Norðri - 18.02.1913, Blaðsíða 2
14
NORÐRI.
Nr. 4
Sá tími kemur einhvern tíma áreiðan-
lega.
Vér skulumvera hughraustirá meðan.o
Atvinnuskortur á vetrum.
Ingólfur Oíslason héraðslæknir á Vopn-
afirði hefir vakið máls á því í »Austra«,
að í Vópnafjarðarkauptúni og í fleirum
kauptúnum Austanlands horfi til vand-
ræða fyrir atvinnuleysi þurrabúðarmanna.
Hann lýsir ástandinu svo á Vopnatirði:
Á lok september kemur svo sláturtíð-
in, þá hafa allir nóg að gera, en þeg-
ar henni líkur, seint í október, fer að
vandast málið, þá er líkast því sem
brotni hjól í vél, svo hún hættir að
starfa alt í einu. Pegar búið er að koma
vörunum út í skipið og setja bátana,
þakka kaupmennirnir fyrir vel unnið
verk, borga kaupið, og svo fer hver
heim til sin. — Við þetta væri nátt-
úrlega minna að athuga, ef kaup dag-
launamanna og fiskinnlegg sjómanna
nægði fyrir úttektina alt árið, en því
miður mun mikið vanta á það fyrir
mörgum, sem nærri má geta. Rað mætti
vera gott kaup, ef 4 —5 mánaða vinnu-
laun nægðu til að framfleyta fjölskyldu
í 12 mánuði. Hitt mun máske tíðara,
að þegar atvinnuveitandinn ætlar að
fara að borga daglaunamanninum kaup-
ið, eða kaupmaðurinn sjómanninum inn-
léggið, um veturnætur, að þá er búið
að taka út á alt saman; veturinn blasir
við, en engir peningar, engin atvinnu-
von og lítið lánstraust. Metinirnir vilja
vinna, en enginn hefir neitt handa þeim
að fást við. Hver og einn getur svo
getið því nærri, hvernig fólkinu líður
yfir veturinn, eg ætla ekki að lýsa því.«
*
• *
Svipaða sögu mætti segja úr mörgum
kauptúnum norðan og austan lands, þó
má geta þess, að á Seyðisfirði og fjörð-
unum þar fyrir sunnan byrjar oft nokk-
ur atvinna í apríl við trollarafisk, sem
keyptur er, og í þeim mánuði er stund-
um farið að leita fiskjar sunnan við
Gerpir. Á Seyðisfirði, Mjóafirði Norð-
firði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði er miklu
meiri útvegur en á Vopnafirði, óg þar
er oft feitað fiskjar fram í nóvember, og
er við það nokkur bein og 'óbein at-
atvinna. Lóðaeyðsla er mikil á þessum
fjörðum, og ekki svo lítil atvinna við
að setja upp nýjar lóðir á vetrum. Stöku
maður fer og af þeim fjörðum til Vest-
mannaeyja til vetrarróðra. Vinnuleysis-
tíminn mun því enn lengri á Vopnafirði
og í kauptúnum hér nyrðra, en hann
er- á syðri fjörðunum austan lands.
Ingólfur læknir vill að gerð séu sam-
tök til að efla iðnað í kauptúnum, sem
þurrabúðarmenn geti unnið við og er
það vel hugsað, en ekki þyrftu menn
að búast við háu kaupi ættu slík fyrir-
tæki að geta borið sig, en lágt kaup á
á veturna, einkum við innanhúss vinnu
er samt betra en algert atvinnuleysi.
Útvegsmenn og kaupmenn í kauptún-
unum, sem þurfa mikillar vinnu á sumr-
um, ættu að bindast fyrir að koma á
slíkum fyrirtækjum, til þess að geta veitt
því fólki nokkra atvinnu á vetrum, sem
þeir þurfa að láta vinna á sumrum.
Tunnuverkstæðið á Akureyri er spor í
þessa átt. Mundi eigi vinnustofa til að
riða í net, búa til olíuföt, prjóna peys-
ur og nærföt, og vinna fleira, geta borið
sig, ef þurrabúðarfólk vildi vinna þar á
vetrum fyrir lágt kaup.
Veðrátta Mikill snjór féll fyrri hluta
þorra, en úr miðþorra góð hláka og
hvassviðri annað slagið.
Nöldrið í
Höfðabrekku-
fólkinu.
Það verður margt öðruvísi en það
ætti að vera f Akureyrarkaupstað, og
þar er ýmsu ábótavant. Rað brennur
þar meira en ætti að brenna, það er
stundum etið og drukkið, spilað, dans-
að sofið eða vakað meira en ætti að
vera, þvaðrað, logið o'g slæpst meira
en þyrfti að vera. Veikindi lasleiki og
eymdarskapur meir en mundi vera, ef
menn færu nógu skynsamlega að ráði
sínu, o. S. frv.
Fólkið finnur þetta, en það er eins
og það langi til að kenna öðrum en
jálfu sér margt af því sem aflaga fer,
hafi tilhneigingu til að breiða það út,
að það sé enn verra hjá náunganum
en sér, enn skitnara, enn vesælla, enn
veikara, enn óhyggilegar að farið, o. s,
frv., og svo finst því sjálfsagt að það
geti verið óvilhallur dómari milli sjálfs
sín og annara.
Höfðabrekkufólkið á Akureyri (það
er fólklð sem býr í, á og undir höfð-
anum í bænum) hefir lengi haft tilhneig-
ingu til að setja útá og finna að sóða-
skapnum á Eyrinni og gefa í skin að
það væri svo sem eitthvað skárra hjá
sér. Eyrin var nýbyggjarasvæði og miklu
yngra hálfsystkyni Höfðabrekkunnar, og
er þetta ef til vill orsökin til þess að
Höfðabrekkufólkið er æði oft að setja
sig yfir Eyrarfólkið. Rað er eins og
því þyki stundum gott að hafa strákinn
í förinni til að geta kent honum um
það sem miður fer.
Mér hefði nú ekki þótt það taka því,
að fara að minnast á það í blaði, þótt
einhverri af þessum Höfðabrekkumad-
dömum verði stundum létt um tungu-
takið yfir þriðja eða fjórða kaffibollan-
um og breiði þá vel úr þeirri skoðun
sinni, að alt hljóti að vera ákaflega leið-
inlegt á Eyrinni, léleg húsakynni, eilífur
næðingur, grútar- og síldarlykt, enda-
laus veikindi, fyrirlitlegt næturflakk, o.
s. frv. Nei, mér hefði ekki komið til
hugar að fara að gera slíkt að umræðu-
efni, því eg vil að konur hafi éins mik-
ið málfrelsi og karlar, þær þurfa oft
fullt svo mikið á því að halda. Og
svo er ekki örgrant um að Eyrarmad-
dömurnar geti stundum goldið slíkar
ræður í sömu mynt.
En það er annað sem eg vil eigi
láta afskiftalaust, það er þegar Höfða-
brekkublaðið eða heilbrigðisnefndin er
að auglýsa á prenti lýtin, ræfilsháttinn
og ófullkomlegleikann á Eyrinni, en
þegir alveg um samskonar ófullkomleg-
leika á heimajörðinni Höfðabrekku, Pað
sem eg í svipinn man eftir af þessu
tagi er: Blaðið Norðurland, sem fætt
er og uppalið undir Höfðabrekkunni,
var í haust að finna að vatnsleiðslunni
í bænum, og breiddi sig þá yfir vatns-
skortinn á Eyrinni, enýþagði um allar
misfellurnar í Höfðabrekku. í fyrra geys-
aði taugaveiki í yztu húsunum í Höfða-
brekku og í ár í syðstu húsunum. Heil-
brigðisnefndin auglýsti ekkert á prenti
um það.
í vetur kemur upp taugaveiki í einu
eða tveimur húsum á Eyrinni. Pegar
eru settar upp prentaðar auglýsingar,
sem gefa í skin að veikin sé óhollu
vatni að kenna og illri umgengni á
Eyrinni. Ekkert slíkt hefir verið auglýst,
þegar samskonar veiki hefur verið í
Höfðabrekku. Svo fer Höfðabrekkublað-
ið að auglýsa það, að varasamt sé að
drekka vatnið á Oddeyri,
Retta nöldur í Höfðabrekkufólkinu í
blöðum og prentuðum auglýsingum
annarsvegar um ástandið á Eyrinni, en
hinsvegar þögnin um ástandið heima
fyrir, bendir á að það vilji halda á lofti
lýtunum hjá nágrönnum sínum, en þegja
um sín eigin lýti. Hinsvegar er því ekki
að neita, að ýmislegt þarf að bæta og
laga á Eyrinni, og það er smátt og
smátt verið að því, þyrfti ef til vill að
ganga hraðara, og það þarf enginn að
taka illa upp þótt heilbrigðisnefnd finni
að illri umgengni og illum vatnsbólum,
en það er eitthvað undarlegt þegar
hvað eftir annað á prenti er verið að
taka einn hluta bæjarins fyrir i þessu
efni.
Pað er enginn efi á því, að víða á
Oddeyri má fá gott vatn og líklega
betra en undansig Eyrarlandstúnsins, sem
Spítalinn og Höfðabrekkufólkið er að
tryggja sér. Aldrei er heldur talað um
niðurganginn frá spítalanum, sem stund-
um kvað þó hafa verið töluvert krass-
andi, og nú kvað fyrst eiga að fara að
koma lagi á, né um sorphaug spítalans
við alfaraveg. Mér finst það sannast hér:
*Að flest er sætt á sjálfsbúi.« Rað þarf
að hafa pllan hugann við eymdina á
Eyrinni og haida á lofti ólaginu þar,
nema þegar bæjarféð þarf að nota til
heilbrigðismála, þá er ávalt hentugra
að eyða því fremur í Hófðabrekkuna
en sóðaskapinn á Éyrinni, og ftá upp-
hafi er búið að kosta stórfé upp á
Búðarlækinn i samanburði við það sem
kostað hefir ver'ð upp á kílana á Eyr-
inni. Eyrarbúi.
Nýr smáleikur
í einum þætti, nýlega saminn af Páli
kennara Jónssyni, var sýndur bér á sunnu-
dags kvöldið. Hann á að sýna hvernig
ástandið geti orðið, væri kvennfrelsis-
hugmyndin framkvæmd út í yztu æsar,
og á þann hátt, að hausavíxl sé haft á
heimilisstörfum, þannig að konan taki
við störfum mannsins og reki hann svo
til að taka við sínum störfum.
f. Efnið er þetta:
Frú Jóhanna, kona Árna verzlunar-
manns situr heima í stofu sinni, og er
að skrifa kvennfrelsisritgerðir auðsjáan-
lega forskrúfuð og montin. Hún sím-
ar eftir Árna manni sínum að koma
heim og gera húsverkin, og segir kaup-
manni með þjósti upp þjónustu Árna.
Vinnukonu skjáta er að snúast kringum
frúna, en gerir lítið því hún þarf að
vitleysast á vinnukonufundunum að öðr-
um þræði og halda þar ræður og gera
samþyktir um vinnukonu frelsi, og frúnni
finst þetta athæfi hennar sjálfsagt. Svo
kemur Árni heim, sem auðsjáanlega er
lymsku-rola, sem ekki treystir sér að
gera uppreysn á heimilinu, en fer að
dunda við að sópa gólfið og bæta sokka.
Hann fær konuna til að taka við fjár-
stjórninni, en kemur því svo til leiðar,
að mörgum fjárkröfum rignir yfir hana
fyrsta daginn, sem hún er fullkominn
húsbóndi á heimilinu. Petta veldur henni
áhyggjum og erfiðleikum. Frúin verður
þann dag lögregluþjónn fyrir ötula fram-
göngu og skörungsskap kynsystrá henn-
ar í bæjarstjórninni, og fær hreppstjóra-
húfu. En svo veður fullur svoli inn til
hennar, meðan Árni er að sjóða graut
úti í eldhúsi, og er ósvífinn og gerir
sig heima kominn og kallar ftúna Jóku,
og minnir hana á forna «iautartúra«, hún
setur upp húfuna og bistir sig. En svola-
mennið skeytir því engu leggur á hana
hendur, en húfan veltur í gólfið. Frú-
in fer að gráta og hrópar á Árna mann
sinn, sem kemur svo frá grautarpottin-
um og stillir til friðar, en frúin skýst
út. Pegar svolinn er farinn kemur hún
inn aftur og er þá fremur mæðuleg.
Sernst þá svo milli hjónanna, að Árni
fari í sölubúðiná aftur til að vinna þar
fyrir þeim, en frúin taki aftur við heim-
ilisstörfunum, og á því samkomulagi
endar leikurinn.
Um leikinn má segja það, að hann
se fremur á undan en eftir tímanum,
og þó óvíst að kvennfrelsisöfgar verði
nokkurntíman alment reknar svo langt
og hér er gert, að konur hugsi sér að
hafa algerð verkaskifti við karla. Sízt
hér á landi þar sem kvennfrelsis hreyf-
ingaöfgar hafa enn ekkert eða sárlítið
fylgi meðal íslenzkra kvenna, svo þær
alment hliðra sér mjög hjá að taka þátt
í kosningum eða bjóða sig fram, til að
takast á hendur bæjarstjórnarstörf o. fl.
Sú hugmynd, sem kemur fram í leikn-
um, að konum mundi alment erfitt að
taka að sér óundirbúnar ýms störf karla
er efalaust rétt, en þó dylzt oss ekki
að höf. hefir eigi valið af betri end-
anum meðal íslenzkra kvenna, til þess
að sýna hvernig fara mundi. Pessi frú
Jóhanna ei auðsjáanlega ekki annað en
fremur heimskur og hrokafullur upp-
skafningur, sem vill hreykja sér eitthvað
í mannfélaginu, enda legst eigi meira
fyrir kempuna að uppgefast við, en það
sem hver meðal kona íslensk mundi
þrautalaust hafa haft sig fram úr, og
miklu eðlilegra var að frúin^hefði hald-
ið fullri virðingu og myndugleik gagn-
vart svolanum, en að fara að gráta og
hljóða. Pað var öðruvísi timbur í KöJlu
og Hildi í Skjaldvöru eftir sama höf-
und, svo Ijóst er, að hann þekkir kjark-
inn í ísl. kvennþjóðinni, en líklega hef-
ir höf. þurft að flýta sér svo mikið að
gera Ijósa hugsjónina bak við leikinn,
svo hann yrði ekki oflangur, að hann
hefir ekki haft tíma til að gera erfið-
leikana nógu mikla til að uppgefa frúna,
en fyrir það verður líka miklu minna
í hana varið.
Leikurinn er laglega samsettur og vel
leikinn.
Ný vatnsleiðsla
í Akureyrarbæ er nú á döfinni. Jón
ísleifsson verkfræðingur skoðaði í haust
fyrir bæjarstjórnina uppsprettulindir í
Vaðlaheiði fyrir ofan Varðgjá, og hefur
nú gert áætlun um leiðslu þaðan. Hann
gerir ráð fyrir að bygður verði stór
Vatnsgeymir skamt fyrir neðan iyndirn-
ar og vatnið verði leitt þaðan í 4 þuml.
stálpípum til sjávar og yfir leiruna og
yfir í kaupstaðinn. Petta reiknast honum
að muni kosta 27 þús. krónur. Svo er
lausleg áætlun um að það muni kosta
20 þús. kr. að leggja vandaða vatns-
leiðslu um bæinn, en þá er gert ráð
íyrir að þessi nýja vatnsleiðsla kaupi það
sem hún geti notað úr vatnsleiðslu þeirri
sem nú er.
Málið hefur allörugt fylgi í bæjarstjórn-
inni og ýmsir bæjarbúar fylgjá því fast.
Sumum þykir að vísu nokkuð athuga-
verð leiðslan yfir leiruna, segja að Eyja-
fjarðará, sem rennur þar í álum, breyti
oft um farveg og eru þá hræddir um,
að hún grafi ofanaf og undan vatnspíp-
unum, segja þeir sem kunnugir eru leir-
unni að heppMegast muni að leggja píp-
urnar sem yzt á henni, því eftir því
sem utar dragi geri áin minni breyt-
ingar.
Hjúkrunarfélagið Hlíf
kvað ætla að ' a d . skemtisarakamu
sunnudaginn þ. p til ágc :-a fyrir
sjóð s'v.:. ';r þar margt ti skemt-
unar. .v • ;em sóiósöt.gur, dúet (beztu
söngmenn bæjarins), nýr smále kur og
fleira.