Norðri - 18.02.1913, Blaðsíða 4
16
NORÐRl
Nr. 4
m i i
m i
P £§^jj M
p p m it ~i
M
Ka u p f é I a g mu
Eyfirðinga
þarf ekki að auglýsa til þess að hæna s w
menn að sölubúð sinni, því þar er m
nálega ætíð húsfyllir. En komið hefir fyrir að skortur hefir orðið í búrinu,
w, þegar gesta gangurinn hefir verið sem
mestur, og því færri en vildu fengið að smakka á krásunum. Nú þarf ekki mm
wt* að óttast skortinn fyrst um sinn,
m m því bæði Vesta og Ingólfur m
komu fullklyfjuð heim í hlað til B
mm Kaupfelagsins. mm
0T
jé J
U
Magdeborgar brunabótafélag.
Umboðsmenn fyrir Akureyrf og nærliggjandi héruð eru
St. Sigurðsson & E. Gunnarsson
r
Islenzk frímerki
brúkuð og ógölluð kaupir
Sig. H, Björnsson.
(í prentsm. á Oddeyri.)
Nærsveitamerm
eru beðnir að vitja um Norðra á
afgreiðsiunni, Strandgötu 11.
Útgefandi og prentari Björn Jónsson.
Carlsberg brugghúsin
mæla með
Carlsberg skattefri
alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum.
Carlsberg skattefri porter
hinni ekstraktríkustu af öllum portertegundum.
Carlsberg sódavatn
er áreiðanlega bezta sódavatn.
dan$ka
smjörlihi cr be5f.
Biðjið um \egund\rnar
1 ,3ótey” Inyólfur” „Hehta " eSa Jsafokf’
Smjörlihið fce$Y einungi$ fra :
Oífo Mönsted vr.
Kaupmannahöfn ogÁró$um
i Oanmörhu.
NDIRRITUÐ tekur^að'sér að
sterkja lín.
Glerárgötu 1. Oddeyri.
Quðrún Ólafsdóttir.
Dugleg stúlka
”óskast í vist frá 14. maí n. k.
Gott kaup í boði.
Nánari upplýsingar á afgreiðslu Norðra.
294
»Já.«
sEr^ómögulegt að fá þig ofan af því?«
»Pú veizt það að eg ber mikla virðingu fyrir þér pabbi. En eg er
nú ekkert'barn lengur, og eg segi þér það blátt áfram, að eg fyrirlít
hjónaband mitt. Mér er öldungis sama, hvað mikið er varið i þessa dótt-
ur Mortensens og hvað bágt bún á, eg hef skömm og andstygð á að
nefna aðeins nafn hennar, hvað þá meira. Hvernig getur þú þá ímynd-
að þér að eg geti lifað saman við hana. Hún hefur gjört líf mitt að
sannkölluðu hélvíti, og það finst mér vera nóg, þó að eg svipti mig
ekki líka blessan móður minnar.«
»Þú ert þá ekki sjálfstæðari ennþá, en það, að þú þarft að láta
móður þína ráða fyrir þig. Eg segi þér það satt góði Hermann, að gam-
an þitt við frú Mortensen er orðið okkur dýrt keypt. Heimilisfriðurinn
er rofinn í báðum fjölskyldunum, og móðir þín hatar mig fyrir hjóna-
band þetta. Og í þessum ílskumóð innrætir hún þér hatur til EIínar.«
»Það er rétt af henni. Elín Mortensen getur aldrei orðið tengda-
dóttir greifafrú Rómarhjarta, og þann dag, sem eg kalla hana konu mína,
er eg móðurlaus.«
»Jæja, við skulum þá sleppa þessu sámtali. En veistu með hverjum
eg er, og hver býr hér í næstu herbergjum?*
»Nei. Pað getur ekki verið mamma. hún er svo lasin. Kanske það
sé Helfríður.«
»Nei..... það er konan þín!«
»Pabbi! Viðurkennir þú hana opinberlega sem tengdadóttir.«
»Já vissulega. Við verðum hér í París nokkra mánuði.«
»Pá fer eg í burt þegar á morgun,* svaraði Hermann.
Elín var nú búin að heyra nóg, hún snéri til baka inn á herbergi
sín. Eftir mánaðardvöl í París snéri gamli greifinn aftur heim til sín, en
Elín varð eftir hjá mági hans Rúna greifa. Hann var henni mjög góður
og hún dvaldi árið hjá honum, og hefði orðið lengur ef forlögin hefðu
þá ekki hagað því svo til, að hún varð að fara. Af þessari miskunar-
lausa meðferð bæði manns hennar og föður, var Elín orðin nærri því
mannhatari. Rúna greifi og Elín fósturdóttir hans báru hana á höndum
295
sér, og reyndu að gjöra alt til þess að létta henni lífið, en hún gat ekki
þýðst það. Að vísu hefði hin göfuga breytni og hugsunarháttur Rúna
greifa, átt að mýkja gremju og reiði Elínar gegn aðlinum, en sorgin og
sálarangistin hafði rist svo djúp sár í hjarta hennar að þau blæddu sí
og æ, og éngin mannleg góðvild gat læknað þau. Hún leitaði nú alls-
konar skemtana til þess að reyna að kæfa harma sína og Iétta hjarta
sitt. Pegar Elín kom til París var hún ennþá óþroskuð og barnsleg, en
þetta ár, sem hún dvaldi þar tók hún miklum breytingum. Kraptur æsk-
unnar mátti sín betur en sorgin, sem stöðugt nagaði og kúgaði hennar
andlega líf. Líkamlega þroskaðist hún og blómgaðist. Hárið sem hafði
verið klipt af henni í veikindunum, var nú aftur vaxið svartara og meira
en áður, hörundið orðið hvítt og fínt og ailir drættir í andlitinu skýr-
ari og fegri. Hún hafði náð kvennlegum fegurðarþroska, og margir fóru
að hafa örð á því hvað þessi unga kona væri fögur.«
Stefanía brosti raunalega og hélt svo áfram: ,
»Hennar ytra útlit varð fegurra á sama tima, sem sorg og beiskja
kvaldi og nagaði sál hennar, Sýndi þetta Ijóslega þrótt æskunnar, þar
sem hinar miklu andlegu þjáningar megnuðu ei að hnekkja líkamsþroska
hennar. Pegar Elín kom til Parísar, kvað ekkert að henni og enginn
veitti henni eftirtekt. En eftir árið þegar hún var fullra 18 ára fóru marg-
ir að veita hinni kvennlegu fegurð hennar eftirtekt, og skildu ekki í því
að hún hefði ekki ávalt þótt lagleg. Svo bar það við í marzmánuði, að
Rúna greifi og þær nöfnur voru við hina ítölsku operu. Wicker söng
þar, hann var þá trúlofaður fósturdóttur greifans, hún var hugfangin af
söng hans og með allan hugan hjá unnusta sínum, og sinti því nöfnu
sinni ekkert, sem sat hnuggin við hlið hennar og harmaði forlög sín,
og söngurinn megnaði ekki að svæfa sorgir hennar og umhugsunina
um föður sinn og hið mista heimili sitt. Meðan hún sat annars hugar
og hlýddi á sönginn, varð henni af tilviljun litið á ungan mann sem sat
skáhalt gegn henni. Hann var fríður sýnum og svipurinn var svo gáfu-
legur og göfugmannlegur að henni varð ósjálfrátt að virða hann fyrir sér
um stund. Eftir litla stund þegar Elín gekk gegnum forsal leikhússins
og studdist við arm Rúna greifa, sá hún aftur fallega manninn með göf-