Norðri - 18.02.1913, Blaðsíða 1
VIII, 4
Akureyri, 18. febrúar.
1913
Píð,
sem þurfið að fá ykkur ný eða gömul reiðtýgi, ak-
tygi, töskur og óiatau, ættuð að tala við undirrit-
aðau áður en þið gjörið kaup annarsstaðar.
jpigF' Alt efni sérlega vandað.
Pægilegir borgunarskiimálar.
Háar prósentur af peningum.
Strandgata 19 Oddeyri.
Benedikt Einarsson
frá Skógum.
)
Knud BerJin
ritar um það í »Politiken« rétt eftir ný-
árið, að Danir ættu að skipa atvinnu-
ráðunaut á íslandi. Hann vill að það sé
lögfræðingur sem jafnframt sé viðskifta
fróður. Slíkur ráðunautur ætlast hann til
að svari til konsúla, sem aðrar þjóðir
hafa, er hér hafa viðskifti, því ekki þykir
við eigandi að Danir hafi hér konsul.
Ráðunautur þessi á svo að vera trúnað-
armaður dönsku stjórnarinrtar og gefa
henni skýrslur um ástantlið hér, og
dönskum mönnum upplýsingar um at-
vinnuvegi og viðskifti. Berlin hyggur
að slíkur ráðunautur mundi verða til að
treysta sambandið milli Danmérkur og
Islands, sem lítur út fyrir að hann vilji
efla samninga og sáttmálalaust, auðvitað
í því skyni, að Danir hafi eitthvað gott
af því.
Yms ummæli eru í grein Bérlíns um
þetta efni, sem eru mjög eftirtektaverð.
Hann segir meðal annars: »Millilanda-
nefndin barðist mest fyrir auknumkröfum
íslendinga um meiri aðskilnaðfrá Dön-
um og það hafi verið nauðsynlegt að
snúast gegn þeim. En þar sem nú þess-
ar skilnaðarkröfur muni hafa runnið skeið
sitt á enda, og að minsta kosti gert danska
stjórnmálamenn varfærnari en 1908, er
kominn tími til að veita þeim skoðun-
um áheyrn, sem geta haldið uppi þeirri
stefnu, að sambandið milli Danmerkur
og fslands eigi að verða varanlegt þjóða-
samband og ekki bara veikt útvortis
konungssamband.*)
Rað er ekki nóg að hugarþelið í Dan-
mörku hefir snúið sér, og að kaldur
vindur andar nú gegn hinum íslenzku
skilnaðarkröfum. Rað var nauðsynlegt
að vekja þennan mótblástur til að bjarga
því sem bjargað varð af hinu dansk-ís-
lenzka pólitíska skipbroti 1908. En með
kulda vinst ekki hjarta fólksins, og það
er því áríðandi nú, þegar íslenzkar til-
raunir til að slíta sundur einingu ríkis-
ins eru strandaðar, að styðja þau sam-
eiginlegu hagsmunamál sem ennþá tengja
ísland og Danmörkú saman, og leitast
við að tengja ný. Tíðar eimskipaferðir
og öflug fiskiveiðaumsjón, sem veitir
danska flagginu lotningu kringum strend-
ur landsins. Retta hlutverk verður Dan-
mörk að taka sér á herðar. En aðal-
lega verður að Ieggja áherzlu á að styrkja
hin fjárhagslegu bönd milli landanna
með því að kappkosta að fá danskt fé
og danskar framkvæmdir miklu meiri en
verið hefur í veltu á fslandi. Stórt spor
í þessa átt væri efalaust stigið með því
að setja sem allra fyrst atvinnuráðu-
naut á íslandi.
F>að er næstum undravert að slíkur
ráðunautur ekki fyrir löngu er skipaður
á íslandi. í Kína, Japan, Argentína og
Síam og alstaðar þar sem hugsanlegt er
að fá markað fyrir danskan varning,
höfum vér sendiherra, konsúla eða verzl-
unarerindsreka til þess að gæta hagsmuna
vorra. Jafnvel í nálægustu löndunum,
eins og Svíþjóð og Noregi, höfum vér
bæði sendiherra og konsúla. Einungis á
*j Leturbreytingin gerð af oss.
íslandi höfum vér engan til þess að gæta
hagsmuna danskrar atvinnu. Og þó er
sérstök ástæða til einmitt þar að skipa
ráðunaut og brautryðjanda fyrir danska
starfseini. fsland liggur svo langt héðan,
samgöngurnar eru ennþá svo lélegar,
svo erfitt að læra málið, og ástandið,
meðal annars löggjöfin, að mörgu leyti
svo frábrugðið því sem er hér, að við
einmitt þar höfum fylstu þörf á áreið-
anlegum dönskum manni, sem með öllu
væri óháður hinum pólitísku flokkum
landsins, sem gæti útvegað öllum hér
nauðsynlegar upplýsingar, sem kynnu
að vilja hætta fé sínu í fyrirtæki út á ís-
landi. eða reyna þar krafta sína.
Til slíkra hluta er ísland efalaust miklu
meira framtíðarinnar land en t. d. Vestur
Indisku eyjarnar, sem nú byggjast þó
svo miklar framtíðarvonir á. Franskt,
þýskt, enskt og norskt fé er þegar að
komast í veltu á íslandi, og útlend fé-
lög eru farin að tegja fingur eftir því
að ná í hina aflmiklu fossa, frjósömustu
landsspildur og hinar arðvænlegustu
sjávarstrendur. Danmörk vei ður því að
hraða sér, ef útlent fjármagn á ekki að
leggja landið undir sig, og á eftir fjár-
magninu getur hæglega komið afskifti
erlends ríkisvalds af landinu. — —
Pað leiðír af sjálfu sér, að þessi til-
lagá um atvinnumálaráðunaut stendur í
engu sambandi við þá tillögu, sem eg
hefi áður horið fram um skipun jarls á
íslandi. Jarlinn, sem ætti að vera æðsti
stjórnari landsins, gæti auðvitað ekki ver-
ið þar erindisreki danskra atvinnu-
mála. Til þeirra hluta verðum vér að
hafa sérstakan mann, sem ekkert fæst við
pólitísk mál. í flestu tilliti eru tillögur
þessar líka ósamkynja, t. d. er það varla
hugsanlegt, að danskur jarl verði skip-
aður á íslandi án samþykkis íslendinga
~ þó væri þetta hægt ef Islendingum
væri alvara að halda fast við gildi gamla
sáttmála, þá er það augljóst að konung-
urinn á eigin hönd getur skipað jarl á
Islandi, því f Gamla sáttmála segja Is-
lendingar sjálfir: »Jarl viljum vér hafa
yfir oss« þá getur tillagan um dansk-
an atvinnumálaráðunaut komist í fram-
kvæmd hvenær sem vill, þegar fé verð-
ur veitt á dönskum fjárlögum til þeirrar
stöðu.
Vonandi fara menn nú að sjá, að það
er kominn timi til að gera það sem fyrir
löngu hefði átt að vera búið að gera.
Land vort er of lítið til þess að við
megum fyrir hugsunarleysi og skilnings-
skort láta það verða enn þá minna.«
* * * * * *
* * *
Ranning syngur þá að þessu sinni í
þessum danska spóa, sem alt af er að
vella í dönskum bloðum um íslenzk mál.
í næsta blaði Norðra munum vérkoma
með nokkrár hugleiðingar út af grein
þessari.
Jón Ólafsson
leggur hnefann á borðið.
Rað hefir komið í Ijós á þessum
vetri að danskir stjórnmálamenn vilja
ekki standa við það, að viðurkenna jafn
mikil réttindi oss til handa í væntan-
legum sambandslögum sem 1908, þótt
vér nú vildum í aðalatriðunum gera oss
ánægða méð þær viðurkenningar, sem
þeir vildu þá veita oss, og semja við
þá á grundvelli uppkastsins 1908. Pað
eru danskir stjórnmálamenn, sem nú
kippa að sér hendinni, þegar alþingi
sendi mann á þeirra fund og réttir
fram höndina.
Rað voru að víst íslendingar, sem 1909
snerust á móti tillögum mikils meiri
hluta fulltrúa sinna í millilandanefndinni
og nú hefir helztu stjórnmálamenn Dana
hent það sama, að þeir ganga frá þjóð-
réttarákvæðum oss til handa, sem allir
fulltrúar þeirra i millilandanefndinni sam-
þykktu. Rað er því ekki efnilegt með
samvinnu til sambandslaga milli þjóða,
sem hver um sig virðir að vettugi
og hverfur frá að fylgja því, sem full-
trúar þeirra hafa komið sér saman um.
Margir forkólfar beggja þjóðanna eru
hér orðnir samsekir um kviklyndi og
hvarfl frá því sem áður þótti sæmilegt
og vel viðeigandi. Mörgum íslendingum
sem gratndist það, að vér yfirgáfum
samninga á grundvelli millilandanefnd-
arinnar, gremst einnig við Dani að þeir
kippa að sér hendinni á þeim grund-
velli, og það hlýtur að kæla þann vel-
vildarhug, sem fjöldi íslendinga bar til
þeirra fyrir þá þjóðréttindaviðurkenn-
itigu, sem þeir vildu veita oss um árið.
Eigi bætir það heldur úr skák, að
jafnhliða þessum tíóindum, að Danir
séu viknir frá ýmsu í uppkastinu, koma
þær fregnir að sameinaða eimskipafálagið
og Thore-félagið, sem eru þau dönsku
félög, sem aðallega halda uppi eimskipa-
ferðum hér við land, séu stórvægilega
búin að setja upp verð fyrir flutning
farþega með strnndum fram og jafn-
hliða þoka upp flutningi á ýmsum vör-
um frá útlöndum, einkum frá Englandi.
Oss virðist raunar þessi uppfærsla dönsku
eimskipafélaganna miklu afsakanlegri eins
og tilhagar nú, með flutninga milli landa
en hvarfl Dana í sambandsmálinu, en
hinsvegar er engiun efi á, að uppfærslan
mun valda hreyfing, sem vafalaust kem-
ur fram á þingmálafundum og þingi. Eftir
að |ón Ólafsson hefir ritað um hækkun
farmgjaldsins farast honum þannig orð
í Reykjavík: (og er hætt við að margir
hugsi nú eins og Jón mælir).
»Pólitísknr skilnaðarmaður hefi eg ald-
rei verið síðan eg komst til vits og ára,
og verð það varla úr þessu. Eg vil
ekki slíta ríkistengsli við Danmörku.
En í öðrum skilningi get eg orðið
skilnaðarmaður. Ef danskt peningavald
ætlar að fara að þrengja kosti vorum
til að flá oss og bægja frá verzlunar-
viðskiftum við aðrar þjóðir, en binda
oss á danskan klafa, þá er einsætt að
svara í sama lit eftir föngum.
Vér erum »fáir, fátækir, smáir«. En
sé nokkurt skap í oss, þá getum vér
losað oss úr verzlunarviðskiftum við
Dani, þótt vér verðum að leggja hart
á oss til þess.
Vér verðum að brjótast í að eignast
sjálfir gufuskip eftir þörfum, svo að vcr
getum rekið verzlun afarkostalaust við
þá, sem oss er hagkvcemast við að skifta.
Og vér eigum, ef nokkur ærlegur
blóðdropi er í oss, að slíta svo fljótt
sem verða má, öllum viðskiftum við
Dani. Vér getum ef vér- viljum hart á
oss leggja, náð því takmarki á stuttum
tíma, að enginn danskur maður eigi
nokkurt erindi til þessa lands, nema
til að ferðast hingað skemtiferð, til að
skoða hér með eigin augum afleiðing-
arnar af viðleitni Knud Berlins og
drengilegri aðferð sameinaða gufuskipa-
félagsins og öðrum bróðurlegum atlot-
um Dana.
Hér eru ótæmandi auðuppsprettur,
enda hefir framleiðslu vorri fleygt áfram
in síðari ár. Vitaskuld þarf fjárafl í hendi
til þess að framfarirnar gangi hraðara.
Það skortir oss tilfinnanlega, og það
hlýtur að draga úr hraða framfaranna.
En jafnvel þótt oss verði erfiðara um
margt fyrst í stað, ef vér flytjum við-
skifti vor og þurfum sjálfir að kosta
milliferðir til útlanda, þá getum vér þó
staðist þetta, ef viijinn er nægilega ein-
beittur og sjálfsafneitunin nóg.
Danir hafa ávalt hirt lítið um að skilja
oss íslendinga og hugsunarhátt vorn.
Má vera að vér getum samt talað við
þá þá íslenzku, sem þeir neyðist til að
skilja.
Má vera, að danskir títuprjónstingir,
danskur ódrengskapur og illvilji, verði
til þess, að knýja oss sporum til að
neyta ýtrustu krafta sjálfra vor og reyna
að bjarga oss úr banvænum viðskifta-
faðinlögum Dana.
Pá snerist oss ilt til góðs, og þá
kemur sá tími, þótt síðar verði, að Dani
iðrar framkomu sinnar nú við oss.