Norðurland


Norðurland - 08.10.1901, Side 1

Norðurland - 08.10.1901, Side 1
2. blað. JJORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. /Uoireyri, 8. október 1901. I. ár. Yfirlit og horfur. Eftir Pál Briem, amtmann. I. Það eru í sumar io ár síðan er eg átti sæti á löggjafarþingi íslands. Eg var þá ráðinn í að bjóða mig eigi fram við næstu kosningar til þings. Sagði eg þá við einn af vin- um mfnum og samþingismönnum, að hann þyrfti eigi að búast við mér á þingi um næstu io ár. Nú eru þessi io ár liðin, enda getur nú vel farið svo, að eg bjóði mig fram við næstu þingkosningar, ef einhverjir vildu sýna mér það traust og sóma, að kjósa mig til þings. En þá verð eg að láta uppi skoðun mína á því máli, sem nú er efst á dagskrá þjóðarinnar. I raun réttri hefði þurft að rita langt mál um stefnur þær, sem kom- ið hafa fram í stjórnarskrármálinu frá fyrstu byrjun, en eg skal eigi fara lengra aftur f tfmann en til þings 1885. Eg var þá skrifstofu- stjóri á alþingi. Tveir af bræðrum mínum voru þá alþingismenn; eg þekti marga af þingmönnum og mér var því töluvert kunnugt um skoðanir þeirra. Eins og mönnum er kunnugt, var frumvarp til stjórnarskipunarlaga samþykt á þessu þingi. Menn bjugg- ust eigi við því, að stjórnin mundi samþykkja frumvarpið. Það var aðal- atriðið að láta stjórnina fá afdráttar- laust að vita, hvernig fulltrúar þjóð- arinnar vildu fá breytt stjórnarfyrir- komulaginu. Yfirkennari H. Kr. Friðriksson lagði þá til, að þingið sendi kon- ungi ávarp þess efnis, að hann vildi skipa sérstakan ráðgjafa fyrir ísland. Mér var kunnugt um, að ýmsir af hin- um hygnari þingmönnum tóku þetta til sérstakrar íhugunar, og kom þá til orða, að þingið breytti stjórnar- skrárfrumvarpinu í þá átt, að hér yrði skipaður ráðgjafi konungs á Íslandi, en svo væri einnig skipað- ur erindreki hjá konungi, er bæri fram fyrir hann íslenzk mál. Það var fhugað, hvort alþingi ætti eigi að taka upp kröfur þjóðfundarins 18 51. En eftir nákvæma fhugun féllu menn frá þessu. Mönnum líkaði eigi crindrekinn. Hann var milliliður milli konungs og alþingis, sem alþingi gat eigi haft persónuleg áhrif á. Það gat að ætlun manna vel far- ið svo, að hann yrði aðalmaðurinn, og þá voru menn ekkert betur farn- ir en áður. Síðan hefir enginn farið fram á að fá neitt líkt, þangað til tíumannafrumvarpið var borið fram á sfðasta alþingi, sem eg mun síð- ar minnast á. Arið 1885 var alþingi rofið. Auka- þing var haldið árið eftir og sam- þykti alþingi stjórnarskipunarlaga- frumvarpið óbreytt. Arið eftir var eg kosinn þing- maður. A alþingi 1887 kom til orða að hætta við stjórnarskrármálið um sinn Það var haldinn prívatfundur um þetta meðal þingmanna, en þar mættu að eins 20 þjóðkjörnir þing- menn. I'yrst var samþykt með atkvæðum 10 þingmanna, að halda stjórnarskrármálinu eigi fram, en svo greiddi einn af þessum 10 atkvæði með hinum, að bera mætti fram á þingi frumvarp til stjórnarskipunar- laga, og varð því meiri hluti fundar- manna með þessu. Það var álit mitt og ýmsra þingmanna, að, ef stjórnar- skrármálinu væri slegið á frest, þá myndi það verða skoðað svo, sem þingið léti sér málið liggja í léttu rúmi. Þess vegna bar eg ásamt Benedikt heitnum Sveinssyni og ýms- um fleiri málið fram á þingi. Eins og kunnugt er, dagaði málið uppi í efri deild, enda vildi mikill hluti þingmanna undir niðri, að málið fengi eigi framgang. En hver var orsökin? Hún var eingöngu ótti þingmanna við þing- rof, nýjar kosningar og aukaþing. Það voru ákvæði 61. gr. stjórnar- skrárinnar, sem að mfnu áliti voru þess valdandi, að þingmenn, mér liggur við að segja, heyktust á málinu. Síðan hefir mér verið illa við 61. gr., eins og hún er í stjórnarskránni. Að mfnu áliti er svo langt frá því, að hún sé gimsteinninn í stjórnar- skránni, að mér finst hún sé ein- göngu til þess að setja tvíveðrung í þingmenn og kveikja sundurlyndi meðal þeirra, sem þó er sannarlega ekki á bætandi. Eins og kunnugt er, hafa íslend- ingar krafist þess, að stjórnin yrði innlend, en það hefir einnig komið fram önnur krafa, sem í raun réttri er eigi þýðingarminni, og er það krafan um fjárráð alþingis. Stjórn- irnar geta verið svo innlendar sem vera vill, en ef eigi er trygging fyrir fjárráðum þjóðfulltrúanna, þá er heldur eigi nein trygging fyrir því, að stjórnirnar séu 1' samræmi við óskir og vilja þjóðarinnar. Fjár- ráð þjóðþinganna eru með öðrum orðum skilyrðið fyrir því, að stjórn- irnar séu þingbundnar, meira en að nafninu. Fjárráðin fela í sér vísi til sannarlegrar þjóðstjórnar. Þingmönnum var orðið þetta ljóst 1887. Menn vildu tryggja fjárráð alþingis með berum orðum. Enda voru sett þessi ákvæði f stjórnar- skrárfrumvarpinu 1887: »Enga skatta eða tolla má innheimta, fyr en fjárlög fyrir það tímabil eru samþykt af alþingi og hafa öðlast staðfestingu. < Árið 1889 kom þessi krafa um fjárráð alþingis fram á þann hátt í hinu svo kallaða miðlunarfrumvarpi, að aftan við 17. gr. um bráða- birðarlög var skeytt þessum ákvæð- um: »Eigi má gefa út bráðabirgðar- fjárlög fyrir það fjárhagstímabil, er fjárlög eru samþykt fyrir af al- þingi.< Eg átti nokkurn þátt í miðlunar- frumvarpinu ásamt ýmsum góðum þingmönnum. Okkur var það ljóst, að nauðsyn bar til að breyta hin- um eldri stjórnarskrárfrumvörpum. Fyrst og fremst var gert ráð fyrir ýmsum stjórnarstörfum konungs, en þó voru engin ákvæði um, að kon- ungur skyldi hafa ráðgjafa. Hér var því að ræða um sýnilega vöntun í frumvörpunum, sem nauðsynlega þurfti að bæta úr. í annan stað var eigi gert ráð fyrir því, að ísland þyrfti að standa í neinu sambandi við alrfkið, og var það engu minni vöntun. Það liggur í augum uppi, að Is- land getur eigi verið yfir alríkinu, heldur verður alríkið að vera yfir íslandi, en til þess að rétti íslands sé eigi haggað, er gert beinlínis ráð fyrir því, bæði í stöðulögunum og f stjórnarskránni, að ísland taki tiltölulegan þátt í stjórn alríkisins, ef það hefir fullírúa f ríkisþinginu. Flutningsmenn miðlunarfrum - varpsins voru auk mfn síra Sig- urður Stefánsson, Jón Jónsson frá Múla, síra Eiríkur Briem og Þor- varður heitinn Kjerúlf. Milli okkar var enginn ágreiningur um það, að konungur þyrfti að hafa ráðgjafa sér við hönd, en vér vorum í nokkrum vafa um, hvernig ætti að haga sambandinu við al- ríkið. Vér vorum allir á því, að ef alþingi samþykti og landstjóri stað- festi lög, sem færu inn á verksvið alríkisins, þá væri nauðsynlegt að konungur gæti afturkallað þau. Sig- urður Stefánsson vildi einskorða afturköllunarrétt konungs við þetta. Eg vildi aftur á móti, að konungur hefði ótakmarkaðan afturköllunar- rétt, því að eg hélt því fram, að ef afturköllunarrétturinn væri mið- aður við sérstakleg málefni íslands, þá yrði afleiðingin sú, að alríkið mundi stöðugt reyna að marka þeim þrengra og þrengra svið. Við Sigurður og síra Eiríkur bróðir minn vorum inni í fjárlaganefndarsal að ræða þetta og gátum ekki leyst þennan hnút. Þá kom Jón Ólafsson inn, sem átti sæti í efri deild; bárum við málið undir hann. Jón fann þá milli- veg. Hann batt afturköllunarréttinn við þau »lög, sem konungi þykja viðsjárverð sakir sambands íslands við Danmörku*. Þetta gátum við allir samþykt, enda standa þessi orð f miðlunarfrumvarpinu 1889. Eg hefi tekið þetta fram til þess að menn sjái, að ísland hlýtur að vera háð alríkinu, en að það sé bezt, ef hagur þeirra að einhverju leyti kynni að koma í bága, að menn reyni að jafna úr þessu, án þess að fara í stranga réttardeilu um það, hvort málefnið heyri undir verksvið íslands eða alríkisins. Þessi málamiðlun á að fara fram í ríkis- ráðinu, og þess vegna hefi eg meðal annars viljað að ráðgjafinn fyrir ís- land ætti sæti í ríkisráðinu. Ráð- gjafanum fyrir ísland gefst þar jafn- an tækifæri til þess að tala máli íslands. Það er eðlilegast að menn fari eftir því, sem er haganlegast og bezt fyrir landið. Nú er öllum orðið það ljóst, hvernig störfunum er hagað f ríkisráðinu. Þótt ráð- gjafarnir láti f ljósi skoðun sína 1

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.