Norðurland - 01.10.1901, Page 3
3 —
Sfjórnarmál vorf
í Kaupmannahöfn.
Á fréttum af því er mjög Htið
að græða enn, sem vonlegt er.
Sá skilningur hefir komist inn
hjá sumum mönnum hér, sumpart
út af fregnmiða, sem sendur hefir
verið um bæinn, sumpart út af
lausafréttum um erindislok hr. Hann-
esar Hafsteins í Kaupmannahöfn,
að vér eigum vísa von á alinn-
lendri stjórn hjá hinu nýja ráða-
neyti. Því miður er það misskilningur.
Vér segjum ekkert um það, hvern-
ig fara kann. Engum mundi það
verða meira fagnaðarefni en »Norð-
urlandi*, ef vér fengjum þær frétt-
ir innan skamms, að oss standi al-
innlend stjórn til boða, ekki sfzt
ef þjóðip reyndist þá fær um að
taka slíkum fregnum með stillingu
og viturleik og það vandamál, sem
þá væri fyrir höndum, yrði rætt
með gætni og æsingaleysi.
En engu erum vér bættari, þó
að vér tökum óáreiðanleg fagnað-
artíðindi trúanleg. Og sannleikur-
inn í þessu máli er sá, að þegar
»Ceres« fór frá Kaupmannahöfn
síðast, var stjórnin allsendis óráðin
í því, hvern veg hún tæki í stjórn-
arskrármálið.
Þetta, sem nú hefir verið sagt, er
fullkomlega áreiðanlegt. Vér höfum
það meðal annars frá uákunnugam
manni, sem jafnan hefir verið talinn
andstæðingur dr. Valtýs Guðmunds-
sonar í stjórnarskrármálinu.
Enginn ráðgjafanna hafði veru-
lega um málið hugsað, eftir því,
sem þeir sögðu sjálfir. Einn þeirra
virtist telja frumvarp það, er sam-
þykt var f sumar, sérstaklega vel
til þess fallið að ná staðfestingu.
Annar virtist helzt hallast að því,
að vér fengjum ráðgjafa, sem bú-
settur væri á íslandi, ætti sæti f
ríkisráðinu og fengi laun sín úr
landssjóði, meðal annars vegna þess,
að það yrði kostnaðarminna fyrir
Dani en fyrirkomulagið, sem sam-
þykt var í sumar; tíumannafrum-
varpið vildi hann þó ekki, engan
íslands-ráðgjafa í Kaupmannahöfn,
en eftirlit þar af dönsku stjórnar-
innar hálfu með einhverju, ótil-
teknu fyrirkomulagi. Fyrir þriðja
ráðgjafanum virtist vaka að lofa ís-
lendingum sjálfum að ráða stjórn-
arfyrirkomulagi sínu með öllu, án
þess hann hefði neitt gert sér ljóst
um það, hvernig því mundi verða
haganlegast fyrir komið.
En þeir ráðgjafarnir, sem mest
er undir komið, forsætisráðgjafinn
og íslandsráðgjafinn, hafa enn ekki
tjáð sig við þvf búna, að láta uppi
neina skoðun á málinu. Alt er því
enn í sömu óvissunni og áður.
Frá öðrum löndum.
Forsetamorðið f Bandaríkjunum
var auðvitað aðalumtalsefni blað-
anna, þegar síðast frjettist.
Forsetinn, Mrc Kinley, var 6.
sept. staddur í Buffalo í New York-
ríkinu og var að veita mönnum við-
töku, hverjum er koma vildi, eins
og siður er Bandaríkjaforsetanna.
Meðal annarra kom inn til hans
maður, sem rétti honum aðra hönd-
ina en skaut hann með hinni tveim
skotum, öðru f brjóstið, hinu í kvið-
inn. Forsetinn lifði rúma viku við
mikil harmkvæli og lézt svo að-
faranótt hins 14. sept.
Morðinginn laug fyrst til nafns
síns, en heitir Czolgosz, er af pólsk-
um ættum, en fæddur í Ameríku.
Hann segist vera'anarkisti og skoð-
anabræður hans hafa tekið glæpn-
um tveim höndum. Ósannað var,
þegar fréttist, hverjir höfðu verið í
vitorði með honum, en margir grun-
aði. og teknir fastir. Ríkur grunur
er á þvf, að stúlka nokkur, anar-
kistarithöfundur, Emtna Ooldmann
að nafni, hafi fremur öðrum lagt á
ráðin. Hún hefir verið handsömuð.
Morðinginn er geymdur niðri f
kjallara í fangelsi í Buffalo. Ofan-
jarðar þykir ekki óhætt að hafa
hann, því að lýðinn langar til að
ná í hann.
Mac Kinley var fæddur 1844 í
Ohio og hefir átt mikinn þátt í
stjórnmálum Bardarfkjanna. Forseti
varð hann 1896 og endurkosinn
1900. Tollverndarmaður var hann
ákafur. Með honum hefst og ný
stefna f stjórnarmálum Bandaríkj-
anna, sú, að vinna önnur lönd. Á
stjórnarárum hans bættust Banda-
ríkjunum fyrst Sandvíkureyjarnar,
1898, og svo Kuba, Puortorico og
Filippseyjar, eftir ófriðinn við Spán-
verja sama ár. Hann vildi leggja
kapp á að engilsaxnesku þjóðirn-
ar væru í sem nánastri samvinnu
og ráða sem mestu f veröldinni.
Fyrir því voru Englendingar orðn-
ir miklir vinir hans.
Fréttir þær, er hingað bárust
fyrir nokkuru úr Suður-Afríku, að
uppreist væri hafin í Kapnýlend-
unni og Englend’ngar hefðu orðið
að fara með her sinn úr Transvaal
til þess að snúa~t við henni, hefir
ekki reynst á neinum rökum bygð.
Búa-styrjöldinni átti þar á móti að
halda áfram með miklu kappi og
sonur Krugers forseta var nýbúinn
að gefast upp fyrir Englendingum.
r
Stuðningsmenn
á »Norðurland« góða, þar sem
þeir menn eru, sem lofað hafa að
*eggja í>kerf til lesmálsins f blaðinu.
Guðm. Hannesson héraðslæknir ætlar
að rita um heilbrigðismál f blaðinu,
og vér vonum, að hann riti um fleira.
Páll Briem amtmaður, síra Matthías
Jochumsson, Jónas Jónasson prófast-
ur, Stefán Stefánsson alþingismaður
á Möðruvöllum, Ólafur Briem al-
þingismaður, Sigurður Hjörleifsson
héraðslæknir, Páll Jónsson kennari,
Ólafur Davíðsson cand. phil. og
Guðm. Finnbogasson cand. mag.
hafa og lofað að láta »Norðurland«
njóta þess að meira eða minna leyti,
sem þeir semja, og einn þeirra hefir
þegar sýnt það fagurlega í verkinu,
að hann lætur ekki lenda við lof-
orðin ein. Vér vonum, að mönnum
lítist vel á hópinn, og að ýmsir
fleiri góðir menn bætist í hann.
Þingrof.
Alþingi var rofið 13. sept. sfð-
astl. og boðað til nýrra kosninga,
sem fram eiga að fara 2—11. júní
að sumri. Konungsboðskapur er
enginn þingrofinu samfara, auðvit-
að af því, að stjórnin þykist ekki
vera og er ekki búin að átta sig á
stjórnarskrármálinu.
Verzlunarfréttir
frá útlöndum fremur góðar. Norð-
lenzk ull 57—60 a. og heldur stíg-
andi. Góð nótasíld (millisíld) 22—
24 kr., en netjasíld f lægra verði.
Stærsta síld 16—18 kr. Verkaður
málsfiskur 55 — 57 kr. Smáfiskur
44—45 kr. Ýsa 40—41 kr. Spánar-
farmar hafa verið seldir fyrir 66—
67 mörk skpd.
Síldarveiði
hefir haldist hér áfram alt fram
að þessu. Stór hafsfld er komin
utar f fjörðinn.
Skipaferðir.
Gufuskipið »Frithjof« fór frá Sval-
barðseyri til Englands 20. sept. alfermt
sauðfé frá pöntunarfélögum í Þing-
eyjarsýslu og Svarfaðardal. Chr. Hav-
steen kaupstjóri tók sér far með skipinu.
»Mjölnir«,gufuskipTúliníusS,fór héðan
22. sept. alfermdur síld, að svo miklu
leyti, sem ekki hafði verið lofað farm-
rými fyrir vörur á austurhöfnunum. Með
því fóru ýmsir til útlanda, þar á meðal
cand. mag. Guðm. Finnbogason, sem
fekk fjárlagastyrk á síðasta alþingi til
þess að kynna sér alþýðumentun er-
lendis tvö árin næstu.
Gufuskipið »Hengest« fór héðan 24.
sept. til Englands með um 2800 fjár frá
pöntunarfélögum í Eyjafirði.
Gufuskipið »Ceres< kom hingað 26.
sept. og fór degi síðar áleiðis til Reykja-
víkur. Með því voru meðal annaraHannes
Hafstein sýslumaður, kominn úr utan-
för sinni á fund stjómarinnar, frk.
Ingibjörg Torfadóttir forstöðukona
kvennaskólans hér, Mr. Jones trúboði
og systir hans. Skólastjóri J. A. Hjalta-
lín fór til Reykjavíkur með skipinu og
dvelur þar í vetur.
Bœjarstjórn
Akureyrar hefir lokið áætlun sinni
yfir tekjur og gjöld bæjarins þetta ár,
eins og lög skipa fyrir. Alls er tekju-
hæðin áætluð kr. 9792.20. Þar af auka-
útsvör kr. 4282.20, 600 kr. meira en í
fyrra. Gjaldaliðir, sem sérstök ástæða
er til að benda á, eru tæpar 3000 kr.
til barnaskólans, 1000 kr. í vegabætur
og rennur, iooo kr. til húsnæðis handa
bæjarstjóm (væntanlegrar viðbótar ofan
á bamaskólann), 200 kr. til að reisa
þarfindahús og 200 kr. til umbóta á
leikhúsi bæjarins.
Ágœt saga,
sem vér vonum að verði lesendum
»Norðurlands« til mikillar ánægju, byrj-
ar í blaðinu innan skamms.
Dáinn
er í Kaupmannahöfn C.J. Höepfner
stórkaupmaður. Æfiatriða hans verð-
ur getið síðar í »Norðurlandi«.
r
Dánir í /Umreyrarsóki)
í septembermán.
15. Dóróthea Jóelsdóttir, saumakona á
Oddeyri, 28 ára.
22. Sigfús Jónsson, kaupmaður á Akur-
eyri, 66 ára.
23. Benedikt Jóhannesson, bóndi á
Klúkum í Eyjafirði, 48 ára.
24. Frú Ólöf Hallgrímsdóttir Jónsson
frá Sauðárkróki, 46 ára.
Marta og Jón Mýrdal, börn Einars
Jónssonar málara á Oddeyri, tví-
burar.
1 ndirrituð oeitir tilsögn,
frá miðjum okfóber n. k., í
ensku, þýzku, dönsku og
t fortepianospih.
S ýlkureyri 29. sept. 1901.
I María Stephensen.
Kjöt og aðrar haust-
vörur kaupi eg:
Kjötið fœr að jafna sig
d vikt.
Otto Tulinius.
Nokkra duglega fiski-
menn ræð eg á
Kutter »Helga« til
næsta árs, fyrir kaup
og fæði, eða hálf-
drætti og fæði.
Otto Tulinius.
Hér með tilkynnist öllum
vinum og vandamönnum, að
eiginmaður minn elskulegur,
Sigfús kaupmaður Jónsson,
andaðist þ. 23. þ. m. Jarðar-
förin fer fram föstudaginn 4.
október frá heimili mínu, kl.
12 á hádegi.
Akureyri 26. sept. 1901.
Marsellína Kristjánsdóttir.