Norðurland - 01.10.1901, Qupperneq 2
<1*—»—
Norðurland eitt. Eg hefi átt því
láni að fagna að vera um nokk-
ur ár riðinn við það blað, sem
vafalaust er langvíðast lesið hér
á iandi, og eg geri mér góðar
vonir um, að íslenzkir blaðales-
endur muni ekki snúa við mér
bakinu fyrir það eitt, að eg fer nú
að fást við annað blað. Skoðanir
mínar á helztu málum þjóðarinn-
ar eru mönnum kunnar. Eg er
sannfærður um, að það stjórnar-
fyrirkomulag, er vér nú höfum,
stendur oss stórlega fyrir þrifum;
þessvegna vil eg vinna að því af
öllum mætti, að þar geti breyt-
ing á orðið til hins betra. Eg
hefi svo mikla trú á gæðum þessa
lands, er svo sannfærður um, að
hér getur þjóðinni liðið vel, ef
rétt er á haldið, að mér blæðir
í augum, hve lítið atvinnumálum
vorum er sint; eg vil því leggja
hið ítrasta kaþþ á, að þar verði
bót á ráðin, meðal annars á þann
hátt, að þjóðinni verði aflað nægra
peninga til að reka atvinnugrein-
ar sínar. Og egveit að þessi þjóð
er svo vel gefin, að öll viðleitni
við að auka mentun hennar mundi
bera ríkulega ávexti; þess vegna
vil eg einskis láta ófreistað til
þess að mentamálum hennar verði
komið í langtum betra horf en
að unda.iförnu.
í NORÐURLANDI verða því
að sjálfsögðu rædd mál þjóðar-
innar allrar. Fyrir því geri eg
mér von uin, að það eigi erindi
út fyrir Norðuriand. Ekki geri
eg mér neina von um, að allir
lesendur mínir verði mér sam-
dóma í öllum greinum. því láni
á enginn sá að fagna, sern hefir
ákveðnar skoðanir á mörgum mál-
um. En hins vænti eg fastlega,
að lesendur NORÐURLANDS
sýni þann þroska.og það frjáls-
lyndi, að íhuga hvert mál, sem
þar er rætt með rökum og still-
ingu, Ieiti við að meta vandlega
þær ástæður, sem fram verða færð-
ar, og láti sannfærast, ef þeim
þykja ástæðurnar veigamiklar og
sannfærandi. Jafnframt skal þess
getið, að öllum landsmálaskoðun-
um, sem sæmilega er gerð grein
fyrir, er heimilt að halda fram í
blaðinu, að svo miklu leyti, sem
rúm leyfir. En vitaskuld verður
þeim andmælt, svo framarlega,
sem eg sé sannfærður um, að
þær séu rangar.
En hvað sem ágreiningsmálun-
um líður, vona eg að þau mál
verði svo mörg, er allur þorri
skynsamra manna geti unnið að
í bróðurlegri samvinnu við blað-
ið og tekið umræðum um þau
með ánægju, að tilveruréttur
NORÐURLANDS verði ekki vé-
fengdur. Deilurnar eru að verða
svo miklar hér á landi, að öll þörf
er á þvf, að vér gerum oss það
sem ljósast, að það eru ógrynnin
öll, sem vér erum í raun og veru
sammála um, verðum ráðnir í að
hafa það jafnan hugfast, að þó
að baráttan sé óhjákvæmileg, þá
er þó samvinnan margfalt dýr-
mætari. Geti NORÐURLAND
orðið til þess að halda þeirri hugs-
un betur vakandi, en hún nú
virðist vera, þá á það sannarlega
erindi til þjóðarinnar. Og á það
vill hið nýja blað leggja alla þá
stund, sem það hefir vit á.
Eg hygg ekki, að neinn veru-
legur ágreiningur sé um það, að
brýn þörf sé á því, að nýtt blað
sé stofnað hér á Norðurlandi. Að
minsta kosti hafa allir, sem eg
hefi átt tal við, lokið upp einum
munni um það. Hitt er vitanlega
miklu meira álitamál, hvort for-
göngumenn fyrirtækisins hafa val-
ið rétt, þegar þeir kusu mig til
að koma þessu í framkvæmd,
hvort eg reynist maður til að
fullnægja viðunanlega þörfinni,
sem hér er um að tefla, og koma
hér upp góðu blaði. Viljann hefi
eg áreiðanlega, hvað sem öðrum
hæfileikum líður, sem til þess
þarf. Um þá verður reynslan að
dæma.
Eitt er vfst að mig skortir mikil-
lega sem stendur: þekkingu á sér-
málum Norðurlands. Fyrir þá sök
sérstaklega bið eggóðviljaðamenn
að sýna mér þolinmæði og lang-
lundargeð. Sú þekking vona eg
að komi smátt og smátt við dvöl
mína hér og kynningu við menn.
Svo hefi eg fengið loforð um
gréinar í blaðið frá nokkurum af
helztu mönnum norðanlands og
mun gera mér far um að afla blað-
inu slíkrar aðstoðar frá sem flest-
um. Á þann hátt geri eg mér í
hugarlund að bætt verði úr þess-
ari vanþekking minni.
Að svo mæltu fel eg NORÐ-
URLAND góðvild allra góðra
manna. Til þess er stofnað í því
skyni, að það geti orðið til gagns.
Með þeim skilningi vona eg, að
því verði tekið.
Einar tíjörleifsson.
r
Síldin.
Landburður. Sfórgróði.
»Nú er björgulegt á Akureyri,«
segja menn hver við annan, þegar
þeir hittast.
Og það er engin furða, þegar
síldin er komin, eins og hún væri
hamslaus eftir að ganga í greipar
mannanna.
Síldarlaust hefir verið að kalla í
sumar, nema utarlega á firðinum.
Lehmkuls-félagið á Litlaskógssandi
hafði fengið rúmar 500 tunnur að
sumrinu. Aðrir víst ekki aflað svo
teljandi sé.
Svo fékk 0sten Johnsen lítið
síldarkast fyrir utan Krossanesbót-
ina 10. sept. Eftir það fór hennar
að verða vart smátt og smátt. Sami
maður fekk að kvöldi þ. 11. og að
morgni þ. 12. sept. smá köst,
30—60 tunnur.
En 14. sept. byrjar veiðin svo
um munar. Vikuna þar á eftir,
15 — 21. sept. reglulegur landburð-
ur af síld, bæði í stórar nætur og
lagnet, fyrir innan Svalbarðseyri að
austan og Bjarg að vestan, þar fyr-
ir utan er veiðin lítil eða engin í
firðinum. Þessa viku er gizkað á
af mönnum, sem eru mjög gætnir
og hóglegir í öllum sínum ágizk-
unum, að lokað hafi verið inni í
stórar nætur, vörpur, sem eru eign
hinna meiri útgerðamanna, alt að
10,000 tunnum af síld. Lagneta-
síldin, sem yfirleitt er veiði almenn-
ings, nam þessa viku að minsta
kosti 2500—3000 tunnum.
Síldin er upp og niður afbragðs
»millisíld« og smá »millisíld«.
Að hér sé ekki um neitt smá-
ræði að tefla, má sjá á þvf, að
gert er ráð fyrir 10 kr. ágóða að
minsta kosti á hverri tunnu, eftir
fregnum frá útlöndum. Þessi um-
getna vika hefir því fært mönnum
slíkt stórfé, að ekki þarf sérlega
margar slíkar vikur til þess að
margfalda fjármagnið hér í bænum
og grendinni.
Fram að 19. sept. keyptu kaup-
menn síldartunnuna fyrir 8 kr. í
peningum og 10 kr. í vörum. Þá
fór að verða fyrirsjáanlegur skort-
ur á tunnum og síldarverðið fór
þá ofan f 4—6 kr. Við það kom
kurr mikill í alþýðu manna. Ein-
stöku menn mintust jafnvel á það, að
ef þetta hefði verið í fornöld, mundu
menn ekki hafa unað slíku rang-
læti. En við nákvæmari íhugun
munu allir hafa áttað sig á því,
að verðlækkunin var eðlileg, eins
og ástatt var.
Áhrif sfldargöngunnar á vinnu
þá, er bæjarmenn höfðu með hönd-
um, voru auðsæ. Fólkið varð ekki
hamið í annari lausavinnu, sem ekki
var heldur von. Allir þurftu að fara
að leggja net eða afla sér þeirra.
En þegar svo síldin fór að falla í
verði, varð alt spaklátara. Aðalvinn-
an í bænum hefir þó síldarvinnan
verið allan síðara hlut mánaðarins,
starfið við að taka sfldina upp úr
lásunum, bera hana upp úr bátun-
um, kverka hana, salta hana, slá
til tunnur og pækla þær. Einkum
hefir kvenfólk mikla atvinnu af síld-
inni. Tvær stúlkur salta í 15 — 20
tunnur á 10—12 klukkustundum,
og fá í daglaun kr. 3,50—4,50, en
meira, ef þær vinna lengur, eða fá
meiru afkastað.
Mesta veiði hafa þessir fengið:
Herlufsens fjelagið í Krossanes-
bótinni um 1300 tunnur.
Friðriks Kristjánssonar-félagið
um 1000 tunnur.
Wathnes-fjelagið og Jóns Norð-
manns - félagið um 4000 tunnur í
sameiningu.
Eggert Laxdal 1 500-2000 tunnur.
Bergsteins-félagið um 1200 tunnur.
Túlinfus um 1600 tunnur.
Kolkrabbanum ur þökkuð þessi
mikla blessun, fullyrt, að fyrst hafi
hann rekið síldina utan af firðinum
og hingað inn á Akureyrarhöfn, og
svo aftur upp að landinu beggja
vegna.
Annars er þetta óvenjulegur feng-
ur um þetta leyti árs. Síldin veið-
ist stundum í lagnet alt sumarið;
en venjulega fer hún ekki að veið-
ast í vörpur fyr en í september-
mánaðarlok eða þegar komið er
fram í október.
r