu á byggingum innbúum o. fl. Umboðsmenn fé- lagsins fyrir Ákureyri og nærliggjandi héruð eru St. Sigurðsson & E. Gunnarsson Hafnarstræti 29. Viðurnefnið Snæland Gjalddagi Norðra tek eg undirritaður mér, og bið menn framvegis að nefna og skrifa mig Axel var G. Snæland. Axel Guðmundsson, Melgerði. fyrir 1. júlf 134 131 »Furuhof er brunnið, og móðir yðar og systri eru hér,« Stefanía talaði fljótt eins og hún vildi segja það alt í einu. Hermann þrýsti þétt um hendur Stefaníu eins og hann ætlaði að styðja sig við þær. Hann lokaði augunum, hleypti brúnum og beit á vörina svo hún hvítnaði. En það var aðeins eitt angnablik. Hann varð aftur rólegur, leit alvarlega á Stefaníu og spurði stillilega: »Hefir nokkurt slys orðið? Hvernig ber veslings móðir mín sig?« »Það hefur ekkert mauntjón orðið og móðir yðar ber forlög sín eins og . . . . Rómarhjarta.* »Þér hafið verið hennar góði engill,« sagði Hermann og kysti á hönd Stefaníu. «Það var líka það sem eg óskaði,* sagði hún lágt og tárin tindr- uðu í hinum dökkbláu, blíðu augum hennar. Hermann strauk hendinni um ennið og blés öndinni þungt. »Þetta var mæðulegt atvik, en eg skal meðan eg lifi vera yður þakklátar fyrir, að þér sögðuð mér þetta fyrstar, en létuð mig ekki frétta það af einhverjum og einhverjum.* »Rér hafið nú hr. greifi, slegið hið fyrsta lag af yður sem hetja, og nú er að tala um, hvernig eigi að búa svo um að móðir yðar geti, að svo miklu leiti sem hægt er, gleymt þessu ólánssama atviki og orð- ið svo ánægð, sem auðið verður. En fyrst verðið þér að lofa mér því, að varpa frá yður öllum stéttarríg, og álíta mig sem yðar einlæga syst- Ur, svo við getum talast við í allri hreinskilni og einlægni. Regar þér finnið móður yðar, þá verðið þér að reyna að fá hana til að sætta sig við bústað sinn hér. En ef .............ef þér álítið það...........« »Talið þér hreint út . . . . Eg mælist til þess.« »Álítið það nauðsynlegt, að borga fyrir veru hennar hér, þá hafið þér það eins og yður líkar, en hagið þér því bara svo, að greifafrúin álíti ekki að hún sé mér í neinu skuldbundin. Hús og allt sem eg get í té látið stendur henni til boða, og eg óska umfram alt að hún sakni sem minst síns forna heimkynnis.« »Guð má launa yður, yðar miklu góðvild gagnvart okkur, því eg get það líklega ekki, < sagði Hermann og rétti Stefaníu hendina. greip með skjálfandi hendi um lásinn og það var eins oat aucru hennar leiftruðu þegar hún leít á hurðina. »Guð minn góður,« tautaði hún lágt, »þínir vegir eru órannsakan- legir. Er ekki undarlegt, að eg skuli einmitt í þessum herbergjum geta veitt þessari drambsömu og grimdarfullu konu skjól og hjúkrun, sem hún einu sinni rak Elínu út úr án nokkurrar miskunar!----------Góði guð varð- veitt þú mijr frá þessum grimdarfullu hugsunum og gef mér kraft til að breyta eftir þínum boðum. Eg bið með þíns sonar orðum: Faðir, fyrir- gef þeim því, þeir vita ekki hvað þeir gjöra.« Stefanía sneri lásnum og gekk inn. Helfríður stóð upp og gekk á móti henni. En áður en hún fengi þakkað Stefaníu með einu orði fyrir góðvild hennar, greip hún fram f og sagði um leið og hún tók í hönd Helfríðar. »f>að er ekkert, fröken Rómarhjarta. Hefði það verið Kongsberg, sem hefði orðið eldinum að bráð, þá er eg sannfærð um að þið hefð- uð orðið fyrstar til að bjóða mér athvarf á Furuhofi. — Hvernig líður móður yðar?« »Hún hefur verið betri í nótt en eg bjóst við að hún mundi verða,« svaraði Helfríður og þrýsti innilega hönd Stefaníu. »Er óhætt að koma inn til hennar?* »Eg skal spyrja að því,« sagði Helfríður og fór inn til móður sinnar. Hún kom aftur að vörmu spori og bað Stefaníti að ganga inn. Svipur Stefáníu var mildur og blíðan skein úr augum hennar, þegar hún kom að rúmi greifafrúarinnar og virti hið magra og fðlleita andlit hennar fyrir sér. Greifafrúin, sem vanalega var köld í máli við alla, nema nákomna frændur sína, varð hrifin af þessu blíða viðmóti Stefaníu og sagði um leið og hún rétti henni hendina: »Eg máverayður þakklát fyrir þá hjálp og hjúkrun, sem þér veitið mér í mínum fornu heimkynnum.« Þessi síðustu orð sagði htín með gremju, og kuldasvip dró aftur yfir andlitið. Stefanía tók hönd hennar og sagði blíðlega: »Þér hafið ekkert að þakka mér, því eg er sannfærð um, hefði slíkt komið fyrir mig, þá hefðuð þér veitt mér hinn sama greiða. En það er

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.